Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.06.1938, Blaðsíða 11
FALKINN 11 EKTA KÚREKALIST. Þið hafið kanske sjeð kúrekana i Ameriku sýna listir sinar i bíó og kasta lassó til þess að veiða villi- hesta. Langar ykkur tjl að reyna hvort þið getið kastað lassó. Það er ekki eins mikill vandi og maður heldur. Lítið á myndirnar hjerna. Á mynd I er sýnt hvernig maður heldur á lassónni þegar maður vill gera lassósveiflu, sem kölluð er. Á mynd II sjest hvernig hægri hönd sleppir smám saman takinu á lassólykkj- unni — þetta gerir maður rjett áð- ur en maður sveiflar lykkjunni i hring fyrir framan sig, eins og sýr.t er á III. Örvarnar sýna í hvaða stefnu lykkjan hreyfist. Sje lykkjan komin á harða ferð er það hægur vandi að láta hana sveiflast lárjetta; maður gerir það með þvi að rjetta hægri hendi út, eins og sýnt er a IV. Með dálitlu lagi er liægt að láta lykkjuna stækka smátt og smátt og loks hoppar maður inn í hana þar sem hún hringsnýst og lætur hana hækka svo að hún snúist yfir höfði Á írlandi rigndi svörtu regni á 40U enskra fermílna svæði 14. maí 1849. í Ilfungenvatni í Livoníu er hólmi sem hverfur á hverju ári. í lok október eða byrjun nóvember sekk- ur hann og er undir vatnsborðinu allan veturinn en kemur upp aftur á vorin og er slegin á hverju sumri. Boris Sidis, prófesor við Harvard- háskóla átti dreng, sem var undra- barn. Sex mánaða gamall kunm hann stafrófið, tveggja ára var hann læs og skrifandi og ellefu ára var hann orðinn stúdent. manns. Ef maður eykur snúnings- hraðan hækkar lykkjan enn meir. Þið skuluð nú reyna þetta og gefast ekki upp, þó að ykkur gangi illa fyrst, þvi að „sjaldan fellur trje við fyrsta högg“. Þið eigið ekki að gera augað á endann með hnút, heldur eigið þið að ganga frá þvi eins og sýnt er á mynd V. NEGRAKOFXNN. Nú ætla jeg að sýna ykkur hvern- ig svertingjarnir suður í Afríku byggja sjer kofa. Líklega eru þeir ekki vel haldgóðir i íslensku lofts- lagi, en þið gætuð' reynt að búa ykkur lil svona kol'a að gamni ykk- ar og sjá hvernig hann reynist. Þið byrjið með því að safna ykkur saman 11 eða 12 borðrengl- um, sem eru þunnar og beygjan- legar. Þessum renglum stingið þið niður í hring eins og sýnt er á mynd I. Það er gott að renglurnar sjeu sem flestar, því slöðugri verð- ur kofinn. Nú beygið þið alla renglu endana saman og reyrið þá vel saman með snæri, eins og þið sjáið að gert hefir verið á myndínni. Tak- ið eftir þverspýtunni, sem fest er á milli tveggjá renglanna. Það er dyratrjeð i kofanum. Svo kemur að því að „tyrfa" kofann. Til þess nol- ið þið stör og bindið hana saman i smáknippi með sama bandinu, eins og sýnt er á II, þangað til komin er lengja, sem nær kringum allan kofann neðst og fest vandlega í grindina. Svo kemur annað lag ofar á sama hátt og er skarað yfir neðsta lagið og þannig koll af kolli þangað til komið er upp í topp. í stað hurðar notið þið dálitla pjötlu, því að það gera svertingj- arnir líka. Ef þið eruð dugleg get- ið þið bygt ykkur heilt svertingja- þorp í þessum stil og ef alt er rjett, þá eigið þið að lokum að setja girðingu utan um þorpið, eins og þið sjáið efst á myndinni. En þið skuluð fara varlega með eldinn i nágrenni við þessa bústaði. Það er hætt við að þeir mundu verða fljót- ir að fuðra upp, ef eldur kæmi nærri þeim. HÆTTULAUS LEIKUR. Það er gaman að æfa sig á að kasta svo að maður hitti vel, en gallinn er sá að það er ekki hættu- laust, einkanlega ef maður notar örvar, gaflok eða annað með beitt- um oddi. En hjerna skal jeg sýna ykkur kastleik, sem er hættulaus, og sem þið getið leikið inni. Þið sjáið áhöldin á myndinni. Örin er fjöður með korktappa á endanum og utan um hann er gúmmíband til þess að gera hann þyngri. Skífan, sem miðað er á er úi þunnri fjöl, en á hana eru festar nálar eða notaðar grammófónnálar, og er hver nál auðkend með tölu. Þegar maður kastar örinni reksl tappinn á einhverja nálina og þa er um að gera að hitta þá nál, sem liæsta talan er við, ef maður vill keppa. Góður [atasnagi. Þegar þið eruð í skógi verðið þið að varast að skerða nokkurn gróður og skemma hríslurnar. — Hjerna á myndinni sjáið þið að- ferð til að hengja fötin sin i trje án þess að gera þeim miska. Þið spennið mittisólina ykkar utan um trjábolinn og festið prjóna úr vir gegnum götin á ólinni. Þetta er fyr- irmyndar fatasnagi. Tóta frænka. YNGSTl KVIKMYNDARI í HEIMl. Þessi litli linokki var ráðinn til að leika i kvikmynd þremur vikum áður en hann fæddist. Hann er sonur að- stoðarmanns við eina kvikmynda- stofuna í Hollywood og ljek fransk- an ríkiserfingja i kvikmyndinni „Marie Antoinette", níu daga gamalt. FRU DOLLFUSS, ekkja hins kunna austurríska kansl- ara, sem myrtur var fyrir tveimur árum, hefir nú orðið að flýja land, eftir að Hitler svifti Austurríki sjálfstæði sínu. Þessi friðleikskona sjest hjer á myndinni. * Allt með íslenskum skipum! í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.