Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 7
t' A L K 1 N N l'órn og nndirlægjuhætti gerðu þær sitt ýtrasta til að halda uppi heiðri heimila sinna í heimsins augum. Hvað skyldu margir menn hafa frelsast fyrir það, að reynt hefir verið að breiða yfir bresti þeirraV — Énginn einasti. Jeg var fastráðin i að ganga aldrei í þahn flokk kvenna, með vonleysi sitt og við- burðarleysi. Jeg hafði nú' ákveðið, að annaðhvort stiti jeg hverja taug, sem bindi mig við manninn minn, eða hann frelsaðist. Heimiiið ætlaði jeg að vernda frá því að verða drykkju- mannsheimili, með allri þeirri nið- urlægingu og bölvun, sem því yrði samfara fyrir mig og börnin. Það mundi auka hraðann á Filippusi niður á við. Gæti jeg unnið leikinn, þá væri hamingja min og gleði yfir að frelsa manninn minn óútmálan- ltg. Klukkan var hálf-tvö þessa nótl. þegar hann kom heim. Áður en hann kom hafði jeg tekið ákvörðun mína. Jeg var ekki liáttuð. „Gott kvöld“, sagði hann, skjálfraddaður og sauð- arlegur. „Þetta er ánægjulegt; vakir eftir mjer?“ „Já", svaraði jeg ein- beitt og stutt í spuna; — enginn nema guð einn veit, hvað hjartað i mjer barðist. „Gjörðu svo vel að setjast. Mig langar til að spyrja þig, hvað mikið þú ált eftir af sjálfs- virðingu og virðingu fyrir konu þinni?“ Hann settist niður og starði á mig. „Hvað gengur að þjer, dúf- an mín, þú ert komin með klær“. „Hjer er enginn leikur á ferðum; þú veist það vel, að þú ert á hraðri leið niðurávið. Fyrri vinir þínir vilja ekki við þjer líta“. „Já, jeg hefi nú einmitt lcomist að, hvers- konar menn þeir eru: Cifar í saúða- gærum, sem konur dást að“. „Þú vilt heldur leggja lag þitt við drykkjumenn og fjeglæframenn. Nú hefi jeg komist að, hverjir fjelags- hræður þínir eru“. Hann rak upp hlálur; jeg ljest ekki lieyra það. Mjer var enginn hlátur i hug. „Fil- ippus, hefir þú nokkurntíma gert þjer grein fyrir, hvað langt verður þangað til þú ert orðinn aumasti drykkjugarmur og heimili þitt eyði- lagt? Þú barðir barnið j)itt um dag- inn, af því þú bafðir ekki stjórn á skapi þínu, vegna þess að þú varst drukkinn*. ..Jeg meiddi dreng- inn ekkert". „Ekki eins mikið og þú skaðaðir sjálfan þig“, bætti jeg við. „Það er einnig afleiðing vin- nautnarinnar, að það sem þú kall- ar „ást“ til mín, er nú orðið að við- bjóðslegu og dýrslegu flaðri. Varir þínar, sem vínþefinn leggur af, leggur þú við varir vöggubarnsins, þegar j>ú læst vilja sýna j>ví ástar- atlot. Það er skrifstofúmanni þín- um að þakka, en ekki þjer, að verslun þín hefir liahlist við og jafn- vel aukist**. (Þarna vissi jeg að var vðkvæmur púnktur; j>að var sárt að j>urfa að nota hann). „Þegar jeg húgsa um alt þetta, þá verður mjer Ijóst, að jeg elska j>ig ekki lengur“. „Segir j>ú nú ekki heldur mikið. kona?