Fálkinn - 26.09.1936, Page 4
4
F Á L K I N N
GROF „POURQUOI PAS?“
íslensk veSrátta hefir löngum ver-
ið dutlungafull. Ef það á nokkurs-
staðar lieima máltækið um, „að dag
skal að kveldi lofa þá á það
heima lijer á landi. „Á skammri
stund skipast veður i lofti“.
Þetta á ekki síst við um útsynn-
iuginn. Hann er allra átta hættuleg-
astur, gerir sjaldan boð á undan
sjer en kemur eins og þjófur á nóttu.
Það er hann, sem hefir valdið flest-
um og hörmulegustu slysunum hjer
við Faxaflóa og Reykjanes fyr og
síðár. Það var hann, sem rjeði ör-
lögum „Pourquoi Pas?“ miðvikudags-
nóttina 16. þ. m. Skipið lagði úr
höfn í Reykjavík í mesta blíðskapar-
veðri um kl. 1 á þriðjudag. Mynd
sú, sem birtist hjer og áreiðanlega
er siðasta myndin, sem til er af
skipinu, var tekin hjer úti í flóa,
skamt fyrir vestan Gróttutanga
kl. 3 siðdegis þann dag. Eins og hún
ber með sjer, var þá engin alda á
hafinu og reykstaðan sýnir, að vind-
ur hefir enginn verið, eða ekki meiri
en svo, að reykurinn safnast í hnyk-
il upp af skipinu.
Sandarnir í Skaftafellssýslu eru
alræmdasti strandstaðurinn á ís-
landi. Og mjög venjuleg ástæða til
strandsins er sú, að skipsmennirnir
sjá ekki landið. Þar liggur marflat-
ur sandurinn fram að sjó en bak við
sandana gnæfa hin himinháu undii •
fjöll Vatnajökuls. Þessa sanda hafa
útlendingar skírt „kirkjugarð skip-
anna“. Þar standa árum og áratug-
um saman skip uppi í fjörunni, flest
að vísu grafin i sandinn, en að jafn-
aði óbrotin. Þar komast að jafnaði
skipsmenn í land, — flest manntjón
sem þar verða, orsakast af því, að
skipverjar eru of bráðlátir í að yfir-
gefa skipið, fara út í bátana og far-
ast i brimgarðinum. En þeir, sem
ekki fara úr skipinu geta alla jafna
gengið þurruin fótum í land. Hörm-
ungar þeirra taka að jafnaði við,
eftir að þeir hafa fengið fótfestuna
á söndunum. Þar taka við óbygðir og
ófær vötn og hefir hvort tveggja
orðið mörgum strandmannninum að’
bana.
En í sjálfum Faxaflóa, svo að segja
við höfuðstaðinn sjálfan, gapir ann-
að gin Ægis, miklu ferlegra en aliir
sandar Suðurlandsundirlendisins.
Það er ströndin undan Mýrunum og
sunnanverðu Sæfellsnesi. Þau eru
orðin mörg, ströndin þar, og sum
svo, að af þeim hefir enginn haft
frjettir að segja. Við síðasta atburð-
inn frá þessum slóðum, var það einn
maður af fjörutiu, sem gat sagt frá
afdrifum fjelaga sinna. Stundum hef-
ir það verið enginn. Það er ströndin
— og útsynningurinn, sem hafa sjeð
fyrir því.
Hversvegna eru Mýrarnar svo mik
ill hættustaður, sem raun ber vitni?
Þeir sem ekki hafa stundað sjó-
mensku frá einhverri útvegsstöðinni
við Faxaflóa spyrja svo. En sjó-
mennirnir í Reykjavík, á Akranesi og
líka úr suður-verstöðvunum þurfa
ekki að spyrja, því að þeir vita. —
Suðvestur frá insta hluta Snæfells-
ness eða réttara sagt út af Mýrun-
um ganga klettahryggir langt i sjó
fram. Úr flugvjel sjest vel móta fyr-
ir þeim, niðri á sjávarbotninum en
af sjó sjást aðeins skerin, stór og
smá og verður ekki greint á lands-
uppdrætti, að þau liggja í ákveðna
stefnu. Þessar stefnur eru i beinu
framhaldi af hryggjum þeim, sem
sjást á Mýrunum. — Allur þessi
skerjasjór hefir eigi verið mældur.
