Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1938, Side 3

Fálkinn - 19.02.1938, Side 3
F A L K I N M 3 REYKJAVÍKUR ANNÁLL H.F. 1938: VIKUBLAÐ MEÐ MYNDIIM. Hitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Franikuœmdastj.: Svavar Hjaltested. .4 ðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sinii 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 1 4. Biaði/ð keiuur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á .ársfjórðungi og 18 kr. árg. Iírlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura miUimeter Herbertsprent. Skraddaraþankar. • l>að eru álög á sumu fólki hvað þvi þykir mikil unun að því aö „mála fjandann á vegginn“. Og þó er það engin unun — siður en svo, þvi að það lilýtur að vera kvöl. Það eru einskonar meinlæti, sem fólk temur sjer og láta verða að leiðum vana. Það stendur alveg á sama hvort þetta fólk mœtir bliðu eða stríðu ■— það er altaf jafn bölsýnt. Jafnvel bölsýnast þegar best gengur. „Þetta stendur nú varla lengi“, segir það og fullvissar sig um að ægileg þrumu skúr komi eftir skinið. Það talar fyrirlitlega um þá, sem temja sjer að líta björtum augum á framtíðina og kallar þá andvaralausa og ófor- sjála. Það sjer aldrei verulcga glað- an dag en er altaf að brjóta heilann um, hvaða ósköp dynjl nú yfir á morgun. Það hefir snildarlag á þvi að lesa einhverja bölvun út úr öllu þvi sem gerist, hvort það er gott eða ilt og byggir alla tilveru sína á því, að j>að versta hljóti altaf að koma fyrir. Það trúir á l'eigð ef þrír menn kveikja á sömu eldspýtunni eða svartur köttur hleypur yfir götu þess. Þetta er sjúkdómur — algengasta tegund geðveikinnar, sem lil er í heiminum. Og það er ekki aðeins, að þetta fólk geri sjálfu sjer lífið að ,,táradal“. Það um það. En það er ömurlegt að umgangast þetta fólk. Harmspár þess verka á aðra og eru þeim til ama og leiðinda. Það þykir aldrei ráðlegt að „taka út á framtíðina“ og síst ætti maður- inn að nota hugrenningar slínar til þess að rifja fyrir sjer ókomið böl. I>að er nóg að rifja það upp þegar það kemur. En sá bölsýni lifir það upp margsinnis áður en það kennir — og lifir og þjáist af böli sem al- drei kennir. Þetta cr versta tegund sjálfspyntinga miklu verri en að leigja mann til að hýða sig á berl bakið. Er ekki sá maður farsæll í lifinu, sem altaf vonar það besta og horfir hjörtum augum til komandi dags. Vonbrigði hans geta að vísu orðið meiri en hins, en hann upplifir þá gleðiná og lifir sæll á milli. En sá bölsýni er eiliflega vansæll. Hann gerir veröldina, sem ]>ó getur verið mesta gæfuheimkynni, að eilifum kvalastað sinum og sinna, og lifir i- myndaðar sorgir og þjáningar, sem aldrei hafa mætt honum og aldrei munu mæta lionum. Það er versta tegund imyndunarveiki, sem hugs- ast getur. „Fornar SíÖastliðið þriðjudagskYÖld var lialdin frumsýning á nýjum gam- arileik eða revýu lijer í Iðnó. Slika leiki kannast bæjarbúar við, síðan Reykjavíkurannáll b.f. gekst fyrir revýum sínum fyrir nokkrum árum. Hlutu þær miklar vinsældir og mikla að- sókn, svo sem „Spánskar næt- ur“, „Haustrigningar“, „Eldvígs- an“ og fleiri. En nú eru liðin 8 ár, síðan hin síðasta þeirra revýa var leikin lijer í bænum. Mönnum er því orðið talsvert nýnæmi á því að sjá slíka leiki, enda leyndi það sjer ekki, að fólk bafði fýst að sjá nýju re- výuna. Aðgöngumiðar að fyrstu sýningunni