Fálkinn - 22.05.1937, Page 15
F Á L K I N N
15
ÞIIJÁR SKAUTAHETJUR.
Þessar þrjár ungu stúlkur tóku þátt
í samkepninni um heimsmeistaratign
í skautahlaupi í vetur i London. Eru
það þær Cecilia Colledge (t. h.),
Megan Taylor (t. v.) og tjekknesk
stúlka, Hruba. Cecilia varð hlutskörp-
ust en Megan næst og sú þriðja varð
sænska stúlkan Vivi Ann Hultén.
Hjer er stúlka úr fyrstu kven-
lögreglusveitinni í Kina, að rannsaka
kvensu, sem liefir gert sig seka í ein-
hverju misjöfnu. Þessi lögreglusveit
er í Shanghai.
Vitaníega lilaut að koma að því, að
ásjónan á Hitler fengi að prýða
frímerki Þýskalands. Á síðasta af-
mæli lians konni út frimerki af for-
ingjanum og lita þau út eins og
myndin sýnir.
JÞ
AÐ er eins og sólskin á milli hretskúra, að lesa Fálkann
._ á milli stjórnmálavaðalsins, sem dynur á okkur í stjórn-
málablöðunum, ekki síst núna fyrir kosningarnar“.
Klausan er tekin orðrjett úr brjefi, sem Fálkanum barst nýlega
frá mætum manni norður í landi. Þeir sem Iesa hann fá þægilega til-
breyting frá öllu stjórnmálastaglinu, greinar sem birta ný sjónarmið,
utanlands eða innan, skemtilegar sögur og fjölda af myndum, af merk-
ustu viðburðum, sem gerast, utanlands og innan.
ERUÐ ÞJER KAUPANDI „FÁLKANS“?
Ef ekki, þá skuluð þjer gerast kaupandi. Ef útsölumaður er ekki
svo nærri yður, að þjer getið vitjað blaðsins þangað, þá skrifið af-
greiðslu Fálkans, Bankastræti 3, og sendið póstávísun fyrir áskriftinni,
það tímabil, sem þjer tiltakið. Áskriftarverðið er kr. 4.50 fyrir árs-
fjórðunginn, kr. 9.00 fyrir missiri og kr. 18.00 fyrir heilt. ár.
Nýr ársfjórðungur hefst 1. júlí. Pantið blaðið svo tímanlega, að
þjer fáið það sent frá ársf jórðungsskiftunum jafnóðum og það kemur út.
— Vikublaðið Fálkinn er besta tilbreytingin í hversdagslegu dægur-
þrasinu. Þjer megið ekki án hans vera.
Vikublaðið „FALKINN
ÉÍ
Bankastræti 3.
REYKJAVÍK
Sími 2210.
FÆR FRÚ SIMPSON GIMSTEINANA
Alexandra Engladrotning, amma
uúverandi Englakonungs hafði arf-
leitt hertogann af Windsor að öllum
skartgripum sínum og gimsteinum.
()g hann hafði gefið unnustu sinni
þá, svo að nú eru þeir i vörslum frú
Simj)son. Við ensku hirðina er það
mjög rætt um þessar mundir, hvort
frúin sje rjettur eigandi gimstein-
anna úr því að hún varð ekki drotn-
ing og eru nú mörg útispjót höfð til
þess að ná þeim aftur. Málafærslu-
maður frú Simpsön, sem Goddard
heitir hefir verið á flugi fram og
aftur milli London og Cannes til
þess að ráðgast um þetta mál.
Alexandra drotning ánafnaði þá-
verandi prinsi af Wales dýrgripina
og var það ósk hennar að þeir gengi
til kpnu lians, þegar hann giftist.
Þetta er nú að verða, en lög-
fræðingar telja, að hjer sje ekki far-
ið að lögum, og að dýrgripirnir sjeu
eign krúnunnar. Þeir segja, að arf-
leiðsluskráin hafi þvi aðeins gildi,
að dýrgripirnir fylgi drotningar-
tigninni, því að þeir hafi verið á-
nafnaðir prinsinum af Wales sem
arftaka krúnunnar. Hinsvegar hafi
hertoginn af Windsor verið búinn að
gefa mrs. Simpson dýrgripina áður
en hann ljet af konungdómi. —- Lík-
Jegast er talið að sættir náist i mál-
inu, á þeim grundvelli að frá Simp-
son láti dýrgripina af hendi en fái
ríflegar hætur fyrir þá.
KRÝNINGIN í LONDON.
Ensku klæðskerarnir hafa liaft nóg
að gera i vetur, að sauma krýningar-
skrúða á lieldra fólkið í Englandi.
Fjöldi fólks af hinum æðri stjettum
varð að klæðast alveg sjerstökum
búningum til að geta tekið þátt i há-
tíðahöldunum, og af klæðaburðinum
gátu fróðir menn sjeð, livað hátt hver
og einn var settur.
VIKTORIA DROTNING
GOÐ í TÍBET.
Enskur trúboði, sem verið hefir i
Lhassa, höfuðborginni í Tibet, segir
frá þvi, að hann hafi sjeð tvær
goðamyndir af Viktoríu Englands-
drotningu i musteri þar. Önnur
myndin sýnir hana í góðu skapi, en
á hinni er hún bálvond.
Þjóðverjar settu fyrir fjórum ár-
um lög um lánsheimild handa ungu
fólki, sem gifti sig. Síðan 1. ágúst
J933 hafa verið veitt um 700.000
slík lán, að upphæð samtals 420
miljón mörk.. Lántakendurnir fá
gefinn eftir hluta af láninu fyrir
hvert barn sem fæðist í hjónaband-
inu. Hjá þessum 700.000 hjónum
hafa fæðst um 500.000 börn og haf.t
foreldrarnir fengið samtals um 100
miljónir af láninu eftirgefið þeirra
vegna. Og jafnframt hafa 700.000
stúlkur sagt lausu starfi sínu utan
heimilisins, því það er skilyrði fyrir
lánum þessum, að konurnar leiti
ekki atvinnu í verksmiðjunum. Hafa
karlmenn verið teknir í stað þeirra
og liefir það bætl nokkuð úr at-
vinnuleysinu. Fje til þessara lána og
styrkja hefir stjórnin fengið að
mestu leyti með auknum skatti á
piparsveinum. Auk þess veitir stjórn
in styrki þeim hjónum, sem eiga
fjögur börn eða fleiri. Þessir styrkir
eru þó lágir, en 350.000 fjölskyld-
ur hafa notið þeirra.
KLUKKAN
í St. Paulskirkjunni i London liefir
gengið viðstöðulaust í 20 ár án þess
að nokkuð væri gert við liana nema
að draga hana upp og smyrja hana
einstöku sinnum. En í vetur fór hún
að ganga vitlaust og sjást á rnynd-
inni menn, sem eru að taka hana
ofan til viðgerðar.
Iíona ein i Varsjá fór nýlega m'eð
nýfæddan dreng sinn til prestsins og
ljet skira hann Anton. Síðan fór hún
til annars prests og hann skírði
drenginn Heljodor. Lögreglan komsl
á snoðir um þetta af tilviljun og
yfirheyrði móðurina. Hún sagðist
hafa gert þetta af fyrirhyggju. Eng-
inn vissi hvað fyrir drenginn kynm
að korna á lífsleiðinni. Hann gæti t.
d lent í klónum á lögreglunni og þá
væri gott fyrir liann að hafa skír
teini með tvenskonar nöfnum.
*f> Alll ineð Islenskum skrpum1 *fi