Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1937, Page 3

Fálkinn - 16.10.1937, Page 3
F Á L K I N N 3 Haraldur Á. Sigurðsson og Ingibjörg Steinsdóttir, sem: Dormar og Stephanie d’lslande söngkona. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finscn og Skúli Skúlason. Framlcvwmdastj.: Svavar Hjaltested. Adatskrifslofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(i. Skrifstofa i Osto: A n 1 o n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugardag, Áskrii'tarver'ð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfrani. Auglljsingaverö: 20 aura millimeter Herbertsprent. Skraddaraþankar. „Vel að sjer til munns og handa“ er sagt um sumt fólk, sem ekki að- eins hefir lagl stund á bókleg fræði heldur jafnframt tamið sjer ein- hverjar greinir handavinnu betur en fjöldinn. Þetta, að vera vel að sjer til handanna hefir jafnan verið í metum haft, sumpart hjá þeim, sem amasl við bókvitinu, sem ekki verður í askana látið, sumparl af þeini, sem viðurkenna, að þ.etta að vera vel að sjer lil munns og handa jiurfi helst að fyjgjast að, ef vel eigi að fara. En þetta, að vera vel að sjer til handanna er i rauninni miklu víð- lækara, en manni linst j)að í fljótu bragði vera. Því að þa'Ö nær ekki aðeins lil þess, sem venjulega er kallað „handavinna" heldur og til þess, sem kallað er erfiðisvinna. Það er ekki aðeins stúlkan, sem kann fjölda tegunda af hannyrðum. sem er vel að sjer til handanna, lieldur lika erfiðismaðurinn, sem kann vel að fara með áhöldin sín, I. d. skófluna eða ljáinn. Verklaginn maðúr er vel að sjer til handanna. Vinnulagið er svo ólíkl og mismun- andi fullkomið hjá tveimur mönnum, þó þeir hafi mjög líka líkamsburði, að það gegnir furðu. Þar er uppeld- ið skólinn sem ræður árangrinum af vinnunni, ásaml vitanlega meðfædd- um hæfiléikum og verklægni og á- luiga fyrir starfinu. Á þcirri uppfræðsluöld, sem nú er, má það heita furðulegt, hve lil- iil gaumur því hefir verið gefinn, að glæða áhuga unglinganna fyrir rjettu vinnulagi. Og ])ó er það ekki litils um vert að þetta Iærist. Við ýmsa algenga vinnu sem margir stunda saman, má olt sjá, að sumir yinna sjer erfitt og verður ])ó minna ágengl en liinum, sem vinna sjer niiklu Jjettara. En auðvitað er það fyrir méstu um alla vinnu, að menn geti unnið hana sjer sem ljetlast, Jeyst hana vel af hendi, og þó haft mestnn árangur. Það er markmið vinnuvísindanna. Og það er áríðandi að mönnum lærist rjettu vinnuað- ferðirnar, þvi að „hvað ungur neni- ur gamall temur“ en hinsvegar mjög erfitt að kenna uppkomnum mönn- nm nýtt vinnulag, eftir að skakkái aðferðir eru orðnar þeim rótgrónar. A þeim fólkseklutimum, sem nú er svo mjög kvartað undan - þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi —- þá er mikið undir því komið, að vinnu- þróttur einstaklingsins fari ekki lil ónýtis fyrir skakkar vinnuaðferðir Og vinnan sjálf verður starfsmann- inum til því meiri ánægju, sem ár- angurinn er betri. Leikhúsið. Leikfjelag Reykjavikur hefir ný- lega hafið starfsemi sína á komandi leikári með bráðfjörugum gaman- leik, sem nefnist „Þorlákur þreylti". Leikurinii er eftir þýska höfunda Neal og Farnier, en Emil Thorodd- sen hefir þýtt hann og heimfært upp á íslenska staðhætti. Þetta er hreinn gamanleikur, enda verður hann ])að lika i meðförum Leikfje- lagsins, og það svo að sjaldan hefir hetur tekist i þvi efni. Þorlákur Dormar og Ágústa frú hans eru aðalpersónur leiksins og fara með hlutverk þeirra herra Itaraldur Á. Sigurðsson og frú Marta Indriðadóttir. Haraldur er frá- bær gamanleikari. Hann hefir dreg- ið sig i hlje frá leiklistinni nú um nokkurt skeið, og var því bæjar- búum enn meira fagnaðar fni að sjá ltann aftur á Jeiksviðinu, enda voru viðtökurnar, sem hann fjekk, hinar ágætustu. Hann leikur eiginmann, sem er nokkuð hnappsetinn af kon- unni, en þrátt fyrir það fer hann sinu fram og er ekki ailur þar seni hann er sjeður. Hann hefir neyðst til að veðsetja dýra silfurnælu, sem konan hans á, til þess að hjálpa ungri stúlku til söngnáms, sem raunar virðist þó liafa hugann við- ar en við listina. Auðvitað má kon- an ekki vita af neinu, og til þess að vinna upp kostnaðinn og leysa út næluna, gerist hann yfirþjónn á Hótel Grímsby á næturnar. Honum verður þvi býsna svefnsamt á dag- inn, svo að ]>að vekur talsverða úndrun konu hans og heimafólks, en engan grunar þó neitt sjerstakt. Þorlákur hefir