“ Jeg sá að hann beit á vör- ina. Aldrei hafði jeg sýnt honum r.nnað en ást og bliðu. Mjer var erfilt að liafa taum á lilfinningum tnínum. „Jeg elska þig ekki lengur“, endurtók jeg; en jeg hata J)ig ekki heldur, jeg fyrirlíl ]>ig“. Hann var frá sjer af undrun. Hann var lík- astur ]>ví, sem jeg imynda mjer hann, liefði jeg gefið honum kinn- hest. Jeg stóð á fætur; lengur gat jeg ekki setið. „Jeg hefi búið út her- bergi handa ]>jer hinum megin við ganginn. Auðvitað sofum við ekki lengur í sama lierbergi". „Nei, nátt- lega ekki“. Þessi orð reyndi hann að segja með mesta rembingi og með hæðnisbrosi. „Jeg vona að þú verðir búin að sansa ]>ig á morgun, góða mín“. Endurminningin um næstu þrjá daga er líkust því, að jeg hefði leg- ið í martröð, og henni hræðilegri. •v l ilippus borðaði ekki heima. Hann l'ór út tímanlega á morgnana og lcom seint lieim á kvöldin. Hann hjelt til í sínu herbergi. Jeg sá hann aðeins einu sinni þessa þrjá daga, liann var þá að fara út, og við mættumst í ganginum. Hann var öskugrár í framan, og augun voru tryllingsleg. Jeg varð að taka á öllu sem jeg átti til, að stilla mig um að leggja liendurnar um hálsinn á hon- um og segja honum, að þrátt fyrir alt, elskaði jeg hann, og biðja hann að taka mig aftur í sátt við sig. Hafði jeg tapað? Drakk liann enn meir nú? Jeg hrökk við í hvert sinn. sem dyrabjöllunni var hringt. Augu mín voru l>ur. Á brjósti minu lá farg, svo mjer fanst stundum, að jeg ætla að missa andann. Mjer varð það nú ljóst, að á sama stendur hvaða dóni, bófi og ræfill eigin- maðurinn er, ]>á er það gleymt, þeg- ar konan heldur, að hún sje búin að missa hann. Þá man hún ekki annað en sælustundirnar, sem þau lifðu saman. Þessir þrír dagar voru eins og heil eilifð. Jeg kveið hverri stundu. Fjórða daginn var hringt i talsímann. „Er þetta frú Jónsson?" var spurt. „Já“, sagði jeg skjáifrödd- uð. „Það er maðúrinn á skrifstofu mannsins yðar, sem talar. Þa8 leið yfir manninn yðar áðan, en læknir- in segir, að ekkert sje að óttast; við erum að fara at' stað með hann heim“. Jeg slepti heyrnartækinu. Jeg sá í huga mjer mynd af Filippusi. þar sem hann var að deyja; skelfing greip mig, sem ekki vérður með orðum lýst. Læknirinn studdi hann inn. Hann var eins og uppmálaður dauðinn. „Er hann — er hann?“ lengra komst jeg ekki. Læknirinn fullvissaði mig um, a.ð þetta væru bara afleiðingar af hitanum, og bætti svo við: „Þið tvö borin saman, þá eruð þjer, frú mín, miklu aumingja- legri en maðurinn yðar. Jeg ætla að senda manninum yðar skamta og yður styrkjandi lyf“. Allan daginn sat jeg hjá rúmi mannsins míns. Hann lá i móki og sagði ekkert. Um kvöldið vaknaði hann. „Ertu þarna, Rakel?“ hvíslaði hann. Jeg tók hönd hans og hjelt henni þjett, en svaraði engu. „Jeg datt í yfirlið, jeg hefi livorki neytt svefns nje matar síðustu þrjá sól- árhringa. Jeg var særður holundar- sári. Nú er mjer ljóst, að þú liefir rjett fyrir þjer. Upp frá þessum degi ætla jeg að snúa við, í þeirri von að geta áunnið mjer aftur ást þína og virðing“. Jeg kraup á knje við rúmstokk- inn, faðmaði hann að mjer og sagði: „Þú hefir nú þegar ást mína og virðing, Filippus“. Tár min streymdu niður kinnar mjer, sem höfðu verið þurrar síðustu daga. Yið grjetum bæði eins og börn. Brátt varð hann alheill aftur. Heimilið varð að Para- dis, sem enginn höggormur gat eyði- lagt. Ameríkumenn liafa fundið upp nýja aðferð til að afla sjer fjár og hana litlu þokkalegri en barnaþjófn- að. Kona ein í Ontario i Canada, frú Pope að nafni, misti son sinn ný- lega eftir langvarandi veikindi en tveimur dögum eftir að hann var jarðaður var frúnni sagt af kirkju- garðsverðinum, að gröf sonar henn- ar hefði verið tekin upp