Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Qupperneq 2

Fálkinn - 20.08.1938, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N -------- GAMLA RÍÓ -------------- Suzy. Afar spennandi og áhrifamikil kvikniynd frá heimsstyrjöldinni miklu. Aðalhlutverkin leika: JEAN HARLOW CARY GRANT FRANCHOT TONE. Sýnd bráðlega. Gamla Bíó sýnir bráðlega mjög álirifamikla kvikmynd frá heims- styrjöldinni iniklu undir nafninu Suzy. Leika í henni frægir leikarar eins og Jean Harlow, Franshot Tone og Cary Grant, og þarf enginn að efast um að þau skila öll sínum hlut- verkum með prýði. Myndin er frá Metro-Goldwyn kvikmyndafjelaginu og snýst að verulegu leyti um njósn; ir og hernaðarflug, sem sýnt er þarna af mikilli snild. — Efni myiidarinnar í stuttu máli er sem hjer segir: — Árið 1914. Amer- ísk söngmær Suzy að nafni (Jean Harlow) er stödd í Lundúnum, at- vinnulaus og auralaus. Þar kynnist hún Terry Moore (Franchot Tone), sem hún ætlar vera af háum stigum, en hann er þá aðeins lágt settur vjelfræðingur á vjelaverksmiðj.i einni. Terry verður ákaflega ástfanginn af Suzy. Hann borgar húsaleiguna, sem hún fær ekki greitt af eigin ramleik, og býður lienni að búa hjá sjer. Terry er maður liugvits- samur og vinnur að uppfinningum. Eitt kvöld tekur hann Suzy með til verksmiðjunnar. Meðan hann er að vinria þar kemur eigandi verksmiðj- unnar, frú Schmidt, sem segir hon- um upp stöðu vegna þess að hann eyði að óþörfu ljósi og rafstraumi verksmiðjunnar. Hann fær skömmu síðar uppreisu og er gerður að meðforstjóra við verksmiðjuna. Strax á • eftir giftist hann Suzy. Rjett ieftir giftinguna er skotið á Terry í augsýn Suzy. Hún verð- ur ofsahrædd og kona sem kem- ur að ásakar hana um að hafa drep- ið hann. Hún flýr í dauðans ofboði, og segir ekki af lienni fyr en hún kemur til Parísar, þar sem hún teit- ar athvarfs hjá Maisie vinkonu sinni. Nú skellur heimsstyrjöldin á. — Maisie ræður Suzy til að syngja á kaffihúsi einu. Þar kynnist hún hin- um fifldjarfa fluggarpi André Char- ville (Cary Grant). Þau giftast og fara í heimsókn til föður hans, gam- als baróns, sem er farinn að sætta sig við öll glappaskot soriar síns, þar á meðal þetta. — Nú kemur það upp úr dúrnum, að Terry er lifandi. Hvernig fer nú fyrir vesa- lings Suzy, þegar hann kemur til Parísar? Áframhaldið er í mesta máta „spennandi" og þvi best að kvik- myndahúsgestirnir njóti þess án nokkurs undirbúnings um hvernig þvi muni Ijúka. Sveinbjörn Egilson, ritstjóri, verður 75 árci 21. þ. m. Þórhallur Daníelsson, kaupm., Hornafirði, verður 65 ára 21. þ. m. Hjörtur Ilansson, stórkaupm., Bergstr. 6h. verður 55 ára 2h. þ. m. Sex stúdentar við háskólann í Georgia í Bandaríkjnnum buðu sig nýlega fram til að láta gera á sjer tilraunir um, hvernig svefnleysið verkaði á likama og sál. Þessum stúdentum öllum tókst að halda sjer vakandi í yfir 100 klukkutíma. Til- raunin sýndi, að svefninn er nauð- synlegur til þess að menn taki fljótt eftir, sjái og heyri rjett og sjeu í góðu skapi. Hinsvegar fór matarlyst- inni ekkert aftur við svefnleysið. Skáldið Upton Sinclair, sem er frændi frú Simpson eða hertogafrú- arinnar af Windsor hefir i blaðinu „Liberty" gert það að tillögu sinni, að hertoginn verði ráðinn að ein- liverri útvarpsstöðinni, því að full- yrða megi, að allur heimurinn vilji hlusta á hann. Hann vili láta lier- Ólafur Gíslason, stórkaupm., Sólvallag. 