Fálkinn - 10.09.1938, Qupperneq 5
F Á L K I N N
5
um heimfararleyfi yrði hann að
neita þeim, þvi að þeir væri
honum svo kærir. — Og i hvert
sinn sem þeir ympruðu á þessu
á ný, þá eyddi Kublai khan því.
Loks gerðist óvæntur atburður,
sem olli því, að orðið gat úr
ferðinni.
Ljenskonungurinn í Persíu,
Argon khan, hafði mist uppá-
halds konu sína og hafði liún í
eftirlátnu brjefi grátbænt hann
um, að taka sjer ekki drotn-
ingu, er ekki væri af hennar
ætt. En hún var ættuð austan
frá Peking. Argon khan sendi
því þrjá menn austur til þess
að velja sjer drotningu og var
nú valin ung kona og frið handa
Persakonungi. Um sama leyti
var Marco Polo kominn úr
langri sjófex-ð til Auslur-Ind-
lands, i erindum Kublai khan.
Sendimennirnir frjettu þetta og
hver kunnáttumaður Marco
Polo væri í siglingum. Þeir
höfðu nú verið þrjú ár i ferð-
inni og vildu nú fara að kom-
ast heim og fóru nú á fund
Marco og spurðu hann hvort
hann vildi flytja þá sjóleiðis til
Persíu. Þeir kváðu þá leiðina
fljótlegri og ódýrari, og miklu
þægilegri fyrir ungu brúðina.
Stórklianinn átti bágt með að
neita þeim um þetta og ljet und-
an. Hann fjekk nú Feneyingun-
um umboð til samninga við páf-
ann og konunga Frakklands og
Spánar fyrir sína hönd. Svo
fengu þeir gulltöflu með árit-
aðri skipun um að Feneying-
arnir dg samferðafólk þeirra
skyldu njóta allra lilunninda og
hjálpar, hvar sem þeir væri
um riki lians.
Nú var ferðbúinn floti fjórtán
skipa með yfir 1250 manna á-
höfn og vistum til tveggja ára,
og sigldi hann frá Kína 1292.
Margt gerðist mótdrægt á leið-
inni, sótt, ofviðri og skipatjón
og í Austur-Indlandi varð flot-
inn að bíða í marga mánuði
eftir hagstæðu leiði. Eftir átján
ínánaða ferðalag var loks kom-
ið i liöfn í Persaflóá. Þá voru
tveir persnesku sendimannanna
dauðir og 600 manns af áhöfn-
inni, en Feneyingarnir þrír
komust heilu og höldnu á á-
kvörðunarstaðinn með brúð-
ina. En Argon khan var þá
dauður. Brúðurinni, sem var
aðeins 17 ára, hefir víst verið
lítill harmur að því; hún fjekk
Kasan son hans i staðinn, sem
nú var orðinn konungur Persa.
Feneyingarnir hvildu sig níu
mánuði í Tebris, höfuðborg
Persa eftir volkið og hjeldu nú
heim landleiðis, um Armeníu
og Litlu-Asíu með öll auðæfi
sín og komust heim heilu og
höldnu.
Einn góðan veðurdag
haustið 1295 var barið að dyr-
um i höll Polos í Feneyjum.
Þegar dyravörðurinn opnaði
liurðina sá liann fjóra menn all
lijákátlega, tærða og veður-
barða, i ljótum og tötralegum
austurlandabúningum. Hund-
arnir geltu að þeim og glefs-
uðu í þá; þeir töluðu ítölskuna
bjagaða og með annarlegum
hreim.
Þetta voru Marco Polo, Nicolo
faðir hans og Maffeo föður-
bróðir hans, sem nú voru komn-
ir heim eftir 24 ára útivist. Þeir
nefndu nöfn sín — en dyra-
vörðurinn virtist ekki við þau
kannast. Þeir urðu að heita of-
beldi til þess að komast inn í
sitt eigið hús. Þar liittu þeir ó-
kunnugt heimilisfólk og fjar-
læga ættingja, sem eins og allir
aðrir Feneyjabúar lijeldu, að
Polo-frændurnir væru dauðir
fyrir löngu. Fólkið hjelt að
þetta væri svikahrappar og tók
þeim hið versta.
Þeir leigðu þá annað hús,
skreyttu það fagurlega og gerðu
ættingjum sínum víðsvegar úr
hæniun gestaboð mikið. Þar
komu þeir fram í fótsiðum káp-
um úr purpurarauðu silki,
fínna og þykkara en fólk hafði
nokkurntíma sjeð áður. Þegar
gestirnir höfðu sest til borðs og
fengið handlaug, hurfu þeir
frændur en komu brátt aftur,
klæddir dýrlegum Asíukyrtlum
úr skarlatsrauðu damaski. Með-
an matast var skáru þeir fyrstu
silkiklæðin í ijjötlur og skiftu
þeim milli þjónanna, Enn hurfu
þeir Polo-frændur og komu nú
inn i karmosínrauðum flauels-
klæðum, en nú var damask-
klæðunum úthlutað meðal gest-
anna. Og síðan fóru flauels-
klæðin sömu leið, en þeir frænd-
ur klæddust Feneyjabúningi.
Þegar borð voru upp tekin sóttu
þeir gömlu ræflana, sem þeir
höfðu komið í til Feneyja.
Sprettu þeir þeim sundur og
hrundu þá ógrynni af allskonar
gimsteinum og perlum á borðið.
