Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1938, Qupperneq 4

Fálkinn - 03.12.1938, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N SAMBANDSMALIÐ FYRIR 20 ÁRUM Það verður ekki sagt, að bjart sje framundan um þessar mund- ir, er Island fagnar 20 ára af- mæli sambandslaganna, sem fólu í sjer fullveldisviðurkenningu landsins. Hjer skal ekki orðlengt um þann sorta, því að hann er öllum kunnur. En daginn sem fsland lýsti yfir fullveldi sinu var líka dimt í lofti, þó sá sorti væri annars eðlis en nú. Mesta drepsótt sem heimsótt hefir fsland á þessari öld var ný- fjöruð út, og skaðlegasta eldgos- ið, sem orðið hefir á þessari öld, Iiafði lagt ösku á mestan bluta landsins og gert dag að nóttu. Flóð Kötlu bafði lagt jarðir i eyði og drepið búpening í Með- allandi og Álftaveri. Og því var engin furða, að dapur væri hug- ur margra íslendinga daginn, sem þeir tóku við dýrustu gjöf, sem nokkurri þjóð blotnast: frjálsræði og fullveldi.. miðlun, sem bvorki var fugl nje fiskur: islensk lög skyldu borin upp ,.þar sem konungur ákveð- ur“ og ísland fjekk fána, sem ekki mátti sýna utan íslenskrar landlielgi. Svo seint fór sjálf- stæðismálið þá. En þó mjakaðist það i áttina. um Jörundar Hundadagakonungs og skömtuðu verð á afurðum landsmanna. Opnasta og bættu- minsta gata íslands lil annara þjóða lá í suðvestur — Ameríku. Og íslendingar sendu sjálfir er- ii.dreka og nefndir bæði þangað og til Englands og gerðu við- HINN 1. DESEMBER 1918 RANN UPP LANGÞRÁÐ STUND Á ÍSLANDI. LANDIÐ VAR VIÐURKENT FRJÁLST OG FULLVALDA RÍKI, f KONUNGSSAM- BANDI VIÐ DANMÖRK OG LÝSTI YFIR SJÁLFSTÆÐI SfNU OG UM LEIÐ ÆVARANDI HLUTLEYSI. Þó TUTTUGU ÁR SJEU SKAMMUR TÍMI ER HANN ÞO SVO LANGUR, AÐ Nt ERU ÞEIR KJÓSENDUR ORÐNIR MARGIR í LANDINU, SEM EKKI MUNA 1. DES. 1918 FYRIR ÆSKU SAKIR. SKAL ÞVf LÍTIÐ EITT SAGT FRÁ HINUM FYRSTA FULLVELDISDEGI OG AÐDRAGANDA HANS í ÞESSARI GREIN. Þáttaskifti í sambandsmálinu. Hinn siðasti þáttnr sjálfstæðis- baráttunnar er að flestu leyti svo gjörólíkur því, sem á undan gerð ist, að ástæða er til að rifja hann upp nú 20 árum síðar. Áður var það þófið, sem einkendi sjálf- stæðisbaráttuna og hver rjettar- bót, hversu smávægileg sem var kostaði áratugi. Það tók yfir áldarfjórðung að fá stjórn inn i landið — ráðherra sem bæri á- byrgð gagnvart löggjafarþingi þjóðarinnar. Þá hófst deilan um hvort ráðberra íslands skyldi bera upp islensk lög fyrir kon- ungi i ríkisráði Dana eða utan þess, og á öðrum þræði um það, b.vort íslandi leyfðist að hafa sjerstakan fána. Hvorugu málinu voru gerð full skil en eflir tíu ára deilu tókst að komast að rriála- En svo er sjálfstæðismálið skyndilega leitt til lykta — á einu einasta sumri! Og þær kröf- ur, sem Danir höfðu áratugum saman baldið fram, að aldrei 'skyldu ná fram að ganga, upp- fyltar umyrðalaust og að því er virtist með ljúfu geði. Hvað veldur? Nýr stjórnmálaandi. — Heimsstyrjöldin bafði staðið nær fjögur ár. Kafbátar Þjóð- verja höfðu stöðvað siglingar milli Danmerkur og íslands að kalla mátti, íslendingar urðu stundum að bíða mánuðum sam- an í Kaupmannahöfn eftir fari heim og „Islands