Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 6
(i F Á L K I N N ....þú hefir sigaö sporhundunum þinum á konuna þína? li;ms og* lieniiar. jDOBERT MARTIN var gæfumaður. Alt útlit hans bar því vitni, að honum hafði orðið vel ágengt i heiininum — sterkur og bjóðandi málrómurinn, festa hans í allri fram- komu og reist höfuðið á gildum hálsinum. Hann hafði byrjað smátt, en nu var njósnara- og upplýsingaskrif- stofa hans meðal þeirri stærstu í New York, og þessi viðgangur var eingöngu þvi að þakka — hann hafði oft orð á því — að hann liefði aldrei notað nema heiðarlegar að- ferðir i starfi sínu. Traust var slag- orðið lians. Og hann sagði þeim starfsmönnum sínum upp formála- laust, sem urðu visir að því að hafa þegið mútur eða á annan hátt vikið frá þeirri ströngu línu, sem hann hafði fyrirskipað. Kanske var það af þessari ástæðu sem hann hnyklaði brúnirnar, er hann las skýrsluna, sem lá fyrir framan hann á borðinu. Eftir augna- blik sagði hann kuldalega i innan- hússimann: — Er Norris þarna? Mig langar til að tala við hann undir eins! James Norris, hægri hönd Mar- tins, var alger andstæða húsbónda síns, því að hann var lítill og kranga legur, einstaklega mjúkur í máli og veimiltítulegur á svipinn. Það var ekki svo mikið sem Martin liti upp Þegar Norris kom inn til hans, hljóð- lega svo að varla heyrðist. — Jeg er að lesaskýrslu þessa unga pilts, Slade, i Bronner-Judson- málinu. En jeg verð að segja, að mjer finst eins og hann rnuni hafa dubbað talsvert upp á staðreyndirn- ar. Hann verður að vinna samkvæmt okkar aðferðum eða við látum hann sigla sinn sjó. — Mjer finst maður rnegi til að sýna honum umburðarlyndi, herra Martin. Hann hefir verið blaðamað- ur áður — og hafið þjer nokkurn- tínia vitað blaðamann hafa komist yfir gífurtíðindi án þess að skrifa ekki nema um blákaldar staðreynd- irnar? — Það getur verið. En hvað sem því líður þá vil jeg ekki sætta mig við það. Ög það hefi jeg líka sagt honum áður. Þá er lionum betra að hverfa aftur að blaðamenskunni. — Það væri ekki rjett að sleppa honum, herra Martin. Hann er hygg- inn og hefir afar skarpa eftirtekt, og þegar hann er kominn sæmilega inn í starf sitt hjer á annað borð, þá verður hann yður til mikils gagns. Martin, sem ávalt virti skoðanir Norris, kinkaði kolli. — Hann verður að gera það, ef hann á að vinna fyrir mig. Annað- hvort vil jeg láta nota mínar aðferð- ir, eða alls engar — því að minar aðferðir eru nú vissastar. Jeg hefi aldrei hvikað frá þeim — hann barði hnefanum í borðið — og sjá- ið hvar jeg stend nú. Norris leit á hann. Sannast að segja fanst honum forstjórinn vera altof hávær, altof sjálfbyrgingsleg- ur, altof rjóður í framan og altof feitur. Gallinn var sá, að hann hafði aldrei orðið fyrir neinu andstreymi. Hann hefði áreiðanlega gott af að verða að láta i litla pokann ein- hverntíma. í einkalífinu var Martin jafn sjálf- byrgingslegur og heppinn. Jafnvel í hjónabandinu — þessu skrefi sem verður svo mörgum hneykslunar- hella — gat liann gortað af frá- bærri hepni sinni. Konan hans, yndisleg og falleg kona, hafði það rólega og tignarlega yfirbragð, sem aðeins hreinn hugur og göfgi getur gefið. Norris rendi sem snöggvast aug- unum á Ijósmyndina, sem ávalt stóð á skrifborði