Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1936, Síða 8

Fálkinn - 26.09.1936, Síða 8
8 F Á L K I N N Bardagi ð hafsbalni VNortv LtrtNbURNIR Kvikmyndataka á hafsbotni. I’að er orðið algengt að sjá í kvik- myndum ýms atriði, sem tekin eru á hafsbotni. Fólki þykir þetta merki- legt, því að það eru fæstir, sem nokk- urntíma hafa kafað sjálfir, svo að slikar myndir eru algert nýnæmi á- horfendunum. — Það er orðið tals- vert langt síðan, að i kvikmyndum fóru að sjást myndir, sem teknar voru í vatni, en þær fyrstu voru ekki raunverulegar, heldur gerðar með brögðum. Þá var notað ker úr gagnsæu gleri, búinn til í það „hafs- botn“ með þangi, kóröllum og þvi um líku, kerið fylt með vatni og settir i það ýmsir smáfiskar. Síðan var sterku kastljósi varpað á kerið, og það kviknryndað. Og þetta var látið heita svo, sein það væru myndir, teknar á‘hafsbotni. Ef myndin átti að sýna menn, kafandi í djúpinu, voru myndirnar af þeim teknar á eftir, og „copieraðar“ á frummynd- ina. En þesskonar aðferðir taka áhorf- endur kvikmynda ekki lengur fyrir góða og gilda vöru. Þeir heimta að fá myndir, sem raunverulega sjeu teknar á hafsbotni, og þessvegna hafa kvikmyndafjelögin nú áhöld til þess, að geta sent kvikmyndaljósmyndara sína ofan í sjóinn og láta þá taka nryndirnar þar. Nýtísku köfunaráhald. Eitt af stærstu kvikmyndafjelögunr heimsins hefir fengið sjer útbúnað þann til myndatöku á hafsbotni, sem myndin hjer að ofan er af. Það er hylki, sem Ijósmyndarinn getur hafst við í, og dvalið í niðri á hafsbotni, meðan hann er að taka myndirnar. Sjálft hylkið er úr stæltu stáli, sem ekki lætur undan þrýstingnum, sem hylkið verður fyrir af vatninu, þó á miklu dýpi sje. Á hylkinu eru vitanlega gluggar, sem ljósmyndarinn notar til að sjá kringum sig. Eru gluggar á öllum hliðum hylkisins. Ljósmyndavjelin (II) sjálf er fest ut- an á hylkið á einskonar rennibraut, svo að Ijósmyndarinu getur miðað henni í allar áttir. Vegna þess að birtan er dauf niðri á hafsbotni, er slerkur rafmagnslampi settur ofan við ljósmyndavjelina og varpar hann birtu á það, sem ljósmyndað er (III) og er hægt að miða lionum i ýmsar áltir innanúr hylkinu. Hylkið hangir í sterkri stálfesti, sem er á vindu um borð í kafaraskipinu, og er hylkið ýmist látið fara til botns eða vera í miðjum sjó, eftir því sem við á. Raftaugar liggja frá skipinu ofan í hylkið, bæði til að gefa ljós og orku. Utan á hylkinu er „skipsskrúfa", svo að ljósmyndarinn getur látið það snúast í ýmsar áttir eftir vild (V). Til þess að ljósmyndaranum verði ekki kalt í ferðalaginu er hann lát- inn vera í fötum, sem gerð eru úr asbest-dúk, en asbest leiðir mjög illa hita og kulda. Talsíma hefir hann við hendina i hylkinu og getur tal- ast á við mennina í skipinu, sem fylgir Iionum. Gráðugur hákarl. Þið vitið sjálfsagt öll, að liákarl- inn er einn gráðugasti mathákur, sem til er í dýraríkinu. En þó liugsa jeg, að yklcur furði á sögunni, sem jeg ætla að segja ykkur núna, um græðgi hákarlsins. Fyrir nokkru veiddi kvikmynd- arar hákarl einn við Hawaj í Kyrra- hafinu. Ætluðu þeir að nota hann i kvikmynd. Þegar þeir ristu hann á kviðinn ráku þeir hnífinn í eitthvað hart. Kom þá í ljós, að þetta var bátsakkeri, 25 kilógrömm að þyngd. Og það sem meira.var: við akkerið hjekk 20 metra löng festi. Þegar svo farið var að rannsaka magann í há- karlinum nánar, fanstþetta: Fimm kg. þungt krosskkeri, armbandsúr, aftur- fótur af múlasna, „púður“-dós, blað af kolaskóflu, hlið úr sápukassa utan af Sunlight-sápu, tíu pund af ýmis- konar nöglum, skrúfur, rær, tvenn haðföt, eitt þvottabrelti, einkennis- húfa af hermanni, patrónubelti, 1/4 litra af messinghnöppum, beinhnöpp- um