Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 hugsun eftir, að hún hefði gert eins og skyldurækni hennar bauð henni. XJENNl FANST Robert aldrei hafa *"*■ farið eins i taugarnar á henni og hann gerði í kvöld. Eins og liann átti vanda til var hann i ágætu skapi, glaðklakkalegur og gaman- samur og var að tala um störf sín hann þreyttist aldrei á því. Hún hafði heyrt þetta svo oft áður — hve duglegir og skarpskygnir að- stoðarmenn hans voru, og hve lag- inn hann var að ala þá upp og stjórna þeim. — Meðal annara orða, góða mín, sagði liann með spekingssvip. Nú skal jeg trúa þjer fyrir ofurlitlu leyndarmáli, sem þú hefir gaman af. Jeg hefi tekið nýjan mann á skrifstofuna — ungan blaðamann, sem heitir Slade. Bráðefnilegur mað- ur, en hættir dálítið til þess að fara yfir strikið þegar hann á að graf- ast fyrir mák Hann iætur hugmynda- flugið hlaupa með sig í gönur í stað- inn fyrir að halda sjer við blákald- ar staðreyndirnar. Og þessvegna hefi jeg leikið dálítið á hann til þess að reyna hann. Jeg er viss um að þú hefir gaman af því. — Svo—o? Hversvegna horfði hann svona á hana? Hún fjekk hjartslátt. Sáust raunirnar, sem hún hafði orðið að þola undanfarna daga, á andliti hennar — liafði hún komið upp um sig? — Til reynslu, svo að jeg geti haft eftirlit með því að hann segi satt frá staðreyndunum, hjelt Martin á- fram, — hefi jeg falið honum að „skyggja“ þig síðasta hálfan mánuð- inn. Hann hallaði höfðinu aftur og fór að skellililæja, án þess að taka eftir að Hilary varð livít sem nár í framan o,g að angistin stafaði úr augunum á henni. — Þú hefir dirfst að segja starfs- mönnum þínum að „skyggja“ mig? Þú hefir sigað sporliundunum þín- um á konuna þina? — Já, víst hefi jeg gert það. En þú reiðist mjer varla fyrir það? Þetta var aðeins gert að gamni sinu einskonar próf. — Próf — fyrir hvern? — Fyrir Slade, auðvitað. Jeg var einmitt að skýra þjer frá því. Ó, herra minn trúr, þegar jeg hugsa mjer hann einbeita sjer og sperra eyrun og elta blessaða saklausu kon- una mína á röndum, þegar húu gengur í búðirnar í mesta mein- leysi, þá get jeg ekki að mjer gert að hlæja. — En hversvegna valdirðu einmitt mig fyrir þessa tilraun? — Hún reyndi sem hún gat að láta rödd- ina vera rólega og láta ekki neinn bilbug á sjer finna. — Af því að þú ert svo gott sem eina manneskjan, þeirra sem jeg þekki, sem jeg veit alt um sjálfur. Hann tók blað upp úr vasanum. — Jeg er alveg viss í minni sök, því að þú hefir sagt mjer sjálf hvar þú hefir verið á hverjum degi, og jeg hefi skrifað það lijá mjer eftir þjer. — Hvenær — hvenær á hann að skila skýrslunni? — IJilary var ekki ljóst hvort það var rödd hennar sjálfrar, sem talaði svona harkalega og eins og í rykkjum. — Á morgun. Jeg ætla að hafa hana með mjer heim og svo get- um við skemt okkur við hana bæði annað kvöld. — En — en setjum nú svo, að skýrslan væri ekki rjett, Robert? — Þá segi jeg honum upp