Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1937, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.05.1937, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Merin sem lifa. Ul. Lndvig Holberg. Fyrir þremur árum var 250 ára afmælis mesta leikrita- skálds Norðurlanda að í'ornu og mesta gamanleikaskáldi nor- rænna þjóða fyr og síðar minst um öll Norðurlönd. Ludvig IIol- herg verður jafnan talinn með mestu andans mönnum N'orður- landa. Það var liann sem skap- aði tengslin milli Norðurlanda og þáverandi bókmenta um- heimsins og opnaði nýja útsýn yfir heiminn. Holberg fæddist í Bergen 3. des. 1(584 og dó i Kaupmanna- höfn 28. jan. 1751. 1 Noregi er Holberg talinn norskur en danskur í Danmörku og geta báðar þjóðirnar rjettilega talið sjer hann, því að norskur var hann að ætt og uppruna, en æfi- starf sitt vann hann í Dan- mörku og taldi sig danskan sjálfur. Hann sá aldrei Noreg nema í æsku. Hann hvarf frá Noregi kornungur og mentaðist i Kaupmannahöfn og fór víða um lönd, svo sem til Englands, Frakklands og Þýskalands og mentaðist þar. Árið 1717 er hann skipaður prófessor i Kaupmannahöfn, 33 ára, i hók- nientum og sagnfræði. „Peder Paars“ er fyrsta stór- virki Holbergs og kom liann út 1719. Þar skopast hann að Dön- um og ástandinu í landinu. Bók- in var mikið lesin, en fjekk misjafna dóma og margir urðu henni reiðir. Menn voru ekki skopinu vanir í þá daga, en skopið var beittasta voj)n Hol- bergs. Á þessum árum voru fáir leikir sýndir í Danmörku og Noregi nema ómerkilégir skóla- ieikir. En þýskir umferðaleik- arar liöfðu sýningar og ljelegar þýðingar á leikrilum Molieres voru sýndar líka. Holberg tók sjer því fyrir hendur að skrifa leikrit um danska hagi. Læri- meistari hans var vitanlega Moliere, en hann var laginn á að gefa persónum sínum full- komið innlent gerfi, þó að hann hvað byggingu Ieikjanna snerti, notaði aðferðir franska stór- skáldsins. Tilgangur hans með leikritagerðinni var fyrst og fremst sá, að láta skopið og háðið vekja fólk til umhugsun- ar um galla sína og þjóðfjelags- ins. Hann liafði sjeð heiminn og honum blöskraði, hve þjóðin var langt á eftir samtímanum og kaghýddi liana í gremju sinni með leikrilunum. Á árunum 1722—23 samdi hann léikritin „Politíski leirkerasmiðurinn“, „Jeppi á Fjalli“, „Erasmus Mon- tanus“, „Jean de Franee“, „Sængurkonan“, „Jacob von Tliyboe“ og ýms fleiri. Moliere skrifaði fvrst og fremst fyrir hirðina. En Hol- herg varð skáld þjóðarinnar og skrifaði um almúgann. Per- sónulýsingar hans eru snild. Gortarinn, pólitíski iðnaðar- maðurinn, broddborgarinn og djákninn eru allir gerðir eftir fyrirmyndum þeirra tíma, svo leikritin eru menningarsöguleg lýsing á samtíð Holbergs. Við hittum broddborgarann Jero- minus, sem liatar allar nýjung- ar en fanst alt vera gott í gamla Uaga, Leonard granna, skynug- an karl, Abelonu, sem ekki er neitt nema gæðin sjálf, Arv vinnumann, sýnishorn þraut- heimska mannsins og umfram alt refinn IJenrik, sem altaf er til í strákapörin og Pernillu, lclóka og kjaftfora i hófi. Holberg bar höfuð og herðar yfir mentamenn sins tíma, hann var evrópeiskur og áhrif lians á bókmentir Norðurlan<la urðu stórkostleg. Hann var hafinn yfir smásmygli samtíðarinnar. Hann skrifaði á dönsku, þegar öðrum þótti það ófínt og skrif- uðu á latínu, og má segja að hann sje höfundur dansks rit- máls. Það er sagt um Holberg, að hann hafi á 30 árum veitl þeim bókmentastraumum yfir Danmörku, sem voru 100 ár að komast um álfuna. Holberg átti ekki vinsældum að fagna af samtíð sinni, hún skildi hann ekki; og leikhúsið, sem