Fálkinn - 20.06.1936, Page 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Villi. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
BlaðiS kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Aughjsingaverð: 20 aura millimeter.
Herbertsprent prentaði.
Skraddaraþankar.
■ Á Norðurlöndum er það víða sið-
ur að tendra bál á stystu nótt árs-
ins, eins og íslendingar gerðu til
skamms tíma á Þrettándanum. Þrett-
ándabrennurnar nutu sín vel i mið-
vetrarmyrkrunum, þær voru eins og
vitar, sem báru boð milli strjálla
hýla.
íslendingar eru svo norðarlega á
hnettinum, að þeir þurfa ekki að
kynda bál á Jónsmessunótt. Nóttin
er svo björt, að bálin njóta sín ekki.
íslenskur æskulýður þarf ekki bál til
þess að safnast kringum og gleðjast
á lengsta birtudegi ársins, þegar mið-
nætursóliii hverfur ekki í sæ fyrir
norðurlandi, hjá þeim sem færa sig
ofurlítið upp í hlíöarnar, og gerir
ekki nema að „depla augunum" á
sunnanverðu landinu.
Enginn hluti ársins er eins vel
fallinn til þess að dyelja í skauti
náttúrunnar eins og björtustu næt-
urnar. Þegar góðviðri og lieiðrikja
er samfara þeim sjer! sá náttúruna í
almætti sínu, sem vakir en ekki sef-
ur. Aldrei er tign náttúrunnar meiri
en þ'egar kvöldroðinn og morgun-
roðinn ren'na saman í eitt, með ótelj-
andi litbrigðum og sifeldum breyt-
ingum. Þeim sem eru svo hepnir að
dvelja upp til lieiða og fjalla slíkar
nætur, veitist mesti unaður sem nátt-
úran hefir að bjóða, og sá sem ekki
verður fyrir ríkum áhrifum af því
sem hann upplifir slíka nótt er ekki
vakandi maður heldur sofandi.
Þar sameinast alt sem fagurt er.
Það er líkara töfrum en raunveru,
sem fyrir augun ber. Þar truflar ekk-
ert hljóð hugann, en ilmurinn frá
gróðri jarðarinnar leikur um vitin,
hollari en nokkurl reykelsi, og eins
blíður andvari. Og geislaspil hinnar
lágu sólar er fegurra en nokkur önn-
ur birta, sem mánnsandinn hefir upp-
hugsað.
Á slikri stundu finnur mánnveran
betur en nokkurntima ella tengsl sin
við náttúruna. Finnur að ekkert af
öllum afrekum mannsandans er neina
lijóm og skuggi hjá náttúrunni sjálfri.
Þeir sem ungir eru eiga að nota
sjer þessa samfundi við náttúruna.
Ekkert er betra og ekkerl er hollara.
Ekkert lyftir hug mannsins liærra.
— Það ætti að verða föst regla allra,
semvetlingi geta valdið að nota Jóns-
messuna og björtustu nætur ársins
til þess að komast þangað „sem víð-
sýnið skín“. Ein slík birtunótt vegur
upp þúsund nætur í danssal.
greinarkorni. Auk fjölda guðfræði-
legra rita hefir hann gefið þjóðinni
liin merku kirkju- og kristnisögurit,
bæði almenna kirkjusögu og ís-
lenska. Hann ann sögufróðleik mjög
og eigi síst ættarsögu og einstakl-
inga og ber hið stórá rit hans um.
Meistara Hálfdán þess vithi. „Islend-
ingar í Danmörku“ er eitl rita lians
— um íslendinga sem sest hafa að i
Danmörku á síðari öldum og ættir
þeirra þar. Þá þekkja margir, live
nákunnugur biskupinn er sögu
Reykjavíkur, sem hann þekkir betur
en nokkur núlifandi maður.
Dr. Jón er maður mjög listelskur
og hefir frá áeskuárunum lagt stund
á málaralist, sem hann þó hefir lagt
á hilluna nú, sökum anna. Safn han-s
af myndum úr Reykjavík er einstætt
og margt af því eru frummyndir
eftir sjálfan liann. Þá hefir hann
einnig gert teikningar af öllum
kirkjum landsins á vísitasíuferðum
sínum.