Á sjókortunum af Borgarfirði er það
aðeins renna inneftir miðjum firð-
inum, sem mæld hefir verið: hin
venjulega siglingaleið í Borgarnes.
En vestan Borgarfjarðarmynnis nær
mælingin ekki lengra en upp að
Grænliólma og Þormóðsskeri, sem
eru eins og útverðir i skerjaklasan-
um út af Álptanesi og Straumfirði,
en hann nær áfram norður með Mýr-
unum og alla leið fyrir Löngufjörur
vestur með Snæfellsnesi, alt vestur
fyrir Skóganes. Þar strjálast skerin
nokkuð.
Þegar skip eru á ferð hjer utar-
lega i flóanum, norður af Garð-
skaga, og skyndilega rýkur á suð-
vestan, er hættan af nefndum skeri-
um mikil þó að í fljótu bragði virð-
ist þau allfjarri. Sjómenn einir
þekkja það, hve örðugt er um stjórn
á skipum í fárviðri, þó eigi sje viö
að eiga nema storminn. En hjer bæt-
ist það við, að jafnaði, að afar sterk-
ur straumur myndast einmitt upp að
hættuslóðunum. Ber því skipin óð-
ar en nokkurn grunar inn á hættu-
svæðið. Kunnugir menn hafa að jafn
aði þann sið, að reyna að komast
sem lengst til hafs, eða leita hljes
norðan undir Reykjanesi. Þeir telja
það stórhættulegt, að hleypa undan
veðrinu og freista að ná höfn í
Reykjavik, einmitt vegna þess, hve
mikil líkindi sjeu til þess, að skip-
in beri upp að Mýrunum. Um „Pour-
qoui Pas?“ er það nokkurnveginn
víst, að skipstjórinn hefir setlað sjer
að komast undan veðrinu til Reykja-
víkur. Allir vita um endalok þeirrar
farar. Skal eigi farið út í þau atriði
hjer. Hinsvegar mun mörgum þykja
fróðleikur að því, að rifjað sje upp
í tilefni af þvi sorglega slysi, sem
varð 16. þ. m. ýmislegt um fyrri
skipströnd, sem orðið hafa á líkuin
slóðum og í líkum veðrum. Heim-
ildir um þetta hefir blaðið aðallega
úr ritum þeim, sem vitnað er til
lijer á eftir. En áður en skýrt verður
frá hinum gömlu slysum viljum vjer
birta örstult viðtal við einn af hin-
um reyndu skipstjórum, sem urn
langan aldur hefir liaft kynni af
sjónum í Faxaflóa og aldist upp
vestra, að kalla í miðju mesta hættu-
svæði flóans. Er það Þorsteinn Þor-
steinsson í Þórshamri, formaður
Slysavarnafjelags islands.
— Jeg fór svo ungur af Mýrunum,
að jeg þekti svo sem ekkert til þar
þá, segir Þorsteinn. — En tólf ára
gamall fjekk i'-" að fara í kaupstað-
arferð, á fjögra manna fari til Borg-
arness vestan úr Skutulsey, og þrett-
án ára fór jeg suður á Akranes til
róðra. Það var fyrir sumarmálin.
Og mig undraði stórum, hve þessir
gömlu og góðu forinenn af Mýrun-
um, eins og Sigurður Pálsson, Jón
Brandsson og faðir minn, og margir
fleiri gátu komist leiðar sinnar milli
allra þeirra ótal skerja, sem voru
þarna undan landi — alt eftir mið-
um, sem þeir urðu að leggja á minn-
ið. Það er eigi lítið minnisverk, að
muna t. d. alla leiðina vestan frá
Ökrum, um óslitinn skerjagarð suður
undir miðjan Borgarfjörð.
Þorsteinn tekur fram uppdrátl af
sjónum suður ,af Mýrunum og segir :
— Ef þjer lítið á kortið hjerna þá
sjáið þjer ekki tugi heldur hundruð
af skerjum og eyjum á þessari leið.
Jeg þekki engan stað eða svæði
kringum alt ísland, sem er ægilegri
en þessi hluti Faxaflóans í algleym-
ings úrsynningi. Þar fylgist, má jeg
segja, undir þeim kringumstæðum
alt ilt að: hið ægilega liafrót, þar
sem öldurnar koma óslitnar að úr
mörg þúsund mílna fjarlægð — alla
lfeið suðvestan frá Amerílui — án