Fálkinn - 26.06.1937, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
w
3BF==?^5
k
Bernhard Shaw — fyndnasti spekingur Englendinga
3E1
A LT FRA ÞVI aö Bernard Shaw
var ungur maður, liafa veriö
sagðar um hann sögur, og hefir
þeim farið fjölgandi með hverju ár-
inu, sem yfir hann hefir gengið.
Hann hefir nú eitt ár um áttrætt og
er því gamall að árum, en að inn-
ræti verður hann það aldrei. Hann
er jafn spaugsamur og jafnvel meiri
órabelgur nú en í æsku, og afar
ljett um að segja orð, sem fá vængi.
Þegar blaðamenn ná i eitthvað snið-
ugt hjá Shaw er það óðar símað
heimendanna á mi'lli. Og ef menn
vilja láta taka eftir einhverri fyndni,
þá segja þeir að Bernhard Shaw
hafi sagt liana. Á þann hátt hefh-
honum venð eignað miklu fleira en
hann á, en það tekur hann sjer ekki
nærri. Það sem hjer fer á eftir um
hið fræga enska skáld mun þó að
mestu leyti mega teljast trúanlegt,
því að það er haft eftir bókum, sem
málsmetandi menn hafa ritað um
skáldið, eða sagt frá í öðru sam-
bandi.
Bernard Shaw, sem hefir langa
æfi sína gantast að svo mörgu und-
ir sólinni, hlífir ekki heídur sjálf-
um sjer. „Jeg er sannur írlending-
ur“, segir hann, „fólkið mitt er ætt-
að frá Hampshire (í Englandi)“.
Þannig byrjar sjálfsæfisaga hans.
Berhard Shaw er fæddur í Dub-
Jin eins og Sheridan og Oscar
Wikle, Synge og Yeats, þann 20.
júlí 1856. Faðir hans, George Carr
Shaw, var mesti gallagripur, en þótt-
ist af forfeðrum sínum, og á „heirn-
ilinu var talað um Shawana, eins
og þeir væru Hohenzollarar eða
Romanovar", segir Bernard. Um
fertugt giftist George Shaw stúlku,
sem var tuttugu árum yngri og hjet
Lucinda Elisabeth Gurly, og var
hún manni sinum fremri um alt.
Hjónabandið var ófarsælt og konan
leitaði huggunar í því, sem henni
var geðfeldast — hljómlistinni.
í upþeldinu fjekk Bernard Shaw
— „í stað grammatíkur og rangs
framburðar á grískum og Iatnesk-
um höfundum“ eins og liann kemst
að orði —• „náin kynni af hljóm-
listinni og meisturum hennar, alt
frá Bach ti'l Wagners. Hann fjekk
líka snemma mestu mætur á mál-
verkalist og þreyltist aldrei á þvi,
að skoða myndasafnið í Ðublin,
„sem aðeins hann og gæslumaður-
inn virtust meta nokkurs“.
Frú Shaw fluttist til London og
kendi þar hljóðfæraslátt, en sonur
hennar, sem enga skólamentun hafði
hlotið og þá var 15 ára, „hafði
skifti á iðjuleysinu og skrifstofu-
stólnum". Hefir hann skrifað býsna
skemtilega grein um „starfsemi"
sína á skrifstofu fasteignabraskar-
ans, sem hann var hjá. En árið 1876
fluttist hann til móður sinnar í
London. G. K. Chesterton segir, að
hann hafi svelt fyrstu árin, sem
hann var þar, en því er varlega
treystandi. Að visu hefir hann ekki
verið prúðbúinn hversdagslega og
pyngjan að jafnaði Ijett, en móðir
hans var dugnaðarforkur og vann
fyrir þeim báðum. Fyrir ritstörf
hans á fyrstu tíu árunum, sem hann
dvaldi í London, 1876—85 áskotnuð-
ust honum 6 — sex — sterlings-
pund, og drýgsti hlutinn af þeirri
upphæð var fyrir smellna auglýs-
ingu um kynjalyf, sem honum var
falið að semja. Árið 1879 komst
liann i samband við umboðsmenn
fyrir talsímatæki Edisons, sem þá
voru mjög ófúllkomin. Það fyrir-
tæki fór út um þúfur í London, segir
Shaw, því að „tækið öskraði einka-
mál fólks með þrumurödd, í stað-
inn fyrir að segja þau með lægri
rödd, i vinsamlegum samræðum".
Bernard Shaw sá, að rithöfund-
arnir mokuðu upp frægð og pening-
um á skáldsögum sínum. Sjálfur
reyndi liann að feta þessa braut og
skrifaði fimm skáldsögur og er sú
síðasta þeirra, „Miljónamæringur og
jafnaðarmaður" talsvert kunn. En
fyrsta sagan upplifði aldrei að sjá
framan í prentsvertuna, enda hjet
hún „Immaturity“ (vanþroski) og
þegar skáldið Meredith, sem þá var
ráðunautur forlagsins Chapman og
Hall, hafði lesið hana, dæmdi hann
hana óhæfa til að prentast. Síðar
náðu rotturnar i handritið, segir
Shaw, og virtist þeim finnast hinn
óþroskaði ávöxtur miklu bragðbetri,
en ráðunaut Chapmans hafði fund-
ist.
