Fálkinn - 28.11.1936, Síða 14
14
F Á L K I N N
IÉÉIíéIí
MORRÆNI DAGURINN.
Noræni dagurinn hefir eflaust átt
mikinn þátt í þvi að auka samhug
frændþjóoanna á norðurlöndum og
kynningu þeirra hverrar á annari.
Það lýsir sjer glögt á ummælum ýmsra
hlaða um hátíðáhöldin. Og sjálfsagt
er að taka undir það, en þó ekki
rjett að stinga því undir stól, að hjá
útvarpi ýmsra landa virðist þvi lík-
ast, eftir dagskránum að dæma, að
að íslandi hafi þar verið skipað á
krókbekk. Þetta má ekki láta óátal-
ið, því að „Norden“ starfar undir
merki þess, að þar sjeu allar þjóð-
irnar jafnrjettháar, livort þær eru
stórar eða smáar.
Hjer birtast þrjár .myndir frá nor-
ræna deginum. Sú efsta er tekin i
einum skólanum í Osló, meoan skóla-
útvarpið fór fram þaoan. Næst kemur
mynd af minnismerki því, sem reist
var á Dybböl Bakke yfir þúsund
sjálfboðaliða frá íslandi, Noregi og
Svíþjóð er biðn bana í styrjöldum
Dana fyrir hertogadæmunum, árið
• 1848 og 1864. Var minnismerki þetta
afhjúpað á norræna deginum, en við
Dyhböl var sem kunnugt er síðasta
vigi Dana í styrjöldinni 1864. Loks
er inynd af Kristjáni konungi er hann
flytur útvarpsræðu sína á norræna
daginn.
Bókafregnir.
SKEMTILEG SKÁLDSAGA.
Nýlega er komin út, á forlag ísa-
foldarprentsmiðju h.f. íslensk þýðing
á hinni viðfrægu sögu „Good Earth“
eftir skáldkonuna Pearl S. Buck.
Þegar saga þessi kom út fyrst, i
Englandi árið 1931, varð hún þegar
í stað „best seller" — sú bókin sem
best seldist — á bókamarkaðinum
þar og var endurprentuð sex sinnum
á því sama ári. í Bandaríkjunum
urðu viðtökurnar ckki lakari og þar
fjekk sagan verðlaun Pullitzers, en
þeim verðlaunum er útbýtt einu sinni
á ári fyrir þá bók, sem talin er besta
bók ársins, að dómi nefndarinnar,
sem um það fjallar.
íslenska þýoingin hefir hlotið nafn-
ið ,,Gott land“. Er hún gerð af þeim
Magnúsi Ásgeirssyni og Magnúsi
Magnússyni ritstjóra. Þýðingin er ljett
og lipur og tilþrifamikil á köflum,
svo unun væri að lesa hana ef ekki
væri þar mikið af prentvillum. Þær
eru bókinni til allmikilla lýta. Enefni
sögunnar er svo skemtilegt og viða-
mikið, að það fær lesandann til að
gleyma þessu. „Gott land“ er sem sje
ein af þeim unaðslegustu skáldsögum,
sem lengi hafa komið út, og betri
bók getur maður ekki kosið sjer. Þar
fer saman snildarleg frásagnargáfa
og viðfeldið efni.
Sagan er býsna löng, 336 bls. i
islensku þýðingunni, sem þó er prent-
uð með smáletri. En flestum mun
þó veroa það til sem lesa, að óska
þess að hún væri lengri.
RÓBÍNSON CRUSÓE.
Þegar þessi klassiskasta barnabók
lieimsins kom út i fyrsta sinni á ís-
lensku náði liún þegar vinsældum,
sem síðar hafa haldist óhreyttar.
Hið gullfallega æfintýri, sem enska
skáldið Daniel Defoe samdi upp úr
raunverulegum atburði í lifi skotska
sjómannsins Alexanders Selkirk,
heldur fullu gildi sínu þrátt fyrir
nýjar stefnur i skáldskap og engin
saga hefir jafnmikinn töframátt hjá
börnum og unglingum sem æfintýrið
um skipsbrotsmanninn, sem einn
bjargaðist lífs af skipi og komst á
land á eyjunni Juan Fernandcz,
mörg hundruð sjómílur vestur af
Chileströnd og lifði þar frumbyggja-
lífi í fimm ár, 1704—09, uns hann
fanst og var bjargað. í mörgu tilfelli
er sagan ekki i samræmi við liinn
raunverulegu atburði, en eigi er hún
verri fyrir það.
íslenska þýðingin á Robinson Crus-
oe sem Steingrímur Thorsteinson
gerði hefir verið uppseld i mörg ár,
en nú' hefir ísafoldarprentsmiðja gef-
ið liana út á ný í vandaðri og smekk-
legri útgáfu með allmörgum mynd-
um. En formála fyrir bókinni liefir
Pálmi Hannesson rektor ritað og
segir þar frá liinum raunverulegu
atburðum, sem urðu yrkisefni skálds-
ins Dafoe. Það er óþarfi að mæla
með þessari bók. Foreldrar kannast
við liana og munu tæplega kjósa aðra
bók fremur til þess að gefa börnum
sínum, úr þvi að þau vita að nú er
liún til á ný.
