Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.09.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N WYNDHAM MARTYN: 10 Manndrápseyjan. það, að Victor Hugo, Pasleur, Amphere, Goethe, Pascal, Newton, Wallace og marg- ir fleiri ágætismenn segja, að slíkt geti komið fyrir.“ „Sp}7rji einhver mig,“ sagði George Bar- kett, „þá svara jeg því að það sje endemis- hull, sem hægt sje að innbyrla krökkum og kvenfólki.“ „Það var enginn að spyrja yður,“ sagði frú Cleeve, gröm yfir því, að hann skyldi vera sömu skoðunar og hún. Hún horfði kringum sig. „Jeg liugsa að frú Jaster sje eina manneskjan sem trúir þessu. Það er best að láta framhaldið biða, þangað til hún er farin að hátta.“ „Jeg fer ekki að liátta fyr en hinir,“ sagði frú Jaster. „Eftir að mr. Dayne hefir nefnt nöfnin sem liann nefndi finst mjer þeir sýna mesta skynsemina, sem ekki mæla á móti.“ „Fyrsta andlega viðnámið hjá fábjánan- um lýsir sjer sem vantrú“, sagði Dayne. „Jeg ætla að híða átekta.“ „En heyrið þjer, mr. Alitee, þegar þjer borðuðuð hjá okkur sögðust þjer ekki trúa því,“ sagði Phyllis. „Það er einmitt það skrítna. Þegar jeg er ekki á eyjunni finst mjer þessi saga um bölvun Frattons vera erkibull. Þetla er önnur nóttin, sem jeg hefi verið hjer á eyjunni. Fyrra skiftið var jeg i ömurlegu skapi en kendi því um, að jeg var þreyttur og einmana. En i nótt kom sami kvíðinn yfir mig. Jeg svaf illa og vaknaði við að mjer fanst einliver vera i herberginu. Jeg þorði ekki að kveikja af hræðslu við að sjá einhvern inni hjá mjer, jeg er ekki sterkur og hugaður, eins og þjer eruð, Barkett.“ George Barkett reyndi að fullnægja því ldutverki, sem hann hafði fengið, með því að teygja fram hökuna. „Það segi jeg nú ekki,“ tautaði hann. „Það var enginn í herbergjunum mínum,“ hjelt Ahtee áfram, „það er að segja enginn með holdi og blóði, en samt fann jeg greini- lega að einliver var við hliðina á mjer, sem starði á mig hatursaugum.“ „Pú-ú,“ Hugh Elmore andvarpaði, „jeg vona að lierbergið mitt sje ekki nærri yður.“ Mr. Alitee hló lágt, eins og hann vildi róa sig. „Mjer fanst þetta vera Jeffry Fratton, og að hann væri óánægður með hvernig jeg segði sögu lians. 1 gærkvöldi trúði jeg lienni alls ekki, og það kann að vera að jeg liafi farið full hæðilegum orðum um sumt og haft það í flimtingi. Samkvæmt öllu, sem jeg hefi lesið um Fratton var hann óvenjulega drotnunargjarn að eðlis- fari.“ „En nú,“ Dayne virtist alt í einu verða forvitnari, „trúið þjer sögunni þá núna?“ „Jeg veit ekki,“ — Ahtee vildi hvorki ,segja af eða á. „Ef það er satt sem þjer haldið, ætti fólkið hjer á eyjunni að vera í hættu statt?“ „Jeg vil ekki reyna að telja neinum hug- hvarf,“ svaraði Ahtee. „En jeg hefði máske ekki átt að bjóða ykkur að koma hingað,“ sagði hann og leit hikandi kringum sig, „ef einliver vill komast burt hjeðan þá skil jeg það svo vel, og það er mitt að biðja afsökunar.“ Barkett, sá sem hafði mestar vonir um að liafa eillhvað upp úr heimsókninni, varð fyrstur til að svara. „Það skal meira en dauðan sjóræningja til að hræða mig,“ sagði hann hlæjandi. „Ekki dettur mjer í hug að liopa af hólmi,“ sagði frú Cleeve. „Efnis'liyggjumaðurinn sleppur við marg- ar áhyggjur,“ sagði Eliot Jaster. „Jeg verð kyr. Og jeg er viss um, að yngri kynslóðin, sem er svo blessunarlega laus við fínar til- finningar bolnar eiginlega ekkert í þvi, sem þið eruð að tala um.“ „Jeg er hræddur við alla dauða menn,“ sagði Ilugh Elmore, „það þarf ekki sjóræn- ingja til.“ Hann sneri sjer að Phyllis. „Þjer verðið að hafa gát á mjer. Jeg hreyfi mig ekki neitt nema þjer leiðið mig. Jeg er á veg eins og frú Jaster.“ „Þá er kanske betra að frú Jaster leiði yður,“ sagði ungi Barkett, sem vildi fúslega eiga þann tíma sem Phyllis liafði aflögu. Hann fjekk Ijótt hornauga frá frú Hydon Cleeve fj'rir. „Nei, nei,“ sagði hún, „nú gleymum við alveg Fratton, látið þjer okkur heyra meira. Hann var nýbúinn að drepa rauðan mann.