Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N JAN HÁY: FORBOÐINN ÁVÖXTUR JEG HEITl Lionel Clarence Maltra- vers, frá Dormouse Manor, Beds., England. Jeg kom í þá góðu gömlu New York síðdegis í gær. Þetta er i fyrsta sinn sem jeg kem i Bandarík- in. Og ekki veit jeg eins mikið um Ameríku eins og jeg vildi. Vitanlega hittir maður margan töfrandi Am- eríkumann meðal fyrirfólksins í London, og á stríðsárunum var her- deildin okkar í nágrenni við ýmsa dáðríka drengi, sein voru í nauða- líkum einkennisbúningum og við, einhversstaðar i Argonneskógunum. Jeg klingdi oft glösum við suma þeirra, sjerstaklega einn sem lijet Mike Smith og sagðist liafa verið ræktaður í appelsínurjóðri i Cali- forníu, sem hjeti Pittsburgh. En eft- ir vopnaldjeið datt kunningsskapur okkar niður. Onnum kafin áliuga- maður eins og jeg, sem er vakinn og sofinn i þvi, að liirða eftirgjaldið af enskri jarðeign, á örðugt með að hafa samfeld afskifti af utanrikis- málum. En livað sem því líður þá rakst jeg samt i nóvember síðastliðnum á einn af þessum ameríkönsku vinum minum í London, í Buck’s Club, sem er einn af liinum kyrlátu sam- komustöðum borgarinnar, einskonar K. F. U. M. Þessi vinur minn hjet Larrv Lynch, einn af þessum fyr- nefndu dáðadrengjum úr Argonne- skógunum, sem jeg hafði átt svo margar samverustundir með þessa legudaga þarna á bak við viglínuna. Jeg gerði Larry það til skemtunar sem jeg gat. Ekki svo að skilja, að maður geti gert svo mikið fyrir nokkurn í London, auðvitað. Jeg bauð honum upp á miðdegisverð í Berkerley. Og á eftir sýndi jeg hon- um Westend, við sáum söngleik, hnefaleik og endirinn á haustleik á Drury Lane-leikhúsinu. Svo átum við kvöldverð með nokkrum kunn- ingjum okkar á Grafton Galleries og horfðum á dansstelpur sparka á gólfinu. Jeg er hræddur um að Larry hafi hundleiðst þetta kvöld, því að þegar öllu er á botninn hvolft: livað er leiðinlegra en að vera boðið í miðdegisverð á einum veitingastað í London og kvöldverð á öðrum til þess að jeta mat og drekka áfengi, þegar maður hefir vanist slíku viku eftir viku frá blautu barnsbeini, eða að horfa á sýningar, þar sem efnið og.leikendurnir eru manni eins kunn- ugt og hann pabbi manns? En Larry var i sannleika ákaflega siðprúður og sór og sárt við lagði, að hann liefði skemt sjer ágætlega. Jeg man eftir að hann sagði á sínu skrúðuga likingamáli, að hann væri í sama skapi og miljón dollarar. Þegar við skildum i aftureldingu — eða þvi sem hefði verið afturelding ef sólin kæmi nokkurntíma upp í London i nóvember — sagði hann að jeg mætti til að koma og heimsækja sig í New York; og eins og ástatt var fyrir okkur þá, gat jeg ekki svarað öðru en því, að jeg játaði með am- erikanskri slettu. Maður lærir þess- konar málblóm svo fljótt. Jæja, fyrir jólin, þegar klakinn virtist hafa tekið sjer lifstíðarábúð á ættjörð minni, og veiðiskapur i Bedfordshire virtist vera eins og leit að saumnál, náði jeg mjer í farmiða, laug mjer út vegabrjef og vatt mjer út á gamla duggu sem heitir Ma- jestania, tók hliðarhopp hjá Ellis Island og lenti í New York í gær, eins og þegar hefir verið tilkynt. Larry Lynch tók á móti mjer á Sprengisandi. Síðan hefi jeg alls ekki skilið við hann, nema í þrjú korter sem jeg lieimsótti Hoozitt fyrverandi öldungardeildar-þingmann — jeg kem að