Martins. Skrítið að hugsa sjer, að maður eins og hann skyldi vera kvæntur svona göfugri og fallegri konu. Og ennþá skrítnara fanst honum að hugsa sjer, að hún gæti elskað hann — en það gerði hún auðsjáanlega. — Jeg skal segja yður hvað jeg ætla að gera, Norris. — Rödd Mar- tins truflaði hugleiðingar Norris. — Jeg ætla sjálfur að komast að raun um livernig starfsaðferðir Slades eru, þegar liann er að fást við mál. Jeg ætla að reyna hann. Jeg ætla — — hann hallaði sjer fram að Norris og hvíslaði einhverju að honum. — Það finst mjer þjer ekki mega gera. — Þvi ekki það? Þetta er ofur einfalt mál. Mjer finst það alveg hrekklaust af minni hálfu.------- — Að visu — en mjer finst---------- — Bull! Þetta er besta aðferðin til þess að kenna Slade mannasiði. — Setjum svo að hann misskilji þetta? — Það gerir hann ekki, því að auðvitað segi jeg honum upp alla söguna eftir á. Þá skilur hann betur hvað fyrir mjer vakir. Martin brosti i kampinn, beit broddinn af stórum vindli og eftir að hann hafði látið Nörris frá sjer fara fór hann að sinna ýmsu öðru. En næstu vikurnar gat það kom- ið fyrir að hann rak stundum upp hlátur alveg upp úr þurru. Hann afsakaði það við konuna sína, að hann gæti ekki einu sinni sagt henni frá að hverju hann væri að hlæja, því að þetta væri leyndarmál, sem liann yrði að þegja yfir, ef það ætti að koma honum að nokkru gagni. TJTILARY furðaði sig oft á þessu nýja háttalagi, sem maðurinn hennar hafði tekið upp. Já, henni fanst meira að segja, að hann gæfi henni nánari gætur en áður og horfði svo oft rannsóknaraugum á hana. Eða var þetta bara ímyndun? Var það bara samviskan hennar, sem ekki var sem allra hreinust? En hvaða ástæða var til að hafa sain- viskubit út af honum Michael? Kærleikskraftaverk þeirra hafði byrjað án þess að þau gerðu nokk- uð til þess sjálf. Afl, sem var sterk- ara en þau sjálf hafði dregið þau saman — en eingöngu til þess a'ð skilja þau að aftur — því að sam- kvæmt eðli og lífsskoðun hennar — sem var svo heiðarleg og hispurs- laus — var tilhugsunin ein um ð skilja við manninn sinn vegna ann- ars manns, eins og rof á helgum eiði. Og þessvegna urðu allra fortöl- ur Michaels árangurslausar. En — daginn áður en liann átti að fara vestur fór hann til hennar, staðráðinn í því, að grátbæna hana í síðasta sinn, um að strjúka með sjer, og neyta allrar þeirrar mælsku, sem honum var unt. — Þú verður að koma með mjer, sagði hann biðjandi. — Hversvegna átt þú að láta falska hugsjón eyði- leggja lif okkar beggja. J[eg get ekki lifað án þín. — — — Segðu ekki meira, Michael — þú gerir mjer aðeins erfiðara fyrir. Hún neri hendurnar í örvæntingu. — Það mun hafa verið ólijákvæmi- legt að við urðum ástfanginn hvort af öðru, en það var engin synd — við höfum ekki gert öðrum mein með því, og við munum altaf hafa góðar endurminningar um það. Og þegar hann baðaði óþolinmóð- ur hendinni til þess að taka fram í fyrir henni, hjelt hún áfram: —- Hlustaðu á mig, ástin mín. Skilurðu ekki tilfinningar mínar og þá ábyrgðartilfinningu sem jeg hefi gagnvart Robert? Hann hefir mynd- að sjer hugsjón um mig — og hann á ekki margar hugsjónir eftir. Þú skilur að starfsemi hans sýnir hon- um annan heim, en flestir aðrir eiga við að búa. Michael kinkaði kolli. — Já, jeg