sam- stundis. En hann hefir nú ekki haft ástæður til að fara í öfgar í þessu tilfelli. l’etta er i rauninni bara gamanleikur. Gamanleikur. Grimmur, ferlegur gamanleikur, frá hennar sjónarmiði sjeð. I’essar tvær vikur sem hún hafði hitt Michael daglega, þessar yndislegu stundir, sem þau höfðu verið saman eins og sæl börn, höfðu verið saurgaðar af einkanjósnurum mannsins hennar. Skemtiferðir þeirra höfðu verið saklausar, en hvernig mundu þær líta út í skýrslunni hans? Og hvaða augum mundi Robert líta á þær? Hann liafði verið lienni góður eigin- maður upp á sína vísu, en nú mundi hann missa trúna á hverri einustu manneskju, sem hann virti nokkurs i lifinu. Alt í einu fór hún að lilæja harkalega og sjerkennilega svo að hann leil undrandi á hana. —■ Hvað er að? spurði hann. — Nú sje jeg hvar fiskur liggur undir steini, Robert. — Það er lilægilegt —r sprenghlægilegt. Og svo fór hún út úr stofunni skellihlæj- andi. Hann horfði á eftir henni með glentum augum og opnum munni, og nú skaut ægilegri spurningu upp í huga hans. Gat það hugsast, að Hilary væri hrædd við innihald skýrslunnar? Var það mögulegt að kona hans byggi yfir leyndarmáli? Nei, hún var hafin yfir allan grun. Ekkert gat komið honum til að hafn grun á konu, sein var jafn góð og vammlaus. Ef hann misti traustið á henni mundi honum finnast sál sín vera töpuð og alt traust á mann- kyninu glatað. En hvernig sem hann reyndi að friða sjálfan sig gat hann ekki varist því að hugsa um hið einkennilega háttalag hennar og hvernig hún hefði látið þegar hún fór út. Og grunurinn nagaði hann á ný. Hann lá vakandi alla nóttina og starði út í myrkrið og kvaldist af tortrygni aðra stundina en bölvaði sjálfum sjer fyrir hugsanir sínar hina stundina. Honura fanst morg- uninn aldrei ætla að koma — þessi morgunn sem átti að færa honum lieim sanninn um, hvort versti grun- ur hans væri á rökum bygður, eða bannfæra allan grun um, að Ililary væri honum ótrú. IJANN FÓR snemma á skrifstof- una — og þorði ekki að fara inn til konunnar sinnar og kveðja hana, eins og hann var vanur. Og undir eins og hann var kominn á skrifstofuna í Park Avenue hringdi hann á Slade. Ekki af því að hann langaði til að ungi maðurinn fengi að vita ástæðuna til þess hve ákafur hann var. Hann ætlaði að láta eins og hann þyrfti að tala við hann um eitthvað annað, og svo minnast á skýrsluna, eins og af tilviljun. En auðsjáanlega hafði alt svarist gegn honuin í dag. Hann fjekk að vita að Slade hafði verið sendur út til að afla upplýsinga i einhverju máli og kæmi ekki aftur fyr en upp úr hádeginu. Meðan liann bölvaði og ragnaði út af þessu var hurðinni lokið upp og James Norris kom inn. — Eruð það þjer, sem hafið senl Slade út í dag? lireytti hann út úr sjer, — Já, mr. Martin. Jeg sendi hann ásamt Jackson til Brooklyn út af jjessum gimsteinaþjófnaði. Vilduð þjer honum eitthvað? — Ó-nei, ekki neitt sjerstakt. — Meðal annara