Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.06.1938, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Mötiö sett í Valhöll á Þingvöíhim. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. liitstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Skrifstofa i Osto: Anton Schjötsgade 14. BJaðið kexnur út hvern iaugard. Askriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 anra millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. Við öfundum þjóðirnar á megin- iandi Evrópu af öllum lífsþægind- um þeirra, af hitanum og af frjó- sömum aldingörðum og ilmandi skógum. Þar er paradis á jörðu, en hjer þykir fátt um unað. En hvernig stendur þá á því, að fólkið sunnan úr þessum fögru lönd- um og vestan úr sælustöðum Banda- ríkjanna sækist eftir að koma hing- að og njóta þess, sem það á ekki kost á heima hjá sjer. Það dáist miklu meira að fegurð íslands en við gerum sjáifir. Á útlendum tung- um hefir það fæðst, mesta lofið, sem sagt þefir verið um ísland. Og það eru útlendir skemtiferðamenn og vísindamenn, sem haldið hafa nafni íslands á lofti erlendis en ekki við sjálfir. Hvað kemur til hvað finsl þeim eiginlega laðandi við ísland9 spyrja íjienn. Það er nú að vísu mannlegur eiginleiki að tilbreyting- fn er heillandi, en þetta er þó ekki næg skýring. Hitt mun einnig, að við sjálfir kunnum ekki að meta þá tegund fegurðar, sem ísland hefir að bjóða, vegna þess að við höfum fcngið svo mikið af henni sjálfir. Það er sama sagan og þegar maður etur sig Ieiðan á góðum mat. Ýmsir, sem yfirgefa átthagana um skeið, inunu eflaust hafa rekið sig á, að þegar þeir koma þangað aftur eftir langa útivist veita þeir athygli og dáðst að ýmsu, sem þeir aldrei höfðu veitt athygli í ungdæminu. Eitt af því sem heillar útlendinga hjer er það, hve landið er litt bygt. Það birtist í sínum eigin búningi, en ekki mannanna. Náttúran sýnir sig svo langs'amlega einvalda. Og ís- lensk náttúra er að skapast i sífellu, miklu fremur en náttúra annara landa. Okkur þykir loftslagið dutlungafult en útlendingar finna hjer hreinna loft og heilnæmara en þeir eiga að venjast, hvort sem þeir koma úr stórborgunum eða vestan af prerium Norður-Ameríku. Þeim finst unaður að anganinni úr jörð- iuni, sem við veitum varla alhygli sjálfir. Þeir dáðst að hinum sifeldu lithreytingum lofts og fjaila, að kvöldroðanum og norðurljósunum. Öllu þessu gleymum við sjálf, þvi að við höfum alist upp við, að láta okkur þykja það hversdagslegt. En ef fólk viil opna augun þá er það ekki hversdagslegt. Öll mannanna verk eru hjóm og hjegómi í saman- burði við það. Akropolis er ekki nærri eins falleg og sólariag í Reykjavík. Fyrsta íslenska stúdentamótið var haldið á Þingvöllum og í Reykjavík dagana 17. og 18. þ. m. og annaðist Stúdentafjelag Reykjavíkur undirbúning þess. Eilt stúdentamót hefir áður ver- ið haldið hjer á íslandi. Það var árið 1930 í sambandi við Alþingishátíðina og var fyrir öll Norðurlönd. Mættu á því auk fjölda íslenskra stúdenta stúd- entar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyj- um. Fór það mót fram með prýði, svo að erlendir þátttak- endur töldu okkur íslendingum vegsauka að. — Veðrið var ekki beint upp- örfandi til þátttöku að morgni þess 17. Hellirigning og storm- ur. Stúdentar ljetu þetta þó ekki á sig fá og munu rúmlega 200 stúdentar