Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1937, Blaðsíða 2

Fálkinn - 30.10.1937, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BIÓ Tvö í tunglskini. Fjörug og fyndin amerisk tai- mynd gerð samkvæmt gaman- sögunni „The moon is our home“ eftir Faith Baldwin. Aðalhlutverkin leika: HENRY FONDA og MARGARET SULLAVAN (leikkonan úr myndinni „Að- eins ein nótt —■“ Sýnd hráðlega „Tvö í tunglsskini“ heitir bráð- f jörug Paramount mynd, sem GAMLA BÍÓ sýnir bráðlega. Myndin gerist í Ameríku. Aðalpersónurnar eru Cher- ry Chester, fræg leikkona (Ieikin af Margaret Sullavan) og Anthony Am- berton, i'rægur rithöfundur (leikinn af Henry Fonda). Cherry Chester er ein af vinsælustu og mest dáðu kvikmyndastjörnum i Hollywood, en svo dutlungafull og skapmikil. að fáum tekst að umgangast hana. hað er því ekki von, að þeim komi vel saman henni og föðursystur hennar, sem lifir eftir ströngum reglum, og þykir þeim þó vænt hvorri um aðra. Einn góðan veður- dag fær Cherry símskeyti þess efnis, að amma hennar, sem á lieima i New York, sje veik, og hún leggur því tafarlaust af stað á fund lienn- ar. Á leiðinni er hún alls staðar hylt af ungum aðdáöndum, piltum og stúlkum en i Chicago bregsl þetta, því að þar verður hún þess vör, að öll aðdáun fólksins beinist að ungum rithöfundi, sem einnig var með i lestinni og orðinn var frægur fyrir rannsóknarferðir um ýms lönd og bækur sínar um þær. Cherry verða þetta mikil vonbrigði, Qg.hún lokar sig inni í klefa sínum, án þess að virða hinn fræga keppi- naut sinn viðlits — og hann lætur einnig sem hann sjái hana ekki. Tilviljunin hagar því svo til síðar, að þau verða samferða i vagni — án þess að þau viti hvort um sig, hvert hitt er. Þeim fellur vel livoru við' annað, og með því að bæði eru orðin leið á frægðinni og þrá ró og næði, mæla þau sjer mót í fjalla- þorpi einu. Þar hittast þau nokkuru síðar og giftast þar. En samkomu- higið gengur stirt, og hún yfirgefur hann. Hann fer til New York og finnur hana þar loks aftur — og að lokum trúlofast þau í eiginlegum skilningi, eftir að hjónabandið hafði ekki megnað að tengja þau saman. Myndin er geysifjörug og full af spaugilegum atvikum, sem ekki er hægt að komast hjá að lilæja að. -------- NÝJA BlÓ. ------------- Paradfs eyðimerkurinnar. (The Garden of Allah). Amerísk kvikmynd frá United Artlst fjelaginu er sýnir fagra og hugnæma áf.tarsögul sem gerist að mestu leyti í eyði'- mörkum Norður-Afríku. Aðalhlutverkin leika: CHARLES BOYER og MARLENE DIETRICH. Myndin er öll tekin í eðli- legum litum (Technicolor). „Paradis eyðimerkurinnar" heitir mynd sú er NÝJA BÍÓ sýnir á næsl- unhi. Myndin gerist að mestu leyti i eyðimörkum Norður-Afríku, en fn- ið er fögur ástarsaga, og eru aðal- hlutverkin leikin af liinum vinsælu leikurum Marlene Dietrich og Char- les Boyer. Ungfrú Domini (leikin af Marlene Dietrich) ólst upp í itölsku nunnuklaustri og eftir dauða föður síns, sem hún hafði stundað með dótturlegri nærgætni í mörg ár, fór hún aftur til klaustursins lil þess að leita ráða hjá abbadísinni. Domini er rík, ung og fögur, en þo er hún ekki ánægð með lífið. Henni finst hún vera einmana jafnvel i gleðisölum stórborganna. Abbadísin ræður henni til að leita einveru til þess að gleyma sorg sinni og átta sig á sjálfri sjer. Domini tekst því ferð á hendur til Norður-Afríku. í Arabakrá einni hittir hún ungan mann, sem dregur sjerstaklega að sjer athygli hennar. Andlit hans ber þjáninga og alvöru- svip og Domini fær áhuga fyrir hon- um. Svo vill til að lil ryskinga kemur i kránni og hinn ungi mað- ur bjargar henni heilu og höldnu út á götuna og fylgir henni heim að hóteli hennar. A leiðinni hitta þau spákonu, en þegar hún ætlar að fara að rekja fortíð liins unga manns, flýtir liann sjer í burtu. ar hamingju. Litlu síðar giflasl þau og setjast að úti í eyðimörkinni. Eftir nokkurn tima kemur Anteom greifi, vinur Domini til þeirra út í tjald þeirra, og samtalið berst að hinum fræga líkjör frá Trappist- kiaustrinu i Norður-Afríku, sem nú fáist aldrei framar, því að eini munkurinn, sem kunni að búa hann tit liafi strokið úr klaustrinu. Dom- ini verður óttaslegin, hún veit að Trappist-munkar sverja að lifa i ævinlegu skirlifi, fátækt og þag- mælsku. Enn óttaslegnari vcrður hún, er hún sjer, hver áhrif samtalið hefir á Boris. Hún kemst að raun um, að hann er hinn flúni Traþpist- munkur.------ Hinn fagri og áhrifamiki endir myndarinnar verður ekki rakinn hjer nánara. Japanskir hermenn uppi á þaki byggingar einnar í Shanghai. Þeir hafa dregið þar fána Japana við hún. Frá götu i Kaupmannahöfn. Það er nú orðið býsna sjaldgæft, að slíkt beri fyrir augu á götum borgarinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.