Fálkinn - 22.05.1937, Síða 1
16 slðnr4ðann
Undan Eyjafjöllum.
Eyjafjöllin telja ýmsir með feyurstu sveitum landsins. Af marflötu og gróðursælu undirlendi, sem fyrrum hefir legið undir
sjó, rís fjallsveggurinn, víða snarbrattur, með tignarlegum og margvíslegum myndum, sem ekki eru síst tilkomumiklar uppaf
Rauðafelli og Raufarfelli. Holtsnúpur og Steinafjall skerast fram í undirlendið, sem slitnar í tvo hluta innaf Holtsós en aust-
ar skagar fram Hrútafell. Myndin hjer að ofan er undan Austur-Fjöllunum, frá Núpakoti, sem er næsti bær vestan við hið mikla
höfuðból Þorvaldseyri, og gerði hinn mikli bændahöfðingi Þorvaldur Björnsson báða þá garða fræga. Yfir fellabrúnirnar sjer
á suðurbrún Eyjafjallajökuls. Myndina tók Vigf. Sigurgeirsson.