Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1938, Qupperneq 3

Fálkinn - 16.07.1938, Qupperneq 3
F Á L Ii I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjún Guðjónsson. Framku.stjári: Svavar Hjaltested. Aöalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjayik. Siini 2210 Skrifstofa i Oslo: A n t o n Schjötsgade 1 -1. BlaSið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsinffaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. Meðan Reykjavík var lítil var það altítt að unglingar þaðan voru send- ir upp í sveit „til þess að drekka mjólk og viðra sig“. Þessu hefir hnignað siðan þörfin varð meiri. Reykjavík aldamótanna var enginn bær í sam'a skilningi sem nú er. Hún var hálfgert sveitaþorp, með túnum við flestar götur og fjöldi unglinga átti þá kost á að velta sjer í grasi og snerta á hrífu, án þess að fara úr bænum. En nú eru tún- in horfin undir malbik. Engum mun detta í hug, að and- mæla þvi, að kaupstaðarunglingum sje nauðsynlegt og lærdómsríkt að dvelja í sveit kafla úr æfi sinni. En fólk þykist ekki lengur haia aðstöðu til að koma börnum sínum í sveit — það segisl ekki þekkja nein sveitaheimili, nema þá máske i öðrum landsfjórðungum. Eins og nú hagar samgöngum, þá er það nú að vísu ekki nein frágangssök að koma börnum í aðra landsfjórð- unga, þegar nú er hægt að komast norður í land á sama tíma og austur yfir fjall fyrir 30 árum. En hvað sem því líður, þá er það nauðsyn- legt, að hreyfing sje hafin til þess, að koma unglingum i sveit, úr því að þetta gerist ekki af sjálfu sjer. Eflaust er það fjöldi sveitaheim- ila, sem hefir góð skilyrði til þess, að taka stálpuð börn í sumarvistir, sem matvinninga. Það gæti orðið beggja gagn, þó að unglingarnir væru ekki látnir taka nærri sjer um vinnu. Því að þeir eiga ckki að fara í sveitina til ])ess að strita, heldur til þess, að breyta um lifs- skilyrði, iæra að vinna algeng sveita- störf, sniðin við getu þeirra og hæfi. Og það má gera þessa vist þannig, að hún verði unglingunum ánægja og leikur, þó að þeir þurfi talsvert að hafa fyrir lifinu og vinna ákveðna stundatölu á dag. Jafnframt því, að vera unglingunum til heilsubóta á sumarvistin að vera þeim skóli, sem þroskar þá og kennir þeim að finna til tengslanna við gróandi mold og lifándi náttúru. Það eru vitanlega ekki allir húsbændur i sveit, sem eru færir til að búa svo í haginn fyrir þetta unga „kaupa- fólk“ sitt, en þeir eru þó margir. Og víða hagar svo til, að hægt væri að taka kaupstaðahörnin í sumardvöl í stórum stíl, og hafa nóg handa þeim að gera. Þar sem svo er ástatt, væri lientugast að kennari fylgdi hópnum og stjóru- aði honum í sumarvistinni. Hlið Hafnfirðinganna. Skátahöfðinginn við tjald sitt. Hlið Væringja. SKATAMOTIÐ A ÞINGVOLLUM Hvar getur slíkan stað sem Þingvöll? Við erum komin að Almannagjárbarminum, stígum þar út úr bifreiðinni við hliðið að Þingvallagirðingunni og horf um yfir hinn fornhelga stað. Aldrei liefir litbreytni og tign íslenskrar náttúru notið sín bet- ur en í dag. Einn slíkur dagur þurkar út úr vitund vorri leið- ar endurminningar um sunn- lenska rigningu og sólarleysi, ekki aðeins viku eftir viku, held- ur jafnvel mánuð’ eftir mánuð. Dimmblámi Þingvallavatns er svo mikill, að