voru upp seldir löngu fyrir fram og að miklu leyti að tveimur næstu sýning- um. Nýja revýan nefnist fullu nafni, Fornar dygðir. Frœðileg- ir möguleikar í fjórum liðum dygðir". og eiuum millilið. Efnið er eins og vænta má sótt í viðburði síðustu ára, pólitíska viðburði og aðra, sem vakið bafa atliygli og umtal almennings. Kemur liún víða við og eru til bennar margvísleg föng dregin. Annars snýst inegin efni leiksins um ]>að, að fjármálaráðherra vor finnur upp á því snjallræði að rjetta við fjárbag ríkisins á þann liátt að láta ungan íslend- ing giftast enskri lady, sem er manns þurfi, til fjár. Með þvi byggst hann að losa landið úr skuldum og meira til. Svo snjalt sem ráðið var, varð því ekki framgengt vegna þess, að sendi- maðurinn gekk að eiga aði’a konu i misgripum, svo að land- ið auðgaðist ekki af þeirri gift- ingu og skuldirnar eru enn ó- greiddar. Þættir leikritsins ger- ast í ýmsum stöðum, 1. mög'u- leiki á strandferðaskipinu Baulu, Haraldur Á. Sigurðsson ieikstjóri. 2. möguleiki i skrifstofu fjár- aflaplansnefndar rikisins, 8. möguleiki í Cocktailklúbbnum í London og sá 4. gerist á flug- vellinum við Laugarvatn. Aðal- persónurnar eru þessar: Fjöru- þór skipstjóri, síðar þrevtlur skipstjóri í landi, þá skipamiðl- ari og loks aðmíráll (Friðfinnur Guðjónsson), Hásmundur Hana- gals stýrimaður, siðar gjafabíla- lcaupmaður og fleira (Gestur Pálsson), Salka-Valka skipsjóm- frú síðar ritvjeladama, þá full- trúi og loks lögreglumey (Gunn- þórurin Halldórsdóttir), Eld- brandur jungmaður, síðar passa offisjeri, þá erindreki og loks forstjóri (Tryggvi Magnússon), Slagbrandur ljettmatros, síðar passaoffisjeri, þá erindreki og loks prinsgemal (Haraldur Á. Sigurðsson), Eysteina Jónasdótt- ir fvrst sem farþegi í lest, siðar Miss Rosemarie befðarmær og loks frú Slagbrandur (Magnea Sigurðsson), Dísa Malakoff, fvrst farþegi á 1. farrými, síðar selskapsdama (Sigrún Magnús- dóttir), Baldur Bisnes farand- sali og Stepliano bargestur (Lár- us Ingólfsson), Bjargráður Ráð- þrots forstjóri, síðar móttöku- stjóri (Alfred Andrjesson). Auk ]>essara eru ýmis smáblutverk. Leikurinn ‘logar af fyndni frá upphafi til eada. Þar eru fjölda margir söngvar ýmislegs efnis. Meðferð leikenda mátti lieita mjög góð yfirleitt, enda koma þarna fram margir af bestu og vinsælustu leikurum vorum. Viðtökurnar voru liinar beztu. Voru leikendurnir kallaðir fram hvað eftir anna'ð og að lokum höfundurinn. Maraldur Á. Sig- urðsson befir haft leikstjórn- ina á hendi. Rússar og Japanar hafa framlengl eins árs sanminga uni í'iskvei'öarjelt- indi til handa Japönuni, við austur- strendur Síberíu. Þetta eru gamlir sánmingar, scm jafnan liafa verið endurnýjaðir, en svo leit út um tima, sem Rússar ætluðu ekki að endur- nýja þá. En Japanir sóttu mál þetta mjög fast, því um tuttugu þúsund japanskir sjómenn stunda fiskveið- ar við austurströnd Síberiu, i rúss- neskri landhelgi. Myndin til hœgri er af frú Magneu Sigurðsson í hlntvérki Hosemarie hefðarmeyjar (síðar frn Slagbrandnr}, jmr sem hún er stödd í Cock- tailklúbbnum 'i London, Myndin aö neðan er úr 1. möguleika, sem qerist um borð i strand- ferðmkipinu Baulji. Sjásl jieir Eldbrandnr (Tryggvi Magnússon) og Slagbrandur (Har- aldur '.4. Sigurðsson) að hreinsa jiilfar skips- ins. Ljósm. Loftur.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.