átti honum tilveru sina að þakka, kunni ekki að meta liann. Holberg var býsna ein- rænn í háttum sínum og geð- stirður og bakaði það honum óvinsældir líka. Ilann var eng- inn gæfumaður. Georg Brandes kemst svo að orði i minningarriti sínu um Holberg: „Það er með frægðina eins og auðinn, að all er komið undir fyrstu hundrað þúsundun- um (af dögum eða krónum). Sje maður kominn yfir það er það auðveldara sem eftir er. Það er því engin ástæða til að óttasl um frægð Holbergs í hinni fjærstu framtíð. Hann er kom- inn yfir örðugasta hjallann. Þegar um bókmentalegan ó- dauðleika er að ræða, eru fyrstu Bdö samtíðapinnar. UI. Miguel de Dnamuno. Um áramótin síðustu dó einn af merkilegustu rithöfuudum Spánverja suður í Salamanca. Það var Miguel de Unamuno prófessor, einn af boðberum hinnar nýju aldar á Spáni, stundum kallaður „páfagaukur- inn frá Salamanca“. mnno. Hann sagði þetta sall. Hann var ofsamaður í deilum, eins ol' fleiri Baskar og hafði óbeit á þvi að taka á nokkru með silkihönskum. Hann hafði ekkert gaman al' „persónum sem hvorki eiga heima hjer eða þar, á þessum tíma eða hinum. og hafa hvorki kyn nje land“ heldur skrifaði um og fyrir „fólk með lioldi og blóði, sem fæðist, þjáist og deyr sjer- slaldega deyr sem etur og Unamuno var 72 ára er hann ljest og hafði verið prófessor i grísku við háskólann i Sala- manca síðan 1892. En frægð sína hlaut hann ekki af grísku- vísindunum. Hann var jafn- framt heimspekingur og ádeilu- maður, sem skrifaði fjölda rit- gerða um það, sem honum þótti aflaga fara. Og stóra bók skrif- aði hann um Don Quijote, sem hann elskaði eins og sjálfan sig. Aðalrit hans er þó „Den tra- giske Livsfölelsc“, sem svo lieit- ir í dönsku þýðingunni. Una- muno var nákunnugur bók- mentum Norðurlanda og svipar í ýmsu til Sörens Kirkegaards, hann dáðist mjög að Ibsen og prjedikaði hugsjónir hans á Spáni, einkum kröfuna um ein- slaklingsfrelsið. „Jeg vil enga aðra bardaga- aðferð en ákafans og þegar brjóst mitt svellur af gremju, fyrirlitningu, sorg eða reiði læt jeg munninn segja alt sem i brjóstinu býr og orðin haga sjer eins og þau vilja“, segir Una- tvo hundruð árin hættulegust“. Holberg lifði þau af. Hjer á landi hefir lalsvert verið leikið af leikritum Hol- bergs, en ekkerl hefir orðið eins frægt og „Jeppi á Fjalli“, enda er sú revnsla annarsstaðar líka. tlrekkur og spilar og sefur og liugsar og elskar fólk sem maður sjer og lieyrir“. Eftir að Primo Rivera komsl til valda á Spáni varð þess skamt að bíða, að í odda skær- ist með lionum og Unamuno. Rivera gerði hann útlægan úr landinu og ljet setja hann niður á Fuertaventura, sem er ein af Kanarieyjnm. En kunnur hlaðamaður í París „stal hon- um“ þaðan og bjó hann eftir það mörg ár i París, sem útlagi, óbilgjarn, drembilálur og ósátt- fús. Þegar konungurinn valt úr valdasessi hjelt Unamuno til Spánar og var fagnað með skrúðgöngum og hljóðfæra- slætti er hann kom til Irun, fyrsta spánska bæjarins fyrir sunnan landamærin. Í fyrirlestri sem hann hjelt í London í fyrra kallaði liann „kynslóðina frá 1898“ höfunda liins núverandi Spánar. Danir eru mestu sykurætur i heimi. Þeir nota 49,3 kíló á mann á ári, en íbúar New Zealands 47, Sví- ar 43,3, Bandaríkin 43,7 og Bretar 41,9. Ilinsvegar nota ítalir elcki nema 7,1 kíló á mann. í SvíþjóS drekkur liver maður eins mikið kaffi og 74 menn gera á New Zealand. Finnar og Belgar drekka 150 sinnum minna te en Englendingar og ítalir nota sex sinnum minna tóbak en Hollending- ar, sem eru mestu tóbaksmenn í heimi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.