Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 28.05.1938, Blaðsíða 2
FÁLKINN 4 ------ GAMLA BÍÓ ---------- ðrlaprik stnnd Hrífandi og listavel leikin arn- erísk talmynd. Aðalhlutverkin leika: LORETTA YOUNG og FRANCHOT TONE. Sýnd bráðlega' Gamla Bió sýnir bráðlega mynd, sem heitir „Örlagarík stund“, mjög spennandi lögreglumynd með Fran- chot Tone og Loretta A'oung í aðal- hlutverkunum. Myndin hefst með þvi, að Sir Alan Dearden er að því kominn að hljóta útnefningu sem málfærslumaður þess opinbera, en það er vegtylla, sem hann hefir lengi kept eftir að ná. Nokkurum dögum áður en útnefningin á að fara fram, tekur hann sjer leyfi á- samt fjölskyldu sinni, og þau halda stóran dansleik á heimili sínu i London. Meðan á dansleiknum stendur heppnast alókunnum manni að laumast inn, — hann er sam- kvæmisklæddur og blandar sjer i hóp gestanna, án þess að nokkur taki eftir því. En þetta er hinn við- sjárverðasti náungi. Lewis að nafni og hefir áður tekið út hegningu fyrir svik og pretti. Hann gerist svo óskammfeilinn að kynna sig fyrir húsfreyjunni og hjóða henni í dans. En á meðan þau eru að dansa segir hann henni blátt áfram að hann vilji fá 2000 pund fyrir nokk- ur ástarbrjef, sem Sir Alan hafi á sinum tíma skrifað konu nokkurri, að nafni Diana Roggers, sem nú er gift Lewis þessum. Húsfreyjan geng- ur að þessum ókostum, vegna þess að hún er hrædd um, að mannorð manns hennar og embættisframi sje í veði að öðrum kosti. Daginn eftir hittir hún Lewis í Dover. Hún er með tvær þúsund punda ávísanir, sem hún skiftir i 5 og 10 króna seðla i bankanum í Dover. Seðla þessa lætur hún í leðurtösku, fer upp á háa brekkubrún, samkvæmt umtali við Lewis og kastar töskunni niður. Síðan gengur hún sömu leið til baka og finnur hin umræddu ástar- brjef undir trje einu, sem til var tekið. Á leiðinni sjer hún konu, sem gengur upp á brúnina og rjett í þeim svifum tekur hún eftir manni einum, sem varar konuna við að ganga þarna og biður hana að fara varlega. En annars gefur hún þessu ekki frekar gaum að þvi sinni. Litlu síðar er maður nokkur að nafni Metford kærður fyrir morð með þeim hætti að hafa hrundi? konu sinni fram af brúninni hjá Dover. Sir Alan flytur málið fyrir rjettinum, sem ákærandi og kona hans kemst að þvi, — af mynd- um í blöðunum, — að Metford er sami maðurinn, sem hún hafði sjeð og heyrt aðvara konuna i Dover. Af þessu leiða margs konar flækjur og vandræði, — alt mjög spenn- andi atvikakeðja, — sem leysist þó á hinn besta hátt að lokum. Mynd- in er bráðskemtileg. ----x—-— — Sæll og blessaður, Tommi. Þú hefir breyst svo mildð siðan við sá- umst seinast, að jeg ætlaði varla að þekkja þig. , — Yður skjátlast, maður. Jeg þekki yður ekki og jeg heiti ekki Tommi. — Ja, hver skollinn. Þú hefir þá breytt um nafn líka. Frú Ingibjörg Þorkelsdúttir, Rauðará, verður 70 úira 29. þ.m. Þórður Geirsson, lögregluþjónn, á 30 ára starfsafmæli 1. júní næstkomandi. MINNISMERKI HORST WESSEL. Þýski myndhöggvarinn Ernst Paui Hiriceldey sjest hjer á myndinni fyr- ir framan lágmynd, sem hann hefir gerl af hinni þýsku nazistaþjóðhetju Horst Wessel. Eru nú liðin átta ár síðan hann dó. ----x-—— Læknirinn skoðar sjúklinginn en getur ekki ráðið úr, hvað að hon- um gangi og spyr: — Hvar funduð þjer fyrst til þján- inganna? — Hjer um bil miðja vegu milli Kolviðarhóls og Lækjarbotna. Ólafnr MagnAsson prófastur í Arnarbæli átti 50 ára prestskaparafmæli Jiann 22. þ. m., og er hann nú eini jubil- prestur landsins, en svo eru nefnd- ir þeir presiar, sem ])jónað liafa embætti í 50 ár. í