Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N Nú á að fara að sýna í Eng- landi nýja lit-mynd, sem heitir „Fjara“, og kvað vera mjög skrautleg. Hin dökkhærða Lína Basquette Ieikur í henni móti Ray Midland. SAMKVÆMISKJÓLL. Kjóllinn er prjónaður úr gullþræSi eins og hringabrynja og gæti sómt sjer vel á valkyrju. Hetta með sama lit heyrir til. ALIX MODEL. Þetta er ágæt dragt tianda ungum stúlkum. Hún er úr ullardúk, græn- rauð- og svartköflóttum. Takið eftir sniðinu á kraganum og fellingunum sem eru í honum á öxlunum. Jakklnn er lokaður með rennilás. Þessir hattar eru svo fáránlegir, að það er ósennijegt að aðrar þori að setja þá upp en kvikmyndadísirnar í Hollysvood því að þær geta leyft sjer alt. Þeir eru kallaðir „ofnrörin“. Bandið um hattinn er úr kóralrauðu jersey. TVIHNEPTUR FRAKKI. Þessi aðskorni frakki fer aðeins grönnum stúlkum vel. Kraginn, upp- slögin og vasarnir er skreytt með ástrakan en að öðru leyti er ekkerl i frakkann borið. Renate Miiller, er ljek ungu stúlkuna í „Einkaritari banka- stjórans“, ljest 7. þ. m. á heilsu- hæli í Berlín, liðlega þrítug að aldri. Rússneska leynilögreglan (G.P.U.) hefir stofnað 25 miljón rúbla sjóð til þess að verðlauna menn, sem hafa uppi á njósnurum og andróð- ursmönnum stjórnarinnar. FRIÐLEIKSKONA FRA BORNEO. Kvikmyndin kemur víða við, og henni er það að þakka, að myndir frá fjarlægustu afkimum veraldar koma fyrir manna sjónir, eins og t. d. myndin af þessari friðleikskonu frá Borneo. FRANCES DEE kvikmyndaleikkona hefir þegar mörg merkilegt leikhlutverk að baki sjer. Það nýjasta er i myndinni „Skip- brotssalir“, sem nú er nýkomin á iriarkaðinn. VAR EKKI HLEYPT í LAND! Magda de Fontange hjet kona, sem vakti athygli í fyrra fyrir að sýna franska sendihérranum i Róm, Cham- brun, banatilræði. Bar hún upp á hann, að hann hefði spilt vináttu hennar og Mussolini. Iiftir þennan atburð fór hún lil Ameríku og ætlaði að „slá sjer upp“ i Hollywood. En þegar til kom neituðu yfirvöldin henní um landgönguleyfi og af New York sá hún því ekki annað en það, sem sjáanlegt var út um kýraugað á klefa hennar um borð í ,,Nor- mandie“. Marlene Dietrich hefir nú sæsl við þýsku stjórnina, og er komin heim til Þýskalands, og vinnur þajr fyrir Vetrarhjálpina. Allar kvikmyndir hennar voru áður bannaðar í Þýskalandi, en það hann hefir nú verið úr gildi numið, eftir hoði Hitlers sjálfs. Hefir Hitler . látið sýna sjer myndirnar i einkakvikmynda- húsi sínu Kanslarahöllinni i Berlín, og í kvikmyndasal, er ltann hefir i einkabústað sínum i Obersalzburg. Er sagt að Mar- lena muni framvegis leika í þýskum kvikmyndum, og að gerð verði undantekning með hana, þannig, að ltún eigi að fá sama kaup og hún hefir fengið í Hollywood. En ráðandi menn í Þýskalandi hafa fram að þessu ekki viijað borga „stjörnu“- kaup, nokkrum leikara, heldur Jiorga kvikmyndaleikurum eins og best borguðu leikurum, er við leikhús vinna. ANNA NEAGLE er sú kvikmyndakona, sem mest er talað um í Englandi um þessar mundir. Og tilefnið er leikur hennar í hlutverki Victoriu Englandsdrotn- ingar í kvikmynd, sem nýlega er komin á markaðinn. Leikur hún þar drotninguna á ýmsum aldri og þykir hafa tekist frábærlega. 1 i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.