Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 2

Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BÍÓ --------- Sýnir innan skamms Upubotið mikla. (MYTTERI PAA BOUNTY). Stærsta mynd, sem hefir verið búin til síSustu 10 árin, tekin af Metro Goldwyn Mayer undir stjórn Frank Lloyd, sem stjórn- aði töku myndanna „Haförnin“ og „Cavalcade“. Aðalhlutverkin Ieika: CHARLES LAUGHTON, CLARK GABLE, FRANCHOT TONE. Arið 1787 var gerður út leiðangur til Tahiti í Kyrrahafi til þess að sækja þangað brauðvið og ýmisíegt annað, sem ætlunin var að reyna að gróðursetja á Vesturheimseyjum. Leiðangursskipið hjet „Bounty“ en skipstjórinn hjet William Bligh. Var hann kunnur sæfari og hafði m. a. tekið þátt í liinni frægu ferð James Cooks um suðurhöfin 1772—3. Síð- ar varð hann herkapteinn og tók meðal annars þátt í orustunni í Kaupmannahöfn 1801. — En þessi leiðangur til Tahiti varð með sögu- legustu sjóferðum. Því að í ferðinni gerðu skipverjar uppreisn gegn skip- stjóranum undir forustu Fletcher Christian og tóku Bligh skipstjóra og þá fáu skipverja, sem reyndust hon- um trúir, settu þá í opin bát og skildu við þá. „Bounty“ fór til Tahiti og þaðan til óbygðrar eyju, sem Pitcairn heitir og eru íbúar eyjarinnar afkomendur skipverja þessara. Þessi raunverulegi atburður var færður í söguform fyr:r nokkrum árum af Charles Nordhoff og J. N. Hall og í fyrra gerði Metro Goldwyn mynd eftir sögunni. Tekur hún fram öllum þeim myndum, sem fjelagið hefir gert á siðustu tíu árum, bæði hvað stærð snertir og fullkominn frágang. Enda hefir ekki önnur mynd hlotið betri aðsókn í Ameríku en þessi. Henni er helst jafnað við stór- myndirnar „Ben Hur“ eða „Quo Vadis““, en þykir þó fara fram úr þeim. Það er hinn frægi leikstjóri Frank Lloyd, sem sjeð hefir um töku þessarar myndar — sami maðurinn sem tók „Cavalcade" og „Haförninn“. Og leikendurnir eru ekki valdir af verri endanum. Þar eru í aðalhlut- verkunum þessir: Charles Laughton, sem Bligh skipstjóri, Clark Gable sem stýrimaðurinn og Franchot Tone sem ungur hefðarmaður, sem er með skipinu. Hann er á vegum liins al- kunna vísindaunnanda sir Joseph Banks, þess sem kemur svo mjög við sögu Jörundar hundadagakonungs og gerði sjálfur út íslandsleiðangur. Er hann leikinn af Henry Stephenson Af öðrum leikendum má nefna Her- bert Mundin, sem margir muna úr „Cavalcade" og fleiri myndum. Mestur vandinn hvílir i myndinni á Charles Laughton. En hann hefir Asta Norðmann og Signrðnr Gndmnndsson voru um eitt skeið vinsælustu dans- kennarar höfuðstaðarins og hafði skóli þeirra jafnan mikla aðsókn. Þessa dansskóla hefir verið saknað í undanfarin ár, en nú i haust rís hann upp á ný. Hefir Sigurður Guðmunds- son dvalið erlendis í sumar, einkum í Danmörku og Þýskalandi til þess að kynna sjer síðustu nýjungar í dansi og nú eru æfingar skólans að hefjast í Oddfellowhöllinni, en þar er besta dansgólf bæjarins, að því er oss er hermt. Þau frú Ásta og Sigurður kenna alla venjulega samkvæmisdansa m auk þess kenna þau ballettdansa og plastik. Frú Ásta liefir sem kunnugt er lagt mikla stund á ballett og mun vera fremst allra íslenskra kvenna i þeirri grein. Unga fólkið — og börnin — munu nota sjer þennan endurvaknaða skóla. Kennararnir eru bæði svo vel kynt meðal bæjarbúa, að ekki mun aðsóknina skorta. F'immburarnir í Kanada dafna al- veg ágætlega. í ágústmánuði einum komu 141.342 gestir til sjúkrahússins, þar sem þeir búa enn, til þess að sjá þá. Og langflestir skilja eftir nokkrar krónur handa móðurinni. Foreldrarnir eru orðnir vellauðugir og hver fimmburanna hefir sína bankabók með mörg þúsund doll- urum í. bætt við sig einum stórsigrinum í þessari mynd. Að vísu er hlutverkið ekki vel fallið til þess að vekja sam- úð með persónunni. En list Laugh- tons er söm þar og í öðrum hlut- verkum, sem hafa gert hann heims- frægan. Þessi mynd mun tvímæla- laust vekja mikla athygli, þegar hún kemur fram á sjónarsviðið í GAMLA BÍÓ. Dagbjartur Einarsson, óðals- bóndi