Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1937, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.10.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VHRS9U l£/6MblMtMIR Flugdrekinn sem snýst. Flugdrekinn, sem jeg ætla að segju ykkur frá núna, er settur til flugs alveg eins og aðrir flugdrekar, en þegar hann er jkominn upp snýst hann á fleygiferð alveg eins og vind- mylla. Því meira sem rokið er því harðar snýst hann. Og ykkur er ó- hætt að trúa, að það er gaman að sjá það. Það er auðvelt að smíða þennan flugdreka og það gildir einu hvort hann er stór eða Jítill — þessvegna ætla jeg ekki að tiltaka nein mál á teikningunni. Grindin er gerð úr þreniur, jafnlöngum trjelistum. í hvern lista miðjan er borað gat. Listarnir eru lagðir saman eins og myndin sýnir og í gegnum götin á þeim er settur dálítill hólkur, með mörgum hökum í hvorn enda, sem þið getið sjeð á mynd III. Hólkurinn á að vera svo langur, að endarnir slandi aðeins út úr listunum, þegar þeim hefir verið þjappað saman eins og liægt er. Hökin á hólksend- unum eru síðan beygð út á við með hamri báðumegin og síðan eru list- arnir setlir í rjettar stellingar, svo að' sama fjarlægð verði milli allra listaendanna. Siðan er hert á hök- unum, þannig að lislarnir færis! elrki úr skorðum. Nú eru sex smá- naglar negldir í listaendana og þei; tengdir saman með seglgarni, sem bundið er um hvern nagla og á að vera stritt á seglgarninu. Og þá er grindin húin. Þá er næst að fóðra hana með ljereftspjötlu, sem helsl á að vera hvit og þunn verður pjatl- an að vera. Þú leggur pjötluna á horð og grindina ofan á og sníður hána svo. Líttu á mynd I. Á þær hliðar grindarinnar, sem merktar eru með x er efnið sniðið beint og á að ná svo sem 2 sm. út fyrir grind- ina; þessir jaðrar eru svo faldaðir utan um seglgarnið. Á hinuni þrem- ur hliðunum er pjatlan sniðin eins og sýnt er á myndinni, þar sem merkt er með A og sýnt með punkta- línunum. Jaðarinn er svo faldaðúv inn á pjötluna eins og myndin sýnir, svo að einskonar pokar myndast. Og til þess að gera þá víðari i opið, er pjatlan klipt inp með spítunum, auðvitað án þess að klippa segl- garnið sundur, þvi að það heldur pokanum opnum. Það er ekkert á móti því að lita pokana l. d. rauða, þvi að þá verður flugdrekinn fallegri. Nú er eftir að koma stillipinna drekans fyrir. Það er spita, álika lcng og spíturnar í grindinni. Þú setur á hana merki eins og þú æt!- aðir að skifta henni i þrjá hluta og borar gal á hana við annað merkið. ofurlitið minna en gatið á hólkin- um, sem þú festir grindinni saman með. Gegnum þetta hvorttveggja set- ur þú ás, sem á að geta snúist í hólknum. Mynd II sýnir þverskurð af þessu. Svarta strikið er dreka- grindin en það hvíta er stillipinn- inn, og þarf hetst að vera laus ró á milli til þess að ekki leggist hvað af öðru. Svo er stillisnúran fest eins og sýnl er með þríhyrningnum á myndinni og venjulegur drekahali úr pappír og seglgarni festur á stilli- pinnann og þá er flugdrekinn full- gerður. Það er nauðsynlegt að drekinn snúist eins liðugt og hægt er á ásn- um og þessvegna er gott að bera á hann vaselín. ----x---- Vatnsmjrlla úr vindlakassa »0 þvottakefli. Skóflurnar og grindin í mylluna eru gerðar úr þunnum viði, t. d. fjöl- um úr vindlakassa, og eru skóflurn- ar festar í tvinnakefli, sem snýst á járnteini. Endarnir í uppistöðunum eru yddir, svo að liægt sje að stinga þeim ofan í lækinn, það djúpl, að straumurinn nái skófluhjólinu. Vænn þverklossi er notaður fil þess að halda uppistöðunum saman. Herveldin i Evrópu. Þið lesið svo mikið um ófrið og ófr'ðarliorfur í blöðunum dags dag- lega, að ykkur er eflaust forvitni á að vita, live mörgum hermönnum stórveldin í Evrópu geta boðið út ef á liggur. Hjerna á uppdræltinum get- ið þið nokkurn veginn sjeð hvernig herir stórveldanna eru skipaðir. Töl- urnar á uppdrættinum sýna reglulega herinn, en ef á liggur geta stórveldin bætt við sig, umfram reglulega her- inn. Rússland getur aukið her sinn með 7 miljónum manna, Ítalía með 5,800,- 000, Þýskaland með 1,400,000, Frakk- land með 1,008,000 og Bretland með 500,000. Þetla er hinn svokallaði aukaher landanna, en eftilstyrjaldar kæmi mundi aukningin sennilega geta orðið miklu meiri. Tóta frænka. Hjer birtist mynd af tveimnr af þeim spönskn börnnm, sem dveljast í Ordrup i Danmörkn. UNGUR KONUNGUR. Konungurinn í Júgóslavíu, Pjét'ir II., varð nýlega 14 ára gamall. Á myndinni sjest hinn ungi konungur (lengst til liægri) í tjaldbúðum ásamt nokkrum fjelögum sínum. O •-"ito •-•'lh- 0 *%. 0« DREKKIÐ EBIL5-0L *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.