Þeir höfðu saumað þessa fjár-
sjóði i fataræflana til þess að
leyna þeim á leiðinni.
Gestirnir voru agndofa af
undrun. Nú efaðist enginn um
það lengur, að þessir menn
væri þeir sem þeir sögðust vera.
Og þegar sagan af gestaboðinu
barst um borgina urðu þeir aust
urfararnir aðal umtalsefni
manna og fengu mikiar virðing-
ar. Maffeo varð háttsetlur em-
hættismaður í lýðveldinu. Nico-
lo og Marco tóku við verslun
sinni aftur og sífeld ös manna
var hjá þeim, því allir þurftu að
spyrja um undur og riki Asiu.
Sjerstaklega varð Marco vin-
sæll í borginni. Hann þreyttist
aldrei á að segja frá auði Kín-
verja og hinum ótrúlegu tekj-
lim keisarans og varð altaf að
nota orðið miljón til þess að
gefa hugmynd um þetta, svo
að hann fjekk viðurnefnið
„millione“. Og húsið sem þeir
feðgar settust að í, var kallað
„Corte del Millione“. Það er nú
ekki til lengur, en menn vita
hvar það stóð og gamlar mynd-
ir eru til af þvi.
Þarna ríktu nú Polo-herrarn-
ir, vinsælir, virtir og voldugir,
en þá bar nokkuð við, sem
Marco mátti þykja ógæfa en
varð eftirtímanum til ómetan-
legs gagns.
Á miðöldum og endurfæðing-
aröldinni var sífeld togstreita
um völdin milii kaupmensku-
lýðveldanna i Veneziu og Gen-
ova, því báðir vildu ráða í Mið-
jarðarhafi. Áttu þau í sífeldum
styrjöldum. Sumarið 1298 liöfðu
Feneyingar rænt þremur Gen-
ova-skipum við Grikkland. Gen-
ovamenn sendu óvígan flota í
Adríahaf til þess að taka hefnd-
ir og urðu Feneyingar að senda
flota sinn óviðbúinn á móti.
Var eitt skipanna undir stjórn
Marco Polo. Lenti flotunum
saman við Jortsjula-ey hjá Dal-
matíuströnd og sigruðu Genova-
menn og söktu flestum Feneyja-
skipunum, þar á meðal skipi
Marco Polo. Hann var fiuttur
til Genova ásamt 7000 öðrum
föngum og settur í fangelsi.
Nicolo gamli reyndi að leysa
hann út, en því var hafnað.
En það leið ekki á löngu þang-
að til Marco varð kunnur í
Genova. Helstu horgarar heim-
sóttu hann í fangelsinu og komu
þvi til vegar, að liann fjekk
góða aðbúð. Menn veittu sög-
um hans frá Asíu athygli og
honum var leyft að fá minnis-
hlöð sín til sín í fangelsið, frá
Feneyjum. Svo vildi til, að i
klefa með Marco Polo var mað-
ur frá Pisa, Messer Rusticano.
Hann var duglegur skrifari og
nú setti hann á pergament frá-
sagnir Marcos frá Austurlönd-
um. Eftir tæpt ár samdist frið-
ur milli Feneyja og Genova og
liöfðu borgirnar skifti á föng-
um. Þá var stóra bókin fullgerð
og gat Marco haft hana með
sjer til Feneyja.
Rit Marco Polo fjekk nafnið
„Bókin um ríki Austurlanda og
undur þeirra.“ Er liún i þrem-
ur deildum. Innan skamms voru
orðnar til margar afskriftir af
henni og hafa 84 handritin
varðveist til þessa dags, mörg
með athugasemdum og leiðrjett-
ingum, sem Marco Polo hefir gert
sjálfur. Fjölmargar útgáfur liafa
líka verið prentaðar af bók-
inni.
,í bók þessari er að vísu
margt furðulegt“, segir Sven
Hedin, sem 600 árum siðar ferð-
ast í fótspor Marco Polo, „og
maður saknar margs, sem þar
ætti að vera. En bók hans er
eigi að síður sjóður landfræðis-
þekkingar, og flestar upplýs-
ingar hans og athuganir liafa
verið staðfestar. Líf hans var
eins og æfintýri, og hann skipar
lieiðurssess meðal landkönnuða
allra alda.“
Menn höfðu áður aðeins ó-
ljósar hugmyndir um flest þess-
ara landa, sem Marco Polo
lýsti, og mest af því voru há-
biljur einar og furðusagnir.
Hann vann það þrekvirki fyrst-
ur manna, að lýsa Austur-Asíu
fyrir Evrópumönnum eins og
hún í raun og veru er. Hann
eyddi mörgum tröllasögum en
liann gaf aðrar i staðinn, sem
líka þóttu tröllauknar þó þær
væri raunverulegar. Og hann
varð til þess að ýta undir út-
fararþrá annara og varð upp-
hafsmaður hinna glæsilegu land
könnunarferða, sem Portúgal-
ar og Spánverjar fóru síðar.
Hinrik sæfari, Portugalalcon-
ungur, sem varð upphafsmaður
könnunarferðanna suður með
Afrikuströndum, hafði lesið rit
Marco Polos. Og það hafði líka
gert Bartolomeus Diaz og Vas-
co da Gama, sem fann sjóleið-
ina til Indlands. Þegar Colum-
bus stýrði skipum sínum vestur,
Framh. A hls. 11