“ „Við vitum ekki eins mikið um Fratton og um Morgan, Kidd eða Avery. Hann var eklci afhaldinn og ástæðan til þess er auð- skilin. Hjer á eyjunni einsetti liann sjer að ná i fjársjóðinn, sem Avery liafði rænt af stórmógúlnum. Það sýnir ekki að hann hafi verið frumlegur, þvi að nærri því allir liðsmenn Averys voru að hugsa um það sama. En Fratton fór leynt með þetta á- form sitt. Þessi Jolm Avery hlýtur að hafa verið liugdjarfur maður, þvi að hann gekk ekki að því gruflandi, að menn lians voru fíknir í bráðina. Það varð til að styrkja vin- áttu Averys og Frattons að hann skyldi stúta Rauða-Pjetri, því að liann hafði verið alræmdur fyrir það að reyna að æsa upp mennina og taka sjálfur völdin. Þegar hann sá að Fratton gerði sjer dælt við liðsmennina þá datt honum ekki í hug að hafa áhyggjur af því. Fratton talaði kumpánlega við þá og Ijet þá gorta af sjer og afrekum sínum en um leið slæddist margt með um f jársjóðina, og Fratton varð þess áskynja, að þeir væru svo miklir, að morð og svik væri smáræðisverð fyrir þá. Fratton átti ekki eyrir. En liann kunni ráð við því. Það er til spil sem heitir piquet og er spilað með þrjátíu og tveimur spil- um og er talsvert flókið, að því er mjer skilst. Það var í tísku þá. Fratton innleiddi það hjer á eyjunni og það fjell í góðan far- veg. Mig hefir oft langað til að læra það, en aldrci hitt neinn sem kann það.?“ „Jeg skal kenna yður það,“ sagði frú Cleeve vingjarnlega. „Jeg held jeg muni það.“ Fyrir fimtíu árum hafði hún unnið og tapað stórfje í piquet. Og horfurnar á því, að geta grætt peninga voru henni ein- staklega geðfeldar. „Þakka yður fyrir,“ sagði liúsbóndinn, „en jeg ætla að vara yður við því, að jeg er heppinn í spilum, þó að andstæðingar mínir segi að jeg spili illa. En snúum okk- ur aftur að sjóræningjunum. Fratton var líka heppinn; en hann átti það víst skilið, þó að nokkur vafi væri á ])ví hvort hann hafi verið fyllilega ærlegur. Það dró á eftir sjer nýtt einvigi, og Simon Edginglon beið bana, af því að hann var liprari með tungunni en sverðinu. Maður skyldi lialda, að Avery færi nú að gruna Fratton um græsku en það gerði hann ekki. Þegar liann ljet breyta skipinu sínu setti hann Fratton í land í Charlston, sem var skírður eftir Karl II., konungi Frattons. Hjer tók Fratton sjer fari til Bristol, þeirr- ar hafnar á vesturströnd Englands, sem svo margir sjóræningjar hafa siglt út frá með- an þeir enn voru heiðarlegir menn. Fratton þorði ekki að fara til Plymouth, þar sem svo margir þektu hann. Hann virðist hafa farið sjer hægt. Nú varð liann að útvega sjer skip og menn og vistir i langferð. Mark mið hans var að komast til þessarar eyjar, þar sem Averv hafði iítinn flokk setuliðs um sig.“ „Til þess að gæta gimsteinanna?“ spurði Barkett. „Ekki aðeins til þess, Avery hafði í ráði að gera örugga og trygga höfn á eyjunni, svo að ránfuglar hafsins gæti notið hvíldar þar í næði, þegar þeir höfðu ekki neitt að geia. Eflaust liefir hann ætlast til, að þeir borguðu fje fyrir að fá að vera þar. Við verðum að minnast þess, að faðir Averys hafði liaft gistihús, og það er sennilegt, að sonur hans hafi verið dugandi maður í þeirri grein. En svo voru líka aðrar ástæð- ur. Þegar Avery lagði undir sig Manndráps- ey voru Frakkar og Bretar að berjast um Maine. Frakkland krafðist lands alla leið að Penobscotflóa. Það var ósennilegt, að nokkuð mundi verða gert út um yfirráðin yfir þessum smáhólma meðan stórveldin voru að bítast um jafnstórt hjerað og Ma- ine var. Það getur verið, að Avery hafi fengið hugmyndina frá franska jesúíta- virkinu á Mount Desert, sem er hjer beint á móti. Á fyrstu árunum eftir 1690 sóttu Eng- lendingar fram alla leið norður að St. Croix-ánni. Það er líklega ástæðan til, að Avery ^dreymdi um að gera þennan stað að einskonar Gibraltar. Hann skildi, að þegar New England hefði yfirbugað Frakk- ana mundu þeir snúa sjer að Manndráps- ey. Og hann var nógu mikill hermaður til að sjá, að hægt var að gera eyjuna óvinn- andi. Hann þurfti á bæði mönnum og vopn- um að halda og fór til Evrópu til þess að viða því að sjer, og hafði aðeins með sjer lítið eitt af fallegustu gimsteinunum sem agn, til þess að mynda leiðangur, sem sækja skyldi það, sem eftir var. Fralton dáðist að þessu bragði Averys. Aðrir hefðu tekið með sjer alla gimstein- ana og átt á hættu, að þeir yrðu rændir. En Avery vissi betur. Takmark lians var að láta senda sig til baka með sjóræningja- skip. Og þegar rjetta augnablikið kæmi ætlaði hann að ná skútunni og hergögnun- um á sitt vald. Þið verðið að muna, að hann hafði ekki neitt skip. Og hvað er sjóræn- ingjahöfðingi án slups?“ „Hann ætlaði þá að drepa áhöfnina,“ spurði Barkett, honum var farið að þykja vænt um þessa lirappa, fyrir hvað þeir voru hispurslausir. „Sennilega aðeins yfirmennina. Það var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.