Fálkinn - 10.09.1938, Síða 13
F Á L K I N N
13
Setjiðþið saman!
1.
2.
3.
//,
5.
6.
7.
13.
U.
15.
D—af—al—al—ar—ast—bak—bakk—
brenn—dal—cant—e—er—-es—eyr—
«ý—i—i—il—jr—ir—is---iðr—koff—
kong—liind—lav—o—ort—raras-'rimm
—n—n—upp—lirak—ým.
1. ísl. kauptún.
2. Jötun.
3. ----ur.fræg öxi.
4. Bær á Spáni.
5. Fornkonungur í Egyptó.
(i. Hryggur.
7. Úrþvætti.
8. Fljót í Afríku.
9. Hirsla.
10. Stjarna.
11. Skarð í Alpafjöllum.
12. Sjerðu eflir?
13. Sænskur hugvitsmaður.
14. Ivvenheiti.
15. Hjerað í Sviþjóð.
Samstöfurnar eru alls 36 og á að
búa til úr þeim 15 orð er svari til
skýringarorðanna. Fremstu stafirnir
taldir ofan frá og niður og öftustu
stafirnir, taldir neðan frá og upp
eiga að mynda:
Nöfti þriggju kaupiúna á íslandi.
Strikið yfir hverja samstöfu um
leið og þjer notið hana í orð og
skrifið orðið á listann til vinstri.
Nota má ð sem d, i sem i, a sem á,
o sem ó, u sem ú, — og öfugt.
„KVENNA;-HERSVEITIN“,
sem stofnuð hefir verið í Énglandi
til þess að starfa ef til ófriðar kæmi,
telur nú yfir 10,000 meðlimi. Mynd-
in er af Betty Williams, sem er for-
ingi 2. hersveitar Lundúnaborgar.
Er hún að festa númer á bifreið-
arnar, sem notaðar eru við æfingar
bifreiðaliðs hersveitarinnar.
VJELRÆNI GJALDKERINN.
Ameríkanski stórbankinn, Sterling
National Bank hefir fengið sjer á-
hald það, sem sjest lijer á myndinni
og getur tekið á móti alt að 100
tjekkuin í mínútu, búið til kvittanir
fyrir þeim og jafnframt bókfært þær
á ljósmyndaplötu.
Best að auglýsa i Fálkanum médm
t
urslaust, og nú taldi Hugli víst, að hann
væri „ósmittandi.“
„Nú ætla jeg að byrja nýtt líf,“ sagði
hann. „Hvað heitir sú laglega, ljósliærða?“
Hann tók eflir, að kunningi hans leit
þóttalega á liann.
„Phyllis Cannell,“ sagði Dayne. Hann
hafði sjálfur verið vottur að svo margvís-
legu ástarhraíli Huglis. Stundum hafði
hann haft gaman af því, en hlutvei’k hans
hafði jafnan verið það sama. Hann hafði
orðið að varðveita vin sinn og lærisvein
fyrir hjónabandinu. Nú var öðru máli að
gegna. Elmore gamli mundi taka Phyllis
í'egins hendi sem tengdadóttur. Og ef þeir
yrðu keppinautar mundi Elmore eldiá
leggjast á sveif með syni sínum. Og þá var
úti um framtíðarhoi'furnar. Ef hann ætti
að halda sátturn við auðkýfinginn yrði
liann að haga sjer sem hlutlaus áhorfandi
og hafasl ekki að.
„Cleeve hefir aldrei viljað láta mig liitta
systur sína,“ sagði Hugh, „hann hefir allaf
sagt, að jeg væri ekki nógu góður handa
henni. Þelta sannar, að jeg hafi hyrjað
nýtt líf.“
„Haltu hara áfram,“ sagði Dayne þurlega.
VIII. kapítuli.
Fyrsti dágurinn á Manntlrápsey leið ró-
lega og ánægjulega. George Barkett sagði
konunni sinni að, Jaster væri glaður af
því, að hin gamla vinátta þeirra liafði
tekist upp aflur. Frú Jaster sagði við mann-
inn sinn að enn væru til góðir rnenn, sem
ekki kærðu sig um giúndhoraðar konur.
Þegar hún hrosti minti liún liann á, að
hann hefði altaf öfundað George Barkett.
Eliot Jaster hjelt áfram að hi’osa. „Það
var fyrrum, en nú get jeg ekki annað en
kent í hrjósti um hann.“
Phyllis furðaði sig á, að Dayne var þurr-
ari á manninn en áður. Hún var róman-
tískari en langömmu hennar grunaði og
Dayne var fyrir hennar sjónum mest
töfrandi allra þeirra manna, sem hún hafði
sjeð. Hún ljet Hugh Elrnore lifa í þeirri
trú, að liann liefði haft eftirminnileg áhrif
á liana. Annars var hann allra skemtileg-
asti piltur og framúrskarandi reiðmaður.