nefnilega fundið upp ágætt ráð til ])ess að forðast tor- trygni konu sinnar. Hann hefir látið taka upp hrotur miklar og svefnlæti á grammófónsplötu, og áður en hann iaumast út á kvöldin, setur hann grammófóninn i gang, og þegar svo kona hans .heyrir hroturnar, geng- ur hún auðvitað að þvi vísu, að ])að sje maður hennar, og grunar ekki neitt. En svo má þó segja hjer sein oftast ella, að upp koma svik um siðir, en alt endar þó í friði og sátt og samlyndi. Ótal hlægileg, bráð- fyndin og skemtileg atvik reka hvert annað leikinn á enda, og yrði það of langt mál að segja frá því og yrði þó aldrei gert svo, að það gæti komið í stað þess að sjá leikinn sjálfan. Aðrar persónur leiksins eru Adda, dóttir Dormarshjónanna (Magnea Sigurðsson), Jóna vinnustúlka þeirra hjóna (Hildur Kalman), Felix eilífð- arnámsmaður, frændi Þorláks þreytta og leigjandi (Gestur Pálsson), Vig- fús Jónsson stórkaupmaður, vinur Þorláks (Pjetur Jónsson), Jón Fúss „originalt" tónskáld, sonur Vigfúss (Indriði Waage), Stephanie d’Is- lande, söngkona (Ingibjörg Steins- dóttir), Jósef Hríseyingur, kennari (Valur Gíslason), fsak Jónsson fræðslumálastjóri (Jón Aðils), Blomsterbjerg eigandi Hótels Gríms- by (Brynjólfur Jóliannesson), Höski vikadrengur á Hótel Grímsby (Sig- fús Halldórsson) og Anna, þjónustu- stúlka á Hótel Grímsby (Helga Kalman). Leikurinn er yfirleitt mjög vel leikinn, bráðfjörugur og skemti- ltgur í besta lagi, Indriði Waage hefir annast leikstjórnina. Stjórn Leikfjelags Reykjavikur er nú þannig skipuð, að Ragnar E. Kvaran er formaður, Brynjólfur Jó- hannesson ritari og Hallgrímur Bachmann gjaldkeri. Um starfsemi fjelagsins á koni- andi vetri farast Ijelagsstjórninni þannig orð: „Leikárið, sem hefsl með þessum leik, Þorláki þreytta, verður senni- Iega eftirminnanlegl í sögu Leik- fjelagsins. Alt bendir til þess að ó- venjulega fjölbreytl viðfangsefni verði tekin til meðferðar. Þegar þess um gamanleik, sem nú er sýndur, er lokið, verður tekið til meðferðar markverl leikrit eftir snillinginn enska, Sanerset Maugham, er nefn- ist „Fyi irvinnan". Maugham er nú talinn í fremstu röð enskra höfunda, og er honum jafn sýnt um að skrifa langar skáldsögur, smásögur og leik- rit. „Fyrirvinnan", sem heitir Thc Breadwinner á frummálinu, er skrifað með mikilli gletni þrátt fyr- ír mjög alvarleet viðfangsefni og má óhikað fullyrða, að það leikril muni vekja óskipta athygli leikhúsgesta. Þá er og fyrirhugað að taka til með- ferðar sem jólasýningu mjög fagran söngleik undir nafninu „Liljur vall- arins“. Um tuttugu sönglög varpa unaðlegum blæ yfir leikritið og spá um vjer þá, að allur Reykjavíkur- bær hljómi af ])essum fögru lögum eftir að leikurinn verður kominn á sviðið. Ekki er fullráðið um viðfangsefni, sem tekin verða fyrir siðari hluta vetrarins. Þó er scnnilegt að ráðist verði i að sýna rússneskl leikrit eftir Katayew, Katayew er einn af vinsæluslu höfundum hins nýja Rússlands, fullur af kímni og' góð- látlegri gletni og beitir henni með mikilli fimi, er hann er að lýsa hinni rússnesku æsku. Stjórn Leikfjelagsins hefir undan- farið verið mjög í önnum við að lesa leikrit eftir íslenska höfunda. Þykir henni ekki um annað meira vert, en er henni berast frumsam- in, íslensk leikrit, því að enn eru þær bókmentir ekki margbreyttar hjer á landi, svo sem kunnugt er. En nú hefir svo brugðið við, að merki- lega margir rithöfundar hafa tekið að glima við leikrits-formið og mun Leikfjelagið leggja kapp á að sýna það lielsta og besta er því hefr borist í hendur. Oss hafa borist þær fregnir lii eyrna, að Einar H. Kvaran sje nýlega tekinn að semja nýtt leikrit. Þetta mun eflaust vera kærkomin frjetl öllum leikhúsgestum, þvi að fá leik- rit hafa orðið vinsælli meðal lands- manna en þau, er E. H. K. hefir samið“. Leikfjelagið hefir int af hendi merkilegt menningarstarf á undan- förnnm áratugum, enda þótt eigi hafi ætíð jafnvel til tekist um val leik- rita eða meðferð þeirra. Allir, sem leikstarfsemi unna og meta hana að verðugu, munu óska þess, að vegur fjelagsins fari vaxandi og starfsemi ])ess megi verða sem íriest og best á komandi vetri. Afsakið þjer kaupmaður. Mætti jeg ekki fá að tala við hann Öla, sendisveininn hjerna, jeg er afi hans. — Því 'miður er hann ekki við- látinn núna, hann fjekk fri fyrir hálftíma til þess að fara i jarðar- fcrina yðar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.