orða — hefir hann afhent yður skýrsluna? —- Hvaða skýrslu, mr. Martin? spurði Norris sakleysislega. Mártin hnyklaði brúnirnar. Mik- ið skelfing gat karlfauskurinn verið vitlaus. — Þjer munið víst að jeg sagði yður fyrir hálfum mánuði að jeg — aðeins til þess að reyna hæfileika hans — skipaði honum að „skyggja“ konuna mina. Nú virtist Norris ranka við sjer. — Já, það er víst um það. Hann mintist á það við mig síðar. Hann hjelt víst, að þjer væruð að henda gaman að sjer, mr. Martin. Og jeg Skák nr. 42. Tefld um Skákmeistaratitil Banda- ríkjanna 1938. Frans/ct. Hvítt: Kashílan. Svart:Treysman. 1. e2—e4, e7—eG; 2. d2—d4, d7— d5; 3. Rbl—c3, Rgl—fö; 4. Bcl—gö, Bf8—e7; 5. e4—e5, RfC—d7; 0. h2— h4, (Dr. Aljechin ljek fyrstur manna þetta bragð á skákþinginu í Mann heim , síðasta skákþinginu fyrir heimsstyrjöldina); C..... c7—c5; (Spielmann ljek þessum leik á móti Bogoljubovv í Baden Baden 1925. Aðr ir varnarleikir eru C....liC; eða C. .... aC. Það er ekki ráðlegt að taka á móti bragðinu); 7. Bg5xe7, Ke8xe7; 8. Ddl—g4, Ke7—f8; 9. d4xc5, (Bogo- ljubovv ljek i þessari stöðu Rgl—f3); 9.....Rb8—cC; 10.0—0—0, Rd7xe5; 11. I)g4—g3, Dd8—e7; 12. f 2—f 41 Ré5—d7; 13. f4—f5!, De7xc5; (Ef 13 .... eCxf5, þá 14. Rc3xd5); 14. f5x eö, f7xeC; 15. Rgl— f3, Rd7—fö; 1C. Bfl—d3, Bc8—(17; 17. Hhl—fl, (Á- rangurinn af 12. og 13. leiks livíts); 17....Ha8—c8; (Svart teflir upp á kongssókn sem er einasta vonin); 18. Rf3—g5, (Rf3—e5 virðist einnig góður leikur); 18....RcG—b4; 19. Rg5xh7t, Hh8xh7; 20. Bd3xh7, d5— (14; 21. HflxfCf!, („Sóknin er besta vörnin“), 21...... g7xfG; 22. Dg3— g8t, Kf8—e7; 23. Dg8—g7f, Ke7—dS; 24. Dg7xfCt, Dc5—e7; (Vonlaust. En Kd8—c7 var ekki betra); 25. DfCx e7t, Kd8xe7; 2C. Hdlxd4, (Enda- taflið er ljett unnið); 2C...Rb t— cG; 27. Hd4—g4, RcC—e5; 28. Hg4- g7t, Ke7—fC; 29. Hg7—g5, Hc8—h8; 30. Rc3—e4t, KfC—e7; 31. Ilgöxeö, Hh8xh7; 32. g2—g3, Hh7—f7; 33. Kcl—d2, Hf7—fl; 34. He5—li5, Bd7 —cG; 35. Hh5—h7t, Ke7—f 8; 36. Re4—g5, eG—e5; 37. h4—h5, Hfl— f2t; 38. Kd2—el, Hf2—h2; 39. h5— hC, Kf8—g8; 40. Hh7—g7t, Kg8—1'8; 41. Rg5—eCt, Kf8—e8; 42. h6—h7, gefið. sagði, að það bæri vott um skarp- skygni, að hann skyldi sjá það. Ög þessvegnn liefir liann auðvitað ekk- ert gert i málinu. — Svo hann hefir þá alls ekki „skygt“ hana? — Nei, nei, mr. Martin. Martin varð svo forviða að hann hallaði sjer aftur á bak i stólnum. Nú fengi hann aldrei að vita neitt. Og merkileg, óskiljanleg tilfinning ljettis fór lim hann allan, og sár- kvalin sál hans fjekk frið. Hann einblíndi á myndina af Hilary yfir skrifborðinu. Ný og átakaiileg auðmýkt greip hann er hann sá hve óvænta leið þetta mál hafði farið. Hann hafði gert henni skammarlega rangt til, hann fór undir eins að lnigsa uiii hvernig hann ætli að afplána það — honum datt í hug ópala-hringur- Mesti fjársjóður voldugustn þjóðarinnar. Eftir Pjetur SiyurÖsson. Jeg hefi verið að bíða, livort ekkert heyrðist um