því seinna — svo að segja má, að jeg hafi sjeð New York ein- göngu undir handleiðslu Larry kunn- ingja; og alt sem jeg get sagt er það, að New York hefir alveg skotið London aftur fyrir sig og kveðið liana í kútinn, að því leyti sem snert- ir umönnun fyrir þjóðfélagsmálum. Þau eru aðdáanleg þessi ungu lönd! Ilvílíkur kraftur! Hvílíkar auðlindirl Og umfram alt: hvílík liugkvæmni! Hvílík ósköp af nýjuin leiðum og aðferðum til þess að leika gamla leiki, og hvílíkur flýtir! En jeg verð að ihuga þetta svolitið: Mjer verður hugsað til hestanna minna! Eftir að Larry Lynch liafði holað mjer niður á hotelinu mínu — meðan jeg man, jeg verð að segja ykkur frá því: Jeg hefi aldrei á æfi minni sjeð jafn vinalegan lióp. Eftir að jeg hafði skildingað drenginn sem bar töskuna mína upp, fór hann á burt og kom aftur með alla vini sina — þernurnar, vikadrengina, lyftudreng- ina og svo framvegis, alt eintóma ír- lendinga — sem sóru mjer það við skegg föður síns, að þau skyldu gera mjer alt til geðs, hvort heldur væri á degi eða nóttu. Jeg botnaði ekkert í hversvegna blessað fólkið var svo hjartanlegt: máske er það vegna þess að við liöfum gefið því heimastjórn eða eittlivað svoleiðis. Ekki gat það liafa verið drykkjuskildingurinn: jeg hafði verið varaður við þvi að bruðla peningum í fólk þarna vestra, svo jeg gaf stráknum ekki nema fimm dollara. En þetta kemur nú ekki málinu við. Svo maður hverfi aftur til Larry: Undir eins og jeg hafði komið mjer fyrir þarna á staðnum, stakk Larry upp á því, að úr þvi að klukkan væri orðin fimm, skyldi jeg koma með sjer og gægjast inn i einn klef- ann í klúbbnum, hans. Samt sem áður taldi jeg nú rjett- ara að ljúka af skyldusiörfunum fyrst — sem sje að heimsækja Hoozitt fyrverandi öldungadeildarþingmann. Jeg var með brjef til gamla manns- ins frá prófastinum mínum, sem hafði hitt hann fyrir löngu á eins- konar samvinnuferðalagi til Jerú- salemsborgar, og þegar prófasturinn heyrði að jeg ætlaði til New York bað hann mig blessaðan um að taka af sjer kunningjabrjef til þessa gamla vinar. Mjer fanst rjettara að skila brjefinu áður en jeg týndi því, svo jeg lagði af stað undir eins, og tal- aðist svo til við Larry, að jeg skyldi hitta hann á rjettum matmálstíma. Öldungadeildarþingmaðurinn fyr- verandi virtist vera visnaður gamall maður með ákaflega langt og silfur- grátt skegg. Jeg er nú búinn að gleyma hvaða fylki það var, sem liann hafði verið þingmaður fyrir; það var eitt af suðurfylkjunum, held jeg — Saskatchewan, eða Guatemala, eða eittlivað svoleiðis. Hann bauð mig innilega velkominn til Ameríku, ír.eð stuttri ræðu, sem stóð eitthvað um tuttugu minútur; og þegar hann virtist hafa lokið máli sínu, sagði jeg að nú yrði jeg að fara. Það var núna sem það brá upp fyrir mjer fyrsta leiftrinu af því live hugkvæmnin er mikil í Am- eríku, og hvað þeir hafa margar leiðir til að leika gamla leiki, eins og jeg mintist á áðan. Án þess að segja orð glefsaði hann með kruml- unni i handlegginn á mjer og fór með mig út úr stofunni, niður stiga og ofan i einskonar hvelfingu. Þar dró hann slagbrand frá járnhurð einni og fór með inig inn í eins- konar morðingjaklefa með peninga- skáp í. Út úr skápnum tók hann flösku og tvö glös. — Má jeg bjóða yður „hooch“? sagði hann. Jeg hafði ekki hugmynd um hvað „hoocli“ var og jeg slokaði dálitlu í mig. Þegar jeg náði andanum aftur, sagði jeg að jeg gerði ráð fyrir að þessi „hooch“ væri af verulega sjald- gæfum árgangi, sem ekki yrði keypl- ur fyrir jafnvægi sitt i gulli, úr því að hann geymdi þetta í peningaskáp inni í þjófheldu lierbergi. — Nei, svaraði hann ofur blátl áfram, — jeg sýð þetla sjálfur. Svona verður maður að hafa það nú á dögum. Jeg skildi ekki hvert hann var að fara, og sagði honum það. Þá útskýrði hann fyrir mjer, að nýlega liefðu verið sett í Ameríku lög um það, að ýmsum mjög eftirtektarverðhm regl- um skyldi lilýtt þegar menn neyttu áfengis. Þetta er kallað áfengisbann og er gert til þess að koma svolitl- um lil og tilbreytingu á hið þumbara- lega og ófrumlega samkvæmislíf nú- timans. Auðvitað hafði jeg, þegar jeg fór að hugsa um það, lieyrt getið um þetta svokallaða bann fyr, en það mun hafa verið i þoku fyrir mjer, hvað það eiginlega táknaði. Jeg hjelt að það væri eitthvað við- vikjandi lausn þræla úr ánauðinni, 'i dögum Lincolns, en auðsjáanlega hafði jeg ruglað því saman við eitt- hvað annað. Jeg sagði blessaðir og sælir við heillakarlinn hann Hoozitt fyrir ulan þjófhelda klefann og fór nú þegar að hitta Larry. — Jæja nú kemurðu og jetur með mjer, sagði hann. Jeg fór að brjóta heilan um, hvert hann færi með mig. Jeg hafði heyrt svo margt uin þessar frægu veit- ingahallir í New York — Delmonico, Slierry’s og Childs’s og svoleiðis staði. Enginn hefir á spurninni, hugsaði jeg og spurði liann. Hann hló. — Delmonico og Sherry’s eru lok- aðir sagði liann. — Jeg skil, svaraði jeg. — Tísku- aldnan sveiflast til og frá, er ekki svo, lagsmaður? — Alveg rjett, sagði hann. — Stað- urinn sem jeg ætla með þig á er nýr af nálinni, síðasta tíska i New York. Jeg sagði ekki meira því að jeg vissi að jeg gat treyst Larry til þess. að fara ekki með mig á stað, þar sem rjetta tegundin af mannfólki rís ekki undir þvi að láta sjá sig. En það verð jeg að segja, að jeg varð dálít- ið forviða yfir staðnum, sem hann fór með mig á. Bifreiðin staðnæmd- ist einliverstaðar í þögulli hliðargötu, og þegar við vorum faniir út og hún ekin á burt löbbuðum við áfram tuttugu metra eða svo og staðnæmd- umst við liús — hátt rauðbrúnt hús, dimt og þegjandalegt, með mörgum þrepum upp að inngöngudyrunum. En við gengum ekki upp þrepin. í staðinn fór Larry með mig ofan í kjallaraháls og þrýsti á rafmagns- hnapp. Undir eins var hurð lokið upp, þó ekki meira en svo að nokkurra þumlunga rifa var á milli, og Larry hvíslaði einhverju að einhverjum fyrir innan. Nú var hurðin opnuð svo að við gátum smeygt okkur inn- fyrir, og við stóðUm andspænis ann- ari liurð — það var járnhurð. Þelta minti mig mjög á heimili Hoozitts. Maðurinn sem hafði hleypt okltur inn barði dularfull skeytateikn á járnhurðina og nú opnaðist kringl- ótt gat og auga úr manni kikti á okkur gegnum gatið. Vitanlega varð jeg hvorki forviða nje órór útaf þessu, eftir það sem jeg hafði reynt íijá Hoositt: jeg skildi fyllilega, að við áttum að fara að leika gamlan leik með' nýrri og tígulegri aðferð — að við vorum að ganga -inn í ein- hverja göfuga hástúlcu. Okkur var hleypt inn og nú vorum við komnir inn í venjulegt íbúðarliús, með stigum upp úr breiðu anddyrinu. Hvert einasta herbergi á neðstu liæð- inni virtist vera troðið