og útgerðarmaður, Ás- garði, Grindavík, verður 60 ára á morgun. Jón Ásbjörnsson, Njálsgötu 43 A verður 60 ára 20. þ. m. Eiríkur Guðmundsson, Byggð- arenda, Grindavík, varð 65 ára í gær. FROSIÍUR JETUR FUGLA. I Ameriku er til froskategund, sem nærist ekki aðeins af skordýrum og allskonar sníglum, heldur lika af andarungum og kjúklingum, sem þeir komast í tæri við. Gleypir liann ung- ana með húð og hári. Þessi froskur er kallaður uxafroskur og er að jafn- aði ekki nema 30Ó grömm á þyngd, en lappirnar á honum eru alt að Ví metri á lengd. Nafnið hefir hann fengið af hljóðinu sem hann gefur frá sjer, og líkist einna mest nautsöskri. Frosktegund þessi lifir nær ein- göngu í vatni og veldur miklu tjóni. Er hún veidd í net og gildrur, af íbúum þeirra hjeraða, sem hún er hjá, ekki til þess að hafa gagn af kroppn- unum heldur til þess að útrýma þessu skaðræðisdýri. ------ NÝJA BlÓ. ------------ Orlagaleiðin. (BACK STREET). Átakanlegur ameríkanskur sjón- leikur, gerður eftir hinni frægu sögu , Back Street“ eftir Fannie Hurst, af Universal Pictures, undir stjórn John M. Stahl. Að-* 1 alhlutverkin leika: IRENE DUNNE og JOHN BOLES. Mynd þessi fjekk verðlaun fyr- ir góðan leik og efnismeðferð enda með afbrigðum góð, að fegurð og listgildi. Sýnd um helgina. Þessi kvikmynd er bygð á skáld- sögunni „Back Street“ eftir Fannie Hurst. Er sú saga fræg orðin og myndin, sem Universal hefir gert eftir henni undir stjórn John M. Stahl hefir fengið verðlaun fyrir góðan frágang og afburða leiklist. Það er tilgangur myndarinnar að sýna, hvernig smávægileg atvik geta orðið til þess að gerbreyta lífsferli manna hvað tilviljunin getur ein- att ráðið miklu. Hjer er um ástir að ræða. Ungur og ríkur maður hittir stúlku sem heitir Ray Sclimidt (Irene Dunne) og verða þau þegar ástfangin hvert af öðru og afráða að giftast, þó að hann sje trúlofaðui- annari stúlku. Þau aftala að hittast á hljómleikum um kvöldið og þar ætl- ar hann að kynna hana fyrir móður sinni. En nú vill svo til, að systir hennar kemur á samri stundu til hennar, og þarf að fá hana til að hjálpa sj(?r úr klípu og það verður til þess að hún kemst ekki á hljóm- leikana. Ungi maðurinn heldur að hún hafi gabbað sig og fer á burt í bræði úr. bænum. Hann giftist svo stúlkunni, sem hann var heitinn áð- ur. Svo líða fimm ár. Þá hittast þau á ný af tilviljun og undir eins bloss- ar ástin upp á ný. Um löglega sam- búð þeirra getur ekki orðið að ræða, en stúlkan segir upp stöðunni og fer með elskhuga sínum til New York og gerist hjákona hans. En sú sam- búð fullnægir henni ekki. Hún á í sífeldu stríði við sjálfa sig og það stríð er meistaralega sýnt af Irene Dunne, svo að leikur hennar gleymist ekki. Og átakanleg eru lokaatrjði myndarinnar þegar elskhuginn deyr. Ög hún er þá orðin skar, sem ekk- ert er eftir af. Þegar hann er fallinn frá hefir hún ekkert að lifa fyrir og hún deyr með mynd elskhuga síns við brjóst sjer. Hinn ríka elskhuga leikur John Boles, sem kunnur er að þvi að geta túlkað sárar tilfinningar svo, að á- lirifin verði niikil. Enda er samleikur beirra Irene Dunne og hans svo til- þrifamikill og töfrandi, að aðeins fyr ir hann einan verður þessi mynd ógleymanleg. þó ekki væri annað. En myndin er sem heild sannkallað meistaraverk. Þetta er engin yfir- borðsmynd heldur djúp saga með sígildum lífssannindum. Saga lífs- leiðarinnar verour fyrir örlítið at- vik sífeld raunasaga, örlögin dimm, sem hefðu getað orðið björt ef smá- vægilegt atriði hefði ekki komið fyrir. Það er gamli sannleikurinn um, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. „Örlagaleiðin“ verður sýnd um helgina í NÝJA BÍÓ. ítalir eru farnir að gefa út blað í Addis Abeba. Það er sumpart ritað á ítölsku og sumpart á máli hinna innfæddu. Blaðið birtir einnig aug- lýsingar. M. a. sjer maður, að það kostar 2 lira að láta raka sig, 5 lirá að skera hárið og 2 lira að láta rak- ara þvo hárið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.