Hinn kunni listdómari William
Archer var um þetta leyti mikils-
metinn leikdómari hjá blaðinu „The
World“, og þekti hann Shaw og út-
vegaði honum atvinnu við blaðið.
Archer hefir sagt frá því, hvernig
hann kyntist Sliaw í lestrarsalnum
á British Museum. Ilann kom inn í
salinn og rak augun í einkennilegan,
fölan ungan mann í brúnum fötum.
Og enn einkennilegra þótti honum
að sjá, hvað maðurinn las, því að
hann rýndi á vixl í „Das Kapital“
eftir Marx og nýja útgáfu af „Tristan
og Isolde" eftir Wagner. Bernard
Shaw varð nú listdómari við „The
World“ og á árunum 1885—89
skrifaði hann fjölda greina um allar
helstu listsýningar í London og hug-
leiðingar alment um listir. Síðai-
varð hann einnig hljómleikadómari
„The WorId“ og fjekk þá tækifæri
til að lýsa aðdáun sinni á andagift
Wagners. í einni af síðustu grein-
unum, sem William Archer skrifaði,
segir hann ýmsar smásögur af sjer
og Shaw i gamla daga. Þ. á. m. segir
hann, að þegar Shaw var blaða-
maður við „The World“, hafði út-
gefanda blaðsins gramist eitthvað,
sem Shaw hafði skrifað, og sendi
honum langt og neyðarlegt skamm-
arbrjef. Shaw þaut að ritvjelinni
sinni og prjónaði langt, fyndið og
ósvifið svar, sem hann sýndi Arch-
er. Ljet hann hann vita, að ef hann
sendi Yates þetta brjef, mundu dag-
ar Shaw við blaðið vera taldir. En
tveimur dögum síðar kom Shaw
sigrihrósandi til Archers og sýndi
honum afsökunarbrjef frá Yates.
Brjefið endaði með þessum orðum:
„Einasta ástæðan til þess, að jeg
iðrast ekki þess sem orðið er, er sú,
að jeg hefi haft upp úr því það, að
fá svo ljómandi skemtilegt brjef frá
yður“.
Árin 1880—90 voru mestu bylt-
ingatímarnir í lífi Bernhards Shaw.
Hann gerðist nú jurtaæta, bind-
indismaður á vin, hatursmaður við
tóbak, en fyrst og fremst sósía-
listi og ákafur fjelagsmaður í „Fa-
bian Society“, sem hafði verið stofn-
að árið 1884 og fyrir hans tilstilli
fór að gefa út hinar frægu „Fabian
Essays“. Þessi óframfærni ungi
maður, sem hingað til hafði kosið
það lielst, að þegja á mannfundum
gerðist nú slyngasti ræðumaður og
stóð enginn honum á sporði í til-
svörum. Hann talaði fyrir verka-
menn og stúdenta og einu sinni hjelt
hann erindi fyrir þvottakonur í
London. Að sögn hans sjálfs hjelt
SATT OG LOGIÐ UM
SKÁLDIÐ, SEM MENN
TRCA TIL ALLS —
NEMA AÐ VERA LEIÐ-
INLEGUR.
hann bestu ræðu sína í Hyde Park
í London „í ausandi slagveðri —
lyrir ritara fjelagsins, sem hafði
beðið hann að tala, og sex lögreglu-
þjóna, sem voru sendir til að hafa
gát á honum“. Þrátt fyrir ólíka ytri
framgöngu, hefir Bernhard Sliaw
jafnan haft mörg einkenni gatna-
mótaprjedikarans. í dag eins og fyr-
ir fimtíu árum er hann strandhöggs-
maður, sem einskis svífst og er ó-
bundinn öllum „samkvæmissiðum". í
ungdæmi sínu stökk hann einu sinni
upp á kerru og bljes i lúður, til þess
að vekja athygli fólksins, og honum
væri vel trúandi til að gera það í
dag.
