Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1938, Page 8

Fálkinn - 26.11.1938, Page 8
8 FALKINN Smásaga um efni, sem altaf er nýtt. — „Seint fyrnast fornar ástir“. — IVlEÐAN á sjálfri veislunni stóð fekk hún ekki tækifæri til þess að sjá liann. Hann var upptekinn af að skála við hina og aðra. Hann var heiðursgest- urinn þarna og æskustöðvarnar hafði hann ekki heimsótt frá því liann var stúdent. Nú var hann orðinn dósent og kominn til þess að halda fyrirlestra. Undir fyrirlestrum lians, þegar hún liafði liaft tækifæri lil þess að hlusta á hann og liorfa fram- an í hann, hafði æska þeirra, og innileg vinátla staðið svo ljóslifandi fyrir henni, að henni fanst óhugsandi, að þau gætu verið orðin svo framandi hvort öðru. Og nú, meðan á veislunni stóð, hafði hún það samt á til- finningunni, að hann langaði að hitta hana í betra næði en við skálaklið innan um fjölda fólks. En síðar um kvöldið fullviss- aði hún siig um það, að þetta væri alt saman ímyndun. Að vísu höfðu þau einu sinni verið mjög góðir vinir, en hann hafði verið saman með alt of mörg- um mönnum, mentuðum, skemti legum, listelskum mönnum, til að eiga í huga sínum friðhelgan blett lianda óbrotnum vini frá æskudögunum. Eftir borðhaldið dróu herr- arnir sig út í stúkurnar á veit- ingahúsinu, en dömurnar urðu eftir út af fyrir sig. Hún sat kyr og blaðaði í inyndaalbúmi liálfgert utan við si,g, og hlustaði á samtalið og kliðinn án þess að taka nokkuð verulega eftir þvi- Hversvegna var hún í vondu skapi? Hvað var það sem hún vildi, og hvers var hún að bíða? Mig langar að hitta Bo einu sinni enn, sagði hún við sjálfa sig, tala í trúnaði við hann, eins og maður við mann, fá að vita, eitthvað um það, hvernig æfi hans hefir liðið, ekki aðeins tala við hann. Á næsta augna- bliki brosti hún háðslega að sjálfri sjer — voru nokkrar leif- ar af manninum Bo í Bo dó- sent? Var það ekki einungis hjá þeim einmana og ógiftu, þeim, sem misliepnast liafði á ein- hvern hátt, að fundust einhverj- ar leifar af mannlegleika, af tálsýnum, draumum, vonbrigð- um. . . . Þeir sem voru upp- teknir af lífi sínu og starfi höfðu ekki tima til þess að vera menn, þeir höfðu um ann- að að hugsa: upphefð, frægð, tekjur. . . . Bo og hún höfðu verið dálítið skotin hvort í öðru. En hún hafði aldrei þorað að taka liann alvarlega, liann liafði verið of mikill kvennamaður: hann hafði ekki fyr orðið skotinn í stúlku en liann hætti að vera það og varð ástfanginn af ann- ari. Nokkrum árum eftir að þau höfðu hætt að vera saman, hafði hann gift sig. Og það mátti Iieita henni sársaukalaust, þegar liún frjetti það, því að um sama leytið hafði hún upp- lifað dálítið æfintýri, og í mörg ár hafði hann nú verið henni gleymdur. En stundum hafði hana þó langað til að vita hvernig hún væri, konan, sem hefði tekið Bo þeim rjettu tök- um. Sjálf var hún nú afar ein mana og' úr leiknum. En einmitt nú, þegar hún hafði fengið í sig kraft við að hogna, og vissi, hvað hún vildi, þá langaði hana að hitta Bo að nýju, sem manneskja, ekki sem kona.... Gertrud Lilja: Þetta er heilaspuni, sagði hún við sjálfa sig, viðkvæm imyndun. Utan við sig hjelt hún áfram að fletta blöðunum í al- búminu, þar sem gal' að líta ungt fólk í baðfötum, hlæjandi börn og heilar fjölskyldur, sem voru að hella i sig kaffi. 0;g alt þelta fólk horfði á liana — þess ar saklausu verur ertu hana einhvernveginn; það var eins cg það segði í allri sinni gleði og látleysi: „Sjáðu hvað við er- um glöð og hamingjusöm! Þvi ert þú ekki eins ?“.... Hún reiddist sjálfri sjer. Hversvegna sal hún þarna, veik af þrá eftir að fá að tala við ókunnugan mann? Þurftu ógiftar konur alt- af að hafa einhverjar fylgjur — hugarvingl, hunda, ketti eða þá eitthvað annað? Hún hafði vonað að staða hennar sem kennari við mentaskóla mundi losa hana við þessar vanalegu fylgjur. . . . En þetta sífelda hugarsveim hennar kring um Bo, henti á rómántík á slæmu sligi.... Þegar hófinu var slitið, hafði hún komist svo langt fyrir sjálf- gagnrýni sína, að hún hafði næstum gleymt því, að Bo var nærstaddur. Úti á götunni sagði Bo: -Jeg ætla að fá að fylgja fröken Ekberg heim. Að svo mæltu lyfti hann hattinum fyr- ir hinum. Þau