Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1938, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.06.1938, Blaðsíða 6
F Á L K I N N 6 LAUGARDAGSKVÖLD TIL MÁNUDAGSMORGUNS 'XT'INUH MINN Patrick Diggie var, auk Jjess að vera heimulegur sjerfræðingur í skrám, peningaskáp- um og þjófabjöllum, allra besfi ná- ungi. Tekjur hans voru að vísu nokkuð óreglulegar, bæði að því er snerti tíma og uppruna, en þær náðu altaf álitegri upphæð, samtals á árinu. Patrick Diggie var mjög athafna- mikill maður ólíkur flestum i öðrum atvinnugreinum, sem eftir að að hafa sogað í sig nægilega reynslu, geta setið í einhverri gróðrafjelags- stjórninni og beðið eftir þvi að pen- ingarnir komi veltandi til þeirra. Það, hve vel honum hafði orðið ágengt, má sumpart rekja til með- fæddrar hepni hans, en jeg er nú helst á því, að það hafi einkum ver- ið þvi að þakka, að hann sýndi svo mikla nákvæmni i starfi sínu. Á þeim sjerstaka tíma úr æfi- ferli hans, sem hjer er um að ræða, fann hann að ýms atvik, sem við skulum ekki fara nánar út í hjer, gerðu tilveru hans i Englandi dá- lítið óvissa að maður ekki ineg: segja hættulega. Þessvegna greip hann fyrsta hentuga tækifærið til þess að taka saman dót sitt og fara til útlanda. Mary Lou og hann settust að i dálitlu, fallegu húsi í Avenue Foch. Fólk með góðum þokka, persónuleik og fallegri sparisjóðsbók getur altaf látið til sín taka í þvi alþjóðasam- fjelagi, sem kallað er heldra fólkið i París. Diggie-hjónin urðu vinsæl i sama augnabliki og þau komu á sjónar- sviðið. þau voru allstaðar i heim- boðum og hjeldu dýrindisveislur í staðinn. Þau heiðruðu veðreiðarnar í Auteuil og Longchamps með návisl sinni, voru stöku sinni í leikhús- inu til sannrar prýði og sáust oft á skemtistöðunum á Montmartre. En svo sá Pat einn góðan veðurdag að ekki mátti við svo búið standa - það var kominn tími til að hugsa til alvarlegri starfa. Mary Lou hafði látið þá ósk í Ijós að vera viðstödd veðreiðar næsta sunhudag, er Pal fleygði frá sjer Morgunblaðinu á rúmgaflinn og kveikti sjer í síg- arettu. Því miður, sagði hann hugs- andi, — jeg er hræddur um að það sje ekki hægl. — Hversvegna ekki? sagði hún. — Við erum ekki við neitt bundin á sunnudaginn. - Jú, jeg er víst bundinn, sagði hann með vinsamlegri áherslu. — Og svo er jeg auk þess nærri því auralaus. Hún ýtti bakkanum með morgun- kaffileifunum til hliðar og fór að hreinsa á sjer neglurnar og fágaði þær með stökustu nákvæmni. — Auralaus? Hún horfði á hann með brosandi vantrú. — Þú gleymir að jeg verð að skrifa gífurlega ávisun bara fyrir húsaleigunni. Nei, Pat, jeg Irúi þjer ekki. Hún hristi kollinn og hló. — Meðan fólk notar peningaskápa til að geyma fjármuni sína i kemst þú ekki á knje. — En jeg hefi lifað eins og land- eyða alt of lengi, svaraði hann og benti henni á, að slíkir lifnaðar- hættir gætu jetið upp mikla inn- stæðu. Mary Lou bljes hugsandi á fingur sjer til þess að þerra naglalakkið. — Þá er víst kominn tími til, sagði hún með blíðu brosi, — að þú farir að vinna aftur. Hann kinkaði kolli. — Jeg meina heiðarlega vinnu, bætti hún við. •— Þú hefir eignast svoddan fjölda af áhrifamiklum vin- um. — •— — Jeg ætla að vinna á sunnudag- inn kemur meðan alt er lokað og allir eru að heiman, sagði hann al- varlegur. Hún settist alt í einu upp og vu>' svo uug og yndisleg, að hann fjekk hjartslátt. — Jeg hjelt að þú værir hættur þessháttar .... Það var jeg líka, en aðeins um stundarsakir, elskan mín. Hann laut niður að henni og kysti hana. — Hvorki þú eða jeg erum hæf til þessa rólega broddborgaralífs með fjárhagsvandræðum og þessháttar. Við elskum líf og skemtanir, og til þess þurfum við peninga sand af peningum. — Ó, Pat, þetta er sv'o áhættu- samt! Hún hafði náfölnað, svo að Pat lá við að óska, að hann hefði valið