Fyrsti pololeikurinn sýndi, að Hugli og
Cleeve voru snjallastir allra hinna yngri
manna, en Ahtee, þó liægt færi, var lang-
samlega ofjarl þeirra Jasters og Barketts.
Hann var besti riddarinn í öllum hópnum.
Við miðdegisverðinn var hlustað á liann
með meiri athygli en daginn áður. Það var
ómögulegt annað en taka meira mark á
honum en venjulegum auðmanni, úr því
að liann var svona leikinn á liestbaki.
Hugli Elmoi’e gerði sig eins prúðan og
liann gat og spurði húsbóndann hvort
hann vildi ekki segja honum frá Fratton
sjóræningja.
„Nábítskastið, sem jeg fjekk í gær olli
því, að jeg misti af þessari merkilegu
sögu. En ungfrú Cannell hefir sagt mjer
ofan og neðan áf því, sem þjer sögðuð, og
segir að þjer hafið meira.“
„Já, það er margt fleira að segja af ver-
um Frattons hjer á eyjunni," svaraði Alitee,
„en margt af því er svo hryllilegt, að það
er víst rjettara að láta það liggja i láginni,
kvenfólksins vegna.“ IJann rendi augunum
kringum sig og. það lá við að svipurinn
væri flemtursfullur.
„Bull!“ fnæsti frú Hydon Cleeve, hún
hafði nú náð sjer aftur eftir æðiskastið og
táugahriðina, sein af því leiddi. „Vitið ])jer
ekki að kvenfólkið þolir bæði að heyx-a og
sjá skelfingar, sem gera flesta karlmenn
vitlausa? Þegar þær látast vera viðkvæmar
og næmar á taugunum, er það bara til
þess að láta talca eftir sjer“. Hún hvesti
augun á frú Jaster. „Jeg er áttatíu og
fjögra og veit hvað jeg er að segja.“
„Það var sagan um al'turgöngurnar, sem
gerði mjer flökurt," svaraði frú Jastei’.
„Eliot er efnishyggjumaður, en það er jeg
ekki. Jeg trúi á himnaríki,“ — hún sendi
frú Cleeve baneilrað liornauga, „og þegar
jeg minnist sumra meðsystra minna get
jeg ekki varist því að trúa á helvíti Iíka.“
„Við minnumst ekki á þá hlið málsins
fyr en á morgun, ef við miiinumst ])á á
hana yfirleitt," sagði Ahtee. Hann var svo
alvarlegur að það var óhjákvæmilegt að
taka eftir honum. „Frú Jaster segir, að
maðurinn hennar sje efnishyggjumaður. Ef
hann er það i fullri alvöru og trúir því,
að ekkert taki við eftir gröfina, þá sleppur
liann við margvíslegar kvalii’.“ Hann leit
kringum sig. „En jeg veit sannarlega ekki
hvað rjett er. Skynsemin segir mjer, að
dauður maður geti ómögulega haft það á
valdi sínu, að leggja slíka bölvun á þessa
eyju, að liún geti vofað eins og' hætta yfir
hverju mannsbarni sem hjer er statt, ógna
lifi manna og kanske sál þeirra. Þetta seg-
ir skynsemin rnjer, en reynsla annara segir
alt annað. Eru þeir fábjánai’, allir þeir sem
í ýmsum löndum og á ýmsm tímum hafa
trúað á slík máttarvöld, og sem stundum
hafa dáið-af hi’æðslu við þau? Jeg veit það
ekki. En það kemur engum að haldi að
kalla það bull.‘
Það fór hrollur um Hugh Elmoi-e. Hann
leit til Phyllis, sem sat hjá honum. Hún
vildi ekki missa af nokkuFU orði, sem sagi
var. Svo sneri hann sjer að Dayne, eins og
hann var vanur þegar hann var í vafa.
„Hvað jeg álít?“ endurtók Dayne. „Jeg er
velviljaður en vantrúaður. Jeg vil ekki
kalla það bull og stimpla um leið marga
greinda menn sem fábjána. En persónu-
lega trúi jeg því ekki. Einhver liefir sagt:
„Alstaðar þar, sem við liöfum verið, verður
eitthvað af okkur eftir.“ Jeg held það hafi
verið dulspekingurinn Böhme. Vist er um