gengu þegjandi hlið við lilið. Hún braut heilann um það, hvorl hugboð liennar, þeg- ar alt kom til alls, hefði haft á rjettu að standa, um það, að Bo vildi að þau fengju að vera saman. En á næsta augnabliki fullvissaði hún sig um, að þetta hefði verið eðlileg kurteisi af Bo, þar sem hún liefði verið eina ógifta og einmana mann- eskjan i samsætinu. Þar að auki var hótelið, sem hann bjö” i, rjett hjá húsinu hennar. En þegar þau voru kómin að húsinu, sagði hann: — Má jeg skreppa upp með þjer snöggvast? — Jú, svo sannarlega! — Mig hefir langað í alt kvöld að losna við hina og fá að vera með þjer einni, sagði hann. Hún varð heit og glöð. - Það hefir mig líka langað til, sagði hún ofur hlátt áfram. Hún lagaði um hann á ottó- manhorninu. —• Hvíldu þig nú, og svo slcal jeg sitja hjá þjer eins og jeg væri fóstra þín, sagði hún. — Hamingjan góða, hvað jeg er orðinn þreyttur á öllu þessu striti. ... En þræla verður mað- ur og yinna af sjer skatta og skyldur. . . . Frú, þrjú börn, tvær stúlkur. .. . Hann þagnaði. Hún fann, að hann horfði á hana. Henni stóð á sama um það. Jeg er gömul og Ijót, það gerir ekki neitt til núna, liugs- aði hún. En jeg er betri vinur hans en nokkru sinni áður.... — Þú hefir breyst mjög mik- ið, sagði hann. Hún hló. — Geturðu nú ekki haldið ókurteisi þinni í skefjum, sagði hún. — Ökurteisi? Jeg man aðeins eftir þjer sem dálitið sveitalegri og hreint út sagt tilkomulítilli stúlku. Nú ertu mentuð, ver- aldarvön — kona. En ekki að- eins framkoma þín heldur og andlit þitt er breytt, miklu fal- lejgra og svipmeira en áður. — Nú verð jeg að biðja þig að stilla í hóf á þenna kantinn, sagði hún. — Það er stór viðburður fyr- ir mig að sjá þig aftur, sagði hann. — Það varð þögn dálitla stund. En sjálf þögnin var full af trún- aði — alveg eins og Jiegar þau voru ung og sögðu hiklaust hvort öðru hugsanir sínar, drauma og vonir. Og ekkert af þessu var nú af smærra taginu hjá Bo. Nú voru þau bæði húin að lifa sitt allra glaðasta. Upp frá þessu gat lífið varla hoðið þeim nokkra óvænta athurði; það sem þau höfðu fengið máttu þau kanske lialda, en nokkurs meira en þess gátu þau varla vænst. Alt í einu spurði hann: — Þótli þjer væiit um mig á þeim tíma? — Já, sagði hún og liló. — Hversvegna ljestu mig ekki vita, það? Hún hló aftur. Altaf ertu sjálfum þjer líkur, sagði hún. Var það ekki þitt að komast að því? Átti jeg kanske að biðla? -Já, þegar jeg; liafði ekki vit á að gera það.... Það fór nú best sem fór. - Það veit maður aldrei, sa’gði hann. Hann þagði. Og það færðist alvara, næstum gremja yfir svip hans. — Ef til vill þvkir konunni minni vænl um mig, sagði liann, jeg held að henni þvki það, en hún sýnir það í engu. Það eru mör,g ár síðan liún hefir látið vel að mjer. . . . Hún fekk dálítinn lijartslátt. — Kuldi hennar hefir verkað á mig, hjelt hann áfram,, mjer er hætt að þykja vænt um hana.......Teg er eklci beint ó- lukkulegur, en lukkulegur er jeg ekki heldur. ... Hún svaraði ekki. Hún sat grafkyr, og var sárhrygg eins ofg barn yfir því að ekki var verið gott við hann. Henni sveið það næstum eins og hún væri móðir lians; hann var góður og glaðlyndur. Það var ljótt að fara illa með hann. Hún fann til gremju gegn þessari ókunnu konu, sem ekki hafði meiri skilning en svo fyrir því, sem hún hafði unnið — á annara kostnað. Hafði hann þá eftir allar sínar miklu vonir um ást og haminigju, eflir alt sitt val, orðið afskiftur? En hún var kyni sínu trú. Hún ljel ekki á neinu bera. — Getur það ekki verið sjálf- um þjer að kenna? spurði hún dálítið hikandi. — Hvernig þá áttu við? Aðr- ar konur kanske? Nei, jeg full- vissa. .. . Það hefir aldrei verið neinn verulegur árekstur milli okkar. Það varð dálitil þögn á ný. — Er konan þin gáfuð? spurði hún og leiddi talið inn a nýtt svið. — Ileimsk er hún ekki, en hún er ekki heldur sjerlega greind. Hún getur aldrei talað um neitt nema húshaldið, mig og hörnin. Jeg bið hana stund- um að tala um eitthvað anhað, en það verður ekkert úr því.... Nú sveið henni aftur og í þetta slciftið vegna konunnar. Það var ekki svo auðvelt að vera góður og glaður, þegar Á MORGUN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.