Árið 1894 dó Edmund Yates rit-
stjóri „Tlie World“ og nú hætti
Shaw listdómara- og tónlistardóm-
arastörfum. Árið eftir verður hann
leikdómari við „Saturday Review“,
sem Frank Harris gaf jjá út. Skrif-
aði hann Ianga greinaflokka í það
hlað til vorsins 1898 og hafa grein-
arnar verið gefnar út í tveimur
bindum undir heitinu „Dramatic
Opinions", sem mun vera ein fræg-
asta og skemtilegust skrifaða bók
um þessi efni, í bókmentum vorra
tima. Þar gengur hann í skrokk á
hinum dásamaða Jeikara sir Iienry
Irwing, skammar Englendinga fyrir
tilbeiðslu þeirra á Sardou, og niðr-
ar Söru Bernhardt, sem hann telur
nuklu minni leikkonu en Eleonoru
Duse. Og hann skopast jafnt og þjetl
að hinni gagnrýnislausu aðdáun
Englendinga á Shakespeare. Eftir
sýningu á „As You Like lt“ skrifaði
hann meðal annars að andríki
Touchstone í leiknum væri þannig
vaxið, „að jafnvel eskimói mundi
heimta peninga aftur eftir leikinn,
ef nútímaliöfundur hyði honum við-
líka sálarfóður". í tilefni af Shak-
espearehátíðinni 1896 skrifaði hann
svolátandi svar við boði á hátíðar-
sýninguna í Cambei’well: „Innan
sanngjarnra takmarka er jeg ávalt
reiðubúinn til að sýna Shakespeare
lotningu, en of mikið að öllu má þó
gera. Jeg er fyrir löngu hæltur að
halda upp á afmælisdaginn minn,
og sje þvi ekki neina ástæðu til, að
mjer sje skylt að halda upp á af-
mælisdag Shakespeares — —. Jeg
fór á nónsýninguna i Camberwell,
vegna þess að mjer fanst það skylda
mín að vera viðstaddur. En þegar
Irvingklúbburinn ætlaði að nauðga
mjer á „Cymbeline" um kvöldið
gerði jeg verkfall. Shakespeare gel-
ur verið góður eina síðdegisstund,
en ekki um aldur og æfi“.
Það var annar meistari, sem Shaw
var fúsari til að tigna um aldur og
æfi, og hann hjet Henrik Ibsen. Það
var William Archer, sem fyrstur
vakti alhygli Shaws á hinu norska
stórskáldi. Og af Ibsen lærði Shaw,
að það er hægt að nota Ieikritið til
þess að ræða þjóðfjelagsmál á
áhrifamikinn hátt. En annars verð-
ur maður þess fljótlega var, við
lestur leikrita Shaws, að það eru
andstæðurnar fremur en líkindin,
sem verða í augum uppi við sani-
anburð á honum og Ibsen. Shaw
hafði varðað götu sina áður en
hann kyntist leikritum Ibsens. í
stað þess að verða fyrir áhrifum frá
Ibsen reyndi liann að lesa sínar
eigin hugsanir út úr ritum hans.
Neyðarlegur amerikanskur bókadóm-
ari, James Hucker, segir líka um
bókina „On Quintessence of Ibseni-
anism“ eftir Sliaw, að hún sje ekki
annað en stækkuð mynd af Shaw
sjálfum. En Shaw dáði Ibsen og
söng honum jafnan lof og dýrð í
leikdómum sínum, þegar hann
komst höndunum undir. Orðtak
hans í „Saturday Review“ hefir
verið ýkt og orðfært þannig: „Niður
nxeð Shakespeave, mikill er Ibsen og
Bernard Shaw er spámaður hans/“
Frank Harris, ritstjóri „Salurday
Review“ þessi árin, hefir skrifað
ýmsar greinar um Bernard Shaw,
og áður en hann dó lauk hann við
stóra bók um hann. Hann segir m.
a. að Shaw liafi jafnan krafist þess,
að þlaðið tæki ekki við ókeypis að-
göngumiðum á leiksýningar fyrir
hann. Hann vildi ekki njóta gest-
risni leikhúsanna og lesa þeim svo
tekstann á eftir. Og velkominn gest-
ur var Bernard Shaw ekki í leikhús-
unum, þvi að það var sannarlega
fátt af því, sem Lundúnaleikhúsin
höfðu að bjóða, sem Shaw virtisl
ástæða lil að hrósa. Stundum hót-
uðu áskrifendurnir að segja upp
blaðinu, þegar Shaw hafði skvett
sinni stækustu keitu á leikhúsin, en
að jafnaði sat þar við orðin tóm,
því að líf og fjör og snildarbragð
var á öllu því, sem Sliaw ljet frá
sjer fara, jafnvel þegar hann „veif-
aði rauðu dulunni framan i Jón
Bola“. Meðan Shaw var leikdómavi
virti hann jafnan að vettugi það
boðorð, að menn ættu að vera sam-
kvænnsklæddir í leikhúsinu, niðri.
Eitl kvöldið, þegar hann kom i
brúna flauelsjakkanum, sem hann
gekk oftast í í þá daga, stöðvaði
dyravörðurinn hann og sagði: „Þjer
fáið ekki að koma hjer inn í þess-
um jakka!“ — „Jæja, takið þjer
þá við honum“, sagði Shaw og vatt
sjer úr jakkanum og hljóp snögg-
klæddur inn í ganginn, en dyra-
vörðurinn sá sitt óvænna og elti
haíin og fjekk honum jakkann. Eitt
sinn bar svo við, að maður uppi á
hásvölunum misti bjúga og. datt það
ofan og lenti í höfðinu á Shaw.
Hann stóð upp að vörmu spori og
hrópaði til mannsins: „Yður skjátl-
ast, kunningi. Jeg er jurtaæta og
hefi viðbjóð á bjúgum. Munið þjer
að senda mjer kálhaus í næsta
skifti". Sögurnar um grænmetisæt-
una Bernhard Shaw hafa lengi verið
kærkomnar ensku skopblöðunum.
Teikningarnar sýna hann oft sitja
með vatnsglas, nokkrar baunir og
fáein kálblöð og undir stendur;