Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N CLAKK GABLK kvikmyndaleikari á hest, sern hann kallar „Sunny“ og er svo gáfaður. að þegar honuin mislikar við hús bónda sinn þá hárreytir hann hann. Sjá myndina. PRINS BERNARD af Hollandi (Júlíönumáðurinn) var nýlega á ferð i 1‘ýskalandi og notaði þá lækifærið til þess að koma þar á veiðitækjasýningu og kaupa sjer liffil. ---- GAMLA BÍ6 — Landnámshetjurnar. Forstjórinn varð að fara í ferðalag op, gaf aðalbókaranum umhoð til að koma fram í sinn stað meðan hann væri að heiman. Eftir tvo daga kom fc-rstjórinn heim öllum á óvart og þegar hann kom inn í skrifstofuna var bókarinn í óða önn að kyssa ritvjelarstúlkuna. Eruð þjer vitlaus? hrópaði for- stjórinn. — Haldið þjer að jeg hafi gefið yður ótakmarkað umboð. Stjáni og Kalli standa á vakar- barmi og eru að fá sjer neðan í þvi, en þá missir Stjáni jafnvægið og dettur ofan í vökina og hverfur. — Jæja, hvernig gekk það? spyr Kalli þegar Stjána skýtur upp aftur. — Það gekk prýðilega. Jeg hjelt nefnilega þumalfingrinum fyrir stút- inn, skilurðu. ARANDA HERSHÖFÐINGI ei einn af forustumönnum þjóðernis- sinna á Spáni. Iljer sjest hann yfir uppdráttunum, að gera áætlun um næstu sóknina. Stórkostleg og íjfa rspennandi kvikmynd frá landnámstíma Vesturheims, tekin af Paramouni undir stjórn Cecil B. DeMille. Aðallilutverkin leika af framúr- skarandi snild GARY COOPER, JEAN ARTHUR. Sýnd bráðlega. Gamla Bíó sýnir stóríenglega mynd, sem nefnist „Landnámshetj- urnar“, tekin af Paramount-fjelaginu undir stjórn hins fræga kvikmynda- meistara Cecil B. DeMille. Myndin gerist i Ameriku eftir þrælastríðið alkunna, er lýktaði með sigri Norð- urrikjanna og Abrahams Lincolns, hins hugsjónaríka og ágæta forseta Bandarikjanna. Eftir að stríðið var um garð gengið snjeri Lincoln og stjórn ríkisins sjer að því erfiða iilutverki áð útvega öllum þeim tug- þúsundum herinanna, sem heim komu úr striðinu, lífvænlegt starf og atvinnu. Þá var sú ákvörðun tekin að beina hugum þeirra sem flestra vestur á bóginn. Þar í vesturríkj- unuin lágu stór landflæmi auð og óbygð, þar eð tiltölulega sárfáir höfðu setst þar að. En Lincoln var það fullljóst, að jiað var ckki nóg að veita hermönnunum ókcypis land, heldur þurfti jafnframt að friða landið, svo að friðsamir börg- arar gætu lifað þar lifi sínu óhultir og óttalaust. En aðalhættan, sem þar vofði yfir, stafaði af Indiánunum, sem höfðu leikið þar lausum hala á ófriðarárunum og gert hvítum mönrium þar um slóðir marga skrá- veifu, án þess að við þeim yrði sjeð, þar eð ófriðurinri fekk hvít- um mönnum meira en nóg að starfa. En áður cn þessi stórfelda hug- mynd Lincolns komst í framkvæmd, að gera „the Wild West“ að friðuðu menningarlandi, þar sem íbúarnir gætu verið öruggir um líf sitt og eignir, var Lincoln myrtur, er liann var viðstaddur leiksýningu í Wash- ington. Þessi hörmulegi atburður, sem vakti þjóðarsorg, leiddi til þéss að ýmsir óhlutvandir fjeglæframenn áttu hægra urii vik að leika listir sinar, svo sem vopnasölu á laun til Indíána og fleira. Myndin sýnir nú. bvernig hugrökkum og djörfum ævintýramanni tekst að verða vopnasölunum og Indiánunum efri að ráðum og með hjálp vina sinna einkum þó ungrar og fallegrar stúlku að gera hugsjón Lincolns að veruleika, þá að koma á friði og öryggi i vesturfylkjunum. Mynd þessi er stórfengleg og viðburðarik. ein af þeim myndum, sem borgar sig að sjá. Ólafur Eyvindsson, húsvörður Eandsbankans, verður fíO ára 30. janúar. Jóluinn Þorsteinsson kaupm., ísafirði, verður fíO ára 30 þ. m. AHI ineð isleitskum skrpuoi' ^ ----- NÝJA BÍÓ. ---------- Ungmærin lrene. Áhrifamikil mynd frá þroska- ferli tveggja ungra stúlkna, sem eru að vakna til lífsins. Aðalhlutverkin leika: LIL DAGOVER, SABINE PETERS, GERALDINE KATT, KARL SCHÖNBÖCK. Sýnd bráðlega. Nýja Bíó sýnir spennandi mynd, sem nefnist „Ungmærin Irene“. Þetta er að ýmsu leyti merkileg mynd, sjerstaklega vegna binna hár- fínu lýsingu á sálarlífi tveggja systra, 14 og lti ára gamalla, ein- mitt á þeim ablri, cr flestar spurn- ingar vakna og breytingar verða á ])roskaskeiði mannsins frá þvi að vera barn og til þess að verða þroskaður einstaklingur. Móðir þeirra systranna er ekkja á bezta aldri og hin fegursta kona. Maður nokkur verður ástfanginn i henni og sækir það mál með svo mikilli feslu og alvöru, að hún játar honum eiginorði. Nú vill svo til, að eldri dóttir hennar á ÍG ára afmæli, og móðirin ákveður að taka mannsefni sitt með sjer heim einmitt þann dag og kynna bann fyrir dætrum sinum og öðru nánasta skyldfólki. Hvernig sem á því stendur, befir eldri systirin, Irene, þegar frá up.p- hafi illan bífur á hinum væntan- lega stjúpföður sínum. En þegar hún kemst að því, að eitthvað er á seyði milli móður bennar og hens, þá kastar fyrst tólfunum. Henni finst hann vera að taka móð- ur sina frá sjer og hún fyllist hatri til hans. Er þéssu öllu snildarlega lýst i myndinni. Aftur á móti tekur yngri systirin öllu þessu með mesta jafnaðargeði og lætur sjer ráða- breytni móður sinnar vel líka. Það munar minslu, að stiflyndi Irene litlu leiði hana i dauðann, en að lokum lætur bún sjer segjast, enda var ]iá móðir hennar búin að gifta sig, og Irene litlu gat ekki dulist ])að, hvað hún var bamingjusöm. Leikur systranna beggja er prýði- legur, og í æskuærslum sinum gera þæf margar skemtilegar brellur, sem enginn gétur stilt sig um að blæja að. Af rússnesku keisaraæltinni standa tveir menn jafnnærri ríkiserfðum Dimitri stórfursli, og Cyril stór- fursti, og gera báðir tilkall til rík- iserfða. Hinn fyrnefndi er nýslulinn við konu sína, og er það samkvæmt dómi, er feldur var fyrir dómstóli í Bayonne í Frakklandi. Hann var giftur ríkri stúlku frá Bandaríkj- unum, er var fósturdóttir Ansons lávarðar hins breska. Stúlkan var annáluð fyrir fegurð. ----x

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.