Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR ,UGLAN?‘ LEYNILÖGREGLUSAGA. Val Derring hafði trygt sjer fyrsta dans- inn við Fay. — Elskan min, þú dansar eins og engill! Hversvegna ætti jeg eiginlega að dansa við nokkurn annan en þig? sagði hún. Val hrosti. Hann skildi ekki fyllilega hversvegna hún katlaði hann „elskuna sína“. — Þú liefir viðað ljýsna mörgum fallegur stúlkum að þjer í kvöld, sagði hann. — Hver þeirra finst þjer laglegusl? Þú meinar auðvitað næsMaglegusl. Það er ekki gott að segja. Sumir mundu kanske nefna Díönu. Aðrir móður hennar. — Elskan min! Móður hennar, sagðirðu það? — Já, jeg mundi að vísu ekki setja hana framar. Hvernig líst þjer á pabba og Díönu? spurði hún og það hrá fyrir leiftri í gráu augunum. Finst þjer það ekki átakan- legt? Frá sjónarmiði hans eða hennar? Jeg er ekki viss i minni sök, en jeg held að jeg mundi verða ósköp góð við hana, ef hún gæti lagl sig í þetta. Jeg hefi aldrei kynst jafn harnslegri og saklausri sál og lienni. Mig hefir lang'að til að segja henni sannleikann um storkinn síðan jeg sá hana i fvrsta sinn. Jeg er viss um að hún trúir því enn að hvítvoðungarnir komi ofan um reykháfinn. En er það ekki einmitt þetta sem gerir hana svo töfrandi? Ojæja. En minstu min, ef jeg neyðist til að fræða stjúpmóður mína um kvnferð- ismál! — Ætlar þú ekki að gera neitt tii að af- stýra því, að hún verði stjúpmóðir þín? Nei, því skyldi jeg gera það? Ekki vil jeg afstýra því, að hlessunin liann pabbi verði hamingjusamur. Það er fallega sagl en furðu mikil bjartsýni, sagði Val. Hann leit á ]>au sem dönsuðu hægt framhjá honum, Díönu Fen ton og Jim Langshaw. Þau töluðu ekki sam- ían. En augu hennar ljómuðu af sælu. Það var eins og hún lifði að öllu leyti í þessu augnabliki og hefði gleymt öllu öðru. Og ekki var Jim síður hrifinn af henni. Sir Jeremiah dansaði ekki, hann þekti sín takmörk. En hann hafði sagt Díönu, að hún skyldi skemta sjer eins og henni þætti best. Og hann vildi heldur sjá liana með manni, sem ekki hafði nokkrar líkur til að geta gifst henni, en með öðrum, sem hefðu getað orðið hæltulegir keppinautar. En ekki liafði hann augun af henni. Val bað Noru Crombie um næsta dans. — Gátuð þjer ekki dansað við Gus Hallam? spurði hann. — Jú, en hann vildi endilega reyna að kenna mjer einhver ný spor. Hann er myndarlegur maður. — En þegar hann dansar kemst hann ekki af með minna en alt gólfið. Þá geía hinir forðað sjer undan. Jæja, ef þjer viljið að jeg' hendist með yður eins og þeytispjald eins og hann gerir, þá skal jeg reyna hvað jeg get. Mjer finst þjer dansa óaðfinnanlega, lierra Derring. Herra Derring! Höfum við ekki þekst síðan við sátum saman við horðið? Allir gamlir kunningjar mínir kalla mig Val. — Gott og vel, sagði hún og hló. — Jeg heyrði að Fay kallaði yður „elskan mín“. Ilve lengi liefir hún gert það? Altaf. Og jeg skal segja yður, þegar þjer getið byrjað. — Þakka yður fyrir, elskan mín! Hún hermdi eftir Fay. Svo spurði hún: —■ Haf- ið þjer getað fundið hann? Hvern? — Njósnarann sem er hjerna til að hafa gát á „Uglunni“? — Nei, en jeg verð si og æ sannfærðari um, að það sjeuð þjer. — Herra minn trúr! Aldrei datt mjer í Img, að jeg kæmi svona fljótt upp um mig. Er það gáfnasvipurinn á mjer, sem hefir komið yður á sporið? Þarna hittuð þjer á það! Hvað eruð þjer annars? Þarf jeg endilega að „vera“ eitthvað? Mjer finst allir karlmenn eigi að vera eittlivað. Eigi þeir peninga svo að þeir þurfi ekki að vinna, eiga þeir eigi að siður að gera eitthvað þarflegt við peningana. Hvernig ætti jeg að hagnýta hæfileika mína? Segið mjer fyi’st hvaða hæfileikar það eru. Hafið þjer ekki sjeð það? Þá eruð þjer varla eins skarpskygn og jeg hjelt. Jeg dansa mjög sæmilega. Og jeg elska með hita. Jeg kyssi. En það stoðar ekki að segja frá slíku. Maður verður að sýna það í revndinni. — Þjer munduð eflaust verða ágætur leigudaixsari. — Hvað