Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1936, Page 14

Fálkinn - 20.06.1936, Page 14
14 F Á L K I N N 4000 stúlkur „hverfa'4 ár hvert f Lendon. Hvít þrælasala í stórum stíl. Ritstjóri að stórblaði einu í London fjekk Lim daginn brjef frá Bernard Merrivale, sein sagði frá því, að ung stúlka innan fjölskyldu hans hefði nýlega staðið fyrir utan leikhús þar í borginni. Kom þar að ungur vel- búinn maður og bauð henni með sjer í leikhúsið. Hann sagðist liafa átt von á vinkonu sinni, hún gæti ekki komið, og nú hefði hann 2 aðgöngu- miða. Stúlkan fór með honum inn — og alt gekk vel. En maðurinn skrifar ritstjóranum, að hann hafi heyrt, að þetta sje mjög alment í London, ungir menn tali við ókunnar stúlkur fyrir utan leikhús- in, bjóði þeim með sjer inn — og síðan sjáist stúlkurnar aldrei meir. Þær liverfi alveg. Eftir að þetta brjef var birt í blað- inu, hefir ýmislegt komið fram, sem sýnir hve varkárar ungar stúlkur mega til að vera i stórborg eins og London. Því er lialdið fram að 4000 ungar stúlkur verði hvítum þræla sölum að bráð í heimsborginni. — Einu sinni bar það við, að móðir með tveim dætrum sínum ungum stóð fyrir framan leikhús og voru mæðgurnar að skoða myndirnar í sýningarglugganum. Kom þá til þeirra miðaldra, velklædd kona, sagðist hafa 2 aðgöngumiða og stakk upp á því að þær allar færu saman i leikhúsið. Hún fór svo með aðra dótturina í fínasta sæti, en hinar keyptu sæti ofar í leikhúsinu. Ákveð- ið hafði verið að þær skyldu hittast niðri í anddyrinu að sýningu lok- inni. En siðan hefir enginn lieyrt eða sjeð til stúlkunnar. Það eina sem menn vita er að ókunna konan og dóttirin óku burtu úr leikhúsinu í miðjum þætti. En hvert? Lögreglan gerði alt sem hún gat til þess að hafa uppi á stúlkunni, en árangurs- laust. Annað sinn sátu 3 stúlkur á veil- ingahúsi og töluðu hátt um það í livaða leikhús þær ættu að fara um kvöldið. Þær voru komnar til London frá Liverpool til þess að skemta sjer. Kom þá til þeirra roskin kona, sagð- isl hafa 5 aðgöngumiða að leikhúsi, en hún hefði þeirra ekki not, því „frænkur mínar geta ekki komið með mjer í kvöld“. Var svo ákveðið, að þær skyldu allar hittast fyrir utan leikhúsið seinna um kvöldið. Þegar þangað kom, kom í Ijós, að 2 að- göngumiðarnir voru i fyrstu röð, en hinir ofar í leikhúsinu. Ókunna kon- an settist í betri sætin með falleg- ustu stúlkuna. Að leiknum loknum voru þær horfnar — og enginn hefir síðan sjeð stúlkuna. Það er alvanalegt að þessir livítu þrælasalar i slíkum tilfellum og hjer liafa verið nefnd, gefi stúlkunum súkkulaði, eða eitthvað annað sæl- gæti, með einhverju deyfandi meðali i. Þær verða veikar, sofna, og enginn tekur til þess þó einhver velbúin kona biðji fólk um aðstoð til þess að koma veikri dóttur sinni út i bil. En síðan sjást þær aldrei framar. Það’ er áreiðanlega miklu meira um hvíta þrælasölu í stórborgum Norðurálfu en nokkurn grunar. ; i ... EDEN HINN YNGRI. MIKLAS FORSETI Nicholas Eden, sonur enska utan- Austurríkis á ekki sjö dagana sæla ríkisráðherrans er sagður líkur föð- því að viðsjár eru miklar í landinu ur sínum. Hjer sjest hann með móð- milli flokka Schussniggs kanslara og ui sinni á leið til kirkju, en virðist Stalirembergs fursta. Hjer sjest for- vera hálf óþægur við liana. sctinn á hersýningu í Wien. Fjörutiu og tveir læknar, þar á meðal ýmsir frægir sjerfræðingar hafa árangurslaust reynt að lækna Ameríkumanjiinn Robert Milton, sem nú hefir hixtað stanslaust í fimm ár. „Jeg hefi gert alt hugsanlegt til að fá bata“, segir Milton, „og jeg liefi reynt ýms „óbrigðul húsráð“ en þau hafa ekkert stoðað. Konan mín hef- ir reynt það gamla bragð að gera mig hræddan og tekist það svo vel, að jeg hefi oft verið nærri því dauð- ur úr hræðslu, en hixtann liefi jeg enn. Nýlega var mjer ráðlagt að drekka tólf stór glös af ölkelduvatni. Jeg gerði það, en lá i rúminu viku á eftir — og hixtaði". ----x---- í Belgrad hefir komisL upp um mann, að hann liefir haldið tengda- móður sinni beinlínis í varðhaldi. Hann hafði lokað hana inni i nokk- urskonar járnbúri eins og villidýr. Maðurinn var hræddur um að tengda- móðurin mnndi skrifa erfðaskrá og gefa einhverjum öðrum auðinn, sem hún átti. En nú situr tengdasonurinn sjálfur í búri, því hann var þegar handtekinn. FALLHLIFASTOKK úr flugvjelum þykja með glæfraleg- uslu íþróttum, sem fólk leggur fyrir sig. Margar stúlkur iðka þó þetta. Hjer sjest ung ensk stúlka, ungfrú Madin vera að lenda með fallhlif á öllum aldri og frá fjölmörgum þjóðum háðu nýlega kappmót í Margate á Englandi. Hjer sjest yngsti þátttakandinn klóra sjer i höfðinu, í vandræðum með næsta leikinn. sina FREDDY BARTHOLMEW er einn af þektustu drengjum er í kvikmyndum leika og muna hann ýmsir sem David Copþerfield i sam- nefndri mynd. Hjer sjest hann á- samt frænku sinni sem hefir alið hann upp. ELISABET PRINSESSA eldri dóttir hertogans af York og erfingi ensku krúnunnar sjest hjer á myndinni, sem er tekin; á afmælis- (iegi hennar þegar hún varð tiu ára. Þísgar fjármálaráðherrann enski til- lcynti nýlega i þinginu að hækkaður yrði tollur á þjóðdrykk Englendinga var einn tehúseigandinn ekki seinn á sjer að tilkynna hækkunina. Haiin var búínn að því áður en ráðherr- ann liafði lokið máli sínu. VATNAORMURINN I LOCH NESS sem mikið var talað um hjer á ár- unuiij, er nú farinn að láta á sjer bæra, ef trúa má sögusögn þriggja stúdenta frá Glasgow, sem þykjast liafa sjeð hann í vor. Myndin er frá Loch Ness.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.