Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1938, Qupperneq 4

Fálkinn - 16.07.1938, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Oxford og Cambridge eru elstu og frægustu háskólar Eng- lendinga. Mun Oxford vera ölln eldri mentastofnun, en elsta há- skóladeildin í Cambridge, Peter- house College er þó bráðum 700 ára og var stofnað 1245. Fyrirkomulag þessara gömlu há- skóla er býsna frábrugðið því, sem tíðkast á norðurlöndum og liggur það í uppruna háskólanna. Upprunalega hafa þeir myndast úr mörgum einstökum klaust- urskólum í kaþólskum sið, heimavistarskólum, sem stofn- aðir voru með gjöfum og iðk- uðu ýmsar námsgreinar. Síðan mynduðu þessir heimavistar- skólar eða „college“ sem Eng- lendingar kalla einn háskóla, en hin einstöku „college“ liafa þó hvert sína heimastjórn og fjárliagsmál og leggja fram fje til sameiginlegra þarfa háskól- ans, livert eftir sinni getu. Mörg þeirra eru forrík og auðguðust m. a. freklega af sálugjöfum frómra manna. Ríkið þarf ekk- ert fje að leggja til þessara gömln háskóla, þeir eru sjálfs- eignarstofnanir og ráða sjálfir sinum högum og taka meira að segja beinan þátt í stjóm lands- ins, á þann hátt að háskólarnir senda fulltrúa á enska þingið. Eru þeir því ekki háðir dutl- ungum mentamálaráðherra hvorki um skipun kennara eða annað. Þessar háskóladeildir höfðu sín eigin lög og reglur fyrrum og' voru sem ríki í ríkinu og höfðu litlu meiri skifti við um- heiminn en munkar í klaustr- um. Þetta er að vísu allmjög breytt nú, en þó eimir eftir af því enn. Enskir háskólastúdenl- ar eru háðir meiri aga en stjetta bræður þeirra í öðrum löndum Evrópu og verða að sætta sig við ýmsar skerðingar á persónu- frelsinu, jafnvel þó að þeir sjeu alls ekki vistmenn i heimavist- um háskólanna. Þegar stúdentum tók að fjölga í Englandi varð brátt írnar þrau . þr^ng^ vjg báskól- ana. Þeir fengu ekki inni í heimavistunum og varð því að fá þeim bústaði lijá fólki í bænum til þess að þurfa ekki að loka háskólanum fyrir þeim. f dag er svo komið, að mikill hluti stúdenta leigir sjer hús- næði úti í bæ. Þessir stúdentar búa að vísu við meira frelsi en þeir sem eru í heimavistunum en þó eru þeir mjög háðir ýms- um fyrirmælum háskólans. Flestir kjósa að fá heimavist ef þess er kostur, fremur en að leigja sjer herbergi í bænum, Þegar heimavist- i „digs“, sem Englendingar kalla. En það eru ýmsar flóknar reglur um þessar „digs“ eða leiguíbúðir í Cambridge. Þegar nýbakaður stúdent kemur í bæ- inn má hann ekki fara í aug- lýsingadálka hlaðanna til þess að leita uppi lierbergi til leigu, livar sem er i bænum. Það eru aðeins tiltekin hús, sem háskól- inn viðurkennir, er hafa rjett til að leigja stúdentum, og eig- endur þessara liúsa verða að fá leyfi yfirvaldanna til þess að gera það. Venjulega er stúdent- inum ávísaður einhver staður þegar hann kemur í háskólann; sjálfur ræður hann engu um upp húsveggi og' inn um glugg- ana, án þess að til sjáist.— Stúdentum er einnig bannað að fara út fyrir klukkan 6 á morgn- ana. Það bann brjóta fáir! Húsmóðir, sem hefir stúdent að leigjanda er skyld að sjá honum fyrir litlaskattinum á morgnana, liádegisverð er hún ekki skyld að láta af liendi, en gerir það oft samt. En aðahnál- tíðina, miðdegisverðinn, er stúd- entinn skyldugur að snæða á mötuneyti heimavistarinnar, að minsta kosti fimm sinnum á viku. — Annars er tedrykkjan „aðalmáltíðin“ ef svo mætti að orði komast. Þetta er að vísu engin máltíð; menn drekka te Háskólar nútímans hafa flestir í heiðri persónulegt frelsi nemenda sinna. Ensku háskólarnir gömlu eru þó undan- tekning í þessu efni og þar eru aldagamlar venjur enn í fullu gildi, eins og sjá má af þessari lýsingu af dag- legu lífi háskólastúdentanna í Cambridge. — hjá hverjum liann leigir. Þó getur stúdentinn oftast fengið ■leyfi háskólans til að breyta um bústað, ef hann fellir sig ekki við herbergið. En í þessum leigubústöðum eru stúdentarnir háðir ýmsum reglum, eigi síður en hin'ir, sem búa í heimavistunum eða i „college“, sem þeir kalla. Þeir mega vera úti til klukkan 10 á kvöldin. Ef þeir koma heim seinna verða þeir að horga sekt, sem að vísu er mishá, eftir því hvaða „college“ stúdentinn hef- ir innritast í. Venjulega er sekt- in 1 penny ef komið er heim milli 10 og 11 en 2 pence ef komið er heim milli 