Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1937, Page 14

Fálkinn - 22.05.1937, Page 14
14 F Á L K I N N SVIFFLUGIÐ OG ÍSLENDINGAR. Framh. af bls. 3. rjettara sagt aö menn „takist ó loft“ af áhuga. Því að það er ekki smóræðis nndraverk, sem hægt cr að vinna með góðri svifflugvjel. Það sýna dæmin erlendu frá þeim þjóðum, sem mesta alúð leggja við svifflug. I svifflugi hefir mönnum tekist að halda sjer á lofti i 38 klukkustundir. í svifflugu hafa menn komist í 4500 metra hæð. Og í svifflugu hafa menn flogið 508 kílómetra leið, eða álíka og á milli Öndverðarnestáar og Gerpis, ón þess að lenda, og var flugleiðin sjálf vitanleg miklu lengri. því að ekki voru krókarnir mældir milli áfangastaða. Öll þessi met hai'a þýskir sviffugsmenn sett. Það eru altaf til menn, sem fjand- skapast við allar nýjungar og slíkir menn kalla eflaust svifflugurnar leikföng. En eigi maður að halda ])ví nafni, þá er svifflugan merki- legasta leikfangið í veröldinni. Og ef sviffluglið er gagnslaust, þá má eins segja, að fæturnir sjeu gagns- lausir þeim. sem hafa efni á að kaupa sjer bíl. Svifflugið er iþrótt, undirstaða flugsins og verður hjeð- an í frá óaðskiljanleg hreyfilfluginu. Nú blandast engum heilvita manni liugur um, að innan fárra ára rísi flugmál íslands úr dvala og að flug- mönnum á ísandi fjölgi á næstu ára- lugum með líkum hætti og bifreiða- stjórunum fjölgaði fyrir tuttugu ár- um. Svifflugmennirnir eru framtíð- arflugmenn íslands, þeir eru að búa sig undir nám, sem verður þeim að starfi i framtíðinni, ef þjóðin þekkir sinn vitjunartíma og kann að lifa. RABINDRANAT TAGORE, indverska skáldið fræga, sem enginn hafði heyrt nefnt, þegar það fjekk bókmentáVerðlaun Nobels fyrir tveiin ur áratugum, er nú orðinn 76 ára gamall. Nýlega hjelt hann fyrirlestur í háskálanum í Kalkutta og sýnir myndin skáldjöfurinn þegar hann er að koma í háskólann. ----x----- Armand Spilers heitir franskur maður, sem hefir met í því að strjúka úr fangelsum. Hann liefir verið dæmdur í fangelsi hvað eftir ann- að fyrir ýmsa glæpi, en jafnan tekist að strjúka áður en refsitíminn var útrunninn. Eftir að hann braust út seinast rændi hann gimsteinabúð og drap eigandann og nú hefir hann verið dæmdur til dauða, meðfram með þeim forsendum, að það þýði ekki að dæma hann í fangelsi, þvi að hann brjótist út þaðan. Spilers er aðeins 34. ára og hefir meðal annars tvisvar tekist að strjúka frá Djöflaey. Einu sinni hefir liann strok ið úr Santtó-fangelsinu í París og oftsinn'is úr ómerkari fangelsum víðsvegar um Frakkland. LEIKHÚSIÐ: GERFIMENN EFTIR KAREL CAPEK. Naprari ádeila ó vjelamenning- una mun tæplega til en sú, sem felsí i leik þeim, er Leikfjelag Reykjavík- ur tók til sýningar í vikunni sem leið. Leikurinn gerist ó árunum 1970—80, en þá er svo komið fram- förum mannkynsins, að tekist hefir Það er hinn frægi tjekkneski rit- höfundur Karel Capek, sem er höf- undur þessa frumlega og stórmerki- lega leiks. Eftir hann liggja bæði sögur og leikrit, en þessi leikur hefir aukið skáldfrægð lians einna mest af Lim hans, enda verður ekki á móti að gera mannsköpun að verksmiðju- iðnaði. Gerist leikunnn í gervi- inannagerð, sem framleiðir um 15.000 manns á dag og til vinnu og hernaðar eru þessir gervimenn fremri menskum mönnum, þeir eru