Fálkinn - 08.05.1937, Blaðsíða 14
14
F Á I, K I N N
Sundfjelagið Ægir 10 ára.
Skömmu eftir öpnún Sundhallar-
innar átti eina sundfjelagið í höfuð-
staðnum, „Ægir“, tiu ára afmæli.
Tiu ár eru að vísu skammur tími,
og í rauninni furðulegt, að eigi
skuli vera eldra sundfjelag i bæ, sem
lengi hefir átt heita laug og sjó á
báðar hliðar. En fyrstu árin eftir
að sundíþróttinni fór að vaxa gengi
hjer, samfara öðrum iþróttum, voru
sundmcnnirnir að jafnaði meðlimir
annara iþróttafjelaga, þangað til aó
þeim varð ljóst, að tii ])ess að um
verulega efling yrði að ræða yrði
íþróttin að eignast sinn sjerstaka
fjelags'skap. Eigi voru þeir nenia
tólf, sem stofnuðu fjelagið og má i
þeim hóp sjerstaklega nefna Jón
Pálsson sundkennara og Eirík Magn-
ússon bókbindara, sem jafnan hef-
ir verið lifið og sálin í þessum fje-
lagsskap og verið hefir formaður
rjelagsins frá hyrjun og fram á
þennan dag.
Að vel Inifi verið starfað, má m. a.
marka af þvi, að nú eru um 300
manns í Sundfjelaginu Ægi. Á sund-
mótum þeim, sem haldin voru fyrsta
starfsár fjelagsins, voru sett 5 ný
met í karlaflokkunum og meðal
kvenna má eirikum minnast Regínu
Magnúsdóttur, sem setti 3 ný met
á þvi ári. Næsta ár voru haldin 4
sundmót. Og á því ári var unnið
merkilegt einstaklingsafrek, sem
mjög hefir verið rómað: sund Ástu
Jóhannesdóttur l'rá Steinbryggjunni
og inn í Viðey. Þriðja árið voru
haldin 5 sundmót og þá var kept í
knattsundi á Álafossi. Keptu þrjú
fjelög, K. R., Ármann og Ægir og
vann hið síðastnefnda. Á 0. starfs-
ári var ákveðið, að taka upp fim-
leikakenslu i fjelaginu og varð hinn
kunni sundmaður Jón Ingi Guð-
mundsson kennari fjelagsins og lief-
ir verið það síðan. Á því ári setíi
Jónas Halldórsson 4 ný met og vann
íslendingasundið i þriðja sinn. Á
9. starfsári fjelagsins var flokkur is-
leriskra sundmanna sendur á
Olympsleikina í Berlín og voru lang-
flestir i honum meðlimir i Ægi. Á
því ári fór fram sundmeistaramót
fyrir landið og keptu þar menn frá
liremur fjelögum í Reykjavík, og
þremur frá Akureyri.
Ægir hefir jafnan átt mestu úr-
vali íslenskra sundmanna á að skipa,
eins óg marka má af þvi, að af þeim
104 metum, sem s'ett hafa verið i
sundi á síðastliðnum tíu árum, liafa
74 verið sett af sundmönnum og
sundkonum úr Aígi. Af þeim, sem
sjerstaklega hafa vakið athygli fyrir
sundafrek má nefna Jónas Ilalldórs-
sori, sem sell hefir 24 met og unnið
fjölda heiðurspeninga, Þórð Guð-
mundsson, Jón I). Jónsson, Jón Inga
Guðmundssón og Inga Sveinssou.
Af kvenfólkinu má nefna Regínu
Magnúsdóttur, Ástu Jóhannesdóttur
og Láru Grímsdóttur.
í tilefni af afmælinu hefir fjelag-
ið gefið út fróðlegt rit með fjölda
af myndum. Þar er ávarp frá for-
seta í. S. í., Eiríkur Magnússon
segir s'ögu fjelagsins, þrír Olympíu-
farar segja frá förinni til Berlín í
fyrra, Jón Pálsson frá aðdragand-
anum að stofnun fjelagsins, en Erl-
ingur Pálsson skrifar um stakka-
sund. Auk þess eru þar ýmsar smærri
greinar. Daginn fyrir afmælið hjeit
fjelagið sundsýningar og sundkepui
i Sundhöllinni og var hið fyrsta met
sett i sundhöllinni við það tækifæri.
Á laugardaginn var hjelt fjelagið
fjölmennan afmælisfagnað i Otld
Fellowhúsinu og við það tækifæri
vorii átta fjelagsmenn sæmdir heið-
ursverðlaunum Ægis, þeim sein hjer
birtist mynd af. Voru það þeir Ei-
rikur Mágnússon, Jón Pálsson, Þórð-
ur Guðmundsson, Jón Ingi Guð-
mundsson, Jón I). Jónsson, Jóna
Sveinsdóttir, Jónas Halldórsson og
Magnús B. Páísson. Er verðlauna-
gripurinn steyptur úr kopar, eftir
leikningu Ágústs Sigurmundssonar
trjeskera. Nefnd þá, sem úthlutar
verðlaununum skijia: Theodór Guð-
mundsson, Helgi Sigurgeirsson og
Ragnar Þorgrimsson.
Stóra myndiii sem hjer birtist cr
af þátttakendum Ægis í Olympsför-
inni. f aftari röð eru Jónas Hall-
dórsson, Jón 1). Jónsson, Rögnvald-
ur Sigurjónsson, Úlfar Þórðarson,
Magnús R. Pálsson og Logi Einars-
son, en sitjandi Þórður Guðmunds-
son Jón Pálsson og Jón Ingi Guð-
mundsson. Þá birtist og mynd af
Jónasi Halldórssyni með hina mörgu
heiðurspeninga sína og af Jóni
Pálssyni og Eiríki Magnússyni, sem
báðir liafa setið i stjórninni frá
upphafi. Auk þeirra erp nú í stjórn-
inni: Þórður Guðmundsson, Jón
Ingi Guðmundsson, Jónas Hálldórs-
son, Magnús B. Pálsson og Ilelgi
Sigurgeirsson. Þórður hefir setið í
stjórninni frá upphafi.
Sundfjelagið Ægir getur litið yfir
ánægjulég tíu ár, og horfir fram á
bjarta starfsæfi við sanihug allra
góðra manna.
EUGENE O’NEILL,
sem fjekk siðustu bókmentaverðlaun
Nobels, er um þessar mundir að
skrifa nýja skáldsögu, sem á að lýsa
aififerli ameríkanskrar ættar frá
landnámi Englendinga í Bandaríkj-
unmn og til vorra daga. Verður þetta
Jangstærsta bók höfundarins.
Alll með islenskum skrpum1 ■fi