við myndum rengja liann, ef hann hefði ver- ið færður á ljereft. Og svo gríp- ur augað einn litinn á fætur öðrum í þessari Paradís til- breytingarikrar og sviptiginnar náttúru. Þarna rísa Botnsúlur með snjódíla í lægðum og slökk- um, Ármannsfell, klætt að neð- an í Ijósgrænt birkiskrúð, sem endar í grábrúnum urðarskrið- um. I nokkurri fjarlægð skautar Skjaldbreiður fannafaldi háum og lokar norðrinu. Og augað hvarflar yfir sviðið, Tindaskagi, Hrafnabjörg, Arnarfell og Kálfs tindar í baksýn, ein óslitin dá- semd dýrlegrar náttúrufegurð- ar, svo augað veit varla hvar nema skal staðar. Það lækkar stefnuna og hraunið og Vellirn- ir breiða út faðminn og fagna gestunum. Og Almannagjá, ekki má glevma henni, inngangin- um eða dyrunum að fornra vætta stað, þar sem flestir merk- ustu viðburðir þjóðar okkar hafa gerst. Við erum við must- erisdyr og Öxarárfossinn byrjar að leika sitt töfrandi forspil. Við stígum upp í bílinn og keyr- um niður á Þingvöll. Og fossinn heldur laginu áfram. Það er ekki eingöngu vegna þessa dýrlega veðurs, að við heimsækjum Þingvöll í dag, heldur og vegna þess, að 4. landsinót íslenskra skáta stend- ur yfir á Þingvöllum, með þátt- töku 7 erlendra þjóða. Við horfum niður á Leirurn- ar og sjáum þar heil tjaldhverfi meiri en sjest hafa þar síð- an 1930. Við nemum staðar við voldugt lilið með víkingaskipi yfir. Þetta er aðalhliðið og til beggja handa blakta við hún margir fánar; það eru fánar þeirra þjóða, sem þátt taka i inótinu. Talið frá vinstri - sjá- um nú til — íslenskur, fransk- ur, finskur, norskur, danskur, enskur, hollenskur. Nú litumst við um og ekki stendur á hjálpsemi og leiðbein- ingu íslensku skátanna. . Fyrst verður á vegi okkar ínatardeildin og búrið. Þvi næst geysistór tjaldbúð, þar sem skát arnir geta haldið til, ef gerir vont veður. Svo kemur borð- stofa undirbúningsnefndar og erlendu gestanna og á bak við Iiana dálítið eldhús, þar sem 1 skátastúlkur matreiða. Aðrar stúlkur fá ekki að vera þarna! Þegar þessu sleppir taka við „aðalstöðvar“ skátanna eða höfuðstaður tjaldhverfanna. Þar kennir margra grasa. Þarna er talstöð, banki, póstslöð, læknis- setur og ennfremur tjald skáta- höfðingjans, dr. med. Helga Tómassonar. — Þá megum við ekki gleyma að ganga gegn um tjaldhverfin. Tjöld Svía, Finna. Frakka og Hollendinga eru í einni hvirfingu. Þá koma tjöld Dana og þvinæst íslendiliga (Væringja) og síðan hver af öðrum. Við innganginn að hverju tjaldhverfi eru snvrti- lega útbúin hlið. Heiðarbúar frá Keflavík bafa gert sitt lilið úr hvalbeinum og Norðmenn sitt úr skiðum. Átti það kanske ekki vel við? Smekkur skátanna er ósvikinn, skal jeg segja ykkur. Hvað dvelja margir skátar þárna? Um 230. Það eru 17 Danir, 3 Norðmenu, 2 Svíar, 1 Finni, 1 Frakki, 2 Hollending- ar og 14 Englendingar. Hinir þátttakendurnir eru Islending- ar. — Og livaðan eru þeir? Auð- vitað langflestir frá Reykjavík. Annars hafa komið skátar til mótsins frá Akureyri, Hafnar- firði, Keflavik, Stokkseyri, ísa- firði, Siglufirði, Súgandafirði, Borgarnesi, Slykkishólmi og Vik i Mýrdal. Þessi almenna þátttaka utan af landi sýnir best hversu þessi Framhald ó hls. 14. Morgunrakstur. Talstöð skátanna.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.