og skjaldbökuhnöppum, tvær skeifur og einn hnotbrjótur. Alls vóg þetta gótt 120 kílógrömm. Það er að visu ekki sjaldgæft að finna ýmislegt skrítið i hákarlsmaga, en þó mun þessi hákarl hafa sett met, hvað græðgi snertir. Og þó var þetta alls ekki stór hákarl; hann vóg — eftir að hann hafði verið „tæmdur“ — rúmlega 400 kg. En stórir hákarl- ar vega oft, slægðir, um 800 kg. Þessi myud sýnir atriði úr kvik- mynd, sem gerist neðansjávar. Sýnir myndin kafara, sem sendur liefir verið niður i djúpið til þess að ranu- saka straiulað skip, en þar mætir honum grimmur gestur, hinn svo- nefndi „rafmagnsáll", sem er svo hlaðinn rafmagni, að hann getur grandað fullorðnum manni. En kaf- arinn er með hanska á höndunum, sem ekki leiða rafmagn og drepur álinn með löngum forki. Virðist lion- um borgið í viðureigninni við álinn, en í sama bili nálgast annar vágest- ur hann. í vatninu sjest fyrst skuggi af einhverju ferlíki, sem færist nær. HJERI ÚR TÖLUM. Getið þið reiknað saman summuna af tölunum, sem hjerinn hjerna á myndinni er settur saman úr. Ef þið reiknið rjett — allan hjerann — á summan að verða 54! Tóta frænka. Við Hankö fóru nýlega fram alþj.óða kappsiglingar um gullbikarinn og tóku finnn þjóðir þátt í þeim. í þetta sinn unnu Ameríkumenn bikarinn, með bátnum „Indian Scout“. Sjest hann hjer á myndinni. Er það hákarl, hættulegasti vágestur hafsins, sem kemur þar aðvífandi. Verða nú ægilegar sviftingar milli kafarans og hákarlsins, sem vitan- lega lýkur með því, að maðurinn vinnur sigur. En hættulaus er sá leikur ekki, því að þó að kvikmynda- fjelögin sjeu mikils megnug, hefir þeim eigi ennþá tekist að temja há- karla, eins og ljónin og tígrisdýrin, og skipa þeim fyrir um, hvað þeir eigi að gera. En að vísu má geta þess, að stundum er hákarlinn, sem notaður er í svona sýningar stein- dauður! Hann er látinn hreyfa sig með því að draga í bönd, sem fest eru í skrokkinn! En ef áhorfendurnir vissu það, mundi tæplega eins mikið þykja til myndarinnar koma. HAPPDRÆTTISSAGA. Framhald af bls. 6. Eftir þessa upplýsingu gal jeg ekki sagt annað, en jeg væri mjög ánægð- ur með viðskiftin. Þvi að jeg trúi alls ekki á drauma. Nú tók Lind lieildsali sjer mál- hvíld, bað um kaffi og kveikti sjer í vindli. Jeg brann i forvitni og spurði: — Jæja, en hvernig urðu úrslitin? — Já, jeg skal flýta mjer. Jeg hafði skrifað hjá mjer númerin. Hrokkinhaus liafði keypt tvö seðla- hefti, tvö hundruð miða hvort, svo að það var auðvelt að leita að vinn- ingunum í dráttarlistanum. Og það reyndist svo, að eitt númerið liafði fengið á sig tíu þúsund krónur. Öll hin — eitt hundrað níutíu og níu — gáfu honum þrjú hundruð krónur alls. svo að þetta varð vitanlega ekki neitt stórgróðafyrirtæki, en þó varð þetta svolítill ágóði handa gyðingn- um. Hann bjargaði svolitlu af tapinu. — Það væri gaman að vera giftur konu, sem væri svona berdreymin. — Hvað finst þjer? sagði Lind heildsali og deplaði augunum, um leið og liann hló, dálítið vandræða- lega. — En jeg fyrir mitt leyti vildi nú samt ekki eiga svona berdreymna konu — því að þá væri úti um hús- friðinn — til dæmis þegar maður ér lengi á skrifstofunni á kvöldin. — Heyrið þjer, þjónn. Látið okkur fá tvo ískalda sódavatn! Þó að ýmsir kvikmyndafræðingar hamist gegn hinum lituðu kvikmynd- um þá stoðar það ekki, og þær fara mjög í vöxt. Á næsta ári er ráðgert að taka 125 litaðar kvikmyndir í Ameríku. Og aðsókn að kvikmynda- húsunum fer sívaxandi i Bandaríkj- urium. Árið 1932 sóttu 30 miljónir manna kvikmyndahúsin, en í ár er gert ráð fyrir að gestatalan verði um 90 miljónir eða þrefalt meiri en 1932.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.