er þetta, Noi’a! Jeg hefi líka aðra hæfileika. Jeg er ágætur i golf, sit vel á hesli og stýri bifreið ágætlega. Jeg' byrjaði bara á því, sem jeg lijelt að þjer mætuð mest. — Þá liafið þjer hyrjað á öfugum enda. Astin kemur síðast en ekki fyrst. En hvað þjer eruð gamaldags! Skömmu síðar var hann farinn að dansa við Díönu án þess að skifta sjer af mæn- andi augum, sem móðir herinar og sir Jere- miali sendu honum. Annars duflaði liann ekki við hana. Hann vissi hvar hún var með hugann. .Tú, liann er ágætis strákur, hvíslaði hann. Hver? spurði hún og horfði furðulega á hann. — Jiin. llafið þjer ekki tekið eftir hön- um? — Nei. Er liann vinur yðar? spui’ði hún og roðnaði út undir eyru. — Þjer vitið það víst. Því að þjer þekk- ið hann. Ifafið þjer þekt hann lengi? — Nei, það eru ekki nema nokki’ir mán- uðir síðan jeg kom heim til Englands. — Maður skyldi halda að þjer hefðuð þekt hann alla yðar æfi, sagði hann, og hún roðnaði aftur. — Hversvegna eruð þjer að erta mig? sagði hún svo. Jeg er ekki að erta yður. Mjer er hara ant um, að þjer og hann vei’ðið farsæl! Hún svaraði engu og þau dönsuðu þegj- aridi um stund. Svo hvíslaði hann: Ilefir hann ekki sagt vður frá tækifærinu, sem hiður lians núna. Það er ekki amalegt. - Nei. - Hann getur orðið meðeigandi í gam- alli verslun, ef liann getur útvegað sjer fje. Hvað Jxarf liann mikið fje? Fjögur þúsund pund. Og hann getur ekki fengið þau? Ifann hefir reynt það, en öll sund revnast lokuð. Jeg liefi heyrt um annað til- felli og ekki ólíkt, nýlega, bætti hann \ið. Það var ágætur ungur maður, sem var brennandi ástfanginn í laglegri stúlku, en þau lxöfðu ckki efni á að gifta sig. Annar maður, sem var forríkur, elskdði stúlkuna líka. Hann var miklu eldri en hún, en mesta gæðablóð, og allir sögðu henni að hún skyldi giftast lionum. Hún var í öng- um sínum, veslingurinn, en þegar við lá að hún gei’ði eins og allir ráðlögðu henni, þá gafsl unga manninum leikur á borði . . hann fjekk nýja stöðu með miklu hærra kaupi en áður. Og svo fór alt vel? Þjer haldið vísl að þau hafi gifst og lifað í lukku og velgeng'ni til æfiloka? Já, gerðu þau það ekki? Nei, unga stúlkan liafði ekki viljað híða eftir lionum. Er það satt? sagði hún raunalega og varp öndinni. Það má ýmislegt læra af þessari sögu eins og öllum góðum sögum, sagði hann. Og það er, að við eigum að láta kylfu ráða kasti, þegar um gæfuna er að tefla. Það færðist fjör i skemtunina og náði hámarki, þegar hljómsveitin ljek dægur- fluguna, sem þá var: „Kossinn sem kramdi mitt lijarla“. Lagið var einstakleg'a ómerkilegt og irin- anlómt, en saxófónpúarinn söng það með svo hreimakattarlegri tilfinningu, að hljóm- urinn var sannfærandi. Mai’gir af dansend- unum tóku undir lagið og hljómsveitin varð að endurtaka það. Og nú ákvað sir Jeremiah að láta lil •skarar skriða. Hann vissi hvað fyrir honum lá og nú var rjetti tíminn til. að duga eða drepast. En alt valt á því, að liann sýndi ítrustu nærgætni og prúðmensku. Það nær ekki nokkurri átt að segja sem svo við stúlku: „Lítið þjer á þessa gullfallegu rúbína. Þjer megið eiga ]>á ef þjer takið mig líka“. Nei, en það var liægl að orða þetta svona: „Hjerna sjáið þjer rúbínana, sem jeg var að segja yður frá. Eru þeir ekki fallegir? Jeg elska yðui’, Díana! Mig langar til að gefa yður þessa rúbína og alt það sem fall- egl er. Mig langar svo lil að gera yður gæfusama. Má jeg reyna það?“ Og svo ætlaði hann að kyssa hana . . fyrst á hand- arbakið. Og svo ætlaði hann að opinbera atburðinn. Hann læddist upp i svefnherhregið silt án þess að nokkur tæki eftii'. Lokaði eftir sjer hurðinni og færði til stóru myndina, sem hjekk yfir gylta rúminu hans. Skápur- inn var inni í veggnum. Hann opnaði lxann og tók fjái’sjóð sinn út með skjálfandi hendi. Svo stóð liann um stund og dáðist að gljáanum á steinunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.