Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1938, Qupperneq 8

Fálkinn - 17.09.1938, Qupperneq 8
8 F Á L K 1 N N vinningurínn. T)EIR VORU SVO FÁIR, sem vissu heimiiisfang hins marglofaöa leikara Paul Rella- my, að ráðskonan hans, hún frú Gatherway kveið altaf fyrir að opna þegar hringt var á for- stofudyrnar. Fyrst skaut hún lokunni frá kringlóttu smug- unni og gægðist út, og ef gest- urinn, fyrir utan liktist í minsta máta blaðamanni (og frú Gatlierway var smámsaman orðin leikin í að þekkja blaða- menn frá öðru „heiðarlegu fólki“) — þá mátti hann gjarn- an gróa fastur við þrepið fyrir henni, jafnvel þó hann hringdi liúsið sundur og saman — lion- um var ekki lileypt inn, hvern- ig' sem liann Ijet. Aðstaða Paul Rellamy í leikhúslífinu enska var þannig, að hann gat talið alla blaðamenn djöfulsins verk, og frú Gatherway var alveg á sömu skoðun. Svo var það einu sinni, að hringt var á dyrnar þremur dögum fyrir jól. Frú Gatherway Ijet fyrst í stað sem liún heyrði það alls ekki. Þegar liringt hafði verið i annað sinn staul- aðist hún fram í anddyrið, skaut lokunni frá gatinu og gægðist fram. Þar stóð ung stúlka. Frú Gatherway liataði ungar stúlkur, samkvæmt grund- vallarskoðun sinni og sorglegri reynslu. En henni fanst hún kannast við þessa stúlku — há og grönn stúlka í sportfötum úr grófgerðum dúki, með hend- urnar í vösnnum og nefið upp í lofdð. Frú Galherway fjekk undir- höku af umhugsun — svo rann alt upp fyrir henni. Hún var skjótari í svifum en hún átti vanda til og lauk upp liurðinni — kringlótt og rjótt andlitið skein eins og sól. „En — eri það sem mjer sýn- ist að þetta sje ungfrú Nancy! Gerið þjer svo vel að koma inn — en hvað langt er síðan sein- ast------“ Unga stúlkan varp öndinni þungt, brosti eins og henni hefði ljetl og rjetti frú Gather- way höndina. „Rjettir átján mánuðir í dag“, sagði hún. Rödd hennar var lág og mjúk — með dimmari hlæ en við mátti búast — eftirtekt- arverð alveg eins og bros henn- ar. Hún horfði spyrjandi á gömlu feitu kerlinguna: „Er lir. Rellamy lieima?“ spurði hún og dró af sjer hanskana. „Ekki ennþá, en hann kemur áreiðanlega heim að borða“. Nancy Wise tók ekki eftir því, að frú Gatherway setli upp ólundarsvip er hún heyrði þetta. Hún tók af sjer húfuna og fór úr kápunni og hristi stutta, ljósa Iokkana fyrir framan spegilinn. „Þjer hafið verið í útlandinu, ungfrú?“ sagði frú Gatlierway. Nancy kinkaði kolli inn í spegilinn. Hylton Cleaver: Stóri „Jeg kom lieim í morgun — síðasta kvöldið sem jeg var í London áður en jeg fór að heiman, borðaði jeg með hr. Bellamy, og okkur talaðist svo til, að við skyldum liittast hjerna sama daginn og jeg kæmi heim“. „Svo húsbóndinn á þá von á yður?“ Litlu, fjörlegu og ljós- bláu augun 1 ráðskonnnni ljóm- uðn af ánægju, hún elskaði rómantík og ungfrú Nancy var áreiðanlega ekki ein af þessum stelpugægsnum sem ætl uðu að gera út af við lir. Bella- my og voru altaf á þönum eftir honum til að sníkja ljósmynd eða fá rithöndina hans. „Hvort hann býst við mjer?“ Ungfrú Nancy hnyklaði brún- irnar og horfði hugsandi á lmubhótta ráðskonuna: „Ja, jeg veit svei mjer ekki hvað hann gerir — það er nú einmitt spurn ingin, en nú er jeg í öllu falli komin hingað og nú verð jeg hjerna, jeg vil borða miðdegis- verð hjerna — og jeg vil mat- reiða hann sjálf — livað segið þjer um það?“ Gatherway gamla sagði ekki neitt. Hún gekk upp í loftið og hristi svo höfuðið. Hvað kven- fólkið gat tekið upp á — þegar Ieikari er annarsvegar — jafn- vel ungfrú Nancy — fyr má nú vera! „Þegar hann var einn var hann altaf vanur að fá matinn sinn á bakka og hafði hlntverks- Iieftið sitt liggjandi við hliðina á sjer“, sagði Nancy liljóðlát, „og svo las hann meðan hann var að borða. Það var leiður vani — gerir hann það ennþá?