------Það eru víst fáir menn, sem
á sjötugsafmæli sinu geta litið yfir
meira og betra dagsverk en dr. Jón.
En starfið hefir ekki gert hann elli-
móðan. Það hefir haldið honum
ungum.
Á morgun berast honum hvaðan-
æva þakkir og góðar óskir og þlýjar.
Á morgun fyllir sjöunda áratug-
inn dr. Jón Helgason hiskup. Þeir,
sem sjá hann, á götunni, ljettari og
kvikari á fæti en margan unga
manninn, og þeir sem tala við hann,
glaðan og ungan i anda, eiga bágt
með að trúa því, að hann eigi svo
mörg ár að baki sjer, en það verð-
ur ekki rengt, að hann er fæddur á
Görðum á Álflanesi hinn 21. júni
árið 1806, og svo geta menn sjálfir
dregið frá.
Ekki á liann hina sjötugu æsku
sína þvi að þakka, að hann liafi
hlíft sjer unx æfina. En liitt sannasl
á honum, sem ýmsir vilja halda fram,
að það sje einmitt viljaþrekið og
starfið, sem haldi mönnum síungum,
bæði andlega og líkamlega. Meirl
alorku og iðjumann getur tæplega en
dr. Jón biskup, enda sýna þar verk-
in merkin — öll þau rit, sem hann
hefir komist yfir að semja — fram-
an af æfinni í hjáverkum frá tíma-
freku kenslustarfi og síðustu ára-
tugina ásamt biskupsembættinu.
Alt frá því fyrsta, að dr. Jón
lnskup tók að starfa hjer i Reykja-
vík að afloknu háskólanámi i Kaup-
man'nahöfn og prestsstörfum um
slund í Danmörku, hefir það sann-
ast að hann var enginn meðalmaður.
Það var fremur dauft yfir kirkju-
lifinu í landinu um það leyti sem
hann kom hingað og gerðist dósent
við prestaskólann, en hann sjálfur
hrennandi af áhuga. Hann tók brátt
að gefa út blað um kristindóni og
kirkjumál, „Verði ljós“ og hjelt því
úti i mörg ár, ásamt ýmsum áhuga-
sönnun guðfræðingum, þ. á. m. Sig-
urði P. Sivertsen prófessor. Jafn-
framt þessu hjelt háiin uppi guðs-
þjónustum í dómkirkjunni í fjölda
ára, 'án nokkurs endurgjalds og þótti
það nýmæli í þá daga. Það var nýr
og hressandi blær yfir boðskap hins
unga prestaskólakennara, hann vakti
fólkið og það þyrptist að guðsþjón-
ustum hans. ,
Þegar Hallgrímur Sveinsson bisk-
up fjell frá og Þórhallur lieitinn
Bjarnason varð eftirmaður hans tók
Gullbrúðkaiip eiga næstkomndi föstudag, 26 >þ. m, Sigríður
Sigurðardótiir og Lgður Árnason frú Hjallanesi, nú til heimil-
is á Fálkagötu 2.
dr. Jón við forstöðu Prestaskólans
og gegndi lienni til ársins 1911 að
Háskólinn var stofnaður; varð dr.
Jón þá prófessor i guðfræðideild og
fyrsti deildarforseti hennar. En við
fráfall Þórlialls biskups varð dr.
Jón eftirmaður hans og liefir nú
gegnl biskúpseinbættinni í tvo ára-
tugi. Öllúm landslýð er svo vel
kunnugt með hve mikilli árvekni
og dugnaði liánn hefir veitt kirkju
íslands forstöðu, að það þarf eigi
að rekja. Hann hefir t. d. vísiterað
allar kirkjur íslands og mun eng-
inn íslenskur biskup hafa gert það
á undan honum, og hann hefir vígt
fleiri kirkjur en nokkur biskup
annar. Og á allan hátl hefir hann
verið sívakandi í öllu því, sem horft
getur ísl.enskri kristni til eflingar
og trúarlífi þjóðarinnar til styrks.
Það yrði oflangt mál að minnast
ritstarfa dr. Jóns biskups í þessu
Tliorvald Krabbe vitamálastjóri
verður 60 ára á morgun.
Dr. Jón Helgason bisknp sjðíugur.