Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.06.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N fulltrúastöðu hennar eftir Stal- in fjelaga sinn og fyrirmynd. Vorosjilov er f æddur i Ukraine og er ljúmannlegur á svip eins og flestir Suður-Rússar og nokk- uð kringluleitur. En hann kann- ast við sig i Norður-Rússlandi líka, því að árið 1907 var hann sendur í fangavist til Arkang- elsk. Ef hinn væntanlegi einvalds- herra Rússlands hefir nokkurn galla þá væri það helst sá, að liann er ekki nægilega tortrygg- inn til þess að komast fyrir jnótþróa gegn sjer í tæka tíð. En það ætti hann þó að geta lært af vini sínum Stalin. Og kannske tekst honum að hreinsa svo vel til, að enginn dirfist að brugga launráð þegar Voro- sjilov er tekinn við völdum. ÞÝSKALAND. Stundum heyrist þvi fleygt, að Hitler hafi í hyggju að draga sig í hlje frá foringjastörfun- um og setjast í helgan stein. Og vitanlega er þá jafnan varp- að fram þeirri spurningu, hver eigi að taka við af honum. Þeir þrír menn sem stjórna Þýskalandi í dag eru í rauninni einn þríeinn Hitler. Hann hefir vitanlega orðið að ljetta ein- hverju af sjer af hinum feikna- miklu störfum, og það hefir hann lagt á herðar Herman Wilhelm Görings marskáíks og Paul Joseph Göbbels. Þessir þrír menn vinna saman sem einn maður. Það þarf ekki að draga i efa, að Göring á miklu meiri vin- sældum að fagna í Þýskalandi en Göbbels. Göring er alþýskur í anda og útliti, hann er karl- mannlegur og hefir gaman af hernaðarprjáli og elskar digur- mæli. Þó að Göbbels sje mað- ur bráðgáfaður þá er hann peð, og jafnvel trúir nasistar hafa það til að henda gaman að hon- um. Dr. Erich Gritzbach, formað- ur prússnesku frjettastofunnar hefir skrifað æfisögu Görings ög telur þar fremstu kosti hans þessa: 1. Manngöfgi, 2. Júðahat- ur, 3. Viðkvænmi. Allir Þjóð- verjar þekkja þá hersögu. sem lýsir göfugmensku Görings. Hann var einn af kunnustu flugmönnum Þýskalands. Einu sinni lenti honum saman í loft- orustu við danskan flugmann, sem barðisl með Frökkum. „Vjelbyssan mín brotnaði", sagði Daninn síðar, „og þegar Göring sá að jeg var varnar- laus flaug hann meðfram vjel- inni minni, bandaði til mín hendinni og fór sina leið". í æfisögu þessari er sagt frá þvi, að þegar Göring var strák- ur vandi hann hundinn sinn á að bíta Gyðinga. Og hvað við- kvæmnina snertir þá kunna fje- lagar hans margar sögur af því, hve hann sje góður við - skepnur. Adolf Hitler. Göring fer á fætur klukkan sjö á morgnana og tekur sjer kalt steypubað. Ef hann er ön- ugur á morgnana setur þjónn- inn hans plötu á grammófóninn og spilar Hetjumafsinn úr „Göt- terdámmerung" Wagners, og þá rýkur fýian úr Göring. Æfisög- unni lýkur með þvi, að kalla Göring tryggasla riddara Hitl- ers. Annars eru þeir ólikir um margt. Þeir eru að vísu báðir viljasterkir menn og markvissir. Hitler gerir. sjer mest far um, að koma þvi i framkvæmd sem honum dettur sjálfum i hug, og finst meira vert um það en alt annað. Þessvegna er hann mað- ur einhliða. En Prússinn og her- maðurinn Göring er fyrst og fremst raunverumaður í stjórn- málum og öðru og maður eink- ar fjölhæfur. Hann er i dag her- foringi, stjórnmálamaður, ræðu- maður, skipulagsfrömuður, hann Iiefir gott vit á lislum og er mikill íþróttamaður. Göring veil, ekki síður en Mussolini, að það er nauðsyn- legt að gera eitthvað, sem heill- ar fólkið. Hann er glysmaður mikill og hefir gaman af her- sýningum. Á almannafæri birt- ist hann jafnan í