sjer heiðarlegra æfistarf. Þetta er all mjer að kenna, hjelt hún áfram, vegna þess að jeg er svo eigingjörn og hugsa ekki um annáð en að skemta mjer. — Við erum það nú víst bæði, sagði Pat og hló, og meðan okkur tekst það — hver kœrir sig þá urn til hvers peningarnir fara? Jeg verð bara að reyna að ná í meiri aura það er alt og sumt. Og áður en hún kom með fleiri mótbárur hafði hann sagt henni frá áformum sinurn viðvíkjandi Banque Bordelaise. Hún leit spyrjandi upp: — Banka Berangers? Hann var góðvinur okkar! Heldurðu ekki að þú farir að spenna bogann of hátt? Hann fullvissaði hana um, að þett-i væri hægðarleikur. Honum hafði dottið þetta i hug kvöldið sem hann var í bankanum með Radowski, sem var að fara ofan i hólfakjallar- ann með einhver verðmæt skjöl. En ekki geturðu sprengt hólfin i loft upp? sagði Mary Lou. Jeg fæst yfirleitt aldrei við sprengiefni, sagði hann fyrirlitlega. — En jeg hefi hugsað þessa ráða- gerð mjög itarlega og hún er alveg örugg. Hún er alveg eins og úr. Jafnvel úr getur brugðist, sagði hún alvarlega. -— Ekki þegar maður hefir tvö samtímis! Svo skýrði hann henni frá áforminu. Þegar honum hafði dottið þetta i hug þá rannsakaði hann fyrst af öllu hvort hólfkjallar- inn væri opinn almenningi þegar bankinn væri lokaður, og yfirleitt hverjar varúðarráðstafanir væru við liafðar. Hann hafði leigt sjer hólf og síð- an gert sjer að reglu að koma i kjall- arann á hverjum morgni og hverju kvöldi. Þannig hafði honum lekisl ið verða málkunnugur bæði dag- og r.æturverðinum, og hann hafði meira að segja gefið þeim ráð um, hvaða hesta þeir ættu að veðja á. Og árang- urinn hafði orðið góður. En hversvegna ertu að hafa fyrir öllu þessu? spurði Lou. Til þess að þeir venjist mjer auðvitað. Skilurðu ekki, að bráð- ókunnugur maður, sem sýnir sig þarna niðri vekpr undir eins eftir- tekt slíkra manna, en andlit sem þeir kannast við vekur engan grun og gleymist jafnóðum. En augu hennar voru enn hugs- andi og varirnar skulfu, er hún spurði með kviðandi röddu: Og hvenær á þetta að gerast? - Frá laugardagskvöldi til mánu- dagsmorguns. Skemtileg helgi! - Jeg sakna þín skelfing, and- varpaði hún, en svo hrestist hún og brosti: Hvað eigum við mikið eftir? Pat dró upp tvo þúsund-franka seðla og rjetti henni þá. Hún leit á þá sem snöggvast, svo rjetti hún honum annan seðilinn og sagði: — Lofðu mjer að veðja öðrum á „Le Bandit“ á sunnudaginn! JLfEÐAN RAUDA bifreiðin rann á- fram strætið í hringiðu síðustu vinnustundirnar i búðunum setti Pat armbandsúr sitt og vasaúr eftir rjettum Parísartíma. Hnigandi aprílsólin stafaði rauð- um bjarma á lblkið fyrir utan kaffi- húsin og skarann sem fyltu alla strætisvagna á leið heim eða hurfu ofan til neðanjarðarbrautanna. Ungar stúlkur úr verslununur: flýttu sjer heim með eitt eða annað til að fleygja á steikarapönnuna yfir gnsinu, áður en þær færu á stefnu- r.iótið og i bíó. Karlmenn í þröng- um svörtum jökkum og röndóttum buxum skunduðu áfram með út- troðnar skjalatöskur sem liklega höfðu ekki annað inni að halda en handklæði, kvöldblað og dós með camembert-osti með kvöldmatnum. Og Pat þakkaði guði að hann var ckki eins og þessir menn. Bankinn sjálfur hafði lokað uni iniðjan dag eins og vant var, en hólfadeildin var opin til kvölds vegna hinna mörgu verslana, sem ekki höfðu enn gert laugardaginn að hálfum frídegi. Hann brosti hlýlega til langa dyravarðarins og sá að dagvörðurinu mundi hafa verið Ieystur snemma af hólmi i dag. Já, hann var heppinn að sleppa. Það hlýtur að vera leiðinlegl að sitja hjer innilokaður yfir allar helgar? — Já, herra, þjer ættuð að vita hve hræðilega mjer leiðist, sagði Jules. Thévaut, næturvörðurinn, kom Lrosandi á móti þeim. Ron soir! monsieur Diggie — þjer eruð sannarlega galdramaður á veðreiðarbrautunum! Pat leiddi