Fálkinn - 26.06.1937, Page 5
F A L K I N N
;>
Shaw kýlir vömbina! Leikhússtjór-
arnir voru i stökustii vandræðum
með Sliaw <>g Frank Harris segir
i'rá, hvílika greinju ])að vakti, þegar
leikdóinari hans „hló í rautt skeggið
undir alvarlegustu atriðunum í
leiknum".
William Archer hefir sagt frá þvi,
hvernig fyrsta leikrit Shaws,
„Widowérs House“ varS til. í sam-
kvæmi lijá manni, sem |>eir þektu
háðir, sagði Shaw frá því, að hann
ætti í fórum sinuin handrit að ýms-
um „meistaralegum stuttum sögum".
Sjer ljeki best að skrifa i samtals-
formi enda hefði liann byrjað á leik-
riti, en vantaði i það beinagrindina.
Archer ympraði þá á þvi, að þeir
gætu ef tit vill hjálpast að. Kom
þeim samaij um, að vinna að leik-
ritinu báðir og átti Archer að leggja
lil þráðinn í leikinn. Shaw fjekk
uppkast hans en vildi ekki líta við
því og söng ineð sínu nefi. Mán-
uðir liðu og ekki kom leikritið, svo
að Archer hjelt að Shaw væri hætt-
ur við altsaman. En árið 1892 vant-
aði J. T. Green leikhússtjóra leikrit
og ]>á lauk Shaw við leikrit sitt og
var það sýnt i fyrsta skifti á „In-
dependent Theatrc“ 9. desember
1892. Leikurinn vakti megnasta
hneyxli, Archer tætti það sundur og
engum datt i hug, að nokkurntíma
gæti komið frambærilegt leikrit frá
Rernard Shaw.
Það eru til margar smásögur um
viðskifti Bernard Shaws og leikhús-
stjóranna á árununi eftir 1890. Ein.i
sinni hafði hann hoðið sir Charlles
Wyndham eitl af eldri leikritum
sínum og höfðu þeir mælt sjer mót
til að tala nánar um þetta. Shaw
kom á tilsettum líma og sal lengi
og talaði við sir Charles um alla
heima og geima. „Jæja, ættum við
nú ekki að lita á leikritið?“ sagði
Wyndham. Shaw hrá við og fór að
draga upp úr vösum sínum ýmsar
litlar vasabækur. Wyndham starði
forviða á hann og spurði, hvað
hann meinti með þessu. „Hvað seg-
íð þjer?“ spurði Shaw, „þetta er
handritið. Jeg skrifa leikritin mín
altaf upp á þaki á almenningsvögn-
unuin, þegar jeg þarf að bregða
mjer út í borgina“.
Eitt af frægustu leikritum Shaws.
„John Bulls Other Island" var gert
afturreka af hinu fræga írska skáldi
Wiliam Butler Yeats, sem lika fjekk
löngu síðar Nobelsverðlaunin
eins og Shaw. Hann bar við fjár-
hagsástæðum, en þriðji rithöfund-
urinn írskur, St. John Ervine fuit-
yrðir, að Yeats hafi alls ekki skilið
skáldskap Shaws. Yeats á liægra
ineð komast i samband við stjörnu-
spekinga og spiritista en að skilja
hinn írska skáldbróður sinn.
Einu sinni er Shaw var kallaður
fram á leiksviðið eftir frumsýningu
heyrðist hjáróma rödd i öllum
fagnaðarkliðnum. Shaw kaliaði lil
mannsins: „Jeg liefi fylstu samúð
með yður, maður minn. En hvað
getum við tveir gert móti svo mörg-
um“.
Eftir frumsýningiina á „Pygma-
Iion“ í Loiidon ætlaði alt að ærast
af fagnaðarlátum og höfundurinn
var kallaður fram. Þegar alt ætlaði
a'' göflunum að ganga varð sir Her-
bert Tree, sem ljek hlutverk Henry
Higgins, að koma fram á leiksviðið
til að tilkynna, „að Shaw hefði
rokið heim í bræði yfir allri þess-
ari kátínu“.
Þegar Shaw hafði feligið viður-
kcnningu um allan heim fyrir „Saint
,loan“ var það skrafað, að hann ætl-
aði ekki að semja fleiri leikrit.
