Fálkinn - 28.11.1936, Side 5
F Á L K I N N
5
er til fólk, sem dvalið liefir
hjer árum samaii og aldrei kom-
ið veslur að Gróttu og aldrei
komið i Kringlumýrina, aldrei
komið út í Viðey eða fram á
Álftanes. „Jeg get altaf gert
það“, segir fókið, allveg eins og
stúdentinn, sem var sex ár í
Kaupmannahöfn og kom aldrei
í Tlmrvaldssenssafnið eða kon-
unglega leikhúsið.
Þó undarlegt megi virðast
leggja höfuðstaðarhúar meiri
áherslu á að kynna sjer hinn
viðari hring, enda eru þar hlá
fjöll til að sjá. Ferðir um liinn
ytri hring hafa aukist feiknin
öll á síðari árum og ber þar
einkum að nefna Hengilinn,
sem nú er fótum troðinn af
fjallsæknu fólki hæði sumar og
vetur. Það þykir naumast sæmi-
legt ungu fólki að hafa ekki
gengið á Hengil, enda hefir
hann margt að hjóða, einkum
þó hverina miklu og útsýnið.
En það mun eigi ofmælt, að
þó að maður notaði hvern ein-
asta veðurbjartan dag mörg
sumur í röð, þá mundi ekki af
því veita ef maðitr ætti að gela
sagt sig sæmilega kunnugan
innan landnáms Ingólfs. Árhók-
in nýja telur um fjörutíu mis-
munándi leiðir, auk ýmsra út-
úrkróka á staði sem vert er að
skoða. Og sumar þessar leiðir
eru svo langar, að ekki veitir
af tveimur dögum lil að fara
þær fram og aftur, þó að hif-
reið sje notuð svo langt sem
vegir ná.
Hafið þið komið að Reykja-
nesvita og sjeð eiminn leggja
úr jörðinni víðsvegar, leirhver-
inn Gunnu öskra eins og naut í
flagi, brimið sarga við móhergs-
hamrana og öldima hyltast um
í klettalivelfingunum, skoðað
kísil-námurnar og rústirnar
af gamla vitanum hrunda, sem
sjórinn er að jeta í sig og geng-
ið svo upp í nýja vitann og sjeð
yfir „tunglslandslagið“ í ná-
grenninu, alþakið eldvörpum
og gjám? Hafið þið sjeð brim-
ið í Grindavík, skipin sem Ægir
hefir skolað á þurt, hafið þið
sjeð „festina“ i Festarfjalli, hin-
ar fáránlegu myndir, sem vind-
urinn hefir leikið sjer að skafa
i Móhálsana. Eða undrin í
Krísuvík, sjóðandi og vellandi
hveri og hláslursop brenni-
steinsgufunnar neðan úr iðrum
jarðar, hrennisteinslögin og leir-
lögin, græn, rauð, gul og hlá,
gerð af meistarahön,dum“ eins
og sjálfur regnboginn. Og Nýja-
hver austur á melnum, sísjóð-
andi sinn þykka leirgraut, svo
gufustrókurinn slendur upp úr
pottinum, hærri en nokkur
hygging á íslandi. Og Kleifar-
vatn kynjafulla, sem hækkar og
lækkar af einhverjum orsökum,
frem engum hefir tekist að finna.
Hafið þið sjeð útsýnið af
Grindaskörðum, Bláfjöllum og
Vifilfelli, sjeð „alt landið opið,
bæði til austurs og vesturs.
Gengið á Stóra-Meitil, Geitafell
og Skálafell, eða klifrað ísdröngl
ana í Raufarhólslielli og farið
hann inn í Botn. Skoðað liraun-
ið sem hrann Kristnitökuárið,
drukkið úr ölkeldunum í Hengl-
inum og liorft yfir Þingvalla-
vatn ofan af Skeggja? Eða far-
ið um Grafningsháls og gengið
á Ingólfsfjall, gqngið; með frarn
Soginu frá Álftavatni og upp
yfir Dráttarhlið, farið vestan
vatnsins um Nes og Ilagavík um
Jórukleyf. Gengið Dyraveg?
Hversu ótæmandi verkefni er
það ekki að kynnasl Esju til
hlítar, koma í hina mörgu og
stórhrikalegu dali hennar og
ganga á fjöllin norðan hennar.
Og hversu margir liafa komið á
Kjölinn, nema þá helst rjúpna-
skytturnar.
Það mætti lengi telja. En í Ár-
bókinni nýju er sagt frá öllum
þessum stöðum, hæði landa-
fræðilega og sögulega. Nöfn
þeirra Ólafs Lárussonar pró-
fessors og dr. Bjarna Sæmunds-
sonar er trygging fyrir því, að
vel sje það vandað, sem þeir
hafa lagt til bókarinnar, en það
eru tveir aðalkaflarnir. Annar
er um suðurnesin, frá Hafnar-
firði, um Reykjanes, austur í
Selvog og þaðan til baka Grinda
skarðaleið í Hafnarfjörð og
skrifar dr. Bjarni þann kaflann,
en hann er fæddur og uppalinn
i Grindavík og kunnugur suð-
urnesjunum að fornu og nýju.
En Ólafur Lárusson skrifar um
nágrenni Reykjavíkur austur
að Reykjanesfjallgarði og það-
an með sýslumörkum vestur yf-
ir Mosfellsheiði og alla leið í
Hvalfjarðarbotn. Um höfuðslað-
inn sjálfan skrifar Magnús Jóns-
son ])rófessor og er þar margs-
konar fróðleikur samankominn,
sem menn eiga ekki kost á ann-
aisstaðar. Loks skrifa þeir
Steinþór Steinþórsson magister
og Skúli Skúlason ritstjóri um
austurhluta landnáms Ingólfs,
austan þeirra takmarka sem úð-
ur greinir og að Ölfusá og Sogi.
í hókinni eru rúmlega fimtíu
myndir, sumar stórar og allar
vel gerðar, af landi því, sem
bókin ræðir um og merkum
um stöðum. Auk þess eru tveir
uppdrættir í hókinni, gerðir af
„Geodætisk Institut“.
Ferðafjelagið hefir unnið þarft
verk með útgáfu þessarar hók-
ar, sem vonandi verður til þess
að auka mjög gönguferðir um
nærlendi höfuðstaðarins og
kynna fólki það. Eins og að
undanförnu verður bók þéssi
ekki seld í lausasölu. Hana fá
aðeins meðlimir fjelagsins. En
það er hægurinn hjá að gerast
meðlimur, árgjaldið er aðeins
fimm krónur,, en bókin ein
mundi tæplega verða seld fyrir
svo lágt verð á venjulegum
bókamarkaði, því að útgáfan er
vönduð að frágangi og kostnað-
arsöm. Hinsvegar mun fjelagið
vænta þess að eignast marga
nýja meðlimi vegna þessarar
bókar. Allir Reykvíkingar, sem
ekki eru seslir í helgan stein og
hættir að hugjsa lengra en upp
að Öskjuhlið þurfa að' lesa hana.
Myndirnar, sem birtast, eru
allar úr bókinni.
MYNDIRNAR:
Að ofan: Hellisgerði i Hafnar-
firði. Að neðan t. v. Leirhverinn
Giuina, á Reykjanesi, og t. h. Festar-
fjall við Grindavík.
*fi Alll ineð islenskum skrpum1 «f«