11 og 12. Sektin virðist hlæilega lág, en hún var ákveðin á 15. öld og þá var 1 penny meira virði en nú. En ef stúdentinn kemur heim eftir miðnætti verður hann fyrir ýmislegri bölvun. „Tutorinn" eða umsjónarmað- ur stúdenta þeirrar deildar sem stúdentinn telst til, heldur yfir- heyrslu yfir honum og verður stúdentinn þá að gera grein fyrir hvar liann hafi verið. Og hégningin er að jafnaði sú, að stúdentinn dæmist til að vera kominn heim klukkan 8 á hverju kvöldi, allan næsta mán- uð. Sje bruðið út af þessu á slúdentinn á hættu að vera sviftur skólavist. Þessar sömu reglur gilda vitanlega lika um þá sem búa í lieimavistunum. En fjöldinn af þeim svíkst undan og kemst inn á nóttunni með þvi að klifra yfir girðingar og og eta máske fáeinar kexkökur til málamynda og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Listin er sú að treyna sjer livern tebolla að minsta kosti í hálf- tima. Tedrykkjan hefst milli kl. 4 og 6 og stendur oft langt fram á kvöld. Þessar tedrykkjur eru að öðru leyti mjög óþvingaðar og aðal kynningarsamkomur fólks í stúdentabænum. Háskóla- Háskólalögregían ... . er ef til vill ein ogreg an. skrítnasta arfleifð- in frá gamalli tíð í Cambridge. Eiga þeir að lita eftir framferði stúdenta á almannafæri og gæta þess, að þeir komi ekki á forboðna staði. Þessir lög- reglumenn fara að jafnaði þrír saman, einn umsjónarmaður eða „proctor" og tveir „bola- bítir“. Umsjónarmaðurinn ræð- ur öllu og skipar bolabítunum fyrir. Þeir eru einskonar hund- ar, sem hann sigar á stúdent- ana og gengur sinn hvoru meg- in við hann. Annar holabítur- inn er spretthlaupari og hinn þollilaupari. Þessir lögreglu- menn taka upp gæslu á götun- um eftir klukkan 8 á kvöldin, eða eftir sólarlag að sumarlagi. Allir stúdentar eru skyldir til að vera í einkennisbúningi sín- um, kápu og húfu, eftir að tek- u:r að skyggja, og eitt aðállilut- verk lögreglunnar er það, að gæta þess að ekki sje brugðið út af þessu. Sjái umsjónarmað- ur stúdent, sem ekki er í ein- kennisbúningi sendir hann ann- an eða háða bolabitina til að elta bann uppi og stúdentinn sleppur sjaldan undan þó bola- bítirnir sjeu ekki sem þægileg- ast búnir lil hlau])a, nfl. með pípuhatt á höfði. En þeir æfa sig mikið og hlaupa flesta stúd- enta uppi. Þegar þeir hafa náð í veslings stúdentinn leiða þeir hann fyrir umsjónarmanninn, sem yfirheyrir hann. Vanti hann annaðhvort húfuna eða kápuna fær liann 6 sh. og 8 pence í sekt en 13 sh. og 4 penee ef hann vantar hvorttveggja, svo að það er dýrt spaug að gleyma stúd- entaeinkennunum heima. Ekki stoðar það hann að Ijúga lil nafns því að lögreglan þekkir nær alla stúdenta með nafni, eða veit úr hvaða „college“ þeir eru. Umsjónarmaðurinn eða proc- torimi liel’ir einnig aðrar skyld- ur, Stúdentum er hannað að koma á sum kaffiliús og dans- hús í bænum og brjóti þeir það bann liitta þeir umsjónarmann- inn að jafnaði í dyrunum. Liggja miklar hegningar við. Háskólinn hefir sjálfur srnn dómstól og dæmir allar meiri háttar ávirðingar. Hegningin er að jafnaði sú, að stúdentinum er neitað um háskólavist í eitt eða fleiri tímabil, líka má svifta hann lærdómsstigum sem liann hefir fengið, og rjettinum til að ganga undir próf. Það er algeng skoðun, að enskir stúdentar taki sjer námið ljett. Svo er, eða öllu lieldur var, um ýmsa stúdenta einkum í Ox- ford. I Cambridge er lögð miklu meiri áliersla á námið en í Ox- ford og nærri því allir stúdent- ar taka þar lærdómsstig. Þau eru tvenskonar. Algengast er B. A. (Bachelor of Arts) og hærra stigið er Honours B. A., sem er talsverl þyngra próf, en þó taka það um 80 af hverjum lnmdrað stúdentum. Maður verð ur að hafa gengið i háskólann niu missiri til þess að fá að taka prófið. Það er haldið í júní og stendur um hálfan mán- uð. Til þess að ná Honours B. A. verður stúdentinn að taka tvö aðalpróf, svonefnd „Tri- pos“ en ef annað mistekst fær hann ekki að reyna aftur en verður að láta sjer nægja al- ment B. A.-lærdómsstig. Þarna í Cambridge er liægt að leggja stund á livaða náms- greinar sem mann lyslir. Kensl- an fer að mestu fram með fyr- irlestrum og eru þeir að jafnaðí haldnir í hinum stóru sameig- inlegu kenslusölum liáskólans en fæstir í stúdentadeildunum sjálfum, í heimiavístunum. f Námið.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.