Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 3
* F A L K 1 N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. liilstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvirmdastj.: Svavar Hjaltestcd. Aðalskrifstofa: Öankastræti 3, Reykjavik. Siini 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n l o n Sch jöt'hsgadc 14. Blaðið kemui' út hyern laugardag. Vskrii'tárverð er kr. 1.50 á mánuði: <r. 4.50 á ársf'jórðungi og 18 kr. árg. Er.lendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglúsingaverð: 20 aura millimetei Herbertsprenf. Skraddaraþankar. Þjóðsagan segir okkur skemtilega i'rá því, hvernig fór þegar skrattinn fór að skapa inann. — Skinnlaus köttur varð úr því“. Sá sem kvað trúði því, að það væri hlutverk skaparans en ekki skrattans að skapa manninn. Skratt- inn var þarna að sletta sjer fram i, og ætlaði að vinna verk, sem 'hann hafði ekki liundsvit á. Og þvi fór sem fór. Skinnlaús köttur varð úr því‘‘. Það má margt af þessu iæra. Mað- úrinn þykist að vísu fullkomiun, og geta lagt gjörfa liönd á flest. En þó hef-ir það orðið reynslan, að maður- inn kemst ekki yi'ir að læra alt, þvi að- Íífið er orðið svo margvíslegt. Jafnvei villimennirnir liafa verka- skiftingu — að minsta kosti milli karia og kvenna — og hvað mundi þá vera um hina, sem lifa við hin flóknu iífskjör menningarþjóðanna. Sami maðurinn getur aldrei orðið skósmiður, prentari, söðlasmiður, trje smiður, prestur, búfræðingur og lækn- ir, af þeirri ástæðu að liann keihst ekki yfir að læra |>að sem til þess þarf. En það cr ein tegund manna, sem liefir vit á öllu, og getur alt. Þessi manntegund er þeim kosti búin, að hún hefir aldrei lært neitt. Þessvegna er hún jafnvíg á alt. Hún. ristir all- staðar jafndjúpt — og flýtur á öll- um grynningum. Þessi inanntegund þarf ekki á sjer- l'ræðum að lialda. Nei, ónei! Hún hefir svoddan kynstur af „hcilbrigðri skynsemi“ að hún þarf aldrei að leita til sjerfræðinganna. F.kki þarf hún að kunna lögfræði til þess að knjesetja lögfræðingana, ekki þarf hún að hafa alist upp í sveit til |)ess að gefa bændunum liollræði um hvernig þeir eigi að verka súr- hey eða lækna skitupest. Ekki þarf hún að hafa sjeð dregið fyrir síld til ])ess að kenna sjómönnunum að veiða síld. Þessi manntegund er svo vitur og þrútin af heilbrigðri skynsemi, að bún þarf ekki að halda á reynslunni. Þau öfugmæli gerast stundum, að svona menn eru settir til ]>ess að dæma um verk þeirra, sem reynt hafa að læra verkið, — og kenna þeim að gera betur. Þekkingarlaus þingmaður setur löggjöf um mái, sem hann þekkir ekki fremur en kínversku, og brjóstgáfaður nefnd- armaður getur sagt til um, hvar eigi að setja bryggju eða brúa á, miklu betur en nokkur verkfræðingur. Hvað er að fást um það, þó að skinnlaus köttur verði úr því, eins og þegnr skrattinn fór að skapa mann. Kínversk sýning. í Markaðsskálanum við lng- ólfsslræti er nú opin nýstárleg sýning, sem mörgum mun leika forvitni á að sjá, en það er sýn- ing á ýmsum kínverskum mun- um, aðallega listiðnaði ýmis lconar, sem frú Oddný E. Sen hafði með sjer frá Kína, er liún kom liingað til lands í haust. Það vekur furðu, hversu margir vandaðir gripir eru þarna sam- an komnir af ýmsu tagi. Mest er þar postulín og leirvörur, v asar, skálar, krukkur og stytt- ur af kínverskum goðum, út- skornir munir úr trje og fila- beini og enn freniur kínverskir dúkar og listvefnaður, sem ber volt um fráliæra smekkvísi og hið öruggasta handbragð. — Hjer birtist mynd af einum sýningarmunanna, en það er líkneski af Mi-lu-fu, guði gleði og samlyndis. „Hólkabætur". í greininni uni Hornstrandir i Fálkanum 8. jan., bls. 5, er þessi setning: „Hæðirnar austan við Bjarnanes eru þaktar lynggróðri og stör og nefnast Hólkabætúr af ó- kunnum og óskiljanlegum ástæðum“. Nafnið mun vera afbakað í með- förnm, fyrst eftir óskýrum frain- burði og síðan að rithætti. Þarna á „hæðum“ Hornstranda mun vera talsvert víðlendi, sem alt frá landnámi hefir verið grýtt, brjóstugt og gróðurlítið. í forncld