Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.06.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N. N CARL ZUCKMAYER: LIÐSFORINGINN Saga þessi, er birt uerdur í nœstu blöðum, er efiir gáfaðan, þýskan rithöfuncl, Carl Zuckmayer að nafni. Hversu mikils átits hann nýtur sýnir best það, að Englendingar líkja honum uið einn snjallasta höfund sinn, með uiðurnefninu Noel Coward Þýskalands. Sjaldan hefir baráttunni milli ástar og skyldu uerið lýst af svo nœmum smekk, innsœi og krafti eins og í þessari sögu, er gerist á átjándu öld. AÐ var í drykkjuveislu hjá vini sínum og starfsbróður, greifanum af Prittwitz á gamlárskvöld 1767, að Jost Fredersdorff yfirforingi hitti Lili Schallweis í fvrsta sinn. Sem ungur undirforingi í Brandenborgar- herdeildinni hafði Jost barist, bæði við Ross- hacli og Leuthen. Seinna, eftir sigurinn við Torgau var hann sæmdur heiðursmerki og hafinn til mikilla mannvirðinga innan hersins. Lili Schallweis var ekki lengur ung. En liún var ein af þeim mörgu konum, sem virðast breytast svo litið á aldrinum milli tvítugs og fertugs. Hún var enn grönn, mjúk i lireyfingum, tigin í fasi. Stundum þegar hún var þreytt eða dauf í dálkinn mátti þó sjá örsmáar hrukkur á enninu á henni og undir nasaholunum og iitla bláa bauga kringum augun. En þegar hún var i góðu skapi en það var hún venjulega síðla nætur - eða hlustaði á ein- hvern, sem hún hafði skemtun af eða sam- úð með, minti alt útlit hennar á kornunga, lieilbrigða sveitastúlku. Ef til vill mátti segja að vísu að hend- ur hennar ljóstuðu þvi upp að hún væri ekki mjög ung. Þær voru að vísu fal- legar, en eitthvað höfðu þær mist af þeim vndisleik, sem hendur kornungra kvenna iiafa til að bera. Enginn vissi neitt að ráði um fortíð henn- ar. En sagt var að hún hefði verið farand- leikkona, er sýnt liefði list sína víðsvegar umÞýskaland. Þvi næst hefði lnin átt heima í Berlín í nokkur ár og búið þar með liðs- foringja einum af háum stigum. Hún yfir- gaf hann síðan og tók saman við artnan liðsforingja, sem hafði verið sendur til Brandenborgar, í liegningarskyni fvrir að Iiafa skilmast án leyfis yfirmanns síns. Seinna hafði hann gift sig, en hún tók sam- an við einn lausingjann á fætur öðrum. Nú var hún hjákona greifans af Prittwitz. — Gestir greifans þetta kvöld voru eingöngu ógiftir liðsforingjar og Lili Schallweis var eina konan, er viðstödd var. Prittwitz vai' karlmaður af því taginu, sem konum þyk- ir skemtilegir. Þó að dökka, mjóleita and- litið hans bæri vott um að hann væri istöðu- laus og innantómur maður, bar það þó vott um allmiklar ástríður og nokkurt líf. Meðal embættismanna sinna, liðsforingj- anna, var hann talinn „einn af þeim bestu“ vitur og glaður og umburðarlyndur fje- lagi. Hinsvegar þó að þeir hefðu ekkert því til staðfestu — var hann sá í þeirra hóp, sem þeir mundu síðast leita til, ef eitthvað krepti af þeim. Þeir vissu, ósjálfrátt, að engrar þjónustu eða fórnar í nafni vinátl- unnar var að vænta af Prittwitz. Það var einmitt þessi hverfleiki skap- gerðar hans, sem gerði hann töfrandi: eng- inn vissi hvað hann mundi segja eða gera næst. Hann var höfðinginn i hópi fjelaga sinna, hafði sjerstaka liæfileika til að skemta öðrum og vann með því hjörtu þeirra. Engúni var eins lagið og honum að vekja hlátur í kringum sig. Og í samkvæmum var það alveg áber- andi, hvað hann hafði mikla kvenhylli. ETTA kvöld gegndi Lili Schallweis hús- móðurstörfum. Frá klukkan ellefu þeg- ar setuliðið hafði fengið nýársleyfi sitt, hafði hún framreitt mat og vín fyrir ungu liðsforingjaná. Og það hafði verið drukkið allfasl. Eftir því sem vísar klukkunnar nálguðust töluna tólf, því meir brýndu þeir raiistina. Og frá götunni barst hávaði fagn- andi ,fólks. Allir gestirnir nema Fredersdörff, höfðu sjeð Lili áðtir; og tveir þeirra þektu hana rækilega. Nærvera hennar var öllum liðs- foringjunum til mikillar ánægju og jók há- tíðarstemminguna. Og það leyndi sjer ekki. að rnargir þeirra höfðu merkt fegurð henn- ar. En þó þeir væru orðnir ölvaðir nokkuð sátu þeir á strálc sínum og gættu nokkurn- veginn kurteisi gagnvart