Fálkinn - 12.09.1936, Síða 14
14
F Á L K I N N
Trúarhreyfingin „Christian Science" er
upprunnin í Ameríku og höfundur henn-
ar er Mary Baker Eddy, sem dó nær ní-
ræðu áriS 1910. Frú Baker Eddy taldi sig
hafa læknast af þungum sjúkdómi og
þrautuni meö því einu, aö treysta mildi
guös. Gaf hún út bók um þessa reynslu
sína árið 1875, og hefir hún komiö út í
mörg hundruð eintökum á ensku og ver-
ið þýdd á fjölda mála. En árið eftir, 1870,
stofnaði hún „fjelagið fyrir kristileg vís-
indi“ og telst hreyfingin þvi 60 ára á
þessu ári.
Árið 1879 eignaðist þessi fjelagsskapur
fyrstu kirkju sína í Boston, en þar hefir
jafnan verið aðalstöð fjelagsins. Er það
kenning þessara safnaða, að andlegt og
líkamlegt höl sje ímyhdun og eigi upp-
tök sín í liuga mannsins sjálfs, og sje
þetta í samræmi við algæsku guðs. Þegar
mennirnir læri að skilja þetta þá hverfi
þeim alt böl af sjálfu sjer. Mennirnir geti
með þjálfun hugarfars síns losnað við
hæði likamlegt og andlegt andstreymi.
Þessi kenning liefir náð mikilli útbreiðslu
vestan bafs og talsverðri í Evrópu. Gefur
fjelagið út ýms rit til þess að kynna
skoðanir sínar, en þó hefir það mestan
stuðning af hinu ágæta stórblaði sínu,
„Christian Science Monitor", sem gefið er
út í Boston. Flytur það almennar frjettir
og greinar, en sneiðir hjá því, að birta
frjettir af glæpum allskonar og því um
líku, sem taka mikið og áberandi rúm i
stórblöðum Bandaríkjanna.
Hinn 8. júlí í sumar var haldinn árs-
fundur „Móðurkirkjunnar", sem Christian
Science nefnir svo, í Boston. Þar voru m.
a. friðarmálin tii umræðu og samþykt
ákvörðun um, að söfnuðirnir beitti sjer
fyrir alheimsfriði. Síðasti forseti hreyf-
ingarinnar var dr. Frank Colby, en nú
var kosin forseti frú Elisabeth Cadwell
Tomlinsson. Er hún útskrifuð úr presta-
skóla biskupakirkjunnar. Telur hún sig
hafa fengið lækningu fyrir iðkun kenn-
inga hreyfingarinnar. — Á síðasta ári
bættust 2751 kirkja og 55 háskólafjelag í
kirkjuna, þar á meðal söfnuður innfæddra
manna á Filippseyjum. En ársþingið
sóttu um 6000 fulltrúar víðsvegar að.
Fjárhagur hreyfingarinnar er með mikl-
um blóma. Á það stórkostlegar húseignir
í Boslon en þær eru alveg skuldlausar.
Og fjelagið ver þó miklu fje til líknar-
starfa á hverju ári, ekki síst þegar stór-
feld tjón verða, eins og t. d. af fellibyln-
um í Florid'a og jarðskjálftunum í Mon-
tana.
Blaðið „Christian Science Monitor“
starfar í samvinnu við 2000 frjettablöð og
300 útvarpsstöðvar, sem flytja greinar og
erindi uin hreyfinguna. Um 150.000 grein-
ar voru birtar í blöðum þessum árið sem
leið og í útvarpinu 6000 erindi trúarlegs
efnis og um 60.000 greinar um starfsem-
ina. Sjerstök fyrirlestranefnd starfar í fje-
laginu og sagði formaður hennar, miss
Margaret M. Glenn frá úndraverðum
lækningum, sem orðið hefðu á mörgum
fyrirlestrunum. Á árinu voru fluttir 3111
fyrirlestrar um „Christian Science", fyrir
rúmar þrjár miljónir áheyenda. Flestir
þeirra voru haldnir í Norður-Ameríku,
eða 2669, en 225 í Bretlandi og írlandi
en 104 i öðrum löndum Evrópu. Fyrir-
lestrar voru og haldnir í Austur-Asiu,
Indlandi, Afríku, Ástralíu og austur á
Kyrrahafseyjum.
Hjer hirtast nokkrar myndir af bygg-
ingum fjelagsins i Boston.
Frá aðalstöðvum
„Christian Science“.
Loftmynd af aðalstöðvum Christian Science í Boston. Mass.
Úr ,,Móðtirkirkjunni“ í Iioston.
Heilsuhæli Christian Science í Brookline, Mass.