hafa farið til Þing- valla. Þegar sest hafði verið inn í bilana var lagið tekið. Stúdent- arnir hófust í hærra veldi og ill- viðrið glevmdist. „Þótt hann rigni og þótt jég digni. þá mun lygna siðarmeir“. Á Þingvöllum. Til Þingvalla var komið kl. 10 árdegis, og rigndi þar „lif- andi skelfileg óltaleg ósköp“ og hjelst allan daginn, svo lnmdi var ekki útsigandi hvað þá manni. Og verður þvi ekki ann- að sagt en Þingvellir lóku kuldalega á móti stúdentunum. Formaður Stúdentafjelags Reykjavíkur, Sigurður Ólason lögfræðingur, setti mótið með nokkrum orðum og lýsli til- drögum |)ess og verkefnum, er fvrir lægju. Hvatti hann stúd- enta lil að þess vera á verði um áhugamál sin. Forseti mótsins var kosinn prófessor Alexander Jóhannes- son, en varaforseti Sigurður Ólason. Ritarar voru Lárus Blöndal og Sigurður Grímsson. Forseti talaði síðan nokkur orð, en gaf þvi næst Sigurði Eggerz bæjarfógeta orðið, er mælti fyrir minni Islands. Mun Sig. Eggerz hafa átt hugmynd- ina að þessu rnóti. Komst liann í ræðu sinni nokkuð inn á sam- bandsinái íslands og Danmerk- ur. Talaði liann af guðmóði og heitri ættjarðarást sem hans er vandi. Þjóðsöngurinn var þvínæst sunginn. Þá lók til máls prófessor Ól- afur Lárusson og talaði um Ilagsmunamál stúdenta. Mint- ist hann í þvi sambandi á hina öru stúdentafjölgun, sem væri að verða ískyggileg. Var nú matarhlje. Undir borð- um sungu þeir Glunta Árni frá Múla og Pjetur Jónsson, og stjórnuðu þeir almenna söngn- um meðan setið var að borðum. Er borð höfðu verið rudd hófst fundur af nýju. Prófessor Alexander flutti erindi: Háskól- inn og framtð hans. Mintist hann Jóns Sigurðssonar og hvernig þjóðskólahugmvnd lians hefði orðið hinn fyrsti visir lil háskóla vors. Prófessorinn benli og á hina miklu þýðingu þess að háskólinn fengi að ráða sín- um málum og um leið að vel væri búið að háskólakennurum og stúdentum. Næst flutti Ludvig Guðmunds son skólastjóri frá Isafirði er- indi: Skólamál. „Markmið skól- anna á að vera“, sagði Ludvig, „að skapa dugandi og nýta menn. Við eigum að efla andlega og líkamlega hreysti, aga í hugsun og framkvæmd- um“. Ludvig talaði um vinnu- skóla og þakkaði Björgvin fyrv. sýslumanni er þarna var stadd- ur fyrir tillögur lians í þessu efni. „Þjóðin þarf að glæða með sjer ásl á starfi og vinnu, svo að hún sje fær um að taka upp baráttuna við íslensk lífs- kjör“. Síðasta erindi mótsins flutti Ragnar Jóhannesson stud. mag. Fjelagsmál studenta. Að loknum öllum erindum voru kosnar nefndir til þess að undirbúa og leggja fram tillög- ur í málum þeim, er erindin höfðu fjallað um. Skiluðu þær áliti daginn eftir. Við kvöldverðinn voru marg- ar ræður og kvæði flutt, en á milli voru sungnir stúdenta söngvar. Algengir stúdentasöngvar svo sem „Gaudeamus igitur“ og „Sjung om studentens lvckliga dag“ skiftusl á við íslenka ætl- jarðarsöngva. — Nýhökuðu stúdentarnir voru hvltir þarna ineð ræðu og húrralirópum. Það vakti ekki litla athygli meðai eldri stúdenta að af nýju stúd- entunum frá Reykjavikur menta- skóla, sem voru 42 að tölu, voru 19 slúlkur. Nestor islenskra stúdenta, Ind- riði Einarsson rithöfundur, var mættur á Þingvöllum. Er hann nú 87 ára að aldri. Það er ó- hætt að fullyrða að engum var fagnað svo vel sem honum. Framhalct á hls. 1'i.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.