henni. Prittwitz skálaði við vini sina og var hreykinn yfir því hversu liðsforingjarnir voru hrifnir af Lili. í hvert skifti, sem hún hvarf frá þeim, til þess að sækja meira vín, hallaði hann sjer fram á borðið og söng fegurð hennar, vexti og fastign óspart Iof, og það var nú heldur betur tekið undir það. Jost Fredersdorff þagði að heita mátti. Hann var ómálugur í eðli sínu, en hafði engu siður gaman að skemta sjer eins og hinir liðsforingjarnir, en fyrir bragðið tóku þeir ekki eftir þvi að ofurkæti þeirra var farin að verða lionum til leiðinda. Hann hafði oft litið á Lili Schallweis, i byrjun af forvitni, síðar af tilviljun, og í hvert skifti ljeði hann þvi athygli að augu liennar beindust að honum. Augnatillit hennar bar ekki vott um neina ástleitni. Svipurinn var rólegur, leitandi, íhugull. Jafnvel þegar hann forðaðist að líta á hana, fanst honum leggja kulda af henni til sín. Þetta gerði hann svo vandræðalegan, að hann gat engan þátt tekið í samræðunum. Hann leit út fvrir að vera svo niðursokkinn í hugsanir, og tilfinningarlaus, að hann gaf þvi ekki fyllilega gaum, sém fram fór í kringum liann. Og af þessu brugðu starfs- hræður hans á glensi við hann. Þegar Lili gekk yl'ir gólfið lil jiess að taka skarið af kerti, sem brann i stjaka á veggnum, gat hann ekki stilt sig um að horfa á hana. Prittwitz rjetti upp höndina alt í einu lil þess að stöðva hláturinn og liávaðann, hall- aði sjer aftur á hak i stólnum, henti hros- andi á hann um leið og hann sagði: „Það er að kvikna í honum Jost!“ Liðsforingjarnir veltust um af hlátri. Fredersdorff stilti sig fullkomlega, og eng'- um roða hrá fvrir i andliti lians. Og eftir slutta þögn sagði hann, um leið og hann hneigði sig litið eitt fvrir Lili, sem var aft- ur koniinn til þeirra: „Því ekki það?“ Lili nam staðar fyrir framan liann i hálf- gerðri leiðslu. A þessu augnahliki heyrðist klukkna- hljómur frá setuliðskirkjunni. „Takið eftir“, hrópaði Prittwitz, og helti víni í glösin i flýti. Liðsforingjarnir ruku á fætur. A sama augnabliki og klukkan byrjaði að slá tólf, var eins og all ætlaði um koll að keyra. Lúðrahljómur og fallbyssugnýr runnu saman í eitt. „Lengi lifi konungur- inn!“ sagði Prittwitz, hátt og hryssingslega. Liðsforingjarnir drógu sverðin úr sliðrum. Birta kertaljósanna fjell á þau. er oddar þeirra mættust á lofti. Lili varð Iitið út að glugganum meðan sverðin voru slíðruð. Gestir Prittwitz greifa föðmuðu hvern annan og kystust bróður- kossi. Lili gekk líægt til Prittwitz og iagði höndina ó öxlina á honum. Hann tók liöf- uð hennar milli handa sjer og kvsti varir hennár. Þvi næst þrýsti liann henni fast að sjer. Hinir liðsforingjarnir komu nær, og lyftu glösum sínum og skáluðu. Hún sneri að þeim. Andlit hennar var alvarlegt, fölt og .það brá skugga á það. „Og nú ætlar Lili að kyssa ykkur alla eins og hún væri systir ykkar“ sagði Pritt- witz hlæjandi og ýtti lienni lil þeirra. Hann hafði haldið utan um liana og kyst liana á báðar kinnar mjög virðulega. En jiegar liann hafði slept henni var eins og hann iðraðist snögglega. Hann laut niður að henni og þrýsti hrennandi kossi á varir hennar. „Ágætt“ sagði Prittwitz. „Verið ekki smeikir, herrar mínir!“ Brosandi leyfði Lili gestunum að kyssa sig. Fredersdorff kysti hana einnig og fann að varir hennar voru fast klemdar saman. Prittwitz dró gluggatjöldin til Iiliðar og ojinaði gluggann. Ilermannaflokkur geklc gegnum borgina og nam staðar um stund fvrir framan bústað hvers liðsforingja. Allir liðsforingjarnir þyrptust út að glugganum til þess, að sjá livað fram færi á götunni, nema Jost. Hann varð eftir hjá Lili. Hann hjelt á glasinu i hægri hendinni og horfði þegjandi á vini sína. All í einu fann liann að hún greip um vinstri hönd hans og þrýsti henni að brjósti sjer. Hann leit á hana; hún var með lokuð augun, og varir hennar bærðust eins og hún segði eitt- livað, sem ekki var liægt að greina. Aðeins augnablik. Hún leið frá honum, eins og draumvera, en hann gekk til fje- laga sinna út að glugganum. Hann stóð við hliðina á Prittwitz, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.