Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1936, Side 12

Fálkinn - 28.11.1936, Side 12
12 F Á L K I N N ÆASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. sínu á ermi mína. „Þú mátt ekki fara þang- að. Þú getur það ekki“. Hún sneri sjer til þess að líta til Noru. „Getur hann það? Segðu honum að liann megi það ekki“. Nora sagði, án þess að hafa af mjer dimmu augun: „Vertu nú þæg, Dorothy, hann veit hvað hest er, hvað sem öðru líður. Ilvað álítur þú, Nick?“ Jeg gretti mig framan i hana. „Jeg er að glíma við það. Ef þú segir að Dorotliy eigi að verða hjerna, þá verður hún hjerna. Jeg geri ráð fyrir, að hún geti sofið lijá Ástu. En svo verðurðu að láta mig um liitt. Jeg veil ekki livað jeg á að gera, vegna þess að jeg veit ekki hvað við mig verður gert. Jeg verð að komast að því, og það geri jeg með minni aðferð“. „Við skulum ekki sletta okkur fram í það“, sagði Dorothy, „finst þjer það, Nora?“ Nora horfði á mig áfram, en sagði ekki orð. Jeg spurði Dorothy: „Hvar fjekstu þessa skammþyssu? Og nú vil jeg ekki lieýra neinar skröksögur, i þetta skifti“. Hún vætti neðri vörina og roðnaði í fram- an. Svo ræksti hún sig. „Farðu varlega“, sagði jeg, „ef það verður ný lygasaga þá síma jeg til Mimi og segi henni að sælcja þig“. „Lofðu telpunni að tala“, sagði Nora. Dorotliy ræksti sig aftur. „Má jeg segja þjer svolítið, sem kom fyrir mig, þegar jeg var lítil telpa?“ „Kemur það nokkuð skammbyssunni við?“ „Ekki beinlínis, en það gerir þjer auð- veldara að skilja, hversvegna jeg —“ „Ekki núna, einhverntima seinna. Hvar fjekstu skammbyssuna?“ „Jeg vildi óska að þú lofaðir mjer það“. Hún horfði í gaupnir sjer. „Hvar fjekstu skammbyssuna?“ Rödd hennar heyrðist varla: „Hjá manni á leyniknæpu“. Jeg sagði: „Vissi jeg ekki, að sannleikur- inn mundi koma framað lokum!“ Nora hnyklað brúnirnar og hrisli höfuðið. „Jæja, segjum þá það. Og hvaða leyniknæpa var það ?“ Dorothy leit upp. „Jeg veit það ekki. Jeg held að liún hafi verið á 10. avenue. Hann Quinn vinur þinn hlýtur að vita það, því að hann fór með mig þangað“. ,Þú hittir hann eftir að þú fórst frá okkur um kvöldið?“ „Já“. „Og alveg af tilviljun, gæti jeg hugsað". Hún leit til mín ásökunaraugum. „Jeg reyni að segja þjer sannleikann, Nick. Jeg hafði lofað að hitta hann á stað, sem heitir Palma-klúbburinn. Hann skrifaði heimilis- fangið á blað handa mjer. Þegar jeg hafði boðið þjer og Noru góða nótt, hitti jeg hann þarna, og þaðan fórum við á marga staði og lentum loks þar, sem jeg fjekk skamm- byssuna. Það var ósköp dónalegur staður, Þú getur spurt hann, hvort jeg segi ekki satt“. „Kannske það hafi verið Quinn, sem út- vegaði þjer skammbyssuna ?“ „Nei, liann var meðvitundarlaus. Hann sat og svaf með hausinn fram á horðið. Jeg fór og ljet hann eiga sig. Fólkið sagði, að það skyldi drasla lionum heim“. „Og skammbyssan ?“ „Nú kem jeg að því. Hann sagði, að þetta væri smyg'lhófa-knæpa. Það var þessvegna, sem mig langaði svo mikið til að koma þang- að, og eftir að hann var sofnaður, fór jeg að tala við mann, hræðilegan dólg. Jeg varð stórhrifin af lionum og langaði ekkert að fara lieim. Mig langaði mest til að fara lil ykkar. En jeg vissi ekki livort þið vilduð laka á móti mjer“. Nú var hún orðin kafrjóð í framan og í vandræðum sínum linaut hún um orðin. „Svo datl mjer í hug, að máske, ef jeg — ef þú hjeldir að jeg væri i ítrustu vandræðum — og auk þess, með því móli yrði jeg' ekki alveg eins kjánaleg. Hvað uni það, jeg spurði þennan liræðilega bófa, eða livað hann nú er, hvort hann gæti ekki selt mjer skammbyssu eða vísað mjer á stað, þar sem jeg gæti keypt hana. Ilanii hjelt jeg væri að gera að gamni mínu og hló fyrsl í stað, en jeg sagði að mjer væri hlá alvara, og þá hjelt hann áfram að glotta, en sag'ðisl skyldu athuga málið, og' þegar hann kom aftur, sagðist hann geta útvegað mjer byss- una, og spurði livað jeg vildi borga. Jeg hafði ekki mikið á mjer og bauð honum armhandið mitt, en jeg liugsa, að honum hafi ekki þótt mikið til þess kcma, því að liann neitaði að taka við því, hann vildi fá borgunina í peningum, og svo fjekk jeg hon- um að lokum 12 dollara — alt sem jeg átli, nema einn dollara, fyrir hílnum. Svo fjekk hann mjer skammbyssuna, og þegar jeg kom liingað bjó jeg til söguna um, að jeg væri hrædd við að koma heim vegna lians Kesse“. Hún var orðin svo óðamála, að orð- in runnu saman í eina bunu, og svo and- varpaði hún, eins og henni Ijetti við að vera húin. „Svo Kesse hefir þá ekki vcrið nærgöng- ull við þig. Hún beit á vörina. „Jú-ú — en ekki eins alvarlega og jeg sagði“. Hún tók báðum höndunum á liandlegginn á mjer, og það lá við að andlitin á okkur snerlust. „Nú verð- urðu að trúa mjer, jeg gæti ekki sagt þjer .