Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1938, Blaðsíða 1

Fálkinn - 25.06.1938, Blaðsíða 1
XI. Reykjavík, laugardaginn 25. júní 1938. Lómagnúpuv er eitt hið tignai legasta fjall, sem skerst suður í undirlendið sunnanlands, hár og snarbrattur. Þar eru engin und- irfell til þess að draga úr athyglinni, og þó að sjálfur Öræfajökull sje þarna á næstu grösum, getur engum sjest yfir Lóma- gnúp. Sagan segir, að sjaldan sje sama veður austan gnúpsins og vestan og sannast þetta oft enn þann dag í dag. Er Lóma- gnúpur nær 700 metra hár. Myndin er tekin af Páli Jónssyni skarnt frá Núpstað, sem er austasti bær í Fljótshverfinu og dregur nafn af fjallinu. Sjest þar yfir Núpsvötnin, eri austan þeirra tekur við Skeiðarársandur alt austur til Öræfa. LÓMAGNÚPUR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.