Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 3
F Á L K i N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaliested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Simi 2210. öpin virka daga kl. 10—12 og 1—(i. Skrifstofa í Oslu: A n l o n S c h j ö t h s g a d e 14. BlaðiíS kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. lirlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Um þéssar mundir er fólkið að streyma til höfuðstaðarins. Sumir eru þar heimamenn, en hafa dvali'ö utanbæjar yfir sumarið og s'tundað atvinnu við landbúnað eða fiskveið- ar. Aðrir eru gestir, sem koma i höf- uðstaðinn til þess að dvelja hjer yf- ir veturinn og menta sig. Ungt fólk, sem ef til vill kemur hingað nú í fyrsta skifti. bað er mjög upp og ofan hverja ánægju þetta unga fólk hefir af náms- vistinni í höfuðstaðnum. Það nýtur að visu þess fjelagslífs, sem skólarn- ir liafa að bjóða, en mjög er það mis- jafnt hver ánægjan verður. Sumir njóta þessa skólalífs vel. En aðrir eru í rauninni hálfgerðir einstæð- ingar allan þann tima, sem þeir dvelja hjer. Þeir eiga hvorki vini eða ættingja, þeir leigja sjer herbergis- kytru út í bæ og kaupa sjer fæði á matsölústað, en kynnast fáum. Því að skólarnir geta ekki géngið þeim í heimilisstað. Það er í rauninni merkilegt, að ekki skuli hafa verið gerð gangskör að þvi, við þá skóla, sem að miklu leyti eru sóttir af utanbæjarfólki, að koma upp sameiginlegu mötuneyS eða heimili fyrir nemendur hinna ýmsu skóla. Það er vitanlegt, að sam- eiginlegt mötuneyti þarf ekki að vera dýrara en hitt, sem keypt er hjer og þar út í bæ. Og hið sama má segja um húsnæðið. Stúdentagarður- inn er framfaraspor, en hann nær að- eins til takmarkaðs hluta nemenda við einn einasta skóla. Til forna hafði Latínuskólinn heimavistir fyrir á- kveðinn hluta nemenda, en þegar að- sókn fór að vaxa að skólanum þrengd- ist svo um húsnæðið, að það varð að leggja heimavistirnar niður, enda voru l)ær víst þannig, að þær full- nægja ekki þeim kröfum, sem gera verður til liúsnæðis handa námsfólki. Er það ekki kleyft að taka þetta mál upp og leiða það til sigurs? Hið opinbera rekur skólana, en svo naumt befir liingað til verið um fje til þeirra, að margir þeirra eiga ekki þak yfir höfuðið. Hinir ýmsu sjer- skólar verða að hýrast i mjög ljelegu liúsnæði, sem alls ekki samsvara kröfum tímans og sumir verða að leigja það. — Einu sinni var hjer á döfinni sú hugmynd að koma upp veglegu skólahúsi hjer í Reykjavik fyrir ýmsa skóla. Sú hugmynd hefir nú legið í þagnargildi lengi. Væri það úr vegi að taka hana upp á ný og með þeirri viðbót að gera heima- vistarskóla um ieið, eins og hina stóru hjeraðsskóla, sem risið hafa upp úti um land. Stjórnarvöldin virðast hafa sett höfuðstaðinn algerlega lijá, að þvi er skólahúsin snertir. LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR: Reikningsskil, eftir Carl Gandrup. Leikfjelagið byrjaði starfsemi sína á þessu leikári með því að taka til sýningar danska leikinn „Reiknings- skil“ eftir Carl Gandrup. Er hann nýlega látinn en hafði skrifað fjö-lda leikrita um æfina, sem að vísu ekki náðu þvi, að skipa öndvegissess í bókriientaheiminum, en hinsvegar þóttu fara vel á leiksviði og náðu mikilli hylli. Og „Reikningsskil" þykja eitt af bestu leikritum höfundarins. Þetta leikrit stendur og fellur á leiksviðinu með einu einasta lilut- verki. Það er frú Beate, sem á bana- beðnum rennir augunum yfir iíf sitt, sem hefir verið margbreytilegt. Hún hefir verið þrigift og menn hennar hafa verið mjög ólíkir að allri skap- gerð. Einn þeirra var listamaður (Bjarni Bjarnason), annar kaupsýslu- maður (Brynjólfur Jóhannesson) og sá þriðji lögfræðingur og stjórnmála- maður ( Haraldur Björnsson). Leik- urinn er i fimm þáttum og gerist sá fyrsti og síðasti við banabeð frúar- innar en í hinum þremur þáttunum er sýnt lijúskaparlíf frú Beate í hin- um þremur hjóriaböndum hennar. Frú Soffía Kvaran leikur frú Beate og tekst það snildarlega. Þó að hún hafi margt gert vel áður á leiksViði þá mun mega fullyrða, að henni hafi aldrei tekisl eins vel og í þessum leik. Hlutverkið krefst mikils, en hún hefir reynst fær um að fuilnægja öll- um þeim kröfum, svo að það er ó- blandinn ánægja að horfa á leik hennar. Og mótleikendur liennar fara einnig mjög vel með siri hlutvers, ekki síst húslæknirinn (Géstur Páls- son), sem hefir vandasamt hlutverk með höndum. Fólk sem á annað borð fer í leikhús ætti ekki að setja sig úr færi að ,sjá þennan leik, því að hann er heillandi, bæði fyrir efnis sakir og meðferðar. Myndirnar sýna Soffiu Kvaran, sem frú Beate, Bjarna Bjariiason sem Wahl óperusöngvara, Brynjólf Jó- hannesson sem Hoff hirðvinsala, Harald Björnsson sem Rung dóms- málaráðherra og Gunnþórunni Hall- dórsdóttir. Aldar afmæli. A morgun eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu siðasta landshöfð- ingjans á íslandi, Magnúsar heitins Stephénsen. F'æddist hann á Höfða- brekku í Vestur-Skaftafellssýslu 18. október 1836, en þar var faðir hans þá sýslumaður og alt fram til 1850 en fluttist þá að Vatnsdal og var sýslumaður í Rangárvallasýslu 7 næstu árin og þar dó hann 1866. Magnús Stephensen yngri ólst upp i föðurgarði á þessum tveimur stöðum sunnanlands en varð stúdent 1855 eu lögfræðisprófi lauk hann i Kaup- mannahöfn vorið 1862. Dvaldist hann i Kaupmannaliöfn árin eftir að hann hafði lokið prófi og var starfsmaður í dómsmálaráðuneytinu þar, en und- ir það ráðuneyti heyrðu islensk mál í þá daga. En sumarið 1870 fluttist Magnús Stephensen til Reykjavíkur og varð dómari í landsyfirrjettinum og dómarastörfum gegndi hann til þess að honum var veitt landshöfð- ingjaembættið eftir fráfall Bergs Thorbergs, vorið 1886. Þessu vegleg- asta embætti landsins gegndi hann alt til þess að það var lagt niður með stofnun stjórnarráðsins og inn- lends ráðherra i ársbyrjun 1904, eða í átján ár. Fram að því að hann tók við landshöfðingjaembætti sat hann á Alþingi sem konungkjörinn þing- maður frá árinu 1877 og um það leyti sem embættið var lagt niður gerðist hann þingmaður Rangæinga og sat á þiíngi 1903—07, og var forj- seti sameinaðs þings tvö síðustu þing- in, sem hann sat. Það mun vera sönnu næst, að gætnari og varfærnari embættismann hafi íslendingar ekki átt en Magnús Stepliensen var. f eðli sinu var hann fremur íhaldssamur ekki, síst í fjár- málum, enda voru tímarnir aðrir þá en nú. Hið opinbera hafði ekki úr miklu að spila. Framfarirnar byrj- uðu ekki fyr en eftir lians stjórnar- líð en þó má þess geta, að á lians dögum var fyrir alvöru farið að vinna að vegalagningum og brúargerðum og mun hann hafa átt bestan og mestan hlut að þeim framkvæmdum. Á lians stjórnarárum koma fyrstu stórbrýrn- ar hjer á landi, yfir Ölfusá og Þjórsá og akvegurinn kemst austur i miðja Rangárvallasýslu. Sýndi Stephensei jafnan mikla umhyggju fyrir hag sveitanna og í eðli sinu var hann maður sveitarinnar fremur en sjáv- arins. Magnús Stephensen var hæglátur maðúr og barst lítið á. Eftir að hann Ijet af embætti og hætti þing- setu gaf hann sig mjög lítið að opin- berum málum en naut ellihvíldar- innar i kyrþey. Hann dó hjer í Reykjavík hinn 3. april 1917 i húsi því, sem hann hafði bygt sjer er hann ljet af embætti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.