6, verður 50 ára 19. þ. m. Jánas Páll Árnason, Vatnsstíg 9, verður 60 ára 23. þ. m. Jónas Magnússon, verkstjóri hjá Kveldúlfi, Lindargötu 23, verð- ur 50 ára ,23. þ. m. fogann setjast að í New York og taia í útvarp þaðan og verði svo liertog- anum endurvarpað frá öllum stöðv- um, sem vilja. Og hertoginn á að tala „Um daginn og veginn“ síðdegis á hverjum sunnudegi. Líst mönnum vel á þessa hugmynd, en það er eft- ir að vita hvað hertoginn segir um hana sjálfur. 1792 er ekki aðeins ártal heldur er það ættarnafn fjölskyldu einnar í Coullumiers í Frakklandi. Þar lijetu fjórir bræður Janúar, Febrúar, Mars og Apríl 1792. Mars dó í september 1904. Lukas Tschaffen í Arlberg í Þýska- landi dó 1679 og átti þá afkomendur, nefnilega 5 börn, 87 barnabörn og 553 barnabarnabörn. -------- NÝJA BÍÓ. ------------- Sara lærir mannaslði. Bráðskemtileg, fyndin, sænsk kvikmynd með dillandi músik. Aðalhlutverkið leikur af miklu fjöri hin vinsæla TUTTA ROLF. Aðrir leikarar eru: HÁKAN WESTERGREN KOTTI CHAVE o. fl. Aukamynd: Sænsk náttúrufegurð og þjóðlíf. Hrífandi fögur fræðimynd frá Svíþjóð. Sænskar kvikmyndir falla íslend- ingum sjerlega vel í geð, og þegar Tutta Rolf leikur annað aðalhlut- verkið i mynd þeirri sem hjer er á ferðinni og Hákan Westergren hitt þá þarf ekki að efast um, að hún muni tala til biógestanna. Eins og auglýsingin ber meo sjer er þetta bráðskemtileg gamanmynd, iðandi af Ijettri músik. — Sara litla, „hin guðdómlega“, eins og hún er kölluð eftir hinni heimsfrægu leikkonu Söru Bern- hiardt, er stofustúlka lijá Hallerfjöl- skyldunni, þar sem hún er notuð til ýmsra ólíkustu vika eftir því sem dutlungavindar fjölskyldunnar blása. Stundum verður hún jafnvel að vera , model“ fyrir yngsta soninn Georg, sem ætlar að verða listmálari. En það eru nú engan veginn verstu stundirnar, því að hún er í raun og veru ástfanginn af honum. En honum er liugað annað og æðra kvonfang, ungfrú Fanney Berg, veliauðug stúlka sem Georg er alls ekki hrifinn af. — Bergfjölskyldan er i miðdagsboði hjá Haller. Ungfrú Fanney, sem hefur lært söng „treður upp“ að mið- deginum loknum. Allir taka söngn- um vel nema Sara. Hún er mjög „músíkölsk“ svo að það fer ekki fram hjá henni, að söngur Fanneyj- ar er falskur. Hún fær ekki stilt sig og skellihlær i álieyrn beggja fjöl- skyldnanna. Söngkonan verður ofsa- reið. Og hlátur Söru kostar hana næstum vistina. Skömmu eftir þenna viðburð er frá því sagt í sænska út- varpinu, að vellauðugur Svíi, búsett- ur í Ástralíu sje dáin og upplýsist að Sara er eini erfinginn að reitunum. Allir viðstaddir verða glaðir fyrir hennar hönd, en sjálf tekur hún þessu án fagnaðar. Hún liefur altaf verið fátæk og óskar eiilskis annars en að vera stofustúlka hjá Haller og mega sjá soninn Georg sem oftast. — Það leynir sjer ekki. að Georg hefur lengi borið hlýjar kendir til Söru, en miljónaarfurinn hrindir honum frá henni, því að Georg vill ekki giftast til fjár. Og þegar nú Sara elskar Georg, en fyrirlítur peningana, ])á er ekkert annað fyrir liana að gera, en losa sig við þá — og það tekst henni furðanlega fljótt. — Sem aukamynd verður sýnd: Sví- þjóð — land og þjóð. Mjög fróðleg og skemtileg mynd, sem alt sænsk- sinnað fólk verður að sjá, bæði til þess að kynnast náttúrufegurð lands- ins og fá nökkra luigmynd um hina miklu menningu öndvegisþjóðar Norðurlanda. Lúðvík, síðar I., konungur af Bay- ern fæddist í Strassburg árið 1786 en þar var faðir hans franskur liers- liöfðingi. Til heiðurs hinum nýfædda hershöfðingjasyni ljetu allir hermenn í deild hershöfðingjans klippa af sjer skeggið og bjuggu til úr því sæng handa hvítvoðungnum að liggja á, (

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.