Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.01.1938, Blaðsíða 9
Rithöfundaráð Norðurlanda hjell "fvrir skönunu fund í Kaupmanna- liöfn. Meðal þátttakenda voru Si;j- rid Unset frá Noregi, Gunnar Gunnarson fyrir hönd íslenskra rithöfunda, Thit Jensen og Knud Bruun-Rasmussen fyrir Danmörku og VilJielm Moherg og Gurli Hertz- mahn-Ericson frá Svíþjóð. Iljer sjást rithöfundarnir að snæðingi og á borðinu sjást flögg allra Norð- urlandaþjóðanna. Gunnar Gunnars- son situr fyrir borðsendanum neðsl til hægri á myndinni. ,,Nederlaget“ hið síðasta leikrit hins fræga norska höfundar Nor- dahl-Griegs er leikið í kgl. leikhús- inu í Kaupmannahöfn um þessar mundir og vekur fáidæma athygli. Þykir leikurinn fá betri meðferð þar en annarsstaðar sem hann heflr verið leikinn áður. A mynd- inni að neðan sjest Paul Reumert og Clara Pontoppidan í tveimur hlutverkum. Belgakonungur var nýlega á ferð í London ásamt bróður sínum og var skrafað að hann væri i bón- orðsför, en það var borið til baka. Hjer á myndinni að ofan sjest hann í vagni ásamt Georg Bretakonungi. 9 Landsvigi fór nýlega fram í Kauþ- mannahöfn í hnefaleik milli Finna og Dana, og var háð í Forum, stærsta samkomusal borgarinnar. Myndin er af keppendunum í Ijetta-flokki, Aage Jensen frá Dan- mörku og Walther Sahlström frá Finnlandi. Finninn beygir sig und- an vinstrihandarhöggi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.