af fólki, sem var að jeta og barst mikið á. Allar dyr stóðu opnar og þjónarnir voru á harðahlaupum út og inn með diska og glös. Við fórum upp á loft. Á þeirri hæð var alt spons-fult líka; sem jeg er lifandi maðUr þá át það í súðarherbergjununi líka. Við Larry fórum inn i röð af fólki, sem beið fyrir utan það, sem ein'u sinni hafði verið viðliafnarstofan í íbúðinni. Nú var þetta orðið að mat- stofu svona að mestu leyti og ang- aði þaðan þægilegasta matarlykt og niður heyrðist af masinu i átvöglun- um. Við biðum tuttugu mínútur uns vi8 gátum fengið borð inni í stof- unni, en gestgjafinn afsakaði þetta mjög og sendi okkur cocktail sam- stundis, svo að tíminn leið fljótt. öf fljótt upp á vissan máta, því að þeg- ar cockteilinn minn kom á ákvörðun- arstaðinn þá spriklaði hann í mjer eins og lifandi fiskur, og áhrif hans ásamt aðgerðum þessa „hooch“, sem jeg fjekk lijá öldungadeildarþingmaun inum fyrverandi, gerðu mjer ljóst, að jeg yrði að fara varlega. Því að lítið þið nú á: lieima hjá mjer draklc jeg aðeins með máltíðhm, en þessir New Yorkbúar eru svo harðfeng kyiislóð, að þeir virðast geta drukk- ið livenær sem ný áfengishöft ma*la þeim svo fyrir. Sem hetur fór fengum við borðið bráðlega og haugafylli af mat, ásamt dýrindis hvitvíni. Hitt fólkið þarna í stofunni virtist allra fjörugasta fólk — ekki hávaðasamt, en naut kveld- verðar síns i næði. Sumir voru sam- kvæmisklæddir, sumir í hversdags- fótunum; en allir virtust glaðir og ljómandi laglegt. Jeg sagði Larry að Jiessi klúbbur hans væri hreinasta reifir og mest af kvenfólkinu var fyrirmynd — kyrlátur, valinn af fólki og einskonar æfintýrablær yfir öllu — og að þegar jeg kæmi heini til mín, ætlaði jeg að reyna að fá einhverja kunningja mína meðal stjórnmálamanna til þess, að koma á hanni í Englandi lika. Larry hló og sagði, að jeg ætlaði að drepa sig úr kitlum. Jeg spurði hann ekki hvernig, Jiví að livað sem öðru leið þá var hann gestgjafi minu, og Ameríkumenn hafa mjög ákveðn- ar og persónlegar hugmyndir uin fyndni, alveg fyrir sjálfa sig. Eftir að við höfðum reykt vindlana okkar, ætlaði Larry — sem virtist þekkja livern einasta mann í New York að fara með mig i eitt eða tvö leiklnis. En við komumst þó á hvor- ugum staðnum inn í áliorfendasalina. Annað livort lentum við inni hjá leikhússtjóranum eða inn í búnings- lierbergi einhvers leikarans, og al- staðar var hressing á boðstólum. En þó hafði fólkið mig afsakaðan þegar jeg sagði Jiví, að jeg væri nýkominn frá Evrópu og væri ekki ennþá ðorinn svo „sjóaður" að jeg þyldi gestrisni Ameríkumanna. En þá hló fólkið altaf. Lífið virðist vera eitt samfelt gainan lijá þessu skemtilega fólki. í London get jeg aldrei komið neinum til að lilæja. Um klukkan ellefu sagði Larry, að nú væri tími lil kominn til að fara á einhverja aðra líknarstofnun og fá sjer rjettan bita í kvöldverð. Jeg spurði hvort margar líknarstofnanir væru þar í nágrenninu, og hann svaraði, að eftir því sem liann best vissi væri þær hundrað og fjörutíu innan 800 inetra fjarlægðar. Jeg spurði hversvegna J)ær væru svo margar og svona vinsælar, en hann svaraði að J)etta kæmi af íþrótta- áhuganum í Ameríkumönnum. Iiann sagði að yfirvöldin, sem tryðu á hin taugastyrkjandi áhrif heiðarlegs gríns

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.