þakklæti mannsins hjá sjer. — Jeg á önnur betri ráð handa yður kunningi, sagði hann Iágt. Jeg hefi nefnilega heyrt, að ekkert minna en jarðskjálfti geti hindrað að brjefin i „Constibles du Nord“ hækki í næstu viku. Kaupið þau það allra fyrsta á kauphöllinni á mánudagsinorguninn. Er það áreiðanlegt? Tvímælalaust! Radowski sagði mjer það sjálfur. En látið það ekki fara lengra. Hann bar klukkuna sína saman við klukkuna í anddyr- inu og þær voru eins, upp á sek- úndu. — Jæja, ekki get jeg staðið hjerna, hjelt hann áfram. Það eru ekki nema tíu mínútur þangað tii að þið lokið niðri? bætti hann við. Næturvörðurinn kinkaði kolli. — Og svo erum við vesalingarnir fangar þangað til á mánudag. Kenn- ið þjer ekki í brjósti um okkur? — Jú, en gleymið ekki Radowski- brjefunum, sagði Pat. — lipp með skapið, kunningi — hver veit nema þið fáið innbrot, til tilbreytingar. Það verður víst ekki einu sinni svo vel. tautaði hinn rauna- lega. Látlaus straumur af fólki stefndi í áttina til dyranna, en hinsvegar sáust fáir fara ofan i hólfakjallar- ann. Pat Diggie vissi, að enginn veitti hverjum einstökum i hópn- um athygji, og hann var sjálfur klæddur eins og aðrir kaupsýslu- menn, með skjalatöskuna i hendinni. í stiganum niðri voru dálítið l'ærri og varðmaðurinn þar þekti hann og heilsaði honum. Pat tók upp lykil og Ijet eiiis og harin væri að blaða i skjöluni sinum. Hann skrifaði eitthvað i vasabókina sína, þangað til hann heyrði varðmann- inn kalla, að kominn væri lokunar- tími. Þvottamaðurinn tók ruslabyttu siiia og sópa og fór út, og aðrir er þarna voru. Pat beið þarna einn nokkrar minútur og skelti svo hólfi sínu í lás. Svo bauð hann verðinum góða nótt og fór upp i stigann. A leiðinni inætti hann aðstoðar- inanni sínum, eins og ráð hafði verið fyrir gert, en ljet hann fara fram hjá sjer. Hann leit við, sá varðmanninn nálgast manninn, líta á spjaldið hans og segja honum að hann kæmi of seint. Aðstoðarmaðurinn andmælli þessu og krafðist að sjer yrði hleypt inn en vörðurinn var hinn þverasli. Meðan þeir voru að rífast með hinni litskrúðugu mælgi og handapati, sem einkennir franska menn, gafst Pat tækifæri til að læðast frain hjá og niður í hólfakjallarann. Það var skot upp undir þaki, milli þess og stálhólfsskápanna, sem stóðu þarna á þrjár hliðar og þangað vatt Pat sjer og faldi sig, svo að ómögulegt var að sjá hann. Skömmu siðar liættu viðræðuri- ar fyrir utan. Höfuð kom i Ijós og rendi augununi um kjallarann og siðan lokaðist stálhurðin. Pat varp öndinni eins og byrði væri ljett af lioniim. J7FTIR stundar bið klifraði hann liinn rólegasti ofan á gólf og opnaði skjalatösku sína. Hann lagði gæsalifrina og steikta hæniiungann lil hliðar ásamt kampavíninu, en raðaði því sem eftir var i töskunni i netta röð. Hólf nr 159 höfðu þcir bræðurn- ir Chamberlin, gimsteinakaupmenn- irnir i Rue de la Paix. Hann hafði þá ánægju að þekkja herra Felix Chamberlin persónulega. Hólfið ætti að vera fult af gimsteinum og peningum, og sama mundi eflausl vera að segja um fleiri hólfin, ]ieg- ar á það var litið að nú var laugar- dagskvöld. Hann fór úr jakkanum og fór að viiina. K.vrðin var yfirgnæfandi og þó loftventlarnir væru opnir var ákaflega heitt þarna niðri. Svita- droparnir fóru að renna niður enn- ið á honuni, svo að hann batt vasa- klút um höfuðið og hjelt áfram. Jeg vona samvisku yðar vegni. að þjer hafið aldrei kynst þeirri unun sem er í því, að gramsa í gimsteinum og taka þá af bláu silk- inu í hlykkjunum, bera þá upp að Ijósinu og láta þá renna milli fingr- anna. Að sjálfsögðu hafði Patrick Diggie enga samvisku, sem ónáðaði hann, og að því er honum lanst var þetta lík tilfinning og þegar maður bragðar á sjaldgæfu vini. . Eftir Dennis O’Meager. r

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.