Blaðamaður spurði hann, hvort
þetta væri satt en fjekk þetta svar:
„Hvernig ætti jeg að geta numið
slaðar. Hætta endurnar nokkurn-
tíma að synda?“
Bernard Shaw hefir afar mik'ið
yndi af hljómleikum. Einu sinni fór
hann með kunningja sínum að
hlusta á ítalskan kvartett. Hann ljek
illa og Shaw leiddist hræðilega.
„Hvaða hótfyndni er þétta“, sagði
kunninginn, þjer verðið að viður-
kenna, að þeir hafa mikla æfingu
og eru samstiltir. Þeir hafa spilaö
saman i nærri því tólf ár“. -
„Tólf ár“, át Shaw eftir, ergilegur,
„jeg er viss um, að við höfum setið
hjer miklu lengur en það“.
Það var einu sinni í Milano, að
Shaw lókst að vekja aðdáun þjón-
anna á járnbrautarveitingahúsinu,
með einni línu úr ópcrunni „Hug-
enottarnir", sem hann hafði svo ot't
heyrl i bernsku. Hópurinn sem
Shaw var i, var lítl ítölskukunnandi
og vissi ekki, hvernig fara skyldi
að því að gera þjóninum skiljan-
legt, að hver ætti að borga fyrir sig,
en ekki einn fyrir alla. Hóf Shaw
])á raustina og söng: Ognuno per
se. Per tutti il ciel! (Hver fyri'r
sjálfan sig. Himininn fyrir alla).
.4 einum af hinum ótejandi verka-
mannafundum, sem Sliaw lalaði á,
stóð maður einn upp og andmætti
því, að meðalstjettamaður eins og
Shaw væri látinn tala í nafni verka-
lýðsins. „Jeg meðalstjettarmaður?“
hrópaði Shaw. „Þetta særir mig.
Ileiðraður ræðumaður gleymir þvi,
að jeg telst til hástjettanna. Afi
minn var skyldur baróni. Það er
það sem gefur mjer virðingu fyrir
sjálfum mjer“.
Einu sinni var Shaw að tala um
harnauppeldi. „Fjöldi foreldra verð-
skuldar ekki að fá að ala upp börn
sín, og að rjettu lagi ætti að taka
þau frá þeim“. „Og þetta dirfisl
þjer að segja, sem aldrei hafið verio
l'aðir", hrópaði kvenmaður i saln-
um og ætlaði að springa af gremju.
„Vissi jeg ekki“, svaraði Shaw.
„Annars hjelt jeg, að þjer ætluðuð
að svara mjer um annað verra, kona
góð að jeg hefði aldrei veri'ö
móðir".
Þegar Bernhard Shaw ætlaði að
gifta sig var hann lasburða eftii'
Janga legu. Hann kom til fógetans
i gömium og snjáðum fötum og
gekk við hækju! Svaramenn hans
báðir, Graham Wallace og Henry
Salt komu báðir í sparifötunum.
„Fógetanum datt ekki í hug, að jeg
væri brúðguminn“, segir Shaw,
„hann hjelt vist að jeg væri einn
]>essara betlara, sem eru svo sjálf-
sagðir við allar hjónavígslur. Hon-
um fanst Wallace, sem var yfir sex
fet á hæð, vera einna tiltækilegastur
brúðgumi. Og þegar fógetinn sneri
lestri sínum að honum fanst Wal-
lace nóg boðið og Ijet mjer eftir
virðingarstöðuna“.
Siðar varð Shaw ríkur maður a(
tekjum sínum frá leikhúsunum og
l'orleggjurunum og keypti sjer lnis í
Adelphi Terrace og búgarð í Herl-
fordshire. Vinur hans spurði hann,
hversvegna hann hefði valið Hert-
fordshire og fór Shaw þá með hann
í kirkjugarðinn og sýndi honum
legstein, sem á var letrað: Lífs-
þráður hennar var stuttur! En samt
hafði konan orðið áttræð. Shaw
sagði að þetta hlyti að vera hollur
staður, úr því að áttatiu ár væru
talin stutt æfi. Nú er Shaw sjálfur
kominn yfir áttrætt og hárið og
rauða skeggið er orðið hvítt fyrir
löngu. En gamall i anda verður
hann aldrei. „Þó hann verði hundr-
a'ð ára talar hann altaf eins og
ungur maður“, segir St. John Ervine.
Þegar Bernard Shaw fjekk No-
elsverðlaunin fyrir árið 1925 spurði
blaðamaður hann að því hversvegna
hann hefði fengið verðlaunin ein-
mitt þá. „Jú, það skal jeg segja yður,
ungi maður“, svaraði Shaw. „Það
var vegna þess að jeg s&rifaði: ek-kert
|>að ár“.