í rauninni vinnudýr, sem skorfir sjálfstæðan vilja og hafa enga sái, eru þurftarlitlir og endast í tuttugu ár. Iðjuhöldum og herstjórum eru þeir því hin þægilegustu áhöld enda er eftirspurnin mikil og verksmiðj- an sjer ekki út úr því, sem hún hefir að gera. En svo vill það til, að efna- fræðingur verksmiðjunnar hefir af misgáningi gert einn gerfimanninn þannig úr garði, að i honum vakna mannlegar lilfinningar og vilji. Hann tekur að sjer stjórn gervimanna- hópsins i verksmiðjunni og gerir uppreisn gegn sköpurum sínum, yf- irmönnuin verksmiðjunnar og drep- ur þá alla nema einn. Gervimenn- irnir geta í einu vetfangi tortímt ir.annkyninu, en sjálfir geta þeir ekki haldið áfram að framleiða gerfimenn; til þess vantar þá „upp- skriftina“, en hún hefir farið for- görðum. Liggur því heimsauðn framundan, en á síðustu stundu læt- ur höfundur þó málið leysast á óvæntan hótt. þvi borið, að leikurinn er snildar- verk, sem ó erindi til allra, sem vilja liugsa og leitast við að skilja samband orsakar og afleiðingar. Leikurinn er þörf ádrepa og eftir- minnileg og íhugunarverð nú á vjela- öldinni, þegar allra augu mæna á það vjelræna, svo að þeim gleymist, að hið sálræna á nokkurn rjett á sjer. Aðalhlutverkin eru yfirleitt vel leikin, en iíklega mundi það gera leikinn áhrifameiri, ef sjerken'.i- legri og annarlegri svipur væri yfir daglegu lífi yfirmannanna þarna í verksmiðjunni. Manni finst Brynj- ólfur Jóhannesson, verksmiðjustjór- ínn, vera full unggæðislegur til þess að eiga að hafa örlög alls mann- kynsins í hendi sjer. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur lifeðhsfræðing- inn, og Ragnar Kvaran verkstjór- ann, sem gervimennirnir þyrma, en Indriði Waage hefir gert ógleyman- lega persónu úr verslunarforstjóran- um, sem aldrei æðrast nje gleynnr reikningshaldinu hvað sem á dyn- ur. Emilía Borg leikur stórt hlutverk stúlku, sem kemur í verksmiðjuna til þess að berjast fyrir rjettndum og bæta hag gervimannanna, en gift- ist svo verksmiðjustjóranum. Fer hún einkar vel með hlutverkið, sem er all vandasamt. Valur Gíslason er gervimaðurinn, sem hefir fengið sál og að mörgu leyti sjerkenmlegasta persónaii í leiknum. Regína Þórðar- dóttir og Gestur Pálsson leika eink- ar vel tvö lítil hlutverk i eftirmála leiksins. Og frá byrjun fylgir áhorf- andinn Ragnari Kvaran, í hlutverki Alquists verkstjóra, sem i eftirmál- anum verður þungamiðja leiksins. Er túikun hans á hlutverkinu í þeim þætti ógleymanlega töfrandi. Kvaran hel'ir éinnig búið leikmn undir sýningu, en Bogi Ólafsson þýddi hann. — Frumsýningarkvöldið var fult hús óhorfenda í Iðnó og undirtektir ágætar og væri það góðs viti um dómgreind almennings, ef það gæti haldist. •— Efsta myndin er úr eftirmálanum og sýnir verk- stjórann (B. ICvaran) við skrifborðið, ei á þeirri næstu sjást Þóra Borg (gerviskrifstofustúlka), Br. Jóhannes- son og Emilía Borg. Loks sýnir litla myndin Regínu Þórðardóttur og Gesl Pálsson. KRÝNINGIN f FIRÐSJÁ. Þeir Lundúnabúar, sem eiga firð- sjártæki gátu fylgst vel með krýn- ingunni 12. maí, því að firðsjárstöðin sendi út firðsjá af atburðunum og er myndin að ofan tekin, þegar ver- ið var að leggja jarðstrenginn frá Buckingham Palace ó sjónvarps- stöðina.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.