Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Ekkjufrú Elín Briem Jónsson, Bókhlöðuslíq 7, verður 80 ára 19. þ. m. Séra Ingvar Nikulásson frá Frú Sigriður Bjarnadóttir Aðal- Skeggjastöðum varð sjötugur í stræti 72, Akureyri, verður 80 gær. ára á morgun. Ólafur Þórðarson, skipst jóri, Hafnarfirði, verður 50 ára 23. þ. m. Allir Danir gætu verið miljónamæringar - ef Spánverjar borguðu skuldir sinar. Fyrir rjetlum 100 árum fór Ham- bro hirðráð, bankari i Khöfn lii Spánar í alvarlegum erindagerðum. Hann átti að rukka Spánverja um 16 miljard ríkisdali. Ekki mun hann nú hafa búist við að fá skuldina greidda heldur áttii hann að semja um hana. En af því varð ekki, því að um sama leyti varð bylting í Spáni og Hambro gat ekki fært Frið- rik 6. skipsfarm af spönsku gulli, eins og hann hafði vonað. — Tíu árum síðar ljet danska stjórnin gern skýrslu um kröfur sínar á Spán, og taldist þá til að þær næmi með vöxtum 26 miljón dölum. Hvernig voru þessar kröfur til orðnar? Og var von um að fá þær viðurkendar? Elsta upphæðin var skaðabótakrafa fyrir spell, sem Spánverjar liöfðu gert dönskum skip- um fram að 1659 og höfðu Spán- verjar viðurkent hana með samningi 1662. Næsta krafan var frá 1674, er Danir höfðu með samningi við Spán, Austurriki og Holland lofað að lána þeim 16.000 manna her auk flota, gegn því að hin rikin greiddu út- lialdið að nokkru leyti. Reikningur- inn fyrir þetta nam, hvað Spán snerti 6.588.814 ríkisdölum. Árið 1846 var ógreitt af þessari skuld 6.207.304 dalir, auk vaxta og vaxta- vaxta. Þriðja krafan var fyrir dönsk skip og vörur, sem gerð höfðu verið upptæk í spánskum höfnum, þegar Spánarstjórn sagði Dönum stríð á hendur 1808. Þessi krafa var 315.000 dalir og var viðurkend með Lundúna- samningunum 1814. Upprunalegu kröfurnar voru alls 6.9 miljard rikis- dalir og Spánverjar tóku í mál að semja um þá ,skuld. En renturnar voru orðnar 25 miljard ríkisdalir! Það hafði oft verið samið um kröfurnar frá 1659 og 1672. Eitt sinn höfðu Spánverjar lofað að greiða jafnan 1000 dali á mánuði, en sviku það. Þó greiddi Filippus V. tvær afborganir árið 1701. Svo kom spánska erfðastríðið og þar lentu Danir í óviríahóp Spánverja. En 1740 samdist Dehn sendiherra Dana í Madrid svo við Spánverja, að þeir skyldu borga skuldina frá 1659 með salti. Svo gerðist ekkert þangað til 1848, er Danir sendu Spánverjum reikning á ný. Þeir þurftu þá á pen- ingum að halda til ófriðarins og sendu Brockdorff barón til kon- BORGAIíSTYRJÖLDIN á spáni. Nú virðist svo, sem fara muni að líft'a að úrslitahriðinni i hinni hrylli- legu borgarastyrjöld á Spáni. Upp- reisnarmanna-herinn hefir nú að kalla umkringt Mad'rid á alla vegu og er þá og þegar búist við, að hann geri lokaárásirnar á borgina. Hafa uppreisnarmenn nálægt 200.000 manna her og talið er, að stjórnin hafi á- líka marga til varnar. Talsvert af börnum og gamalmennum hefir ver- ið flutt burt úr borginni og miklar vistir voru fluttar þangað áður sain- göngur teptust, svo að stjórnin er líklega búin undir langa umsát. Veitli stjórnin 20 miljón peseta