“ „Sjaldan bregður mær vana sínum, svaraði Gatherway fast- mælt, „sjerstaklega ef það er leiður vani“. „Og uppáhaldsmatur hans lijelt Nancy áfram dreymandi, „uppáhaldsmatur hans var enskt buff með lauk og vanilíu- is — já, víst var það Gatherway, en annars er það leyndarmál — og í dag skal liann ekki fá það, í kvöld skulum við liafa eitthvað hátíðlegt — komið þjer með mjerfram i eldhús, Gather- way og við skulum setja sam- an einhverjar kræsingar — veg- urinn að hjarta mannsins liggur um magann, eins og þjer vitið“. Gatherway vissi það — en hún furðaði sig á að stelpa, nei dama, virkileg dama eins og ungfrú Nancy skyldi þegar hafa lært þessa lifsspeki og þyrði að meðganga það. Klukkutima síðar hafði verið lagt á borðið irfni í stofunni — þar var fallegasti dúkurinn á lieimilinu og úrval af silfri og kristalli. Frú Galherway stóð og var að horfa á liandaverkin þegar hún kiptist alt í einu við: „Síminn. Ef það er nú liann sem hringir og segist eklci geta komið heim, eftir alla þessa fyrirhöfn, sem við höfum gert okkur?“ Nancy liallaði sjer upp að eldhúsborðinu, liún hafði sett á sig svuntu af frú Gatherway. Ermarnar voru hrettar upp fyr- ir olnboga, hún var rjóð i kinn- um af hitanum frá eldavjelinni — stóð þarna eins og stytta með sleif í liendiimi og beið. Gatherway kom aftur. Nancy liorfði á hana: „Kemur hann ekki?“ spurði liún rólega. „Jú, ungfrú, hann kemur, en „Hvað?“ „Hann sagði mjer að leggja á horðið handa tveimur . .. . “ „Handa tveimur — svo liann man þá . .. .“ Gatherway kipraði varirnar: „Hann sagði að hann ætti von á ókunnugri stúlku — og að jeg yrði að vanda sjerstaklega til miðdegisverðarins“. „Jæja“. Nancy starði á sleif- ina sem hún var með í hendinni — auðvitað, hann gat ekki vitað að hún kæmi í dag og hefði farið beint lieim til hans, að hún liefði matreitt handa hon- \um — og ókunnugri stúlku — „gott og vel“, sagði liún kank- víslega og liafði ekki augun af sleifinni, „við liöfum svo sem vandað okkur — ekki vantar það. Hann skal eklci þurfa að kvarta yfir matnum, hvað sem öðru líður“. „Það nær nú ekki nokkurri átt, ungfrú Nancy, að þjer haf- ið alt amstrið af þessu og látið aðra njóta þess?“ „Því ekki það? Þjer ætlist víst ekki til, að jeg fari að trana mjer fram þegar hann á von á annari stúlku? En mjer þætti nú samt gaman að vita hvernig hún lítur út — jeg ætla að verða hjerna þangað til hún er komin — jeg meina hjerna í eldhúsinu — og þjer verðið að lofa mjer því, frú Gatherway, að segja ekki til mín?“ Frú Gatherway andvarpaði, góndi upp í loftið og lofaði því Paul Bellamj' kom heim hálf- tíma síðar — þær heyrðu þegar hann lauk upp hurðinni, heyrðu umganginn í anddyrinu — og síðan rödd hans — röddina sem öll London elskaði og dáðist að: „Eruð þjer þarna, frú Gather- way?“ Ráðskonan sneri sjer fljótlega að Nancy: „Hann er einn, ann- ars hefði hann hringt á dyrn- ar“. Hún þurkaði sjer um hend- urnar, tók af sjer svuntuna og fór fram í anddyrið. Nancy stóð eftir á miðju eldhúsgólfinu. Hún tók báðum höndum um lijartað, en hvað það barðist — barðist Þetta var í fyrsta sinni í átján mánuði, sem hún heyrði rödd- ina hans. Hann liafði elskað hana. Og þó að alt væri úti nú, þá mundi hún eigi að síður lifa það sem eftir væri æfinnar í fullvissunni um, að hann hefði elskað hana. Ilún var neydd til að fara á burt, og hann gat ekki farið með lienni því að hann var bundinn leikhúsinu. Hún hafði átt uppástunguna að því, að þau skyldu ekki skrifast a meðan liún væri í burtu. Hún vissi að hún átti hann meðan liún dvaldi nærvistum við hann, þegar hann gat sjeð hana dags daglega og talað við liana — meðan svo var þá vissi hann ekki af öðrum stúlkum en henni — en þegar hún var far- in — ekki í eina eða tvær vikur heldur i þrjú missiri — átján langa mánuði, mundi ást hans standast það? Hann sem var umsetinn og tilheðinn af kven- fólki ’ — mundi hann elcki gleyma henni? Hún varð að fá vitneskju um þetta, liún varð að finna, að hún væri eina stúlkan í heiminum, sem hann kærði sig um — hún var ekki lítilþæg — hún heimtaði alt eða ekkert. Brjefin skuldbinda — brjefin binda — hún vildi ekki eiga það á liættu, viðkynning þeirra hafði verið of göfug og fögur til þess að Iialda henni við með væmnum ástarbrjefum. Ef þau gætu fundist aftur eins og þau skildu fyrir átján mán- uðum þá væri það liið eina rjetta, það sem hægt væri að byggja á í framtíðinni. Henni var ljósl að þetta var hættuleg- ur leikur og líkindi meiri til að tapa en vinna, en hún vildi eiga það á hættu. Og nú voru átján mánuðirnir liðnir, fresturinn langi — og hún var komin aft- ur sama sinnis og hún hafði

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.