geri ráð fýrir því, að það að reka njósnaraskrifstofu sýni mönnum ranghver’funa í tilverunni. — Já, einmitt. Hann sjer svo margar sannanir fyrir ótrygð og trygðrofum í ástúm, í starfi sínu og jiað hefir gert hann svo bitran og kaldlyndan. Já, hann segir oft að það sjeu ekki nema tvær konur í heiminum, sem hann þori að treysta: — jeg og hún móðir hans. Jeg má ekki eyðileggja hugsjónir hans, Micliael. Jeg verð að vera honum trú, jafnvel þó jeg sje liætt að elska hann. — Og það á að fórna okkur báð- um af því að hann er kaldlyndur efunarmaður. Það á að gerspilla lífi okkar, af því að þú vilt varðveitá hugsjón hans. Hilary, þú getur ek'ii meint þetta — þú verður að hlusla á rödd heilbrigðrar skynsemi. ----- Skynsemi? Það var einmitt rödd skynseminnar sem hún var að reyna að hlýða. Hún skalf og sneri sjer undan til þess að leyna tárunum, sem komu fram í augum hennar. Ó, að Michael vildi hætta að kvelja hana og fara frá henni sem allra fyrst. Hvert orð sem hann sagði var eins og hnifstunga. Loksins — eins og honurii skyldist hinn óbif- anlegi ásetningur, sem lá að baki hinum reikulu svörum hennar, sagði hann stuttur í spuna: — Þú gleymir alveg mjer vegna skyldurækni þirinar við Robert — gleyinir að jeg —- ef jeg fæ aldrei að sjá þig framar — þjáist miklu meira en hann getur þjáðst. Hann skilur þig ekki, hann getur aldrei gert þig hamingjusama eins og jeg get — þú verður að breyta ákvörð- un þinni, Hilary. Ef þú gerir það þá sendu mjer orð á gistihúsið sem jeg dvel á. Jeg verð þar þangað til siðdegis á morgun. Jeg neita að sleppa allri von fyr en þá. Hún brosti með meðaumkvunar- svip. Gat hann ekki skilið, að ef hún var nægilega sterk til þess að slandast bænir hans þegar hann var viðstaddur, þá iriundi henni ekki snúast hugur eftir að hanri var far- inn. Skyldurækni hennar, ásetning- ur hennar að bregðast aldrei trausti Roberts, var óvinnandi. Þessi hugs- un ein var henni nógur styrkur til að daufheyrasl við öllum bænum Michaels, þó að hún elskaði hann. Hún bar skilnaðarraunirnar að því er virtist, með hinni mestu still- ingu. Það var ekki fyr en eftir að hún var orðin ein að hún ljet und- an örvænfingartárunum. Michael var farinn og það virtist ekki minsti möguleiki á, að þau mundu nokk- urntíma sjást aftur. Um öll þau ókomnu tómleikans ár sem fram- undan voru hafði hún ekki arinað en svíðandi endurminninguna um síðasta hálfa mánuðinn, sem þau voru saman. Henni fanst þetta hafa verið ynd- islegur tími. Þeirii hafði tekist að hittast á hverjum einasta degi. Hil- ary hafði farið mjög gætilega að þvi að firina afsakanir fyrir fjar- veru sinni á þeini tíma, sem senni- legt var að Robert væri heima. Hún talaði uin tíma hjá tannlækninum, um tedrykkju með vinkonunum. Hún hataði hvaða lygi sem var, en lygar hennar voru þegar öllu var á botninn hvolft ekki annað en smá- vegis ,,umskrifanir“. Henni mundi eflaust verða fyrirgefið, að hún greip síðustu tækifæri æfi sinnar til þess að vera með Michael, áður en hann hyrfi henni sjónum fyrir fult og alt. Nú var liann farinn og þetta var alt um garð gengið, því að hún hafði ákveðið að þau skyldu ekki skrifast á. Það var aðeins sú eina Eftír Floreoce Kilpatrick.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.