hefir slíkt iandslag verið kallað hölkn, (af sömu rót og hörsl?). Var þá og vel skiljanlegt, að gagn- lcgur lynggróður og þvi fremur fá- gætir stararblettir á slíku harðlendi, væri nefndir Hölknabœtur. Hygg jeg þvi að það sje rjetta nafnið. (Sbr. orðabækur J. E. og Sigf. Bl., svo og Visnakver Fornólfs: „hölknin gróa“). Nafn þetta ber því vott um skiln- ing og nákvæmni, ásamt lifandi lýs- ing og sagnfræðilegu og málfræði- legu sígildi, sem nafngjafir forfeðra vorra yfir höfuð, eru svo auðugar af. Hugsunarleysi, fáfræði og skiln- ingsleysi manna á síðari öldum og okkar sem nú lifum, liefir afbakað og rangfært býsna mörg góð og gild orð og örnefni. Það er því ekki minni nauðsyn en að safna örnefn- um, að „doktórar“ vorir i málfræði og sagnfræðum, leiðrjetti afbökuð nöfn og útskýri gildi þeirra sem torskilin eru. V. G. Nýr golfkennari. Golfklúbbur Islands hefir nýlege fengið erlendan kennara hingað tii Beykjavíkur, til þess að veita fje- agsmönnum tilsögn í golfleik, og ’kom hann hingað með Brúarfossi síðast. Hann er Kaliforníumaður áð nafni Mr. Rube Arneson, ög hefir árum saman fengisl við golfkénslu. Síðastliðin 4 ár stundaði liann kenslu þessa í Danmörku. Er þar áhugi mikill fyrir golfíþróttinni, eins og raunar alls slaðar á Norð- urlöndum. Hafa I)anir sýnt áhuga sinn í verki með því að '’eria miklu fje til brautarbygginga, ekki aðeins sjálfra sín vegna, heldur til þess að auka ferðamannastrauminn til landsins, sem þeir vona að verði er ferðamönnum gefst færi á að iðka þar golfíþrótl við góð skilyrði Kenslan Jijer fer fram innanhúss i eetur í hinu nýja liúsi klúbbsins á Oskjulilið. Mr. Arnesen er víðkunn- ur fyrir leik sinn og kenslu i golf. Aleðal nemanda hans er Bing Cros- by, kvikmyndaleikarinn frægi, sem margir kannast við hjer. Það, sem meðal annars olli því, að Mr. Arnesen réðst hingað til golfkenslu, er það, að bróðir hans, Mr. Walter Arnesen liefir dvalist hjer að undanförnu sem golfkennari, og ljet hann mjög vel af dvöl sinni hjer á landi. Vakti lof hans um ís- land foi-vitni og áhuga bróður hans, svo að hann fór að langa til þess að reyna sjálfur, hvað liæft væri í því. Og nú er hann hingað kom- inn, og það er óskandi, að hann verði ekki fyrir vonbrigðum. Appollo - i 260 molum. Leslie Shear prófessor við Prince- town-háskólann i Bandaríkjunum lief ir undanfarið starfað að forninenja- grefti í Aþenu og á síðastliðnu hausti fann hann einn merkilegasta forn- menjafund, sem gerður heíir verið ])ar i þeirri miklu fornleifaborg. Prófessor Shear var að grafa á hinu forna aðaltorgi borgarinnar og fann þar brunn, sein fyltur hafði verið með allskonar „drasli“. Þegar verið var að grafa upp brunninn rakst prófessorinn á fjölda af stór- um og smáum íílabeinsbrotum á botni brunnsins. Hann gekk þess ekki lengi dulinn, að lirotin væru úr gamalli myndastyttu, því að stærstu brotin voru liöfuð, liand- leggur og fótur af líkneski. Var nú alt gerkannað sem upp úr brunnin um hafði komið og hver einasta fila- beinsflis tind úr. Siðan hófst sein- 3 Bjarni Þorkelsson, Sölvhólsgötu 12, varð 80 úra 25 þ. m. Guðm. Bergsteinsson, kaupm., Flatey á Breiðafirði, verður sextugur 1. febr. n. k. Ekkjan lngibjörg Cýrusdóttir, Fálkagötu 8, . Grímsstaðaholti, verður 60 ára 30. þ. m. legt verk: að skeyta saman allar flísarnar. Þær voru 206 talsins og sumar ekki stærri en kaffibaun. Mikið vantaði líka af flísunum og þar varð að skeyta vaxi í myndina. En þegar myndastyttan var lcpm- in saman kom það á daginn að hjer var um að ræða eitt af listaverkum frægasta myndhöggvara fornaldar- innar: hinn svonefnda Appollon Lykaios eftir Praxiteles, en mynd þessa þektu menn ekki af öðru en lýsingum Lúkians og af myndum á peningum. Er talið að þessi mynd sje yfir 2000 ára gömul. — Praxiteles var uppi milli 370 og 330 f. Kr. og er kunnastur fyrir mýndina Afrodite frá Rnidos. En það var fyrsla gyðju- myndin, sem gerð var klæðlaus og táknaði þannig byllingu í list Forn- Grikkja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.