og líkinu stolið. Við gröfina hafði verið skilið eftir plagg og á því stóð, að ef ættingjarnir vildu afhenda 100 dollara á ákveðnum stað skyldi lik- inu verða skilað aftur, en annars mundi það verða herfilega leikið. Frú Pop var mjög veil á sálinni fyrir, en við þessa fregn misti hún alla stjórn á sjálfri sjer og liggur á geðveikraspítala núna. Þykir athæfi bófanna litlu betra en barnarán og hefir vakið inikið umtal í Canada. KU-CHU-TUNG. heitir kínverski hershöfðinginn, sem hafði það vandasama verk á liendi að verja Shanghai gegn sókn Jap- aiia. Það tókst ekki, því að Jap- anar höfðu stórum betri hergögu og sókn ]>eirra var afar grimmileg. Kín- verjar mistu borgina og Japanar frörndu þar hin mestu hryðjuverk. Meðal annars ilrápu þeir fangana i stórum stíl og ljetu þá grafa grafir handa sjer áður en þeir voru skotnir. Iljer er mynd af Ku-Chu-Tung. VOPNAHLJESDAGURINN. 11. nóvember er lialdinn hátíðlegur hjá öllum þjóðum samherjanna, sem tóku þátt i heimsstyrjöídinni. Mynd- in hjer að ofan er af minningarreit föllnu hermannanna við Westminster Abbey i London; er verið að búa reitinn undir daginn, með því að stinga niður í hann smákrossum. Sinn er siður i landi hverju. Það komst upp um Englending suður í h'rakklandi nýlega, að hann hefði verið giftur tveimur konum i 18 ár samtímis og voru konur hans syst- ur — meira að segja tviburar. Fyrst giftist hann i París en varð að flytjast til Marseille og þar kyntist hann hinni systurinni og giftist henni, undir fölsku nafni. Hafði hann tvö heimili eftir það, en hvor- ug systranna vissi hvernig á stóð og höfðu ekki sjest síðan þær voru börn. Svo dó maðurinn og þá komsl ait upp, þvi að í arfleiðsluskránni hafði maðurinn beðið þær um að skifta reitum hans á milli sin. Par- ísarkonan á tvö börn og Marseille- konan tvö. Og maðurinn hefði vit- anlega farið í tugthúsið ef hann hefði ekki verið kominn i gröfina. — En suður í Ástralíu er gráskeggj- aður öldungur, sein hefir keypt sjei 141 konu á síðastliðnum 23 árum. Hann heitir Francis Gsell og hefir slarfað sem trúboði fyrir kaþólska í Norður-Ástralíu. Fyrir mörgum ár- um kom gamall maður á trúboðs- stöðina, til þess að sækjá þangað konu sina sem var aðeins tiu ára Hún varð að fara með honum, en eftir nokkurn tíma kom hún aftur, blá og blóðug eftir manninn. Hann kom líka til að sækja hana aftur, en nú datt trúboðanum ]>að snjallræði í hug að kaupa hana, til þess að bjarga henni frá manninum. Og hann fjekk hana fyrir 40 krónur Það spurðist brátt að trúboðinn keypti konur, og þegar konur sættu illri ineðferð heima, þá fíýðu ]>ær til hans. Nýlega kastaði hann tölu á þær og reyndust þær 141. En 20 konur hefir hann mist. ÓEIRÐIRNAR í PALESTINA halda sífell áfram og herlið ensku stjórnarinnar liefir nóg að gera og er stöðugl á eftirlitsferðum um veg- ina. Hjer á myndinni sjást hermenn vera að heimta skírteini af inn- fæddum Araba. NEVILLE CHAMBEItLAIN forsætisráðherra hefir i svo rnörgu að snúasl, að það láir honum visl enginn, þó hann sje hugsandi á myndinni, sem er á við beztu „Luxus- foto“ frá Lofti, og tekin undir borð- um í veislu nýja lordmajórsins i London, er hann var settur inn í cmbættið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.