Falk“ flutti endrum og eins póst til Islands. Englendingar höfðu verslun Is- lands í hendi sjer eins og á dög- skiftasamninga eins og sjálfstæð þjóð væri og vegna bnattstöðu sinnar keyptu Færeyingar jafn- vel vörur í samlögum við þá. Þetta varð til þess að opna augu manna, sem áður vildu ekki sjá, fyrir þvi, að lega ís- lands gat stundum talað með íökum gegn sambandi Dan- merkur og íslands. En þó var þetta ekki aðalatriðið. Annað var að gerast, sem vóg miklu þyngra á metunum. Bandamenn höfðu ótvírætt lát- ið það uppi, að ef ófriðarlokin yrðu þeim í vil, mundu þeir leysa ýmsar þjóðir úr ríkis- tengslum við liinar stærri þjóðir, sem fyr á öldum liöfðu svift þær frelsi. Svo var um Eystra- saltsríkin, Tjekka, Slovaka og ýmsa fleiri. Og sjerstaklega má Guðsþjónustan í Almannagjá 1930. nefna, að bandamenn höfðu gef- ið fyrirlieit um, að gamalt lof- orð skyldi efnt um, að Suður- Jótar, sem slilnir voru úr tengsl- um við Dani eftir ófriðinn 1864, fengi að ófriðarlokum að ráða því með þjóðaratkvæði, livort þeir vildu sameinast Danmörku á ný. Hjer var með öðrum orð- um gefið fyrirbeit um rjett smá- þjóðanna og minnihlutanna. Danir fögnuðu þessum boð- skap, sem eðlilegt var. Því að : Suður-Jótlandi, einkum norð- anverðu var danskt þjóðerni enn ráðandi, dönsk tunga töluð og allur hugur fólksins lijá þjóð- inni norðan ofbeldislandamær- anna frá 1864. k Og „það sem þjer viljið, að mennirnir geri yður, það skuluð þjer þeim gjöra“. Sjálfstæðismál íslendinga fjekk alt í einu nýtt viðborf. Hjá einstaka manni í Danmörku bafði þetta viðhorf að vísu Verið til áður, en það var svo fátítt, að þess gætti varla. En nú skeður það, að róttæki flokkurinn og jafnaðarmanna- flokkurinn danski einsetja sjer að leysa málið þannig, að Islend- ingar megi við una. Og vinstri- flokkurinn, sem að visu bafði verið velviljaður Íslandi á marga lund, en þó tregur í sjálfstæðis- málinu, játar því fylgi sínu. Ilægrimenn einir voru enn ó- sveigjanlegir. Og víst sárnaði mörgum úr hinum stjórnmála- flokkunum tilliugsunin um, að „rjúfa ríkisheildina“, „lima Dan- mörku í. sundur“ eins og sumir kölluðu. En stjórn Zable og rót- tæka flokksins ljet það ekki ú sig fá. Henni var alvara að binda enda á málið. Nefndarskipunin. Hinn 15. júní 1918 kunngerir konungur skipun nefndar, er semja skuli um framtíðarsam- * band íslands og Danmerkur. Og nú rak hver viðburðurinn ann- an. Þing sat þá hjer á rökstólum ^ og kaus það íslenska nefndar- hlutann þ. 21. júní. Voru kosnir þeir Jóhannes Jóbannesson bæj- arfógeti, forseti sameinaðs þings, Einar Arnórsson prófessor, Bjarni Jónsson frá Vogi og Þor- steinn M. Jónsson alþingismaður. Danir kusu i nefndina Christ- opher Hage verslunarmálaráð- lierra, .1. C. Christensen, Fr. Borgbjerg og Erik Arup prófes- sor, og urðu við ósk Islendinga um, að sanmingar færu fram i Reykjavík. Dönsku nefndarmenn irnir koinu til Reykjavíkur þ. 29. júní ineð „Islands Falk“. Bjó Ilage, sem var formaður danska nefndarhlutans, bjá Jóni Magn- ússyni forsætisráðherra en þrír nefndarmennirnir binir i húsi

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.