Hið nýja systurskip „Queen Mary“,
sem Bretar ætla að fara að smíða,
á að verða 2000 smálestum stærra
en „Drotningin“. Kostnaðurinn er á-
ætlaður 5Vj miljón sterlingspund og
er talið að skipið verði fullgert á 15
mánuðum.
Hinn 26. september eigast þeir Max
Schmeling og Braddock við um
heimsmeistaratignina í hnefaleik. Bú-
ist er við um 140.000 áhorfendum að
því ati, og veðmálin eru fyrir löngu
byrjuð um hver sigurinn beri úr
býtum.
Hollenska flugfjelagið K. L. M. hef-
ir nýlega gefið út skýrslu um loft-
siglingar sínar til Austur-Indía fyrra
missiri þessa árs og gerir saman-
burð á sama tíma í fyrra. Hafa far-
þegaflutingarnnir aukist um 129%
og vöruflutningar og póstur um sama.
Stærsla vínáma i heimi er áman
fræga í Heidelberg. Hún tekur meira
en 185.000 lítra. En sú næststærsta
er áma á landsetri Esterhazy greifa
við Bas i Ungverjalandi. Tekur hún
rúma 96.000 lítra. Heidelberg-áman
var smíðuð 1751 en sú ungverska
1802.
—x-------
I Dumont í Minnesotafylki eignað-
ist kona ein, frú Schmitz að nafni
strák, ekki óefnilegan. Var hann 63,7
sentimetra á hæð er hanii fæddisl,
en meðalhæð nýfæddra aarna er 51
sm. og mjög stór þykja börn er þau
ná 56—7 sm. nýfædd. Og svo var
drengurinn 29 merkur á þyngd en
meðalþyngd nýfæddra barna er um
14 merkur. Hæð drengsins svaraði til
meðalhæðar 3—4 mánaða barns og
þyngdin til missirisgamals barns.
Þrjár hjúkrunarkonur og tveir lækh-
ar voru viðstödd fæðinguna. Er þetta
16. barn móðurinnar. Fyrir tæpu
hálfu öðru ári eignaðist lnin tvíbúra,
sem vógu til samans nær 40 merkur!
----x----
Ung hjón, Vivian og George Wilde ‘
leituðu nýlega skilnaðar í London
eftir fárra daga hjónaband. Vivian
elskaði Georg af öllu hjarta, en
heimtaði engu að siður af honum,
að í hver skifti sem hann ætlaði að
kyssa hana yrði hann að skola munn-
inn á sjer vandlega áður. Hún liafði
sem sje lesið mikið um bakteríur og
að með hverjum kossi gætu borist
milli lijóna miljónir af þessum hættu-
lega óþverra. Georg gat ekki sætt sig
við þessa kröfu og kvaðst ekki taka
í mál, að þurfa að fara afsíðis og
skola á sjer munninn, í Iivert skifti
sem hann langaði i koss. Og dómar-
inn fjelst á málstað hans og veitti
skilnaðinn. Nú er að vita hvort Vivi-
an nær í nokkurn manh, seni vill
verða við hreinlætiskröfum hennar.
----x----
Kringum Austria-gosbrunninn i
Wien eru fjórar eirmyndir, sem
hráðlega verða teknar af stöllunum
til lireinsunar og viðgerðar. Gefst þá
reynsla um, hvort Havanna-vindlar
geta haldist óskemdir í 90 ár. Mynd-
irnar eru sem sje fullar af Havanna-
vindlum að innan og liggur þessi
saga til þess: — Það var myndhöggv-
arinn Schwanthalar sem gerði mynd-
irnar og voru þær steyptar í Mtin-
chen. Myndhöggvarinn var mikill
reykingamáður og reykti eintóma
Havanna-vindla. Þeir voru tollfrjáls-
ir í Þýskalandi en hátollaðir i Ausl-
urríki, svo að myndhöggvarinri sætli
lagi og keypti kynstrin öll af vindl-
mn og tróð þeim innan i myndirn-
ar til þess að sleppa við tollinn. En
nú bar svo við að á leiðinni til Wien
veiktist myndhöggvarinn af kvefi og
lá lengi rúmfastur. Þegar hann kom
loks lil Wien var húið að múra allar
myndirnar niður á stallana, með
vindlunuin í. Og þar hafa þeir verið
síðan. En myndliöggvarinn tregaði
missi allra ágætu vindlanna sinna til
dauðadags.
----x----
Tvö hundruð konur úr kvenna-
klúbh einum í San Francisco liafa
keypt eyjuna Panaua, nálægt Ha-
waj. Þar ætla þær sjer að koma upp
kvennanýlendu og banna öllum karl-
mörinum að Tstíga þar fæti á land.
Jafnvel nánustu ættingjar kvennanna
mega ekki heimsækja þær.