Á síðustu árum hafa verið sagðar
margar sögur frá ferðalögum Shaws.
Hvað hann liafi sagl við Chaplin i
ENFLENDINGAR LEIKA „HAMLET“
— Á KRONBORG.
Fyrir forgöngu danska ferðamanna-
fjelagsins leikur enskur leikaraflokk-
ur „Hanilet" í sumar á Kronborg, en
þar á Hamlet, hinn danski konungs-
son að vera grafinn og þar á leikur-
inn að hafa gerst, eftir því sem þjóð-
sagan segir. Er stofnað til þessa fyr-
irtækis, til þess að draga útlendinga
og þá einkum Englendinga að Dan-
mörku, og vekja athygli á henni.
IIELENA PRINSESSA
hin fráskilda kona Carols Rúmena-
konungs og Eugenia prinsessa af
Grikklandi, frænka Marinu herloga-
frúar af Kent, sjást hjer saman á
gangi í París.
í Skotlandi er til fjölskylda, sem
aðeins hefir tvo fingur á hvorri
liendi og tvær tær á hvorum l'æti.
Hefir þetta verið ættarfylgja i meira
en 200 ár.
Ameriku, við Stalin í Rússlandi og
við Mussolini, sem hann hefir aldrei
lalað við. Flestar eru sögurnar fr.i
Amerikuferðalaginu: og er þessi ein
þeirra: Honum var haldið veglegt
samsæti og var amerikanskur for-
lcggjari látinn sitja við hliðina á
honum. Shaw fanst fátt um þennan
mötunaut sinn, sem var simasandi.
Loks virtist hann verða hugsi. „Jea
vildi gjarnan gefa einn dollar li!
þess að vita, hvað þjer eruð að hugsa
um núna, mr. Shaw“, sagði maður-
inn. „Einn dollar? Það er vist ekki
svo mikils virði“, sagði Shaw. „Jeg
borga samt“, sagði forleggjarinn og
sal fastur við sinn keip. „Jæja, þa'Ö
er þá best að jeg segi yður það —
jeg var að hugsa um yður“, svaraði
Shaw. Ameríkumenn fengu að heyra
margt þessu líkt af vörum Shaws
í vesturförinni. Því að hann fann
margt í Ameríku, sem honum fansl
vel fallið til að skopast að.
sem ferðamannalandi. Einn frægasti
Hamlet-leikari Englendinga, Olivier,
sem sjest hjer á myndinni miðri,
leikur aðalhlutverkið á Krónborg.
Var hann nýlega staddur í Kaup-
mannahöfn til þess að kynna sjer
aðstæðurnar, ásamt formanni leik-
ftokksins, George Chamberlin, sem
er til vinstri á myndinni og um-
boðsmanni danska ferðafjelagsins í
London, Robert Jörgensen forstjóra,
sem er til hægri á myndinni. í hin-
um enska leikflokki eru átján mar.ns.
DANSKI HJÁLPRÆÐISHERINN
HELDUR AFMÆLI.
í síðasta mánuði voru liðin 50 ár
síðan Hjálpræðisherinn byrjaði starf-
semi sína í Ilanmörku og hjelt her-
inn fjölda af samkomum í tilel'ni af
því. Meðal annars var haldin stór
samkoma í Oddfellowliöllinni í Kaup
mannahöfn og voru konungshjónin
þar meðal gesta. Myndin sýnir for-
stöðukonu danska Hjálpræðishers-
ins, Mary Booth ofursta, vera að
bjóða konungshjónin velkomin á
samkomuna.
llinn heimskunni gamansagnahöf
undur P. G. Wodehouse var i vet-
ur i Ilollywood, að semja handrii
að kvikmynd. Þótti hann einkenni-
legur í háttum sinum þarna i kvik-
myndaborginni. Einn daginn fóv
hann með ritvjelina sína stað úr
stað til þess að reyna að fá gerl
við hana, en enginn þóttist geta
tekið það að sjer, því að vjehn
var svoddan ræfill. Kom það upj>
úr kafinu, að Wodehouse hat'ði
keypt hana brúkaða árið 1911 og
síðan hefir hann skrifað allar skáld-
sögur sínar með þessari sömu rit-
vjel og segist ekki geta notað aðra,