einkennisbún- Herman Göring. ingi og með ógrynnin öll af krossum og heiðursmerkjum og lemur sjer áberandi tilburði, eins og leikari á leiksviði. En jafnframt er hann einn af þeim fáu foringjum nasista, sem hafa gaman af spaugi, og hann er jafnan manna fyrstur til að hlæja að skrítlunum, sem búnar eru til um hann. En hann er athafnamaður fyrst og fremst. Eftir heimsstyrjöldina gerð- ist hann flugmaður í Danmörku og í Svíþjóð. Einu sinni varð hann að nauðlenda í Svíþjóð nálægt búgarði barónessunnar Kariri von Foch. Feldu þau hugi saman og lifðu í hjónabandi til 1931 að hún andaðist. En fjór- um árum síðar kvæntist Göring í 2. sinn, hinni fögru leikkonu Emmy Sonnemann. Það var á árunum fjórum, milh hjónabandanna, að Göring gerðist stjórnmálamaður. En hlyntur hafði hann verið nasism anum frá því 1921. Það ár tók hann þátt i kröfufundinum í Miinchen og varð þar fyrir á- falli, því að sár frá heimsstyrj- öldinni rifnuðu upp. Þessi sár hafa aldrei gróið alveg síðan og Göring hefir oft miklar þján- ingar af þeim. Læknarnir hafa ráðlagt honum að halda sjer í miklum holdum, til þess að hafa mirini óþægindi af sárunum. En áður hafði hann notað deyfing- armeðul til þess að sefa kval- irnar og var orðinn bilaður á taugunum. Gat hann þó vanið sig af eiturnotkuninni á heilsu- hæli í Svíþjóð. Þegar Þjóðvei'jar náðuðu þá sem flúið höfðu úr landi, eftir nasistauppþotið í Miinchen, flutt ist Göring ti Þýskalands aftur. Það var 1927. Hann varð þegar hægri hönd Hitlers og 1932 varð hann forseti ríkisþingsins. Og nú hófst framaleið hans, sem á sjer fá dæmi. Hann óx af hverju verki og þó hann leggi oft í tvisýnu ber hann jafnan sigur af hólmi. Tengslin milli hans og Hitlers hafa orðið sterk- ari með hverju árinu og hann er nauðsynlegri maður i ríki nasismans nú en nokkru sinni fyr. Aðalstarf hans þessi áriri, auk þess sem hann er mar- skálkur og herstjóri Þýskalands, er framkvæmd 4-ára áætlunar- innar. Jafnframt þessu er hann einnig: forsætisráðherra Prúss- lands, foringi flugliðsins, hers- höfðingi í fótgönguliðinu, for- seti ríkislögreglunnar, forseti ríkisþingsins, forseti skógrækt- armálanna, forseti leynilögregl- unnar og flokksforingi í S. S.- liðinu. En Göring er eldri maður en Hitler og engin ástæða til þess að halda að hann verði lang- lífari. Og hver tekur þá við, ef hann deyr á undan Hitler. Það er sagt, að Hitler hafi kjörið ann an mann til vara, sem eftir- mann sinn — afkomanda keis- arans, en .á þeirri sögu er var- lega mark takandi. RIDDARALIÐ FRANCO. Síðustu vikurnar héfir verið bar- ist af mikilli grimd á Spáiii og Francoliðið unnið á. Hjer sjesl mynd af riddaraliði úr Franco-hernuni. Austur í Persíu var shajnn Sapol' II. krýndur áður en hann fœddist Sliajnn Hormouz, faðir hans var dá- inn og frœndur lians ætluðu að reyna að ná undir sig ríkinu. Var nú fenginn fróður maður til þess að skera úr, hvort barnið, sem drol.i ingin gengi með væri piltur eða stúlka og sagði hann örugt, að það væri piltur. Var drotningin nú flutt inn í krýningarsalinn og fór þar fram krýningarathöfn og kóróna konungs látin á magann á henni. Barnið fæddist og reyndist vera sveinbarn og ríkti vel og lengi Patrekur verndarvættur lrlands, var ekki irskur heldur franskur. — Hann fæddist í Tours í Frakklandi og hjet rjettu nafni Succat. Faðir hans hjet Calpurnius en nióðir hans var systir Martins gæsabiskups af Tours, þess sem Marteinsmessa er kend við.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.