tilefni af þvi komu allir prestar i Árnessýslu prófastsdæmi til kirkju hjá honum að Kotströnd síðastliðinn sunnudag, og auk Jiess komu frá Reykjavík biskup landsins, dr. Jón Helgason, síra Bjarni Jónsson vígslubiskup, síra Árni Sigurðsson og síra Ás- mundur Guðmundsson prófessor. Eftir inessu flutti herra Jón biskup ræðu og Jiakkaði síra Ólafi fyrir aldarhelming vel unnið starf í þágu kirkjunnar. Við guðsþjónustuna var staddur mikill fjöldi fólks, en á eftir sátu prestarnir ásamt biskup- unum véislu hjá prófasti. Síra Ólafur er hinn ágætasti klerk- ur, yinsæll og vel látinn af öllum. Nýtur hann og hvers manns virð- ingar, Jieirra er lil hans Jiekkja, bæði sem maður og kirkjunnar þjónn. Hann er nú 73 ára að aldri, og hefði lögum samkvæmt átt að láta af prestskap fyrir þrem árum. en fyrir eindregna ósk sóknarbarna hans hjelt liann áfram að þjóna embættinu, enda er hann hinn ern- asti og að öllu sem ungur væri og enn á besta aldri. ----o---- Aðkonnimaðurinn: — Ætlist þjer til að jeg trúi, að þjer hafið verið tiu ár hjer í bænum og þekkið ekki slystu leiðina á járnbrautarstöðina? — Já, sjáið þjer til. Jeg er bil- stjóri og hefi ökumæli. *fi Allt með islenskum skrpuni1 «f» ------- NÝJA BlÖ. ------------- Einkalif leikarans Amerískur gleðileikur frá War- ner Bros. fjelaginu. — Aðalhlut- verkin leika: LESLIE HOWARD, BETTE DAVIS, OLIVIA DE HAVILLAND o. fl. Nafn Leslie Howard er ávalt næg trygging liess að um sjer- staklega góðar myndir sje a? ræða og þannig , er það með þessa mynd, hún er bráðskemti- leg og hjer kynnast aðdáendur þessa mikla leikara hæfileikum hans frá nýrri lilið, Jiví venju- lega hafa hlutverk hans verið alvarlegs efnis en hjer leikur hann gamansamt hlutverk af mikilli snild. Nýja Bíó sýnir bráðlega ameríska skemtimynd, sem nefnist „Einkalíf leikarans“. Sýjiir myndin, livernig leikari einn Basil að nafni, á í basli með kvennamál sin. Hann elskar leikkonuna Joyce, sem leikur með honum, og hún hann, en eins og oft vill verða slæst stundum upp á vinskapinn hjá þeim, ekki síst eftir að Marsia kemur til sögunnar: Hún er dauðhrifin af Basil, hefir leikaraást á honuin, og gerir alt sem lnin getur til Jiess að kippa honum út af vegi dygðarinnar og fá hann til að elska sig eina. Marcia sjer hann leika dauðaatriðið i „Romeo og Julia“ á móti Joyce. Eftir leikinn þýtur hún upp í hún- ingsherbergi hans og játar lionum ást sína. Matcia cr ,* á ferð með föður sínum, frænku sinni og unn- usta sinum Henry að nafni. Eftir lietta fer hann til hótels síns og í næsta herbergi við hann býr Joyce, meira en lítið reið yfir því, að hann hafði brugðið fæti fyrir hana, þegar hún gekk út af leiksviðinu. Þau sættast nú fullum sáttum aftur og af því að það er gamlárskvöld á- kveða þau að farra lit saman og skemta sjer. En rjett áður en af þvi yrði, kemur Henry unnusti Marciu á fund Basils og segir hon- um, að unnusta sin elski hann og biður hann blessaðan að koma í boð hennar og reyna að firta hana á ein- hvern hátt, svo að hún láti af villu sinni. Basil iofar Jiví þrátt fyrir mótmæli Joype og án Jiess að hann hafi hugmynd um, að þetta er sama stúlkan, sem komið diafði til hans upp í búningsherbergið og játað hon- um ást sína. í boðinu hjá föður Marciu gerir hann alt sem hann getur til þess að móðga liana og fjölskylduna. En ekkert stoðar. Hún segir bara, að hann sje „indæll“. Hann er að lenda í inestu ógöngum og næsta dag verður málið sýiiu flóknara. Að lokum leysist lió alt á hinn ákjósanlegasta hátt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.