til þess að kaupa fyrir matvæli og ennfremur hefir hún fyrirskipað skömtun á ýms- um tegundum nauðsynjavöru. — Myndin er úr einu úthverfi Madrid og sýnir hermenn vera að útbýta matvælum til almennings. ungsins í Madrid með reikninginn i annari hendinni en fílsorðuna i hinni. Átti hann ekki að fara fram á, að renturnar yrðu greiddar held- ur aðeins höfuðstóllinn og jafnvel ekki allur. Hann mátti ekki hafna rieinu tilboði frá Spáni. Spánska stjórnin tólc Brockdorff hátíðlega og setti nefnd í málið og 1851 voru störf þeirrar nefiular svo langt kom- in, að hún lýsti yfir, að skuldin sptti að teljast 46.277.89 „reales vellon“ — eða um 4 miljón dalir. Virtist nú alt ætla að ganga vel. Danir gerðu sig ánægða með uppbæðina. En þá kvað Miraflores utanríkisráðherra uppúr um það, að skuldin væri fyrnd og ljet slita samingunum. Danska stjórnin kvaddi Brockdorff þá lieim en hann bauðst til þess að vera áfram í Spáni á eigin kostn- að og freista frekari samninga. Árið 1852, þegar hann hafði staðið i þessu fjögur ár urðu stjórnarskifti á Spáni. Nýi utanríkisráðherrann bauð Brock- dorff 30 miljón „reales", en Broclc- dorff vildi fá 35 miljónir. En þegar Brockdorff gætti betur að, komst hann að því, að þessir 40 miljón „reales, sem ráðherrann liaffti boðið, voru svokallaðir „nom- inel reales“ og jafngiltu ekki nem i 7 miljón fullgildum „reales". Dan- inn liafði krafist að fá upphæð, sein í dönsku fje hefði samsvarað 6 mil- jón krónum, en tilboðið var aðeins 1.160.000 krónur! En Brockdorff gafst ekki upp og hjelt áfram eitt ár enn. Þá kom aft- ur ný stjórn á Spáni, sem tilkynti lionum, að nú væri ekki liægt að semja lengur, nema með samjiykki þingsins. Þá fór Brockdorff heim. Sama ár voru kröfurnar afhentar manni, sem bauðst til að fá greiddar 23 miljóu „reales“ — 3.460.206 krón- ur — gegn því að fá sjálfur 3 milj- „reales“. En ekki gekk honum bet- ur en Brockdorff. Loks var það árið 1860 að Spán- verjar sendu Dönum 1.125.000 ríkis- dali til að kvitta með skuldina, og jafnframt átti upphæftin að vera til þess að leysa spönsk skip undan Eyrarsundstollinum. Krafa Dana var það ár orðin 40.000.000.000 dalir — en þeir fengu eina miljón. — — Segjum nú að Spánverjum snerisl liugur og þeir ákvæðu að borga skuldina upp í topp með vöxtum og vaxtavöxtum. Hún væri núna orðin ein biljón 228 miljard krónur — 1.228.000.000.000. Hugsum okluir svo, að Danir bygðu brúna yfir Stóra- belti, bílvegi um alt landið, greiddi ríkisskuldirnar að fullu og skiftu afganginum jafnt milli allra lands- búa. Þá kæmi 330.000 þúsund krón- ur á hvert mansbarn eða meira en liálfönnur miljón á livert fimm manna heimili. Ef fjenu væri skift jafnt nrílli allra hjóna í Danmörku kæmu 2 miljón krónur á liver hjón. Og ef greiða ætti skuldina með núverandi tekjum Spánar, jiá yrði greiðslunni ekki lokið fyr en árið 2384. Og ef Spáríverjar ætti fram- vegis að greiða vexti af uþphæðinni, j)á yrðu þeir að greiða 50 miljarda í viðbót fyrsta árið, en það er 18 sinnum meira en ríkistekjurnar!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.