Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1938, Page 5

Fálkinn - 17.09.1938, Page 5
F Á L K I N N 5 sem jeg get liengt málið yðar á.“ Glæpamaður einn vildi endi- lega fá hann fyrir verjanda, en hann sendi hann til anriars málaflutningsmanns með þessu hrjefi: „Þessi maður er sekur, jeg get ekki varið hann. Þjer getið það.‘ En liann gat Iíka verið refur. Maurapúki einn átti 2% dollar lijá málaflutningsmanni, en hann vildi ekki borga, og sá ríki vildi fara í mál. Lincoln rjeð lionum frá því. — „Það mundi kosta meira en upp úr því hefst“, sagði hann. „Það gerir ekkert til,“ sagði sá ríki, „jeg vil hafa peningana.“ „Jeg skal taka þetta að mjer,“ sagði Lincoln. „En það kostar 10 dollara.“ Hann fjekk dollar- ana, fór til málaflutningsmanns ins og skifti peningunum. Og svo borgaði málaflutningsmað- urinn 2.50. Lincoln var altaf hoðinn og búinn til að verja lítilmagnann og málstað kvenna. Einu sinni höfðu tvær aðsúgsmiklar konur farið inn á „saloon“, þar sem karlarnir þeirra sátu yfir drykkju, og höfðu mölvað hverja einustu whiskyflösku í knæpunni. Lincoln tókst að fá þær sýknaðar. Annað sinn tók hann sjer lögregluvald sjálfur, þó að hann hryti lög með því. Drykkfeldur skóari hafði það fyrir venju að herja konuna sína þegar hann var fullur. Einu sinni heyrðist gráturinn í henni álengdar og var karl- inn þá að berja hana á vinnu- stofu sinni. Lincoln fór inn ásamt tveimur öðrum og dró skóarann út og hatt hann við staur. Svo fjekk hann konunni hans keyri og sagði henni að liýða manninn og. hún ljet ekki standa á þvi. Skóarinn þorði ekki að kæra. Einu sinni sagði hann við skjólstæðing sinn: „Jeg get unnið þetta mál fyrir yður og gert yður 600 dollurum ríkari, en þá steypi jeg jafnframt heið- arlegu fólki í ógæfu. Þessvegna tek jeg ekki málið að mjer. En jeg skal gefa yður ráð ókeypis: Farið heim og athugið, hvort þjer getið ekki grætt þessa 600 dollara með öðru móti.“ Þannig var Abraham Lincoln. Og af þessum dæmum má sjá, að slíkur maður hlaut að vilja gerast málsvari ógæfusömustu mannanna i landinu: svertingj- anna. Hann hafði sjeð'þessa vesal- inga í fyrstu suðurferð sinni og liann sá þá oft síðar upp með Missisippi: „Jeg liafði þar um borð tækifæri til að athuga, hve lán mannanna er misjafnt," segir hann í brjefi einu. „Mað- ur nokkur hafði keypt tólf þræla í Kentucky og fór með þá á búgarð sinn. Þeir voru hlelckjaðir saman 6 og 6, eins og fiskur á seil. Þannig höfðu þeir um aldur og æfi verið rændir æsku og gleði, foreldr- um og systkinum, seldir undir eilífan þrældóm húsbónda, sem var sagður nota keyrið meira en flestir aðrir. Og þrátt fyrir þetta virtust þeir vera kátustu farþegarnir um borð. Einn þeirra liafði komist í skuldir, af því að honum þótti svo vænt um konuna sína, og því lauk þannig, að hann var seldur mansali. Hann var altaf að leika á fiðluna sína og hinir dönsuðu, sungu, sögðu fyndni og spiluðu á spil allan daginri. Það var satt sem spakmælið segir. að guð láti lygna þegar búið er að rýja fjeð.“ Þegar Lincoln var orðinn for- seti þóttust suðurfylkin þegar sjá hvað verða vildi. En suður- fylkjamenn töldu, að1 án þræla- halds gætu þeir elcki lifað, og þegar þrælahaldinu var liætta búin sögðu þeir sig úr sam- handinu við norðurfylkin. — Norðurfylkin bönnuðu þessa úr- sögn eða uppreisn og nú skall styrjöldin á. Hún var löng og blóðug. Ilún stóð nær fjögur ár og fast að miljón hermanna var hvoru megin og manntjón- ið gífurlegt. Sigurvegararnir — norðurfylkin — mistu nær tí- unda hluta liðsins á vígvellin- um, en fimtungur hersins varð drepsóttum að bráð. En 1. jan- úar 1863 gat Lincoln lýst yfir afnámi þrælalialdsins og lögun- um var fullnægt á því ári. Þegar bærinn Richmond hafði verið tekinn — liöfuðstað- ur Virginu — kom Lincoln of- an St. Jamesá á herskiiji. Hann ætlar að koma í bæinn og fer á land í bát, sem var dreginn upp að bryggju. Enginn tók á móti honum, þarna voru aðeins fáir svertingjar að vinna við ána. Alt í einu fleygir formað- ur þeirra, gamall svertingi, skóflunni og hrópar: „Drottinn minn, þetla er hinn mikli Mess- ías! Jeg þekki liann. Nú er hann kominn að frelsa okkur.