þetta alt, gæti ekki meðgengið að jeg væri svoddan lygalaupur, ef það væri ekki satl“. „Sagan væri nú sennilegri ef jeg tryði henni ekki“, sagði jeg. Tólf dollarar nægja ekki fyrir skammhyssu — en látum það nú eiga sig fyrst um sinn. Vissir þú, að Mimi hafði farið að heimsækja Júliu Wolf þenn- an dag?“ Nei, jeg vissi ekki einu sinni, að hún var að reyna að liafa upp á pahba. Þau mintust ekkert á hvert þau ætluðu um daginn“. „Þau?“ „Já, Iíesse fór með henni“. „Um hvaða leyti vcr það?“ Hún hleypti brúnum. „Það hlýtur að hafa verið undir klukkan þrjú, að minsta kosli eftir 2V2, þvi jeg man, að jeg flýtti mjer svo að komast í garmana, til þess að verða ekki of sein, að komast í búðir með Elsie IIamilton“. „Komu þau saman lieim aftur?“ „Jeg veit það ekki — þau voru að minsta kosti bæði lieima þegar jeg kom“. i^IIveixær var það?“ „Skömmu eftir klukkan (5. Nick, þú held- ur víst ekki að þau —? Ó nú man jeg dálít- iö sem hún sagði þegar hún var að klæða sig. Jeg veil ekki livað Kesse sagði: en hún sagði: Hún segir það vísl, þégar jeg spyr haná, á þehnan máta drotningarinnar af Frakklandi, sem liún hefir stundum á tak- teinum. Annað heyrði jeg hana ekki segja, en er þetta nolckurs virði?“ „Hvað sagði liún þjer um morðið, þegai' hún kom heim?“ „Aí, ekki annað en livernig hún fann liana, hve mikið henni varð um, og um lög- regluna og svoleiðis“. „Virtisl henni hafa orðið mikið um þetta?“ Dorotliy liristi höfuðið. „Nei, hún var bara æst. Þú þekkir inömmu" Hún starði á mig sem snöggvast og sagði: „Þú heldur visí ekki, að hún sje við þetta riðin?“ „Hvað heldur þú?“ „Æ, jeg liefi ekkert hugsað um það. Jeg var hara að hugsa um pabha“. Skömmu síðar sagði hún alvarleg: „Iiafi hann gert það, er það vegna þess að hann er geðveik- ur, en liún gæti drepið manneskju, ef svo bæri undir“. „Það þarf hvorugt þeirra að vera“, sagði * jeg, „lögreglan virðist nú hafa felt sökina á Morelli. Hversvegna vildi hún endilega ná í pabba þinn?“ „Það var útaf peningunum. Við höngum á horriminni: Kesse liefir eytt öllu“. Hún kipraði munnvikin. „Við höfum auðvitað öll lijáþiað til, en mest liefir farið i hann. Og mannna er hrædd um, að liann fari frá henni, ef liún nær ekki i meiri peninga“. / „Hvernig veistu það?“ „Jeg hefi heyrt þau tala saman“. „Heldurðu að hann geri það?“ Hún kinkaði kolli með sannfæringu. „El' hún hefir elvki peninga? Tvímælalaust“. Jeg leit á klukkuna og sagði: „Nú verð- urðu að bíða með afganginn, þangað lil við komum aftur, en þú getur að minsta kosti orðið lijer í nólt. Hafðu það náðugl og láttu senda þjer mat hiugað úr veitingasalnum. Það er vissasl, að þú farir ekki út“. Hún leit raunalega á mig en sagði ekki neitt. Nora klappaði lienni á öxlina. „Jeg veit ekki hvað hann hefir fyrir stafni, Dorothy, en ef hann segir, að við eigum að fara i þetta hoð, þá veit liann víst, livað hann er að fara. Hann vildi ekki —“. Dorofhy brosti og spratt uþp. „Jeg trúi þjer. Nú skal jeg aldrei liegða mjer eins og flón framar“. Jeg hringdi til dyravarðarins og bað um að senda póstinn minn upp. Það voru nokk- ur hrjef til Noru, eitt til mín, nokkur siðhú- in jólakort, haugur af skilaboðum úr síma og eitt símskeyti frá Philadelpliia: Nick Charles, Normandie, New York. Náðu sambandi við Iierbert Macaulay ræddu við hann taka að þjer rannsókn Wolfmorðsins stop Gefðu honum fyvirskipanir \stop Bestu kveðjur Clyde Miller Wynand. Jeg setti símskeytið í uinslag ásamt til- kynningu um, að jeg liefði fengið það í þessum svifum, og sendi dreng með það til morðmáladeildar rannsólcnarlögreglunnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.