Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.06.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N „PARIA" INDVERJA Úrhrakið, sem hvergi er í húsum hæft og „stjettlaust“ WMMBá ';; ■ •:' •: 'T ■'.:■■■■; ■ ;■ ■/•■■'■■'■X-í;••■■'•:- - ..■■■:■.'" WjTmjlL mmsá. Fuolasalinn er vitanlega „óhreinn’ Ilann selur TNDVERJINN er frá vöggunni til grafarinnar háður þeim órjúfandi reglum og fyrirmæl- um, er setja æfi Iians skorður. Uann er fæddur af foreldr- um einhverra hinna indversku stjetta og verður að hlýta lög- máli þeirrar sljettar í einu og öllu og deyja í þessari sömu stjett. Ifann getur ekki unnið plóginn en önnur einum o. s. frv. En til yfirlits er Indverjum skift í fjórar aðal-stjettir -— og þannig var skiftingin í öndverðu samkvæmt hinum fornu Veda- bókum. Ilver af þessum stjett- um tileinkaði sjer ákveðinn hluta af líkama hins heilaga guðs, Brahnui. Prestastjettin eða Brahmarnir eru höfuð hans. Göturakarinn er úr lireina flokknum i sudra-stjettinni. sig upp í æðri stjett eða gifst konu úr æðri stjett. Ilann verður að eta þann mat og þvo sjer á þann hátt, sem reglur stjettarinnar mæla fyrir, halda þau húsdýr og nota þau áhöld, sem stjett hans hef- ir og að lokum deyja og brenn- ast á stjettarinnar vísu. Annað er óhugsandi því að það væri villutrú. Og ef út af er brotið þá er hegningin ægileg. Sá 'brot- legi er gerður stjetlrækur Iiann verður „paria“ eða stjett- laust úrþvætti. Og ahir afkom- endur hans ienda i sömu for- dæmingunni og verða óhreinir menn. Svo sterk eru áhrif trúar- bragðanna á líf Indverjans að fólk æðrast ekki út af þessu fyr- irkomulagi Þetta á svo að vera! Stjettaskiftingin i Indlandi er æfagömul og ákaflega flókin. Það er talið að stjettirnar í Ind- landi sjeu alls um 2300 og hefir hver stjett sínar reglur, þó að munurinn sje lítill á mörgum þeirra. Þannig á ein stjettin að matast með vinstri hendinni en önnur með hægri, sú þriðja á að beita tveimur uxum fyrir radjput eða hermennirnir axlir hans, vaisija eða kaupmanna- og embættismannastjettin á- samt bændum eru búkur lians, en sudra fætur hans. Hlutverk sudranna er að þjóna öðrum — hin vinnandi stjett, mundu sum- ir kalla það. En sudra skiftisl í tvo aðalflokka: hreina og ó- hreina. Hinir þrír fyrstnefndu flokkar eru hinir „endurfæddu“ brahmarnir eru, meira að segja „guðir jarðarinnar" og til merkis um það bera þeir „bandið helga“. Ströng takmörk eru á milli þessara aðalflokka og til þess að varast að maður brjóti í bága við stjettarreglurnar hafa Indverjar oft auðkenni á sjer, sem sýna hvaða stjettar þeir teljasl til. Það er til marks um hve strangar reglurnar eru, að menn af mismunandi stjett mega hvorki matast nje sofa undir sama þaki. Að giftast konu úr annari stjett er liöfuðsynd. Þeir sem það gera verða stjettrækir og óhreinir. Óhreinir merin í Indlandi eru taldir um 60 miljónir. Þeir játa trú Hindúa en njóta engrar verndar þjóðfjelagsins og lifa tífi, sem mönnum er ekki sam- boðið. Engin stjett getur veitt „paria“ viðtöku, og hann fær aldrei að vinna heiðarlega vinnu og dóttir hans fær ekki að giftast. Og sömu örlög bíða allra afkomenda lians. „Pai’ia“ er andlega snauður og efnalega, hann nýtur hvorki álits nje viðui’kenningar rije uokkurs þess, sem mennirnir sem hann hefir vanið sjálfur. Krónprinsinn af Lunawada. Hann er tir radjput-stjettinni. telja hlunnindi eð'a líl'sgæði. Flestir þeirra eru þrælar stór- hæixdanna og vinna þar auð- virðilegustu störfin og er algei-- lega fyrirmunað að bæta kjör sín. Þó að hungursneyð og þurk- ar hérji einhvern hluta landsins að kalia nxá árlega dettur eng- um stjettbundnum manni í hug að nota hrunn, sem „paiáa" hefir grafið jafnvel ekki til að vökva akrana. Hafi skugga af „paria“ borið á mat, sem stjettbundnum manni var ætl- aðu r, er matnum fleygt út um- svifalaust. „Paria“ má aðeins ganga um götur bæja meðan geislar sólarinnar falla lóðrjett. Því að skáhöllu geislarnir frá nxorgun- og kvöldsólinni gætu auðveldlega fallið á hús æðri manna og saurgað þau. Auðvilað nær hræðslan við að smitast af hinum „óhreinu“ ekki síst til skólanna. Stjett- lausu börnin fá ekki að vera i skóla með öðrum, en þó gildir þetta ekki ríkisskólana, sem standa undir eftirliti sljórixar- innar. í sumunx skólum eru „óhreinu börnin“ iátin sitja á svöluixx fyrir utan skólastofuna og hlusta á kensluna, sem fram fer inni i stofunni. Og sumstað- ar er þessum „ólireinu börn- um“ kent úti á viðavangi. „Paria“ nýtur hvorki laga nje rjettar. Ilann má ekki koma inn í opinbera byggingu, ekki koma í rjettarsal og sumstaðar jafnvel ekki koma í musterin. Ef sjest til „paria“ á þjóðveg- inum og stjettarlimur kenxur á móti honum verður að gæta þess, að koma ekki of nærri. „Parian“ aðvarar xnanninn með því að leggja grænt blað á 'veg- inn, og þegar stjettarmaðurinn sjer það nemur hann staðar og bíður. En „parian“ hleypur út af veginuxxi og þegar hann er kominn í hæfilega fjarlægð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.