þetta. •— Nei, en hví er svo hljótt um það? Blöðin segja ekkert og útvarpið ekki held- ur. Sunnudaginn, 19. júni, hjelt öll enska þjóðin þakkarguðþjónustur i kirkjum sínum og helgidómum, og þakkaði Guði fyrir þá gjöf, sem liinir merkustu menn þjóðarinnar telja hennar mikilvægasta fjársjóð. Það er liin enska biblía. Nú eru liðin fjögur hundruð ár siðan þjóð- in eignaðist biblíu á móðurmáli sínu. í tilefni af þvi hefir konung- urinn sent þjóðinni þessi orð: „Konunginum cr það ljóst, hvilík geysileg andleg verðmæti þjóðinni er sá viðburður, sem liún minnist hátíðlega þann 19. júní, og trúir því að sá sunnudagur verði þjóðinni þakklætis og fagnaðardagur í tilefni af gjöf þeirri er verið hefir henni ómetanlegur fjársjóður“. Það er stutt síðan enska þjóðin mintist 200 ára afmælis þessa dags, er John Wesley gerðist hennar mikli siðabótamaður. Þá fluttu ýms mikilmeniii Englands tækifærisræð- ur, meðal annara Lloyd George, og laldi John Wesley einhvern mesta mann, ef ekki hinn allra merkasta • mann 18. aldarinnar, og þakkaði hoiium fyrir að liafa frelsað ensku þjóðina frá slíkri blóðugri byltingu, sem frakkneska þjóðin varð að þola. En nú er það 400 ára afmæli hinnar ensku biblíu, sem þjóðin hef- ir hátíðlega minst. Guðs orð og guðs menn telur þessi volduga og hygna þjóð hennar mestu hnoss. — Get- um við lært nokkuð af því? Eitt sinn sagði Abraham Lincoln: „Jeg er að lesa biblíuna og mjer til mikillar blessunar. Sá sem til- einkar sjer með skynsemi sinni hið skiljanlega í þeirri bók, en liitt í trú, mun lifa og deyja betri maður en ella“. Einn enskur rithöfundur skrifar í tilefni af 400 ára afmæli ensku biblíunnar, að eitt af því, sem þeir geti þakkað fyrir á þessum merkis- degi, sje það, að þeir hafi nú losn- að að mestu leiti við einskonar hjá- trú viðvikjandi bibliunni. Við það hafi lotning þeirra og trú á henni ekki minkað, heldur orðið fagnað- arríkari. Hún er þeim ekki lengur hin bókstaflega innblásna og óskeik- ula bók, heldur bókin, sem guðs- menn hafa skrifað og opinberar vilja liins mikla guðs öllum bókum fremur. Hún er þeim bók trúarinn- ar og sáttmálanna og liinna ótæm- andi andlegu verðmæta — upp- spretta vísdóms og andlegrar orku. — Sækir íslensk æska styrk sinn þangað? iiin sem hann hafði sjeð á Fifth Avcnue. Hann stóð upp úr stólnum, greip hattinn sinn eins og hann mætti ekki niissa neitt augnablik. Jeg man alt í einu eftir að jeg átti að liitta mann núna — áríðandi fundur, tautaði hann. — Jeg kem bráðum aftur. James Norris sá hurðina lokast á eftir honum og kinkaði kolli íbygg- inn. Svo tók hann nokkrar pappírs- arkir, sem voru þjettskrifaðar með hendi Slades, upp úr innanávasan- um, lagði þær í stóran öskubikar, bar eldspýtu að og brendi þær upji til ösku liún var það eina sem eftir varð af skýrslunni, sem sagði frá athöfnum frú Hilary Martin siðasta hálfan mánuðinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.