Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN W. F. Kirsteins: Frá Latvíu við Eystrasalt. W. F. Kirsteins, höfundur greinarinnar, meO .,Fálkann“ i höndunum. Grein þessa hefir ritað Lettlend- ingur, W. F. Kirsteins að nafni. skrifstofumaður hjá eimskipafjelagi i Ventspils í Latvíu. Það er frásagn- arverl um þennan unga Lettlending, að hann hefir lært íslensku svo vel, að hann eigi aðeins les málið til fullnustu heldur skrifar það einnig. Grein seni fer hjer á eftir um ætt- land harts og þjóð harst Fálkanum í hendur á íslensku og liefir aðeins verið vikið til setningum á stöku stað. Má nærri geta, að svo ítarlegt íslenskunám hefir kostað ærna fyrir- höfn, ekki síst þann, sem talar jafn gjörólikt mál og lettneskan er, og ekki sist þegar á það er litið, að eigi var til á lettnesku nein kenslubók í islensku. Varð Kirsteins að læra frönsku til þess að læra íslensku og studdist síðan við ófullkomna franska kenslubók í íslensku. Og vitanlega hafði hann engan kennarann. Má marka af þessu, hve málhneigður greinarhöfundur er, svo og liitt live rikan vilja hann hefir haft á því, að kynnast elstu tungu norðurlanda. fíftstj. Síðan hinn 15. maí 1934 er hagur Lalvíu á batavegi og þjóðin er nú að safna kröftum til sameiginlegra átaka um að bæta velgengni þjóðarheildar- innar ekki siður en hvers ein- staklings. Lettneska þjóðin hef- ir nú brugðist við kalli hins ágæta leiðtoga þjóðarinnar, dr. Karlis Ulmanis, sem nú er ríkisforseti og forsætisráðherra Latvíu. Hann hefir með aðstoð hins fræga herforingja Letta — Janis Balodis og annara góðra Lettlendinga komið nýrri skip- un á innanlandsmálin. Aðfara- nótt lö. mai 1934 skaut hann loku fyrir jtað, að pólitískum fiokkum hjeldist uppi að spýja eilri sundrungarinnar í þjóðina. Á síðustu tveimur árum, síðan hið nýja ráðuneyli komst til valda, hefir margt verið gert til jjess að reisa landið við og bæta ástand þess. Guðstrú og góðir siðir jjjóðarinnar er nú á ný komið til vegs, og rannsókn- ir á sögu jjjóðarinnar til forna eru nú í hávegum hafðar og mikill gaumur gefinn. Lettnesk- ir vísindamenn — einkum sagnfræðingarnir, liafa leitt í Ijós margt jiað, sem flestum var áður hulið um lífskjör og sögu Lettlendinga á umliðnum öldum, og allar rannsóknir jjessar sýna, að menning Letl- lendinga hefir forðum verið á háu stigi — lík menningu jjeirra, sem lögðu landið undir sig og leiddu Leltlendinga und- ir ok kúgunarinnar. Mikil áhersla hefir verið lögð á að hæta landið sjálft. Nú eru t. d. á hverju vori haldnir svo- nefndir „skógardagar“ — jjá planta allir íbúar landsins trje fram með akvegum og kringiun búgarða<, bæði í sveitum og borgum. Letneskar stúlkur í þjóð- búningum koma úr kirkjti eftir guðsþjón- ustu. Benvaxnar bjarktr um- kringja bláu stöðiwötnin i Latvíu. ... .V . Og Latvia, sem náttúran lief- ir prýtl fögrum skógarlundum og blám stöðuvötnum milli grænna haga, verður enn feg- urri ásýndum, og útlendingum finst landið töfrandi. Höfuðborg landsins, Riga, vekur sjerstaka athygli. Þar eru nú 385.063 ibúar, og er hún stærst borg í Eystrasaltslöndun- um — stærri einnig en bæði Osló og Helsingfors. Riga hefir lengi verið fræg borg, með prýðilegum skemti- görðum o,g fögrum græðireit- um, en nú fríkkar hún með hverjum degi sem líður. 1 mið- bænum stendur, síðan 18. nóv- ember 1935 minnisvarði frels- isins, sem reislur hefir verið með almennum gjöfum allrar jjjóðarinnar, til þess að minn- ast frelsisins, sem náðist i bar- attunni gegn óvinum þjóðarinn- ar fyrir nítján árum, og hinna bestu sona þjóðarinnar, sem fórnuðu sjer til þess að hún gæti orðið frjálst og sjálfstætt ríki — Latvía. Miðbik borgar- innar er enn með miðaldasniði og gömlum, ljelegum húsum. Verður J)að rifið að mestu leyli og hreytt í skrautgarða og torg. Öll Jjjóðin er nú að safna fje til þes að gera stórt torg í vest- urhluta horgarinnar, beggja megin við ána Daugava. A þessu torgi og görðunum þar umhverfis verða i framtíðinni .'ialdnar hersyningar, söngvara- liátíðir og íþróttasýningar. Það er fyrir hvatningu leiðtoga jjjóðarinnar — dr. Karlis Ul- manis, sem ráðist hefir verið í þetta. A nálægt tuttugu kílómetra svæði meðfram strönd Rigafló- ans eru ágætir baðstaðir, og þúsundir erlendra ferðamanna, úr ýmsum löndum hnattanns koma jjangað og á hverju sumri til jjess að baða sig i hinu hlýja vatni Rigaflóans. Hvergi mundu íslendingar geta kosið sjer betri og skemtilegri skilyrði en þar. Skamt frá er hinn frægi baðstaður Kemeri, með brennisteinsliverum og lækningaböðum; — er þar nú komið stærsta og fegursta gisti- hús í ballisku löndunum. Ke- meri er í raun og veru með Baðstaður við fíigaflóann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.