“ Og svertingjarnir fjellu allir á knje og kystu fætur Lincolns. En Lincoln stóð þarna vandræða- legur og vissi ekki hvað liann átti við sig að gera. Svertingj- arnir fóru að syngja sálma og hópurinn sístækkaði. Loks hjelt hann ræðu lil þeirra og komst svo að orði: „Frelsið er með- fæddur rjettur ykkar, sem guð hefir gefið ykkur eins og öðr- um. Það var synd að ræna ykk- ur því. En nú verðið þið að sýna ykkur verðuga frelsisgjaf- arinnar. Sýnið heiminum, að þið vinnið ykkur frelsið með nýtum verkum en forðist öll hryðiuverk. Haldið lögin og hlýðið þeim.“ Annars voru það ekki svert- ingjarnir sem hugðu á hryðju- verk heldur suðurfylkjabúar. I Richmond hafði fjelag starf- að í tvö ár, sem hafði það aðal- markmið að drepa Lincoln og varla leið sá dagur, að hann fengi ekki hótunarbrjef. Hann var farinri að venjast þeim. „Vilji einhver drepa mig þá gerir hann það þegar hann fær tækifæri til þess,“ sagði Lin- coln. „Mjer þýðir ekkert að fara að ganga í brynju eða liafa um mig líl'vörð. Það eru þús- und leiðir til að ná lífi manns á.“ Lincoln trúði á forlögin. Og það gerðu fleiri. 1 ágústmánuði 1864 tók gest- gjafinn á litlu veitingahúsi í Pennsyívaniu eftir, að nokkur orð voru skorin með demanti í rúð- una á einu gestaheríberginu. Þar stóð: „Ahraliam Lincoln skildi við þennan heim 13. ágúst 1864.“ Þá hafði verið reynt að gefa honum eitur. Átta mánuð- um síðar kom gestgjafanum í hug, að leikari nokkur sem Booth hjel hefði búið í þessu herbergi og mundi hafa skrifað á rúðuna. Hinn 14. apríl 1865 var hátíð í norðurfvlkjunum i minningu þess, að fjögur ár voru liðin síðan suðurfylkjamenn s'kutu á vígi eitt í norðurfylki, en það varð upphaf stríðsins. En nú var sigurinn viss. Stjórnin hjelt fund, Lineoln var í besta skapi. Hann sneri sjer að flotamála- ráðlierranum og sagði honum draum, sem hann dreymdi oft: „Það heyrir undir yðar verka- hring, það er nefnilega við- komandi sjó eða vatni,“ sagði Lincoln. „í þessum draumi legg jeg æfinlega upp með skipi, merkilegu skipi, sem jeg get ekki lýst, en það er altaf eins. Þetta skip siglir hratt og að einhverri strönd, sem liggur í dimmu. En jeg vakna altaf áð- ur en jeg á að fara í land. Þetta dreymir mig altaf fyrir merk- um viðburðum, t. d. þegar við vinnum sigra. Mig dreymdi liann fyrir orusturnar við Ant- ietam, Stone River, Gettyshurg og Vickshurg.“ Um kvöldið ætlaði forselinn í leikhúsið. Meðal leikenda voru nokkrir suðurfylkjamenn og einn þeirra lijet Booth. Um morguninn hafði þessi Booth borað gat á liurðina að stúku forsetans, svo stórt að hægt var að iniða byssu gegnum það. Forsetinn hafði ætlað að koma i leikhúsið með Ulysses Grant, yfirhershöfðingjanum. En hann kom ekki. Ungur majór kom í lians stað. Leikurinn, sem sýndur var hjet „Frændi okkar frá Arner- íku“. Þegar Lincoln kom inn í stúkuna með konu sinni og nokkrum gestum, var leikurinn stöðvaður, fólkið æpti gleðióp og hljómsveitin ljek þjóðsöng- inn. Svo var leiknum lialdið áfram. Frammi í ganginum kom maður og sýndi fatageymslu- þjóninum miða, og sagðist þurfa að koma áriðandi boðum til forsetans. Þjónninn hleypti hon- um inn í anddyrið að stúkunni. Hann lokar á eftir sjer, gægist gegnum gatið, sem hann hafði borað, miðar og lileypir af. Lincoln hnígur út af í stólnum, kúlan hafði hitt hann í lmakk- ann. — Booth, morðingjanum, tókst að komast undan i upp- Framh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.