„ÞAÐ MÆLTI MÍN MÓÐIR“.
Ljóðasafn, merkilegt í sinni röð, er
nýlega lcomið út, undir ofangreindu
lieiti. Er það safn ljóða eftir þrjátiu
skáhlkonur íslenskar. Og bókin er
sönnun þess, að íslenskar konur hafa.
Skák nr. 14.
Kranski leikurinn.
Rvík 1928.
Hvitt:
Svart:
Konráð Árnason. K. Berndtsson.
1. e2—e4, e7—e6; 2. d2—d4, d7—d5;
3. e4— e5, (Þessi leikur var ekki i
miklu áliti á þeim tíma sém þessi
skák var tefld. Nú er honúin ofl
leikið með góðum árangri sbr. skák-
ina Dr. Aljechin Dr. Euwe Notting-
ham 1936) 3.....c7—cö; 4. c2—c3.
Rb8—c6; 5. Bfl—b5, (Rgl—f3 er
venjulegri leikur í þessari stöðu.) 5.
... Bc8—d7; 6. Rgl—f3? (Hvíti
þekti ekki Rc6xe5, með peð vinning
fyrir svart); 6. . .. c5xd4; 7. Bb5xc6,
Bd7xc6; (b7xc6; var e. t. v. betra. T.
d. 7 .... b7xc6; 8. c3xd4, c6—c5);
8. Rf3 x d4, (Stundum koma ólærðu
skákmennirnir meisturunum í vanda
með sínum „óteorisku“ leikjum. Hvítt
á nú góða stöðu); 8.....I)d8—c7;
9. Ddl—e2, Rg8—e7; 10. Rbl—d2,
Re7—g(i; 11. Rd2—f3, Bf8—e7 (Bf8
—c5 virðist betra); 12. h2—h4, h7—
li5; 13. Bcl—d2, a7—aO; 14. g2—g3,
Ha8—c8; 15. 0—0, Be7—c5; 16. Hfl
—el, Rgö—e7; (Peðið á e5 er öruggl.
Nú stendur baráttan um riddar-
ann á d4); 17. Hal—dl, Bc5xd4; 18.
Rf3xd4, g7—g6; 19. Bd2—g5, Re7—
f5; 20. Bg5—f6, Hh8—g8?; (Betra
var Rf5xd4, og skákin hefði að lík-
indum orðið jafntefli. Nú nær hvítt
viðnámslausri sókn); 21. Rd4xf5,
g6xf5; (e6xf5 er ekki álitlegt); 22.
De2xh5, fa.—f4; 23. g3—g4. Dc7—b6;
(Svart reynir að ná mótsókn, en
hvíta stnðan er alveg örugg); 24.
Hdl—d2, Db6—c5; 25. g4—g5, Dc5—
c4; 26. Dli5—h7, Hg8—f8; (Ef 26.
.... Hg8—gö þá 27. h4—h5, Hgöx
fö; 28. e5xf6, með ógnununum g5—
gO og HelxeOt); 27. Bf6—g7 (Ein-
fanldast. Ef g5—g6 þá Ke8—d7) 27.
.... (15—d4; 28. Hd2xd4, Dc4—c5;
29. Bg7xf8, Dc5xf8; 30. Hd4xl4, Hc8
—(18; 31. g5—g6, gefið. Lokastaðan.
Það þarf varla að taka það fram að
á sama tíma og Berndtson telfdi
þessa skák, tefldi hann 47 aðrar
skákir og þar á meðal við flesta eða
alla bestu taflmenn landsins. í des
n.k. gefst islenskum skákmönnum
aftur tækifæri til að reyna sig við
erlendan skákmeistara.
skapað sjer ekki óveglegan sess á
Bragaþingi. Þarna er fjöldi gullkorna
og fagurra ljóða og erinda, enda eru
meðal gestanna í bókinni konur, sem
löngu eru orðnar þjóðfrægar fyrir
ljóð sín. En á hinn bóginn koma
þarna fyrir sjónir ýmsar konur, sem
margir þekkja að nafni, en fæstir
vissu um, að temdu sjer Ijóðagerð, og
verður það að segjast, að ljóð þess-
ara nýliða — á prenti — bera vott
um, að ekki eru þær neinir viðvan-
ingar heldur halda svo vel á máli
sinu, að marga mun fýsa að kynn-
ast fleiru frá þeim.
Það er Sigurður Skúlason magister,
sem valið liefir ljóðin i safnið og
við fljótt yfirlit verður ekki annað
sjeð en að honum hafi mætavel tek-